Mánudagur, 2. apríl 2012
Fáir hafa jafn litla trú á Ríkiskirkjunni og einmitt biskupinn sjálfur
Karl Sigurbjörnsson, biskup, hefur ekki meiri trú á verðgildi Ríkiskirkjunnar en svo að hann vill að stór meirihluti nýfæddra barna séu skráð í hana við fæðingu. Hann veit auðvitað að aðeins agnar lítill hluti þessara barna myndu sjálf hafa fyrir því að sækjast eftir aðild að Ríkiskirkjunni og það myndi fara afar illa með fjárhag hennar.
En skondnast er að sjá að hagsmunir trúfélaganna (lesist Ríkiskirkjunnar) eru honum ofar og framar í huga en hagsmunir barnanna þegar hans eigin orð eru skoðuð:
"Breytingin er íþyngjandi fyrir trúfélögin og gengur gegn hagsmunum barnsins."
Þarna sést glögglega að það fyrst og fremst eru það trúfélögin sem tapa á þessu og, jú, þetta gengur svo líka gegn meintum hagsmunum barnsins :) Þess vegna verður að skrá nýfædd og heittrúuð börn í trúfélag þar sem trú er ekki skilyrði fyrir þátttöku. Og er það ekki hálf aumt fyrir meinta Þjóðkirkju að hún gefi svo auðveldlega afslátt af þessari sjálfsögðu kröfu um trú gegn því að fá ríkulega launað í krónum og aurum? Mér finnst eins og hún sé búin að verðmeta trúna og skv. hennar eigin útreikningum fer verðgildið ört lækkandi eins og sést af lítilþægni hennar þegar trúarskatturinn hefur verið lækkaður á undanförnum árum, en samt gapir og gín kirkjan og teygir sig eftir silfrinu. Jú, hún tuðar aðeins, en hún veit að undir engum kringumstæðum gæti hún gert betur. Eins og einhver sagði hér í denn, þetta verður ekki betra. En þetta er bara leikur um krónur og aura og í þeim skollaleik eru sálir barnanna bara skiptimynt, þægilegar leiðir að fjárhagslegum markmiðum. Gleymum því að trú eigi að vera persónuleg og látum ríkisskráningu ráða. Það er besta og gjöfulasta trúin.
En hann er líklega bara að gera það sem Jesús Jósepsson lagði fyrir hér í denn þegar hann mælti fyrir um að ríkið skyldi skrá flest nýfædd börn í trúfélag. Væri það ekki hálf nöturlegt og ömurlegt ef hann réri svona hart að þessu vegna einhvers annars?
Veruleg þáttaskil í trúmálapólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
http://avpixlat.info/
Hér er góð ábending um hvað er á leiðinni og það eru að sjálfsögðu vinstri ríkisstjórnir sem eru hvatinn með aðgerðarleysi og afneitunar kirkjunar. Þegar múslimar eru farnir að kaupa kirkjur undi múslimska skóla (kóranskóla), þá er tilvist vestrænnar menningar búin og engum um að kenna nema okkur sjálfum.
Sýruslettur í andlit, heiðursmorð og annar "Islamskur viðbjóður og viðurstygð" er frantíðinn. Í Englandi í dag ganga fleiri mullar og immar um götur og torg og eru boðberar en kristnir prestar sjást ekki.
Veri heimskingjum að góðu.
V.Jóhannsson 3.4.2012 kl. 07:59
Biskupsefnin voru ekki að segja neitt af viti í Kastljósi.. en auðvitað vildu þau fá meiri peninga..
Hann Jóhannsson og aðrir krissar verða að átta sig á því að öll réttindi sem kristnir fá, munu aðrir trúarhópar fá líka... Best fyrir alla er að halda trú algerlega utan við skóla og pólitík;
DoctorE 3.4.2012 kl. 08:03
(Ég er alveg sammála blogghöfundi, en ætla mér að svara öðrum í þessu alltof langa svari..)
V. Jóhannesson: Þetta er ótrúlegt. Gerirðu því skóna að ódæðisverk ofsatrúamanna séu ríkisstjórninni að kenna? Þetta er líklega fáránlegasta ásökun sem ég hef heyrt á hendur þessarar "vinstristjórnar", og ég hef heyrt þær margar (t.d. að hrunið sé þeim að kenna...).
Sýruslettur og heiðursmorð eru einungis þeim sem framkvæma ódæðisverkin að kenna, engum öðrum.
Beittu þér frekar á móti trú, yfir höfuð, með upplýsingu. Berstu fyrir því að fá trúarbrögð kennd almennilega í grunnskólum. Því viðfangsefnið er mikilvægara en t.d. að læra dönsku, jafnvel stærðfræði, ef út í það er farið.
Trúarbragðafræði fær nefninlega (eftir því sem ég best kemst) varla neinn tíma í menntun barna okkar.
Ef íslenkur almenningur er vel upplýstur um trúarbrögð eru líkur á því að við leyfum öfgatrúarfólki ekki að komast upp með neina vitleysu. Það eru jafnvel meiri líkur á því að ef trúmál eru rædd opinskátt, þá munum við innræta börnum innfluttra múslima trúleysi. Hver veit..
Tómas Árni 3.4.2012 kl. 09:43
Það er merkilegt að stjórnmálamenn hér á landi sjái ekki það hrópandi óréttlæti sem er þjóðkirkja sumra íslendinga.. Það er merkilegt að lögregla í lýðræðisríki sendi út aðvaranir sem banna mönnum að spila bingó eða dansa.. þegar kristnir eru að gæla við súperhetjuna sína... Þetta er allt eitt stórt hneyksli og þjóðarskömm.
Ég vil fara lengra, ég vil banna trúarskóla með öllu... ég vil banna aðgengi trúarhópa að börnun undir 18ára.
Trúin lifir aðeins vegna þess að hugar barna eru mótaðir til að virða þetta kjaftæði... allt er notað: Já vinur, mamma þin er hjá Jesu, hún er ekki dáin.. og þú hittir hana þegar þú deyrð.. skráðu þig bara í þjóðkirkjuna.. eða fríkirkju, eða í íslam.. þá fáið þið að hitta mömmu, ömmu og afa.. og alla sem eru dánir og ykkur Þótti vænt um..
Fucking insane madness.. .Þetta er níðingsháttur að fara svona með börn og fólk
DoctorE 3.4.2012 kl. 10:00
DoctorE - þú misskilur. Kirkja og ríka hafa verið aðskilin í Svíþjóð í áratugi. Kirkjan verður að sjá um sig sjálf í því landi, en múslimarnir fá fé frá t.d. Saudi-Arabíu til að byggja moskur og kaupa upp kirkjur m.a. í Svíþjóð.
Dropinn holar steininn og múslimar hafa nógan tíma. Með eftirgjöf, fáfræði um islam og heimsku ráðamanna og kirkju, verður Evrópa - Evraropa áður enn varir.
Farðu inn á "avpixlat.info/ og þá áttar þú þig á raunveruleikanum. Þú átt að lesa ALLAR greinarnar í blaðinu.
V.Jóhannsson 3.4.2012 kl. 10:09
DoctorE: Hjartanlega sammála þér. Ég vil mennta börn um trúarbrögð, til þess að börnin sjái strax hvað ímyndaðir guðir eru fáránlegir.
Auðvitað ætti að banna trúarskóla - sem virðist vera eitt stærsta vandamálið í Bretlandi (úr því V. Jóhannesson minntist nú á þá nágranna okkar).
Við skulum því gæta okkur einmitt á því að börnin okkar (yngri en 18 ára) fái skólagöngu sem er byggð á vísindalegri þekkingu, og að þau fái ekki uppeldi í stofnunum sem kenna óstaðfest ævintýri.
Þá mætti t.d. leggja af sunnudaga"skóla" til að byrja með.
Tómas Árni 3.4.2012 kl. 10:09
Mikið lifandis skelfing eru þið fáfróðir um islam, Tómas Árni og DoctorE.
Það skiptir engu máli hvað ykkur finns og hvað eigi að kenna. Múslimum kemur það ekkert við og kenna kóraninn og arabísku í kóranskólum og þannig verður það líka á Íslandi, ef það er ekki þegar byrjað. Ég nefndi Svíþjóð, því þar þekki ég mjög vel til, en svíar eru aðeins farnir að átta sig á þessum viðbjóði, islam og kóranskólum og hafa dregið til baka kensluréttindi vissra kóranskóla, því þeir standast ekki kröfur um almenna kenslu fyrir börn og unglinga.
Málið er, að immar halda áfram að kenna börnunum hatur á okkur hinum og þau eigi að forðast vestræn börn og menningu.
Ég hef aldrei sagt að ódæðisverk múslima væri ríkuistjórnum að kenna, en með meðvitundarleysi og heimsku, eftirgjöf og fáfræði og oft hræðslu við islam, vegna hótanna um manndráp og ódæðisverk sem þeir ástunda miskunarlaust og sem ég veit að þið hafið aldrei heyrt um, ýta þær undir viðbjóðinn.
Ég hef gefið ykkur upp link frá Svíþjóð sem þið skuluð lesa, því þá fræðist þið aðeins betur um vestræna "korekt pólutík" eins og þið hugsið og hvernig pólutíkusar sleikja rassgtið á ofsatrúar múslimum út í það óendanlega. Kv.
V.Jóhannsson 3.4.2012 kl. 21:30
Svo.. þú vilt hvað? Banna Islamtrúuðum að koma til landsins? Er það betri lausn? Búa til enn sterkari og hærri veggi í þeirri von um að þeir muni aldrei brotna?
Hvað er að því að banna trúarskóla og trúarinnrætingu barna í stofnunum eins og ég stakk upp á. Það mun að öllum líkum stórlega hjálpa í baráttu gegn trúfélögum.
Þú segir: "Mikið lifandis skelfing eru þið fáfróðir um islam, Tómas Árni og DoctorE. [...] manndráp og ódæðisverk [...] sem ég veit að þið hafið aldrei heyrt um"
Hvað er málið? Getur þú ekki reynt að vera málefnalegur?
Ég fullvissa þig um að við DoctorE vitum ýmislegt um hvað trúarbrögð geta hvatt fólk til þess að vera viðbjóðslegt (bæði Islam og Kristni, til dæmis).
Þessar fullyrðingar þínar um að allir islamtrúaðir séu ofstækismenn er svo ekkert nema hatursáróður eða fáviska. Hvernig væri að reyna að ná sáttum og finna lausnir, frekar en að byggja veggi og hlaupa uppi með alhæfingar.
Auðvitað á fólk að vera vel meðvitað trúarbrögð - það er nákvæmlega það sem ég er búinn að vera að segja, en þú vilt meina að það skipti "engu máli hvað mér finnst og hvað eigi að kenna".
Ég hef lítinn áhuga á að lesa um þessa "korukt pólutík". En ef það er rétt að sænskir pólitíkusar sleiki rassgat ofsatrúafólks, þá á auðvitað að benda á það og koma þeim frá embætti, því þeir eru fávitar og/eða aumingjar.
Annars nenni ég ekki að ræða meira við þig meðan þú sýnir yfirlæti og lítilsvirðingu.
Tómas Árni 3.4.2012 kl. 23:29
Það er greinilegt að þið hafið ekki farið inn á Sænska linkinn, eða eruð það sjokkaðir, að þið viljið ekki viðurkenna það.
Lestu þriðju málsgreinina hjá mér aftur og þú veist þá, hvað PK pólutík þýðir. Hún er full ráðandi á Íslandi í dag.
Þegar ég tala um islam, þá tala ég ekki um ofstæki, það skilar sér sjálft, en þá tala ég um "viðbjóð og viðurstygð".
Já, það á að banna islam, bæði sem lög og trúarbrögð, í vestrænum menningarheimi, MEÐ LÖGUM.
V.Jóhannsson 4.4.2012 kl. 08:33
Það er ekkert nýtt undir sólinni á þessari blessuðu sænsku vefsíðu þinni! Ég veit vel hvaða ógeðslegu athæfi trú getur hvatt fólk til. Ég er viss um að DoctorE þekkir það líka. Og vinsamlegast hættu að gera lítið úr okkur DoctorE.
Ég sé ekki að þessi þankagangur sé fullráðandi á Íslandi í dag. Eru ráðamenn þjóðarinnar sekir um "meðvitundarleysi og heimsku, eftirgjöf og fáfræði og oft hræðslu við islam" svo ég taki nú orð þín úr 3. málsgrein að ofan?
Ég hef amk. ekki tekið eftir því. Heldur hefur umræðan, eftir því sem mér skilst, snúist um að leyfa fólki að iðka trú sína í friði og ró, og fá að byggja sín bænahús - líkt og kirkjurnar sem kristnir eiga hér á landi. Ég sé ekkert að því, per se (þótt ég sjái auðvitað margt hræðilegt við islam - sem og kristni).
Banna islam? Ef þér finnst það rétt, þá er það þín skoðun. Þér finnst þá líklega ekkert að því að banna kristni um leið?
Ég held það færi betur á því að mennta unga fólkið og banna stofnunum og skólum að innræta börnum trú. Það amk. eyðir vandanum, í stað þess að fela hann eða hrekja í undirheima.
En þarna greinir okkur á. Ég vil mennta trúarbullið úr menningu okkar meðan þú vilt banna það.
Tómas Árni 4.4.2012 kl. 09:19
Ég er sammála þér Óli Jón, um að biskupinn og jafnvel stór hluti presta hafa ekki trú á ríkiskirkjunni. Ég rakst eitt sinn á frétt í Vísi eða Mbl fyrir tugum ára, þess efnis, að skv. skoðanakönnun tryðu ekki nema helmingur presta í Danmörku á upprisu Jesú Krists, né framhaldslíf.
Varðandi innlegg V. Jóhannssonar, þá virðist mér hann á línu Skúla Skúlasonar með sitt hryðjuverkablogg. Ég er ekki ennþá jafn sannfærður um þá rosalegu hættu af múslimum eins og lesa má um í skrifum Skúla eða á síðunni Avpixlat.info.
Eftir að hafa kynnt mér starfshætti tveggja múslimskra safnaða í Danmörku frá 2006 - 2011, sýnist mér sem svo að þeir eigi jafn erfitt með að fá fólk til að mæta á föstudagsbænir eins og kristnir að fá fólk í sunnudagsmessur. Það segir mér að ástundun trúarinnar er ekki í hávegum höfð hjá hinum almenna múslim. Að auki mega þeir ekki reka sérstaka kóranskóla, en reyna samt að laða börn til kóranlesturs þegar börnin eiga frí frá skólum um helgar, haust-, jóla- og vetrarfríum. Ég var tvívegis viðstaddur slíkan kóranlestur, þar sem börnin hermdu eftir ímáminum upplestur á arabísku úr Kóraninum. Mér sýndist nú áhuginn hjá blessuðum börnunum ekki ýkja mikill.
En fræðsla um kristna trú og önnur trúarbrögð í grunn- og framhaldsskólum okkar. Til hvers? Og hverjir eiga að kenna slíkt? Þessi fög eru ekki skyldufög í kennaramenntun hér á landi. Nær væri að nota tímann til að kenna börnunum örlítið meira í stærðfræði eða raungreinum, að mínu mati.
Mér virðist flestir innfluttir múslimir vilja það sama og við. Vera sem mest laus við fíkn trúarinnar og lifa lífinu á svipaðan hátt og við. En múslimir eru meira bundnir af örfáum innan síns safnaðar sem vilja stjórna þeim, þ.e. að allir sýni að þeir séu múslimir með því að haga sér sem slíkir, þ.e. heilsast eins og þeir, klæða sig eins (sérstaklega konur), neita sér um pylsu- eða svínakjötsát, drekka ekki bjór eða áfengi o.s.frv. Þessi bönn gera það að verkum að stálpuð börn og unglingar þora vart að vera með "kristnum" í pylsupartíum eða öðrum skemmtunum eins og jólaglögg, árshátíðum eða við þorrablót. En ég er viss um að þau dauðlangar að vera með, bara rétt eins og börnum Votta Jehóva eða S.D.Aðventista.
En varðandi skammstöfunina PK politik, V.J., þá má nú segja að slík upphrópun um andstæðinga ofstækishyggjunnar er varla til að menn geti sest niður og rætt málin til mergjar og reynt að greina vandamál þau sem fylgja innflytjendum að neinu viti.
Ótti sumra af meintum yfirráðum múslima hér á Vesturlöndum er í raun jafn ástæðulaus og ótti sumra af áhrifum glæpagengja, eiturefnafíkn o.s.frv. Vissulega eru þessi félagslegu þættir stundum áberandi og mikið fjallað um þá í æsifréttastíl í fjölmiðlum. En það er samt engin ástæða til að ætla annað en að lögregluyfirvöld og lýðræðisvenjur okkar Vesturlandabúa bregðist við af fullri hörku ef þessi öfl reyna að ögra okkar friðsömu stofnunum og fyrirtækjum.
En, Tómas Árni, heldurðu virkilega að menntun í trúarbrögðum sé þess virði að eyða tíma og fjármunum í hana? Er ekki bara betra að gleyma þessu rugli eins og hverjum öðrum heimskulegum þjóðsögum?
Sigurður Rósant, 4.4.2012 kl. 17:44
Sigurður Rósant: Já, ég trúi því að menntun í trúarbrögðum muni gera gagn. Auðvitað ætti slík menntun ekki einusinni að þurfa að vera til... en nú er staðan sú að trúarbrögð eru stór hluti af lífi fjölmargra foreldra, og þar með barna þeirra líka. Með trúarbragðafræðslu getum við látið barn, sem elst upp í trúaðri fjölskyldu, vita að ekki er allt eins svart og hvítt og foreldrarnir vilja meina í þessum málum. Það gæti þá haft mjög jákvæð áhrif á börn aðfluttrar fjölskyldu sem er strangtrúuð - jafnvel "bjargað" einu lífi (ef ég tek orðalag trúaðra mér í munn).
Svo... óskin er sú að einn daginn getum við loks gleymt trúbrögðum, og amk. flokkað þær með þjóðsögum fyrir þá sem hafa áhuga á fornaldarfræðum eða sagnfræði.
Tómas Árni 5.4.2012 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.