Ertu skráð(ur) í Ríkiskirkjuna, en veist ekki hvers vegna?

Mikill meirihluti þess fólks sem skráð er í Ríkiskirkjuna er þar vegna þess að það var skráð í hana við fæðingu, en örlítill minnihluti hefur óskað sérstaklega eftir því að verða skráð til leiks þar. Ég hvet alla sem þannig er ástatt um að velta því vel fyrir sér hvort sú skráning endurspegli raunverulegan vilja þeirra og ef svo er ekki, að gera þá bragarbót á. Þetta er einfalt réttlætismál og leiðrétting á fyrirkomulagi sem aldrei hefði átt að verða að veruleika. Það er ekkert nema kolrangt að ætla það að smábörn erfi trú móður sinnar, en þannig er kerfið reyndar sett upp hér heima. Að þessu er stuðlað með öllum tiltækum ráðum og helst með því að innræta fólki hina sk. barnatrú.

Hér eru góðar leiðbeiningar um hvernig hægt er að skrá sig úr Ríkiskirkjunni á Netinu. Mundu að ef þú hefur velþóknun á því sem Ríkiskirkjan hefur fram að færa, þá skaltu ekki breyta þessari skráningu. Ef þér er hins vegar sama, sem er lang líklegast, eða ert hreinlega andsnúinn því sem Ríkiskirkjan stendur fyrir, þá er sannarlega kominn tími til þess að breyta þessari skráningu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband