Vilja meiri pening til Ríkiskirkjunnar

Í frétt á Eyjunni kemur fram að leikmannastefna Ríkiskirkjunnar telur að ríkið sé að snuða hana um lágmark 25% af þeim tekjum sem henni ber. Mín spurning er afar einföld:

Af hverju rukkar Ríkiskirkjan ekki sjálf sín eigin félagsgjöld fyrst hún telur sig eiga svona mikla inneign hjá íslensku þjóðinni?

Svarið er álíka einfalt. Þrátt fyrir mikinn bægslagang vita agentar Ríkiskirkjunnar að heimtur yrðu rýrar ef hún myndi senda út valkvæma greiðsluseðla til þeirra 190.734 sálna sem í hana eru skráðar og voru flestar skráðar í hana ómálga við fæðingu. Þetta er vitað og því sættir Ríkiskirkjan sig, kvartandi og jarmandi, við minnkandi framlög frá ríki því hún veit að þrátt fyrir að þau skreppi saman, þá er trúarskatturinn það allra besta sem hún getur nokkurn tíma vonast eftir að fá.

Lítil er trú Ríkiskirkjufólksins á greiðsluvilja sauða sinna, en þeim mun meira er raunsæi þeirra :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gudda vantar pening, honum vantar alltaf peninga... en kannski er það sorglegast af öllu að íslendingar hreinlega nenna ekki að skrá sig úr hjátrúnni sem var borað yfir þá á barnsaldri.. frekar ætla þeir að hanga og láta presta sjúga sig til dauðadags;

DoctorE 17.4.2012 kl. 12:01

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Bíddu við !

Eru ekki nema 190 734 skráðir í ríkiskirkjuna ?!

Það er rétt um 2/3 (Ca. 66%) af þjóðinni, en hingað til hefur því alltaf verið haldið fram að uþb. 90% væri kristinn, og uþb. 85 væru í Þjóðkirkjunni. Ef þínar tölur eru réttar, þá er það gott.

Þarf ég að fara að læra þessar hlutfallatölur uppá nýtt ?

Börkur Hrólfsson, 17.4.2012 kl. 12:51

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Börkur, þessir ~190.000 eru þau sem eru 16 ára og eldri og skráð í ríkiskirkjuna. Þegar þú bætir við börnum sem eru skráð þarna, þá hækkar prósentan upp í ~75

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.4.2012 kl. 13:25

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þessi tala eru þeir sem eru eldri en 16 ára og sem ríkissjóður greiðir sóknargjöld fyrir. Alls eru skráðir í þjóðkirkjuna 245.456 manns sem eru 76.8% þjóðarinnar. Sú tala var 89.9% árið 1998.

Þetta og fleira má sjá hér:

http://hagstofan.is/Hagtolur/Mannfjoldi/Trufelog

Skeggi Skaftason, 17.4.2012 kl. 13:28

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sá ekki svar Hjalta sem póstaðist meðan ég var að skrifa! :-)

Skeggi Skaftason, 17.4.2012 kl. 13:29

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Skeggi, 76,8% eða um það bil 90% þjóðarinnar (svo maður noti prestastærðfræði)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.4.2012 kl. 13:47

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Megi allar góðar vættir blessa umræðuna ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.4.2012 kl. 15:21

8 Smámynd: Óli Jón

Nýr biskup segir að óhjákvæmilegt sé að kirkjur leggist af vegna fjárhagsvanda Ríkiskirkjunnar og því hlýt ég að spyrja aftur af hverju kirkjan innheimtir félagsgjöld sín ekki sjálf fyrstu hún telur sig eiga einhverja ímyndaða fjárhæð í sóknargjöldum hjá sauðum sínum?

Óli Jón, 27.4.2012 kl. 11:24

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Óli, mér finnst að þú ættir bara að senda henni tölvupóst og spyrja hana út í þetta. Reyndar sendi ég henni og Sigurði Árna tölvupóst stuttu eftir fyrri umferð, og enn er ekkert svar komið, þannig að það er ekki víst að hún svari þér.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.4.2012 kl. 11:58

10 Smámynd: Óli Jón

Hjalti, þetta er góð ábending. Ég ætla að senda biskupi kveðju og benda henni á þessa leið til þess að hressa upp á bágan fjárhag Ríkiskirkjunnar sem fær ekki nema 3-4 milljarða úr ríkiskassanum árlega. Víst er að hún mun taka þessum ábendingum glaðlega fyrst þarna reynist örugg leið fyrir hana til þess að auka tekjur kirkjunnar um rúmlega 20% sem nema 600-800 milljónum króna.

Það má nú messa fyrir minna!

Óli Jón, 27.4.2012 kl. 13:41

11 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sóknarprestur sagði mér að í gamla daga gengu prestar hús úr húsi og innheimtu sóknargjöld. Það var sem betur fer aflagt.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.4.2012 kl. 10:14

12 Smámynd: Óli Jón

Hjördís: Þetta er þó það sem gjaldkerar allra frjálsra félagasamtaka hérlendis þurfa að gera. Af hverju ætti eitthvað annað að gilda um trúfélag og þá sér í lagi ef fólk telur að þau standa fyrir það verðmætasta sem fólk á, trúna? Ætti greiðsluvilji trúaðra þá ekki að vera meiri en t.d. félaga í skákklúbbi? Ætti það því ekki að reynast auðvelt fyrir gjaldkera trúfélags að innheimta tíundina?

Það sannast alltaf betur og betur að forstjórar Ríkiskirkjunnar hafa enga trú á því að trúaðir vilji borga. Þeir meta greiðsluvilja félaga í skákklúbbum landsins örugglega sem viljugri greiðendur félagsgjalda en sína sauði og þess vegna sætta þeir sig við rýrnandi heimtur. En vonandi nær nýr biskup að tendra neista greiðsluviljans í brjóstum sauða sinna. Þá gæti aldeilis farið að klingja í krónukassa kirkjunnar.

Óli Jón, 30.4.2012 kl. 11:05

13 Smámynd: Óli Jón

frétt á Eyjunni lýsir því hvernig grunnstoðir Ríkiskirkjunnar eru að hruni komnar og draga viðmælendur hennar upp dökka mynd af stöðunni. En þrátt fyrir þessi ótíðindi virðist Ríkiskirkjan ekki til í að láta reyna á frjálsan greiðsluvilja sauða sinna. Skyldi það vera vegna þess að hún veit að ef á reynir þá muni sauðirnir almennt verja talentum sínum í eitthvað annað?

Það veit líklega bara sá sem allt veit ...

Óli Jón, 4.5.2012 kl. 19:38

14 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Langar að spyja þig Óli Jón.

Heyrist á þér að þú sért hlynntur trúfrelsi og út frá því langar mig að spyrja þig.

Ertu jafnbrattur og ófeiminn að rakka niður t.d. Gyðingdóm og Múslíma, eins og allt sem hefur með kirkjuna að gera sem er að auki  rúmlega 1000 ára gamla stofnun í föðurlandi okkar beggja ?

Skora hér með á þig að skrifa með sama hætti um þessi þrjú trúarbrögð. Skrápur Gyðinga og Múslíma ætti að þola það eins og skrápur þeirra sem Kristnir eru sem og þeirra sem hafa ekki á móti kirkjunni. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.5.2012 kl. 14:20

15 Smámynd: Óli Jón

Hjördís: Vissulega er ég hlynntur trúfrelsi sem og jafnrétti til trúar og tel að því er ekki til að dreifa með núverandi fyrirkomulagi þar sem Ríkiskirkjan fær allt það forskot sem raun ber vitni.

Það er engin ástæða fyrir mig til þess að skrifa um Gyðingdóm og Íslamstrú með sama hætti og ég geri hér því hvort þessara trúarafbrigða nýtur allra þeirra forréttinda sem Ríkiskirkjan gerir. Félagsgjöldin eru vissulega innheimt fyrir þessa klúbba, en að öðru leyti pluma þeir sig eins og önnur trúfélög.

Ég hef vissulega þá skoðun á trú að hún sé úrelt fyrirbæri sem varð til í deiglu fákunnáttu. Í dag myndi trú aldrei geta orðið til enda höfum við útskýrt svo margt af því sem gerist í heiminum með vísindalegum hætti. Sú skoðun mín kemur þessu máli hins vegar ekkert við enda hef ég ekkert á móti því að þeir sem vilja aðhyllast trú geri það. Það er vissulega þeirra mál þótt ég telji það hina allra verstu tímaeyðslu sem um getur.

Ríkiskirkjan, feit og löt sem hún er, er eitt aumasta fyrirbæri sem finnst í íslensku samfélagi og mig grunar að ef Jesús myndi rölta inn á biskupsstofu í dag, þá myndi hann velta við borðum og reka flesta út sem þar finnast. Það varðar mig hins vegar ekkert um, enda mál þeirra sem henni tengjast.

Því mun ég ekki skrifa um Gyðingdóm né Íslamstrú nema þær fái aðgang að leik- og grunnskólabörnum og ef þær byrja að hagnast jafn mikið á skráningu nýfæddra barna í trúfélög eins og Ríkiskirkjan gerir í dag. Á meðan svo er ekki þá er mér slétt sama um þær. Kaþólskan er hins vegar annað og verra mál, en það er efni í annan pistil!

Þannig er nú það :)

Óli Jón, 6.5.2012 kl. 16:40

16 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Ól,

Svo ég skilji þig rétt, að ef þessi þrjú trúarbrögð væru janf stór á Íslandi og fengju þaðr með janf mikið fé frá ríkinu, þá myndir þú rakka Gyðingdóm og Íslam niður með sama krafti ??? Myndir þú þora því ? Verði þessi þrjú trúarbrögð jafnstór hér, er óliklegt að  G og Í komist í skólana, þar sem þeir sem hata krikjuna er að takast að hrekja allt slíkt út hvort sem er, svo varla má reikna með að öðrum verði hleypt inní staðinn.

Vísindin hafa heldur ekki getað afsannað tilveru Guðs. 

Hver á að sjá um að kenna okkur og minna okkur á gott siðferði, náungakærkeik ofl sem við þurfum á að halda alla daga ? Þetta gerist ekki sjálfkrafa og ef ekki kirkja, þá á hverju ætti að byggja slíka kennslu og áminningu ? Umferðarstofa kostar sitt, oft að minna okkur á að spenna beltin, samt ná því ekki allir. Ætti að leggja það ríkisrekna apparat niður og leyfa þá fólki bara að deyja og kenna sjálfu sér um ?

1.Maí er að vísu ekki á fjárlögum. En hann er ágætt dæmi um hvað réttindi og hluti af lífi okkar er ekki sjálfsagður hlutur. Færri og færri mæta á fundi 1.maí og harkan er engin samanborið við það sem sögubækur okkar geyma. Ef við viðhöldum ekki því góða og minnum okkur á, þá þurfum við að berjast á ný fyrir því sama. Sama á við mörg þau góðu gildi sem koma frá trú okkar sem hér var samþykkt sem þjóðartrú árið 1000. Svo það er spurning hvort fáfræðin sé nokkuð minni í dag, telji fólk virkilega að náungakærkeikur, umburðarlyndi og fleira sé okkur meðfætt í genunum og sé alveg á autoplilot. Sum trúarbrögð , og um leið þau þjóðfélög að stórum hluta, eru enn í auga fyrir auga , tönn fyrir tönn. Þau væru það  ekki ef fyrirgefning væri í trú þeirra, eins og er sembetur fer í okkar menningur, vegna trúarinnar. 

Við erum svo smátt land og það mun ávallt kosta peninga að halda samfélaginu góðu. Kirkjan getur alveg haldið því áfram, það sparast ekki neitt við það að leggja hana niður og láta aðra sjá um það sama. Við erum ekki nógu mörg til þess að kirkjur bjargi sér án ríkisframlaga, svo einfalt er það. Ekki mun fólk vilja borga aðgangseyrir í fermingar og jarðarfarir eða í Sunnudagsmessur. Hlutverk kirkjunnar er svo miklu meira og annað en einhverjir klúbbar sem þú nefnir. Og ef hlutverk þeirra klúbba væri jafn víðtækt og kirkjunnar, myndi það kosta jafn mikið. 

Og kannski hefði landið ekki hrunið ef þeir menn sem söfnuðu mestu gulli og átu sumt af því, hefðu verið duglegri að fara í kirkju og fá áminningu um að græðgi er ekki góð ;?

Að halda í það sem hefur áunnist frá árinu 1000 og tók þó þann tíma, er hverrar krónu virði að mínu mati til að viðhalda og efla. Kristin samfélög eru þau sem best standa, ég tel það enga tilviljun. Það er líklegast mest ásókn innflytjenda í þau lönd þó það sé fólk af öðrum trúarbrögðum. Enda skylst mér almennt að fólki af öðrum trúarbröðgum sé ekki það fólk sem rakkar niður kristna trú. Það er janf skritið og rakka niður einhvern í fjölskyldunni í rauninni, eða öllu heldur því sem þvi fólk er kært, segjum ca. 80% af fjölskyldunni og þeir fáu ca. 20% sem borga jafnt í það, væru stöðugt að sjá á eftir aurum í það, sem eru afar smáir í samanburði við heildarútgjöldin. 

Kannski ætti bara um leið að rífa niður allt sem kirkjan kom á, sem eru t.d. skólar og sjúkrahús ???? Það er sennnilegast slæm og hættuleg afurð þjóna kirkjunnar og safnaða hennar ?  Prestar landsins kenndu fólki að lesa í gamla gamla daga. Svei þeim !!!! Eða er það ekki annars ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.5.2012 kl. 17:21

17 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

P.s.

Af hverju myndir þú frekar þora í Kaþólikka ? En gætir þú fengið birtar greinar gegn bæði Gyðingdóm og Íslam í þeim löndum sem ríkið þar styrkir tilvist þeirra ??? Allavega benda þeim á það ....

Ég gruna reyndar að þú þorir ekki að hjóla í Gyðinga og Múslíma, þú veist að þeir verja sína trú með kjafti og klóm og láta draga fólk til ábyrgðar á ýmsan hátt, sem rakka trú þeirra niður. Stundum er fólk líflátið fyrir það. Og fólk sem vogar sér er útmálað sem rasistar. Sama þyrfti kannski að gilda um sömu hegðun gagnvart kristninni?  En kirkjan ber ekki hönd fyrir höfuð sér , heldur réttir hinn vangann. Og því heldur sumt fólk áfram að leggja hana í einelti í raun og veru, mosnotar sér það .Gerendur eineltis hafa verið nefndir í umfjöllun Kastljóss að undanförnu, þeir eru nokkuð ötulir þegar fólk réttir hinn vangann í stað þess að kýla. Það þykir nú ekki stórmannlegt að atast í þeim sem ekki verja sig. Stórmannlegra að atast í þeim sem svara fyrir sig, fyrir þá sem þora því. 

Í USA t.d. þar hefur ríki og kirja verði aðskilin í nokkrar aldir að mig minnir. Samt er fólk þar sem talar kristnina niður og kirkjurnar og reyna að gera lítið úr þeim sem sækja kirkjur. Að það séu looserar, fáfrótt  og fleira lásí og lítilmannlegt í þeim stíl. Vissulega er trúin oft síðasta hálmstrá t.d. langt leiddra alka og fíkla. Má það fólk þá ekki fá að halda í það án þess að reynt sé að hirða það af þeim eða skammast í þeim að það sé looserar þegar þeir hafa snúið við blaðinu með hjálp trúarinnar, eins og mörg dæmi eru um ? Er ekki fantalegt að reyna að taka það eina hálmstrá ? 

Munu þeir upplýstu sem berjast fyrir því að ríkið hætti að styðja kirkjuna fjárhagslega,fara að bera virðingu fyrir kirkjunni eftir það , takist þeim að fá Stjórnarskrá okkar breytt ? Eða á þá að breyta um sparktaktík ???

Ég á svo erfitt með að skilja áhuga fólks á trúfrelsi, þegar á sama tíma frelsi annarra til sinnar trúar er ekki að fullu virt. Ég er ekki fáfróð, nema ég sé svo stupid að ég fatti ekki hvað ég er stupid. En mér líkar samt ekki að vera kölluð það þó svo ég vilji kirkjunni okkar allt það besta og tel að hún þurfi að lifa áfram og að hún deyji fái hún ekki ríkisstyrki.

Það er svo margt sem er á fjárlögum og fólk er á móti að ríkið greiði. Af hverju er ekki sama barátta gegn þeim útgjöldum ???? 

Komin ansi mikið lengra en ég ætlaði, og alls ekki allt beint til þín kæri Óli. En að sjálfsögðu máttu eiga það sem þú vilt ;)) Mér bara sárnar rosalega að verið sé markvisst að reyna að rífa kirkjuna niður. Mér þykir að það ætti að nægja þeim sem hafa allt á hornum sér gagnvart kirkjunni, að skrá sig þá úr henni og leyfa henni að vera algjörlega í friði. Ég tek því sem móðgun að lífsskoðanir mínar séu svo harkalega , oft og tíðum, rakkaðar niður. Ég tel mig hvorki looser né fáfróða. Og ég veit, þetta með sóknargjöldin...það er hellingur sem fer í það úr vösum okkar allra, sem við erum ósammála hvort sem er en við þurfum samt að borga, vegna þess að það þarf að reyna að mæta þörfum allra sem best. Um það snýst pólitík. Enga nísku Óli !! Splæstu á mig og ég á þig , með bros á vör ;))))Just in case það sé eitthvað sem þú vilt hafa í samfélaginu og ég ekki, þá uni ég þér þvi algjörlega. Alþingi setur fjárlög, við þurfum að lúta vilja meirihlutans í öllum málum. Þannig virkar lýðræðið.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.5.2012 kl. 18:08

18 Smámynd: Óli Jón

Hjördís: Hvað myndir þú segja ef Gyðingar og Íslamistar fengju sama aðgang að skólabörnum og Ríkiskirkjan hefur fengið í gegnum tíðina? Hvernig myndi það snúa gagnvart þér ef t.d. kostir þess að vera með andlitsblæjur væru kynntir fyrir ungum stúlkum í leik- og grunnskólum? Myndir þú sætta þig við slíkt? Væri það ásættanlegt? Væri það ásættanlegt ef Múslimar myndu krefjast þess að svínakjöt yrði bannað í mötuneytum þessara skóla eða ef allur matur þar yrði að vera 'kosher'? Veltu því aðeins fyrir þér.

Ég þykist vita að tilhugsunin um þetta hugnist þér ekki og ef svo er, þá finnst mér það ekkert skrítið. Lausnin er sú að banna öll afskipti trúfélaga af leik- og grunnskólum, en þá er búið að leysa þetta vandamál. Getum við verið sammála um það?

Þú segir svo:

Vísindin hafa heldur ekki getað afsannað tilveru Guðs.

Vísindin hafa heldur ekki getað sannað tilveru Guðs, enda eru allar 'sannanir' um tilveru hans fólgnar í sögusögnum. Þess vegna er þetta kallað 'trú', vegna þess að trúaðir verða einfaldlega að segja skilið við rökvísina og taka trúarhoppið fram að bjargbrún almennrar skynsemi. Ætli þú hafir ekki aðra skoðun á þessu, en athugaðu að mín skoðun er jafn rétt og þín vegna þess að engar sannanir finnast í báðar áttir. Vísindin hafa heldur ekki afsannað tilveru spaghetti-skrímslisins ... dugar það sem sönnun um tilvist þess fyrir þig?

Þú virðist trúa því að þú getir ekki verið góð nema að yfir þér drottni hefnigjarn guð sem refsi þér fyrir að fara út af sporinu. Ég tel hins vegar að innra með okkur búi þau góðu gildi sem kristin kirkja hefur gert að sínum og komi þau þeirri kirkju ekkert við. Hins vegar virðist safnast að kirkjunni svo ístöðulaust fólk að það virðist þurfa að búa undir þessu oki og refsivaldi geðþóttafulls guðs til þess að vera gott og ef það er það sem þarf, þá er það bara þannig. Aðrir breyta bara hins vegar rétt án þess að vænta þess að sitja til borðs með ímyndaðri veru eftir þetta líf fyrir.

Þú segir einnig:

Kirkjan getur alveg haldið því áfram, ...

Já, ég er fyllilega sammála þér. Kirkjan getur vissulega haldið áfram og á að halda áfram á meðan það er eftirspurn eftir varningi hennar. Hún á hins vegar að gera það upp á eigin spýtur. Þjóðinni er upp til hópa sama um tengsl Ríkiskirkjunnar og ríkis og það hlýtur að merkja að hún telur ekki mikið virði í þeirri tengingu. Æ fleiri skrá sig úr henni eftir að hafa verið skráðir í hana við fæðingu án þess að hafa af því nokkurn fjárhagslegan ávinning. Ímyndaðu þér landflóttann ef hægt væri að græða á því nokkrar krónur að skrá sig úr henni, það væri mögnuð sjón að sjá!

Og þú segir:

Ekki mun fólk vilja borga aðgangseyrir í fermingar og jarðarfarir eða í Sunnudagsmessur.

Fólk borgar nú aðgangseyri í leikhús, inn á skákmót, í bíó og félagsgjöld í hina ýmsu klúbba og félög án þess að ríkið hafi það milligöngu um. Fólk borgar t.d. bílpróf fyrir börn sín, af hverju myndi það ekki borga fermingarskattinn? Af hverju ert þú svo viss um að fólk vilji ekki borga 815 krónur á mánuði fyrir Ríkiskirkjuna eins og lagt var til um daginn á einhverjum fundi innan vébanda hennar? Þú, eins og allflestir aðrir, veist að þetta vill þjóðin ekki því hún er ekki að fá neitt virði út úr þessu. Ef fólk vill ekki borga sinn inn í fermingar, þá leggjast þær hreinlega af. Krökkunum þætti auðvitað slæmt að missa ferminguna, enda eru þetta oft gjöful tímamót þar sem flottur varningur og massi af seðlum safnast saman, en fæst þeirra halda fast við það loforð að gera Jesús að leiðtoga lífs síns ... það loforð er almennt löngu gleymt þegar fyrsti fimmþúsundkallinn birtist upp úr umslagi.

Og þetta sagðir þú:

Og kannski hefði landið ekki hrunið ef þeir menn sem söfnuðu mestu gulli og átu sumt af því, hefðu verið duglegri að fara í kirkju og fá áminningu um að græðgi er ekki góð ;?

Hvað um allar sóknirnar út um allt land sem eru komnar í þrot vegna þess að þær offjárfestu og eyddu langt um efni fram? Hvar var boðskapur guðs Ríkiskirkjunnar þá? Er Ríkiskirkjan sjálf ekki þrælsek um græðgi og offar m.v. þær fréttir sem heyrast úr hennar ranni? Hvernig getur hún verið hæf til þess að prédika yfir öðrum á meðan hún fer ekki eftir eigin áróðri? Hljómurinn er holur í bænakvakinu sem kemur frá svona stofnun!

Ágæta Hjördís, allur málflutningur þinn ber vott um efa og trúleysi á hæsta stigi. Þú hefur enga trú á boðskap og málstað Ríkiskirkjunnar nema honum sé hreinlega troðið ofan í kokið á fólki og að fólk muni ekki skrá sig í hana nema það sé gert rétt eftir fæðingu.

  • Þú telur boðskapinn góðan, en þó ekki nógu góðan til þess að fólk nenni að leggja sig eftir honum. Þess vegna verði að leggja hann inn í litlu varnarlausu börnin í leik- og grunnskólum. Ekki munu allir kristnu foreldrarnir gera það sjálfir, svo mikið virðist víst!
  • Þú telur Ríkiskirkjuna einhvers virði, en þó ekki nógu mikils virði til þess að fólk vilji borga fyrir hana nema peningarnir séu rifnir úr vösum þess með skattheimtu.

Svona í það heila þá virðist þetta ekki mjög burðugt hjá þér.

Óli Jón, 6.5.2012 kl. 18:23

19 Smámynd: Óli Jón

Hjördís: Af hverju heldurðu að ég sé hræddur við að skrifa um Gyðinga og Múslima? Ég fletti upp fjölda eftir trúfélögum á vef Hagstofunnar og sá, líklega sökum vankunnáttu, ekkert félag sem sérstaklega þjónar Gyðingdómi. Þar eru hins vegar tilgreind tvö félög sem kenna sig við múslima og telja þau samtals 700 sálir. Heldurðu virkilega að ég sé hræddur við að múslimarnir munu sprengja mig í loft upp ef ég myndi skrifa styggðaryrði um þá? Ekki ertu nú að drepast úr kristilegu umburðarlyndi með þessu viðhorfi :) en auðvitað er það samt einkenni trúaðra að hafa vandlætingu á trú annarra, enda er það fólk alltaf á villigötum. Yfirleitt eru þetta náttúrulega bara vitleysingar sem trúa á annan guð :)

Ekkert sem gyðingar eða múslimar hafa gert hérlendis hreyfir við mér. Þetta fólk iðkar sína trú án þess að væla og vola og míga utan í ríkið við hvert fótmál. Reyndar hafa múslimar orðið fyrir einelti í opinbera kerfinu því seint hefur gengið að finna fyrir þá lóð sem hentar undir bænahús þeirra og tel ég það ólíðandi. Þeir hafa kvartað undan þessu, en að öðru leyti reka þeir bara sitt félag án þess að krefjast þess að nýfædd börn séu skráð í það eða þá að þeir geti heimsótt leik- og grunnskóla. Það er nú annað en eymingjasífrið í Ríkiskirkjufólki, eða hvað heldur þú?

Það er hægt að hártoga þetta fram og til baka, en stóri punkturinn er samt sá að ef Ríkiskirkjan getur ekki lifað án þess að vera í öndunarvél ríkisvaldsins þá er tilboð hennar hreinlega ekki nægilega eftirsóknarvert eða gott. Ef hún getur ekki nýliðað án þess að í hana séu skráð nýfædd börn, þá er eitthvað stórkostlegt að. Og ef félagar hennar borga ekki félagsgjöldin nema þau séu rukkuð með skattseðlinum, þá er tryggð þeirra við hana af skornum skammti.

Óli Jón, 6.5.2012 kl. 18:54

20 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Óli,

Við eigum aldrei eftir að vera sammála um kirkjuna. Vona þó að þú hafir tök á að leyfa kirkjunni að vera í friði. Please ;))

Svíar þurfa reyndar ( eða hafa amk þurft) að hafa tvíréttað í mötuneytum og þeir sem tilheyra trú sem ekki bannar svínakjöt, er bannað að fá nautakjöt sem tilheyra trú sem bannar svínkjöt. Það þykir mér rangt, allir ættu að mega fá sér af nautakjötinu sem vilja. Hef upplifað þetta sjálf og var bannað að fá mér nautakjötsrétt. Vörður stóð við hlaðborðið, svo það gékk ekki að laumast í smá kjöt, en mátti fá sér nóg af einhverjum svínakjötskjötfars rétti. Veit ekki hvernig vörðurinn vissi hverrar trúar ég var og ekki dugði ef einhver væri með ofnæmi fyrir svínafarsinu, þá átti salat og brauð að nægja. Ég vona að skólar okkar sýni tillitssemi og hafi fjölbreyttan mat í boði og banni nemendum ekki að velja, þegar það er tvíréttað.  Börn mættu einmitt alveg fá kennslu í sinni trú í skólum. Og þó börn séu skráð i kirkjuna við fæðingu, þá byrja ekki sóknargjöld að berast fyrr en við 16 ára aldur, minnir mig að hafi komið fram í kommenti á bloggi þínu. 

Er svo slæmt að vita hvort lönd séu Kristin, Íslam, Gyðingaríki , Búdda eða annað ? Ef Ísland hættir að vera kristin þjóð, hvað verður hún þá ?? 

Ég tel kirkjuna mikils virði Óli, það ætti þér að vera ljóst. Ég óttast einungis að vegna þess hversu fáir mæta oft í almennar messur, muni kirkjan okkar ekki lifa það af, þó svo það yrði rukkað kr. 10. 000 í aðgang á venjulegum Sunnudegi. Ég held að margir telji að kirkjan eigi bara að vera þarna, tilbúin og sjænuð þegar og ef þeim dettur í hug að kíkja, þó það sé oft einungis við skírnir, fermingar, brúðkaup og jarðarfarir, enda eru þær þá mjög oft fullar útúr dyrum.  Ég held líka að mjög margir eigi eftir að sakna hennar sárlega,fari hún alveg. Og hvað fáum við þá í staðinn ??? Hver mun þá predika okkur lífsreglurnar ? Verða gerðar svipaðar menntunarkröfur , þeas háskólanám, til þeirra ,,presta" og kirkjan  gerir ? Og á hvaða grunni yrði það byggt ??? Varla á kristnum grunni, þar sem það er allt svo slæmt. Eða væri það eitthvað alveg splunkunýtt ? Eða gæti það ekki gengið að boða eitthvað nýtt, þar sem allir eru svo miklu klárari í dag en fyrir öldum og/eða þúsundum ára síðan, eftir trúarbrögðum, vegna meintrar fáfræði. 

Peningar eru ekki rifnir úr vösum fólks til kirkjunnar, frekar en  í annað Óli. Við kjósum Alþingismenn, þeir sem m.a. fjárlög og svo ræður meirihluti. Að auki er það bundið við Stjórnarskrá að styrkja og styðja Þjóðkirkjuna. Ég er t.d. ekki með börn á leikskóla en dettur ekki í hug að berjast gegn þeim, né lít ég svo á að peningar séu rifnir úr vösum mínum í þá.  Þetta á við um svo margt. Ekki nota ég alla vegi eða göng, en geri mér grein fyrir að skattkerfi okkar virkar þannig að við borgum í allt sem samfélagið gerir. Að auki þá tilheyrir ca. 80% þjóðarinnar íslensku Þjóðkirkjunni og þannig er ekki um alla hópa sem skattfé okkar fer í, þeas þeir eru ekki allir svo fjölmennir og sumir eflaust mun dýrari, eins og t.d. fólk sem notar mikið af dýrum lyfjum ofl í þeim dúr. Ekki lít ég á að peningar séu rifnir úr vösum til að þau geti lifað betra lífi sem þurfa meiri hjálp en aðrir. 

Mikilægur hluti þess að lifa í samfélagi, er að hafa svipaða eða sömu reynslu, sömu siði. Og það er okkur mikilvægt að sagt er að það séu s.k. fyrirséðir atburðir, eins og t.d jólahald, sem við getum treyst á að séu. einnig skiljum við betur hvort annað, þegar við eigum sem mesta sameiginlega reynslu. Ferming er eitt af því í okkar landi. Fari kirkjan og allt sem hún hefur komið á, hvað verður á þá eftir og á hverju verða þeir siðir þá byggðir ????  Eigum við einungis að eiga tungumáli okkar sameiginlegt, á það að vera eina límið í samfélaginu okkar til framtíðar ??? Það tel ég einfaldlega ekki vera nóg. Mér þykir fínt að fólk viti hvað ég er að gera á kvöldmatatíma á Aðfangadagskvöldi en ekki þá að eiga von á óvæntu kaffiinnliti frá einhverjum sem kemur alveg af fjöllum yfir borðum sem svigna undan kræsingum...eða símtal frá tryggingaráðgjafa sem vill bjóða mér að yfirfara mál mín, og hringir á sama tíma og meginþorri þjóðarinnar í aldir, hefur setið til borðs og notið hátíðarinnar. Við þurfum öll siði og einhverja festu og kirkjan er ekki verri en hvað annað til þess að leiðbeina með það.  Það hefur skilað okkur góðu samfélagi og í það vil ég halda, með kjafti og klóm ef ég þarf. En helst með kærleik, vinskap og virðingu.

Merkilegt í raun, að þeir sem hata kirkjuna hvað mest, skuli þá ekki leggja land undir fót og flytja til landa sem ekki eru kristin.  Straumur fólks/innflytjenda er til kristinna landa en ekki frá þeim og í lönd sem eru það ekki. 

AMEN ;)))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.5.2012 kl. 19:25

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

  En kirkjan ber ekki hönd fyrir höfuð sér , heldur réttir hinn vangann. Og því heldur sumt fólk áfram að leggja hana í einelti í raun og veru, mosnotar sér það .Gerendur eineltis hafa verið nefndir í umfjöllun Kastljóss að undanförnu, þeir eru nokkuð ötulir þegar fólk réttir hinn vangann í stað þess að kýla. Það þykir nú ekki stórmannlegt að atast í þeim sem ekki verja sig.

Þetta er hreint ótrúlegt væl! Hér er ríkistrúfélag sem fær milljarða á ári frá ríkinu, og er að reyna að troða sér í opinbera skóla til að troða trú sinni á börn annarra. Svo úthúða atvinnutrúmenn þessa trúfélags trúleysingjum opinberlega. 

En ef að trúleysingjar eins og ég eða Óli Jón voga sér að gagnrýna þessa stofnun og þá er það kallað einelti!

Hjördís, hættu að gengisfella orðið einelti. Hættu að reyna að þagga niður í gagnrýni á hana.

Mér þykir að það ætti að nægja þeim sem hafa allt á hornum sér gagnvart kirkjunni, að skrá sig þá úr henni og leyfa henni að vera algjörlega í friði.

Gildir það ekki það sama um þig? Vilt þú ekki bara skrá þig í ríkiskirkjuna (ég giska á að þú sért skráð í hana) og leyfa okkur sem erum ekki í henni að vera algjörlega í friði? 

Merkilegt í raun, að þeir sem hata kirkjuna hvað mest, skuli þá ekki leggja land undir fót og flytja til landa sem ekki eru kristin. 

Hjördís, kristið fólk er að öllum líkindum minnihlutahópur á Íslandi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.5.2012 kl. 21:20

22 Smámynd: Óli Jón

Stofnun sem ætlar að ráðast í svona gæluverkefni á krepputímum er ekki á flæðiskeri stödd. Svona verkefni eins og bygging nýaldakirkju ætti ekki að eiga upp á pallborðið hjá apparati sem kvartar linnulaust undan fjárskorti.

Það er því eitthvað mikið að hjá Ríkiskirkjunni sem sífrar og kvartar undan peningaskorti eina mínútuna, en lýsir sig svo reiðubúna til þess að henda peningum í svona verkefni hina mínútuna þótt ekki sé um að ræða nema kostnað við deiliskipulag.

Óli Jón, 6.5.2012 kl. 23:51

23 Smámynd: Óli Jón

Hjördís, þú segir:

Við eigum aldrei eftir að vera sammála um kirkjuna. Vona þó að þú hafir tök á að leyfa kirkjunni að vera í friði. Please ;))

Ég leyfi Ríkiskirkjunni að vera í friði, svo mikið er víst. Hins vegar gagnrýni ég þá vafasömu starfhætti sem viðhalda henni eins og ríkisskráningu nýfæddra barna í trúfélög, ríkistrúboð í leik- og grunnskólum og fjármögnun ríkisins á starfi trúfélaga.

Svo segir þú:

Og þó börn séu skráð i kirkjuna við fæðingu, þá byrja ekki sóknargjöld að berast fyrr en við 16 ára aldur, ...

Ég bendi á ágæta grein eftir Hjalta Rúnar sem þar hann reiknar út að hver sál sem skráð sé í Ríkiskirkjuna í fæðingu muni að öllum líkindum færa henni 700 þúsund krónur sé miðað við meðal lífslengd Íslendings. Þarna er bara verið að raða á garðann og svo bíður Ríkiskirkjan með útréttan lófann eftir að krónurnar streymi inn. Í erlendum sakamálamyndum er oft sagt 'Follow the money' þegar lausn sakamála ber á góma. Í þessu tilfelli liggur krónuslóðin beint til Ríkiskirkjunnar.

Og þú segir:

Er svo slæmt að vita hvort lönd séu Kristin, Íslam, Gyðingaríki , Búdda eða annað ? Ef Ísland hættir að vera kristin þjóð, hvað verður hún þá ??

Hvernig getur land raunverulega verið ákveðinnar trúar ef trú er persónuleg? Þú sannar í raun nákvæmlega trúboðskenninguna þar sem trú er höfð fyrir litlum börnum þar sem þau eru smituð af barnatrúarvírusnum og telja sig þannig kristin eða búddísk eða hvað annað. Þessi innræting sé best þar sem trú liggur sterkt í ættum. Trú er mestmegnis innræting á ungum aldri og hefur mest lítið með persónulegt val að gera. Hún er landfræðilegt og ættfræðilegt fyrirbæri frekar en persónuleg. Að segja að Ísland sé kristið land er bara vitleysa. Við þekkjum mátt þessarar innrætingar afar vel á öðrum sviðum, enda sjáum við t.d. að börn 'erfa' t.d. oft stjórnmálaskoðanir foreldra sinna. Ert þú raunverulega sátt við það að í barnæsku hafi það verið ákveðið fyrir þig að þú myndir telja kristna trú þá bestu (ég gef mér að þú játir hana)? Finnst þér ekki gert lítið úr þínum vilja þegar þessi ákvörðun er tekin fyrir þig?

Og þetta segir þú:

Ég óttast einungis að vegna þess hversu fáir mæta oft í almennar messur, muni kirkjan okkar ekki lifa það af, þó svo það yrði rukkað kr. 10. 000 í aðgang á venjulegum Sunnudegi.

Auðvitað mun kirkjan ekki lifa það af, enda er ekki eftirspurn eftir því sem hún selur. Hún er á skjön við heim þar sem vísindi hafa fært okkur svör við ævafornum spurningum enda eru hindurvitni og hálfkveðnar vísur ær hennar og kýr. Kirkjan þrífst illa í heimi upplýsingar og þekkingar og það sýnir sig í því að gestir hennar fara gránandi. Þess vegna vill hún ólm komast að leik- og grunnskólabörnum sem meðtaka söluræður hennar án gagnrýni. Ef kirkjan lifir það ekki að þurfa að standa á eigin fótum, þá á hún lífið ekki skilið.

Þetta sagðir þú:

Og hvað fáum við þá í staðinn ??? Hver mun þá predika okkur lífsreglurnar ?

Mig grunar að þú sért góð og væn manneskja sem vill vel og að þú sért þannig innréttuð að þú vitir vel hvað er gott og hvað er miður gott. En af einhverjum orsökum er búið að innræta þér það að þú getir ekki lifað góðu og gegnheilu lífi án þess að lifa það í ótta við hefnigjarnan guð sem mun refsa þér illyrmislega ef þú ferð út af sporinu. Ég er viss um að þú munir uppgötva að þú ert mikils meira megnug ef þú beinir leitarljósinu að sjálfri þér og ferð eftir því sem þú eðlislegt veist að er gott í stað þess að beina ljósinu stöðugt til himins og leita svara þar. Ef þú telur þig hins vegar vera svo lausa í siðferðisrásinni að þú þurfir vondan og skapstyggan umsjónarmann sem fylgist með þér við hvert fótmál og refsar þér fyrir minnstu sakir, þá er það vissulega þitt val. Og trúaður einstaklingur vinnur í raun aldrei fórnfúst góðverk, ef hann raunverulega trúir, því hann er alltaf að skara eld að eigin köku enda trúir hann því og treystir að guð fylgist með og skrifi hjá sér í bók. Viðkomandi ætlar sér nefnilega ekki að lenda í neðra! Persónulega finnst mér það sorglegur kostur.

Enn segir þú:

Að auki þá tilheyrir ca. 80% þjóðarinnar íslensku Þjóðkirkjunni ...

Þú getur ekki vísað í þessa tölu þegar hún er byggð á fölskum forsendum. Ungabörn eru skráð í trúfélag móður við fæðingu, mæður eru flestar í Ríkiskirkjunni vegna þess að mæður þeirra voru í Ríkiskirkjunni og því er þessi tala ómerk. Ekki meira af þessu, höldum okkur við almennilegar staðreyndir en ekki ríkisstyrktar falsanir á veruleikanum.

Loks segir þú:

Merkilegt í raun, að þeir sem hata kirkjuna hvað mest, skuli þá ekki leggja land undir fót og flytja til landa sem ekki eru kristin.

Ég þarf ekki að flytja frá Íslandi vegna þessa því Ísland er ekki kristið land. Ísland er hins vegar í sterkum greipum hagsmunaaðila sem verja sína þúfu með kjafti og klóm. Sjálf hefur þú sagt að þú óttist að kirkjan muni ekki lifa af vegna þess að fáir sjáist í kirkjum. Þetta er veruleikinn á hinu 'kristna' Íslandi.

Að lokum vil ég segja þetta. Ef boðskapur kirkjunnar ætti greiða leið að hjörtum fólks, þá væru bekkir hennar þéttsetnir. Ef hún talaði fyrir fólkið þá væri fólk ekki að skrá sig úr henni í unnvörpum. Ef hún ætti sanna samleið með íslenskri þjóð, þá þyrfti ekki að skrá nýfædd börn í hana til þess að viðhalda félagaskránni. Ef gjörðir hennar snertu strengi í íslensku þjóðarsálinni þá þyrfti ekki að styrkja hana á fjárlögum. Ef boðskapur hennar væri sannur og trúr, þá þyrfti ekki að heimsækja leik- og grunnskólabörn og innræta þeim hann á meðan þau meðtaka hann gagnrýnislaust.

Ríkiskirkjan er hnignandi fyrirbæri. Vissulega mun hún aldrei hverfa, enda er máttur innrætingarinnar og þeirrar sektarkenndar sem búið að að innræta íslensku þjóðinni sterkur. Hún er hins vegar að veikjast stöðugt með hverjum deginum sem líður vegna þess að hún talar ekki til þjóðarinnar. Hún talaði ekki til þjóðarinnar þegar hún var neydd til þess að vígja kvenpresta fyrir 35 árum síðan, þvert gegn sínum vilja. Hún talaði ekki til þjóðarinnar þegar hún hefur staðið í vegi fyrir eðlilegum réttindum minnihlutahópa. Hún er kreddufull og óbilgjörn stofnun sem þrífst ekki nema í öndunarvél ríkisvaldsins.

Það er hinn napri sannleikur í málinu.

Amen :)

PS. Ég sá sálmatexta í gær sem kristallar viðhorf Ríkiskirkjunnar til sauða sinna og hins ímyndaða guðs til þegna sinna, en í þessum texta stóð:

ég er þrællinn þinn,
þú ert Drottinn minn.

Þetta textabrot lýsir einhverri óheilbrigðustu sambandsgerð sem til er, sambandi þræls og drottnara. Það er ekki nema von að nútímafólk leggi á flótta þegar þetta tilboð er lagt á borðið í samfélagi þar sem réttlæti og jöfnuður á að ríkja.

Óli Jón, 10.5.2012 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband