Trúin missir tökin í Bandaríkjunum

Á vef NPR, almenningsútvarps Bandaríkjanna, er frétt um niðurstöður nýrrar könnunar sem Gallup gerði á trúarlífi þarlendra, en þar kemur margt áhugavert í ljós. Stóru kirkjudeildirnar láta mikið undan og birtist það í því að einungis 44% Bandaríkjamanna bera mikið traust til kirkjunnar eða skipulagðra trúarbragða.

Trúarbragðafréttaritari stöðvarinnar telur að þetta sé ekki merki um minni trúarhita, en tilgreinir þó að ungt fólk hneigist æ minna til trúar. Það er í takt við þróun annars staðar þar sem trúin skorðast meir við eldra fólk sem sýnir sig t.d. í gránandi kirkjugestum hérlendis. Þannig er trúin á undanhaldi þegar yngra fólk eldist trúlaust, sem er hið náttúrulega ástand hins upplýsta manns, eða jafnvel hreinlega vantrúað en fjöldi vantrúaðra hefur tvöfaldast í BNA á undanförnum 20 árum. Það er skriða sem ekki verður stöðvuð úr þessu. Litlar og óháðar kirkjudeildir virðast þó vera að sækja í sig veðrið vestra og eru tekin dæmi um litla söfnuði sem hafa vaxið og dafnað.

Það er einstakt gleðiefni að kaþólska kirkjan kemur sérlega illa út úr þessari þróun, en sem dæmi er það tiltekið að fjöldi presta kirkjunnar muni helmingast á næstu tíu árum, en sú stétt telur nú 18 þúsund sálir. Kaþólska kirkjan fer auðvitað ekki varhluta af aukinni upplýsingu fólks, enda höfðar fornlegur og úreltur boðskapur hennar lítið til nútímafólks, en stór áhrifaþáttur í hnignun hennar eru auðvitað straumur af kynlífshneykslismálum sem hafa skekið kirkjuna að grunni. Ekki þarf að undra að upplýst fólk vilji síður binda trúss sitt við hana í dag eftir ótal fréttir af misbeitingu, nauðgunum, yfirhylmingu og allt það makk sem yfirmenn kirkjunnar hafa staðið í. Þetta verður til þess að kreddukenndur boðskapur hennar hefur æ minni áhrif til heilla fyrir heiminn.

Ég hvet fólk til þess að kíkja á fyrrnefnda grein, enda á hún fullt erindi við heim sem stendur á krossgötum. Hann er kominn vel á veg í átt að almennu trúleysi, en glímir ennþá við þann mikla áhrifamátt sem enn býr í leifum stóru kirkjudeildanna. Þegar hann þverr, þá herðist enn á þessari góðu þróun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þar kom að því...loksins

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 01:50

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Vil samt hnikkja á siðferði mannkyns, það er og hefur reynst öllum þjóðfélagshópum eða félagshóðum að halda lögmál hreinnar hugsununar! Eins og að gera ekki öðrum það sem þú villt ekki að aðrir gjori þér (Kant og hrein hugsun, ásamt jesus jósefsyni og fl.)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 01:53

3 identicon

Þú gerir þér vænti ég grein fyrir muninum á trúarbrögðum og trú?

Jóhann 29.7.2012 kl. 02:01

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

oh Jóhann. Hvaða foreldrar sem trúa í dag , gera það ekki?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 02:49

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er bara hjá dauðanum sem trúleysi finnst. 

Trúarbrögð sem hafa ræktast með þjóðum um aldir eru allrar athygli verð, enda voru þau stjórnkerfið. 

En svo fóru menn að smíða sér trúarbrögð, en þau hafa reynst vera mest til vandræða.  Enda klömbruð saman af sjálfskipuðum sérfræðingum til stuðnings sjálfum sér.

    

Hrólfur Þ Hraundal, 29.7.2012 kl. 09:30

6 identicon

Þetta er að breytast hratt í USA, 2 kannanir hafa sýnt að í að bandaríkjamenn gætu valið sér trúlausann forseta.
Að auki, veitingahúsakeðja í USA sem glopraði út úr sér að hún fjármagnaði baráttu krissa gegn samkynhneigðum, í dag er þessi keðja að hruni kominn.

Ég hugsa að kristni verði fyrst af stóru trúarbrögðunum til að hrynja.. að stórum hluta vegna manna eins og Snorra í Betel.. og sköpunarsinna, heimskan er svo rosaleg hjá sköpunarliðinu að smábörn sjá vitleysuna

DoctorE 29.7.2012 kl. 10:01

7 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Hér skilja víst fáir latínu, svo að bezt að leyfa sér að sletta ensku hér, þótt spekingurinn Cicero hafi ekki getað lagzt svo lágt (drepinn 7. des. árið 43 f.Kr., löngu áður en engilsaxneska barst til Englands!):

“If a man cannot feel the power of God when he looks upon the stars, then I doubt whether he is capable of any feeling at all.”

― Marcus Tullius Cicero.

Kristin stjórnmálasamtök, 29.7.2012 kl. 21:46

8 Smámynd: Óli Jón

Kristni stjórnmálaflokkurinn: Intra ecclesiam nulla salus.

Óli Jón, 29.7.2012 kl. 21:51

9 identicon

Þetta er góð þróun fyrir mannkynið.

Björn 30.7.2012 kl. 01:44

10 identicon

Mitt persónulega álit er að fólk sem trúir á guði og galdrabækur árið 2012.. sé einfaldlega eitthvað skrítið.. low IQ.
Sjáið presta ríkiskirkju með milljón, mörg hundruð þúsund á mánuði.. hvað geta svona menn messað.. hvað eru þessi menn annað en hræsnarar af verstu sort.. og fólkið sem lætur þetta yfir sig ganga.. segir sig ekki úr kirkjunni.. ég tel að þetta lið séu fávitar.. bara sorry, say it like it is. 5000 milljónir hið minnsta fer í þennan hjátrúarklúbb.. HALLÓ er fólk fokking heimkst

DoctorE 30.7.2012 kl. 08:40

11 identicon

Enda hafði Kíkeró ekkert vit á því hvað stjörnurnar raunverulega voru.

Annars finn ég hvergi hvar í skrifum þess mæta manns þetta er?

Björn Friðgeir 30.7.2012 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband