Miðvikudagur, 16. maí 2012
Ríkiskristnir í Noregi uppburðarmeiri en íslenskir
Ánægjulegt er að sjá að ríkiskristnir í Noregi skuli hafa meiri trú á sinni trú en íslenskir kollegar þeirra sem hræðast ekkert meir en að í sundur slitni á milli ríkis og kirkju þeirra. Jafnvel Kölski sjálfur virðist ekki orka jafn sterkt á íslensku ríkissauðina eins og nagandi óttinn við uppsögn ríkis á löngu volæðissambandi. Vonandi verður þetta framtak Norsaranna ríkistrúuðum hérlendis hvatning til góðra verka svo þeir geti hafið sig upp úr svartagallsrausinu og tuðinu, lausir úr helsi ríkishrammsins.
Heja Norge!!
![]() |
Aðskilnaður ríkis og kirkju í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Það er augljóst fyrir alla að trúarsöfnuður getur ekki gengið sem ríkistrúarsöfnuður; svo maður tali nú ekki um þá móðgun sem þetta er fyrir alla íslendinga, jafnt kristna sem og aðra.
Íslenskir prestar vilja bara halda í launaumslag frá ríkinu.. þeim er sama um allt annað.
DoctorE 16.5.2012 kl. 14:20
Tuðið alltaf í ykkur yfir ríkiskirkju okkar. Ég veit svo sem ekkert um einhvern nagandi ótta sambands sem þú kallar volæðissamband. Ég veit nóg um þá mikilvægu starfssemi sem fer fram í safnaðarheimilum þessa lands,þar sem sjálfboða vinna er unnin fyrir trú á guðdómin. Mér vitanlega fer ekki fram nein samkeppni við Noreg eða aðrar þjóðir um hver hafi meiri trú. Ef við gætum losað okkur undan ríkis-volaðri stjórn ,sem tilbiður auðníðinga til illra verka,tilbúnir að beygja landa sína í svaðið,þá yrðu öllum kirkjuklukkum þessa lands hringt í lofgjörð,við værum bænheyrð.
Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2012 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.