Og síðan lögðu þeir leið sína í Háskólann í Reykjavík ...

... hmmmm, eða ekki! Þeir hafa líklega aldrei óskað eftir því að fá að gefa Biblíuna í tímum í háskólum landsins sökum þess að þar er fólk sem getur tekið upplýsta og málefnalega afstöðu til skáldsögunnar. Þá er nú ólíkt betra að herja á litlu börnin sem standa berskjölduð gagnvart trúboðunum sem koma hoknir af iðrun og iðandi synd í þjónustu guðs síns. Þar eiga menn smávægilega von um einhverja eftirtekju, guði sínum til dýrðar.

Stundum kalla svo gæjar sig veiðimenn Guðs. Mér finnst þetta vera eins og að veiða fisk í tunnu; auðvelt, en algjörlega laust við allan metnað!


mbl.is Hafa ekkert á móti Biblíunni í Suðurhlíðarskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þessi færsla þín er nú það eina sem algjörlega laust við allan metnað hérna...

Magnús V. Skúlason, 28.9.2012 kl. 10:32

2 Smámynd: Óli Jón

Og hvernig færðu það út, minn ágæti Magnús?

Óli Jón, 28.9.2012 kl. 10:33

3 identicon

Án möguleika á því að heilaþvo litla krakkar þá deyr trúin út á stuttum tíma. Magnús er líkast til einn af þessum krökkum sem varð fyrir heilaþvotti á sínum yngri árum. :)

DoctorE 28.9.2012 kl. 10:56

4 identicon

Ég vona að þú sért ekki að gefa í skyn að til þess að trúa á fljúgandi uppvakning sem að gengur á vatni og skyrpir á blinda til þess að frelsa fólk frá bölvun sem að hann setti á það fyrir að borða epli þurfi maður að vera barn undir stöðugum áróðri eða virkilega veruleikafirrtur.

Því að geðheilbrigt fólk getur alveg trúað á hippagyðing í sjálfsmorðshugleiðingum sem að berst við dreka.

Halldór L. 28.9.2012 kl. 11:33

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú hljóta öll trúfélög að nýta sér þessa víðsýni téðs skóla og streyma þangað með boðskap sinn. Ég hygg að þá kunni að koma annað hljóð í strokkinn hjá hinum víðsýnu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 11:43

6 identicon

Skólinn verður að gæta jafnræðis og bjóða allar aðrar trúarbækur.. . ásamt gagnrýni á trúarbrögð frá trúleysingjum.

DoctorE 28.9.2012 kl. 12:03

7 identicon

Rámar í bækling sem við fengum frá aðventistum um það leyti sem við vorum að flytja út.Aðalinntakið var að þeir væru með hina einu réttu trú þar sem þeir héldu laugardaginn heilagann sem hvíldardag  en ekki sunnudaginn.Allir aðrir væru handbendar djöfulsins og sérstaklega var gert mikið úr meintum tengslum katólsku kirkjunnar við myrkrahöfðingann.Man að mér blöskraði þótt ég sé nú ekkert sérstaklega trúaður.Hef svolitlar efasemdir um að þessi skóli aðventista fyrir börn eigi nokkurn tilvörurétt í íslensku skólakerfi sem á að uppfræða börn en ekki skemma.

josef asmundsson 28.9.2012 kl. 18:51

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég man eftir að hafa fengið nýja testamentið að gjöf þegar ég stundaði nám við grunnskóla.

Ég man hinsvegar ekki eftir því að hafa nokkurntímann opnað bókina og lesið í henni.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.9.2012 kl. 11:36

9 identicon

DoctorE: Ég ætla til að byrja með að leyfa mér að minna á það sem hefur margoft verið sagt við þig í svörum við athugasemdir þínar: ef þú vilt að tekið sé mark á þér, komdu fram undir nafni, en ekki í skjóli nafnleyndar. Hinsvegar, þá snýst trú ekki um heilaþvott. Talsvert magn af fólki hefur verið trúlaust allan fyrrihluta ævinnar, en tekur svo trú (ekki endilega kristna, heldur einhverja trú) þegar það er komið á miðjan aldur eða rúmlega það.

Ef þessi frétt væri um heimsókn múslima í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu til að dreifa eintökum af kóraninum, myndir þú koma með sambærilegar athugasemdir?

Halldór L.: Þessar líkingar þínar eru greinilega ekki hugsaðar til annars en niðurlægingar á kristinni trú. Hinsvegar tel ég það vera algerlega vitagagnslaust að reyna að eiga í nokkrum rökræðum við þig miðað við hvernig þær fullyrðingar eru sem þú setur fram um geðheilbrigði trúaðra einstaklinga.

Jósef Ámundsson: Þessi bæklingur sem þú talar um, hvenær á honum að hafa verið dreift? Ég, sem Aðventisti til margra ára kannast ekki við að bækling með þessu efni hafi nokkurntíman verið dreift, að minnsta kosti ekki á þeim tíma sem ég hef verið innan kirkjunnar.

Þessi skóli, eins og allir aðrir skólar, hefur fullan tilverurétt hér á landi, á meðan hann starfar eftir settum lögum og námsskrá grunnskólanna, og verandi einkaskóli er enginn skyldugur til að fara í þennan skóla. Það er einfaldlega val foreldra allra nemenda í þessum skóla að senda þá þangað. Myndir þú hafa sömu efasemdir um tilverurétt skóla sem væri rekinn af múslimum?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir: Hefur það skaðað þig á nokkurn hátt að hafa fengið Nýja Testamentið að gjöf þegar þú stundaðir nám við grunnskóla?

Marel Arnarson 26.10.2012 kl. 21:04

10 Smámynd: Óli Jón

Marel: Þú berð á borð gömlu lummuna "skaðaðist einhver á því að fá Nýja testamentið", en hún á svo sannarlega ekki við hér því spurning sjálf á ekki rétt á sér. Það eru fjölmargir hlutir í þessum heimi sem ekki myndu skaða börnin, en við erum samt ekki að bera þá í þau í skólum. Börnin myndu t.d. ekki skaðast við það að fá stefnuskrá Vinstri grænna eða Sjálfstæðismanna í skólanum, en við sleppum því samt. Þau myndu ekki skaðast af því að fá Andrés Önd í skólanum, en við kjósum samt að sleppa því. Þau myndu ekki skaðast af því að fá helgirit Vísindakirkjunnar eða Hindúista í skólum, en við látum það samt vera.

Við sleppum þessu því skólinn er ekki vettvangur fyrir þessa hluti. Skólinn á að vera veraldlegur og einbeita sér að veraldlegum hlutum. Þannig á trúboð ekkert heima innan veggja þar. Gídeonistar eru yfirlýstir trúboðar og þeir dreifa bláa kverinu af þeirri ástæðu einni. Þeir eru þjakaðir af sekt og hræðslu gagnvart guði sínum og telja að þeim muni reynast auðveldara að skjótast inn um Gullna hliðið ef þeir dreifa bláu skáldsögunni í skólum.

Málið er, eins og svo oft hefur komið fram, að þeir vita sem er að þetta er eina dreifingarleiðin sem eitthvað kveður að. Ef börnin þyrftu að leggja leið sína á Langholtsveginn og sækja bókina sjálf, þá færu fá, ef nokkur, eintök út árlega. Þess vegna stökkva þessir veiðimenn guðs á saklaus börnin, sem sitja á skólabekknum eins og síld í tunnu, og láta greipar sópa um þau gjöfulu mið sem þar bjóðast. Þetta eru metnaðarlausir veiðimenn sem vilja frekar leggja botnvörpur, dragnætur og troll en að renna fyrir með flugu, en tilgangurinn helgar meðalið.

Kannski var ég of fljótur á mér að segja að börnin skaðist ekki á þessu. Þau skaðast nefnilega við það að frjálst val þeirra er örlítið heft. "Jesús er besti vinur barnanna," sífra Gídeónistarnir í sífellu og sum þeirra taka það kannski að einhverju leyti trúanlegt án þess að hafa fyrir því nokkrar skynsamlegar forsendur. Glaðhlakkandi Gídeónistarnir voma yfir sálnamiðunum, hoknir af sekt og hræðslu við eigin breiskleika þegar þeir speglast í ásjónu refsiglaðs guðs þeirra, og hala inn saklausar sálirnar svo þeir geti orðið hólpnir.

Ef Gídeonistarnir hefðu snefil, þó ekki væri nema örlítinn, af trú á því að börnin myndu sjálf finna guð þeirra upp á eigin spýtur, þá myndu þeir líklega spara sér ómakið og bjóða bókina heimsenda með pósti. En þeir vita sem er að skynsöm börnin hafa enga ástæðu til þess að fylkja sér á bak við refsiglaðan, eigingjarnan og geðvondan guð og þess vegna þarf að véla þau til þess arna.

Já, rétta svarið er því það að börnin hreinlega skaðast af því að fá Nýja testamentið undir þessum formerkjum. En það skiptir litlu því gróði Gídeón-kónanna er mikill, þeir öðlast eilífðarvist við holhönd Drottins fyrir ómakið.

PS. Áhugavert er að sjá að Gídeón-gaurarnir, því kellingar eiga ekki upp á dekk í Gídeón nema í sérstakri kvennarétt (eins og Biblían mælir til um), virðast ekki auglýsa opnunartíma í höfuðstöðvum hreyfingarinnar við Langholtsveg, enda virðast þeir ekki búast við stríðum straumi leitandi trúvillinga. Þeir kynna hins vegar skilmerkilega upplýsingar um bankareikninga sem hægt er að leggja inn á, væntanlega í skiptum fyrir óeiginlegt aflátsbréf sálarinnar.

Óli Jón, 27.10.2012 kl. 00:45

11 identicon

Óli Jón: Þú talar um að skólinn eigi að vera veraldlegur. Þar er ég sammála þér að vissu leyti. Skólar reknir af ríkinu eiga að sjálfsögðu að vera veraldlegur, þótt svo að skólastjórn geti leyft félögum eins og Gídeon að heimsækja skólann. Nú veit ég ekki betur en að Nýja Testamentinu sé ekki þröngvað upp á börnin, heldur standi það þeim til boða, og ef þau vilja ekki þiggja það sé enginn sem segir neitt við því. En þú hefur sennilega ekki tekið eftir að í fréttinni stóð að Suðurhlíðarskóli væri einkaskóli rekinn af Kirkju sjöunda dags aðventista og þar af leiðandi hefur þessi skóli fullt leyfi til að stunda trúboð innan veggja hans. Engir foreldrar eru skyldugir til að senda börn sín í þennan skóla og ef foreldrar eru óánægðir með starf skólans geta þeir flutt barn sitt/börn sín í annan skóla.

Nýja Testamentinu er ekki eingöngu dreift í grunnskólum, heldur einnig í fangelsum og á elliheimilum. Einnig er alltaf eintak af því á hótelherbergjum. Ég hef a.m.k. ekki komið á eitt einasta hótelherbergi sem er ekki með eintaki af Nýja Testamentinu annaðhvort í náttborðsskúffu eða skrifborðsskúffu. Ekki veit ég til þess að nokkur hafi kvartað yfir því.

Ef Vísindakirkjan eða Hindúistar myndu vilja fá að dreifa sínum ritum í grunnskólum landsins væru sennilega allir sem eru hlynntir dreifingu Nýja Testamentisins hlynntir dreifingu þessara rita. Málið er bara það að Gídeonfélagið er eina félagið sem hefur tekið upp á dreifingu trúarrita, og sem kristið félag dreifir það að sjálfsögðu Biblíunni, eða í þessu tilfelli Nýja Testamentinu. Ef þú, sem foreldri barns í grunnskóla, myndir ekki vilja að barninu þínu væri boðið upp á eintak af Nýja Testamentinu gætir þú haft samband við skóla barnsins þíns og óskað eftir að barnið þitt væri ekki viðstatt. Ég veit hinsvegar ekki til þess að það hafi verið gert í mörgum tilfellum.

Ef ekkert trúboð væri stundað myndu talsvert færri vera trúaðir í dag en raun ber vitni. Ef fólk er ekki kynnt fyrir hlutunum getur það ekki tekið rökstudda ákvörðun um þá. Stór hluti af unglingum landsins telja sig vera "atheists". Allur sá hópur hlustaði á kynningu Gídeon félagsins í grunnskóla og var boðið eintak af Nýja testamentinu. Ég geri mér ekki almennilega hvernig Gídeonfélagið hefur verið að þröngva trú upp á fólk miðað við þetta. Er Ríkisútvarpið ekki alveg eins að stunda trúboð með útvörpun á messum á sunnudagsmorgnum og Orði Kvöldsins eftir tíufréttir öll kvöld? Hvar er umræðan um það? Hversvegna kvartar fólk ekki alveg eins yfir því?

Marel Arnarson 28.10.2012 kl. 12:36

12 Smámynd: Óli Jón

Marel: Leggðu ekki skólabörn að jöfnu við fanga og ellilífeyrisþega sem eiga að vera komnir til vits og ára á meðan almennt er litið svo á að skólabörnin hafi ekki náð þeim áfanga í lífinu. Ég geri síður en svo athugasemdir við það að Nýja testamentinu sé haldið að föngum, ellilífeyrisþegum og hótelgestum enda kemur mér það hreinlega ekki við. Þetta fólk getur almennt metið boðskap bláu skáldsögunnar út frá eigin forsendum á meðan börnin hafa ekki vitsmunalega getu til þess. Þess vegna á ekki að halda trú að trúgjörnum börnum, enda er þá búið að raða spilunum í stokknum og þá er ójafnt gefið seinna meir.

Athugaðu líka að bláa skáldsagan er ofan í skúffu á þessum stöðum sem þú lýsir þannig að þeir sem vilja blaða í henni þurfa að leggja sig sérstaklega eftir því. Þessu er öðruvísi farið í skólunum þar sem Gídeónarnir hafa ýtt henni að börnunum sem eru væntanlega almennt það kurteis að þau hafna ekki því sem þau upplifa að þau eigi að móttaka og þá sér í lagi í skólanum.

Þú segir ennfremur að stór hluti unglinga telji sig trúlausa í dag, en það veit ég ekkert um. Mér finnst það þó ekki ólíklegt, enda er engin ástæða til þess að trúa á yfirnáttúrulegt, geðþóttafullt og hefnigjarnt boðvald á tímum upplýsingar. En ef svo er, þá er það hið besta mál því þá geta þessi börn tekið hlutlausa afstöðu til tilboðs trúarinnar seinna meira því það að vera trúlaus er ekki það sama og vantrúaður. Að líkja því saman er eins og að segja að skalli sé hárlitur. Ég er vantrúaður, enda tel ég ekki heila brú í boðskap kristninnar eða annarra trúarbragða. Börnin eru trúlaus enda hafa þau ekki forsendur til annars. Þau fæðast trúlaus, eiga að alast upp trúlaus og taka síðan afstöðu til hindurvitnanna þegar þau hafa burði til.

Ég tek undir með þér þegar þú undrast yfir því hvers vegna Rúv útvarpi trúarlegu efni. Það er ósanngjarnt og kjánalegt í nútíma samfélagi þar sem t.d. trúfélög eiga að hafa jafna stöðu. Ég kýs þó að beina sjónum mínum að ásókn kristinna trúboða í börnin, enda hef ég ekki miklar áhyggjur af eldra fólki sem hlustar á útvarpsmessu eða Orð kvöldsins.

Þú byrjaðir erindi þitt á því að tala um Suðurhlíðarskóla sem er einkaskóli Aðventista. Áhugavert væri að mæla hversu mörg börn úr þeim skóla enda á því að meðtaka trúarafbrigði Aðventista samanborið við börn úr öðrum skólum. Mig grunar að hlutfallið þar sé umtalsvert hærra en annars staðar. Það, hins vegar, sannar bara það að trú snýst um innrætingu því ef boðskapur Aðventista ætti greiða leið að hjörtum barna án innrætingar, þá ætti þetta hlutfall að vera hið sama í skólum um allt land. Nemendur í Suðurhlíðarskóla eru fiskarnir í tunnunni, auðveld bráð fyrir veiðimenn sálna. Þau eiga sér fáar undankomuleiðir heldur þurfa að sitja undir innrætingunni og meðtaka það sem fyrir þeim er haft. Þetta er ekki á þeirra forsendum heldur foreldra þeirra, en miklar líkur eru á því að þeir hafi sjálfir farið í gegnum álíka innrætingarferli. Þannig gengur trúin í ættum, ekki vegna þess að hún á greiða og sjálfsagða leið að hjarta barnanna heldur vegna linnulausrar innrætingar.

Það er huggulegt, er það ekki?

Óli Jón, 28.10.2012 kl. 14:11

13 identicon

Fyrst Marel var að senda mig hingað þá get ég alveg eins kommentað á þetta.

Ég fékk Nýja Testamenntið gefið í 6 bekk, á þeim tíma tilbað ég það afþví mér var sagt að gera það, ég Fermdist og var aðeins farin að pæla í trú þá en ég fermdist afþví það var eðlilegt. Allir í bekknum mínum voru að fermast, foreldrar mínir og fjölskylda höfðu talað um fermingu í nokkur ár.

Þegar ég fór að hugsa fyrir sjálfa mig fyrst og kynnast veröldinni hef ég verið svona 14-15 ára. Ég taldi mig sammt enn kristna, það var ekki fyrr en ég var 16 ára og byrjaði í Sálfræði í menntaskóla að ég fór að hugsa eitthvað dýpra, og pæla almennilega í þessu.

Nú ári seinna, búin að skoða margar trúir heimsins eitthvað sem ég hef alltaf haft áhuga á en alltaf með goðsagnir í huga, hef ég sagt skilið við kristina trú en ég tel mig sammt ekki sem trúleysingja (Atheist) heldur sem Agnostic.

Ég hef búið til mína egin trú nánast, ég tilbið sammt engan. Mér finnst það fáránlegt að ef einver vera sem skapaði okkur vilji að við tileinkum líf okkar til hans og tilbiðjum hann. Hvað leiddist verunni og þurfti hún einvherja aðdáendur ?

persónulega finnst mér að það eigi ekki að stunda neitt trúboð í skólum, nýjatestamenntinu eigi ekki að vera dreif til krakka sem eru ekki farnir að hugsa fyrir sig, frekar á að hafa einvherja tíma sem krakkarnir geta haft rökræður svipaðar og þessar yfir því ahverju og afhverju á ekki að trúa og á hvað.

Helga Rún 3.12.2012 kl. 22:19

14 identicon

Það er jafn sorglegt að það sé fólk í Háskólum sem hefur ekki lesið Biblíuna og að þar sé að finna fólk sem aldrei hefur lesið Shakespeare. Þeir sem hafa enga undirstöðu í Vestrænni menningu hafa engar forsendur til að verða neitt annað en heilalausir páfagaukar sem bíða innprentunar í háskólanámi og fá ekkert út úr því nema grunnhyggið yfirborðssvaml, en ná aldrei neinni dýpt í námið, og ekkert verður úr og eru því bara að sólunda fé skattborgara. Þess vegna tekur Richard Dawkins þátt í átaki um að öll börn lesi Biblíuna. Ekki afþví hann trúi á hana á nokkurn hátt. Heldur af því fólk sem hefur ekki lesið hana er það sem kallaðist í gamla daga ómenntaður skríll, sem hefur ekki færni til að skilja þróun sögunnar, félagsfræðinnar eða nokkuð annað í samhengi vestrænnar menningar.

Í 3.10.2013 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband