Meirihluti Íslendinga í Gallupkönnun vill láta slíta í sundur ríki og Ríkiskirkju

Spurt var: "Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðskilnaði ríkis og kirkju?" Könnunin var gerð í kringum mánaðamótin júní-júlí af Capacent Gallup  sem hluti af Þjóðarpúlsinum. Fjöldi svarenda var rúmlega 1300. Meirihluti landsmanna vill skilja að ríki og Ríkiskirkju, samkvæmt henni:

  • 58,0 prósent sögðust hlynnt því að skilið yrði á milli.
  • 20,0 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg.
  • 22,0 prósent sögðust andvíg því að skilið yrði á milli.

Til hamingju, Íslendingar! Þetta eru góðar fréttir fyrir þá, sem unna Íslandi, íslenskri þjóð, trúfrelsi og réttlæti.*

* Þessi niðurstaða hlýtur að vera afgerandi marktæk sé tekið mið af túlkun á annarri könnun sem gerð var nýverið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið yrði ég glaður fyrir þína hönd Óli minn ef þetta gengi nú eftir en spurning hvort að þráhyggjuveikindi þín myndu lagast við gjörningin

Rödd skynseminnar 6.7.2011 kl. 08:47

2 identicon

Einhver hefur verið að villa á sér heimildir og skrifa í mínu nafni einhverja þvælu á blogg hér og þar. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert með næsta komment hér að ofan að gera. Það er ekki rödd skynseminnar sem það skrifaði og ég veit ekki til að skynsemi hafi komið neitt þar nærri.

Hin raunverulega rödd skynseminnar 6.7.2011 kl. 19:06

3 Smámynd: Óli Jón

Líklega er það rétt að þetta geti túlkast sem einhvers konar þráhyggja. En á hinn bóginn er líka hægt að sjá þetta sem baráttu fyrir eðlilegum mannréttindum. Ætli það velti ekki bara mest á sjónarhóli og innréttingu hvers og eins :)

Óli Jón, 7.7.2011 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband