Íslendingar eru forritaðir til þess að trúa á Guð

LífsspursmálFram kemur í könnun Gallup að mikill meirihluti Íslendinga trúi á Guð eða æðri máttarvöld.

Þetta kemur auðvitað ekki á óvart sé haft í huga hversu yfirþyrmandi mikil trúarlega innrætingin hefur verið á undanförnum árum. Lengi býr að fyrstu gerð, segir einhvers staðar, og það veit Ríkiskirkjan vel.

Og hvernig er þessari 'yfirburðastöðu' náð? Jú, með því að skrá öll börn í trúfélag móður (sem er venjulega í Ríkiskirkjunni), með því að herja á þau í leik- og grunnskólum þar sem þeim er vendilega talin trú um að Jesús sé besti vinur barnanna af sendiherrum Jesúss og með því að smala krakkaræflunum svo í gegnum fermingarfræðsluna þar sem þau eru látin kvitta undir býsna stór og afgerandi loforð. Í raun eru stórmerkilegt að 99% þjóðarinnar skuli ekki segjast vera endurfædd dag hvern í Jesúsi.

En í dag er að flæða undan trúnni og vendipunkturinn verður þegar skilið verður á milli Ríkiskirkjunnar og ríkisins. Þegar ekki verður hægt að herja á smábörnin í leik- og grunnskólum þegar þau hafa ekkert vit til þess að taka upplýsta afstöðu til tilboðs Jesúss og þegar þau hafa ekki verið skráð óforspurð í trúfélag móður.

Dropinn holar steininn, þetta er allt á réttri leið. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill aðskilnað ríkis og Ríkiskirkju annars vegar og skóla og Ríkiskirkju hins vegar. Það tekur smá tíma að vinda ofan af innrætingu áratuganna og aldanna sem á undan eru gengin, en það mun takast fyrr en síðar.


mbl.is Íslendingar trúa á Guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnlagaráð er ekki starfi sínu vaxið, þeir vilja láta kjósa um þjóðkirkju... sem er kannski ekki ósvipað og ef íranir myndu kjósa um hvort islam sé málið.. per se
http://visir.is/leggja-til-thjodaratkvaedagreidslu-um-thjodkirkjuna/article/2011110609736

Það verður ekki kosið um mannréttindi á þennan máta.. þetta stjórnlagaráð er gaga

DoctorE 3.6.2011 kl. 12:01

2 Smámynd: Arnar

"Þetta kemur auðvitað ekki á óvart sé haft í huga hversu yfirþyrmandi mikil trúarlega innrætingin hefur verið á undanförnum árum."

Segðu aldirnar frekar.  Og svo er í raun stórmerkilegt að trúuðum fækki miðað við stóraukinn opinberan áróður ríkiskirkjupresta og ásókn þeirra í leikskóla/grunnskólabörn.

Arnar, 3.6.2011 kl. 13:17

3 identicon

Mér finnst ekkert merkilegt að trúuðum fækki þrátt fyrir áróður... fólk sem lifir nú á árinu 2011, hvernig getur fólk með aðgengi að fræðslu/menntun, trúað svona vitleysu?
Flestir hér á landi eru í þessu vegna þess að mamma/amma/langamma... voru í þessu; Afar fáir hafa lesið biblíu, vita ekkert nema eitthvað "Jesú bróðir besti" bull; Sem er alls ekki það sem biblían gengur út á; Biblían er stjórntæki fornmanna, pur and simple.

Flestir menn sem læsu biblíu myndu missa trú alveg um leið, löngu áður en þeir kláruðu bókina... það þarf sérstakar manngerðir til að fara í gegnum þetta rugl og samt trúa;

DoctorE 3.6.2011 kl. 13:25

4 Smámynd: Jóhann Ingi Jónsson

Ég er sammála því að aðskilnaður ríkis og kirkju sé aðeins tímaspursmál.

Það er í raun og veru bara spurning um það hvenær einhver þingmaður hefur pung í það að koma þessu að borðinu.

Jóhann Ingi Jónsson, 3.6.2011 kl. 15:13

5 identicon

Allir hafa trú ... þú líka.  Á hvað trúir þú? Fíkniefni? rétt þinn til að? Vísindi? ertu kanski kommúnisti? eða nirfill? trúir þú á mátt þinn og meginn?

Að innræta ungu fólki "theologi" í þeim skilningi, að inprenta í þau móral ... er ekki af hinu slæma.  Trú eins og hún er iðkuð, og hefur verið iðkuð á Íslandi, er í raun mjög góð.  Enginn okkar hefur neina trú á Guð, en við höfum skilning á móral, og höfum einnig "kúltur" sem tengist þessu.  Menn sem vilja "rífa" niður þetta þjóðfélags samhengi, eru illmenni og eru að gera illt af sér.

Bjarne Örn Hansen 3.6.2011 kl. 20:55

6 Smámynd: Óli Jón

Bjarne: Veistu, það má vel vera að það sé hið besta mál að innprenta trú í börn. Hins vegar eiga kristnir foreldrar að hafa nennu, elju og vilja til þess að gera það sjálfir í stað þess að láta ríkið sjá um innrætinguna. Mér er nokk sama um hvað fólk gerir heima hjá sér, en höldum fantasíum og ævintýrum fyrir utan skólaveggina.

En mér sýnist á öllu að kristnir foreldrar nenni þessu engan veginn. Altént virðist ekkert trúarlegt geta gerst á Íslandi á vegum 'stærsta' söfnuðarins án þess að ríkið hafi puttana í því. Ríkið skal innræta trúna og ríkið skal rukka klúbbgjaldið fyrir hana. Þetta treystir stærsta trúfélagið sér ekki til þess að gera.

En máské er það alveg eins og Jesús Jósepsson vildi hafa þetta, ein ríkistrú fyrir alla. Innræting í æsku svo fólk þurfi ekki að taka afstöðu sjálft og sauðist frekar í gegnum lífið með barnatrúna. Einfalt, þægilegt og lágmarks áhætta á því að fólk leiti annað því lengi býr að fyrstu gerð, ekki satt?

Óli Jón, 3.6.2011 kl. 21:28

7 Smámynd: Dante

Ég fer með dóttur mína í sunnudagsskólann.

Ég aldrei sett samansem merki á milli Guðstrúarinnar og kirkjunnar.  Reyndar lít ég svo á að Guð hafi aldrei inn í kirkju komist en það er annað mál.

Ástæðan fyrir því að ég geri þetta með dóttur minni er sú að mér finnst boðskapurinn góður og ágætis veganesti út í lífið. 

En á að aðskilja ríki og kirkju?

Ef það er gert, hver á þjóðtrúin þá að vera?

Getum við haft þjóðtrú án þess að ríkið styðji, reki eða komi eitthvað nálægt þeirri  stofnun?

Er hægt að hafa Guð laust þjóðfélag?

Ég veit það ekki en það er fróðlegt og vist gaman að velta þessu fyrir sér .

Svo geta menn svo velt því fyrir sér hvort að meirihluti Íslendinga hafi nokkur tímana orðið kristnir á sínum tíma og haldi áfram að blóta á laun og einnig nú, rúmum 1000 árum síðar .

Dante, 4.6.2011 kl. 00:10

8 Smámynd: Óli Jón

Dante: Það á ekki að vera nein þjóðtrú því hún getur aldrei staðið undir nafni á meðan þjóðin í heild sinni hefur ekki sama átrúnað. Enda hlýtur spurningin að vera sú af hverju ætti það að vera kappsmál að þjóðin hafi eina trú? Eiga einstaklingarnir ekki að velja sína trú, ef einhverja, fyrir sjálfa sig? Er það ekki hinn eðlilega gangur?

Hvað varðar spurninguna um hvort við getum haft Guðlaust þjóðfélag, þá hlýtur svarið að vera að Guðlegt þjóðfélag er útilokað af þeirri ástæðu sem áður er upp talin, þ.e. að þjóðin hefur ekki einn átrúnað. Því er það svo að meðan við höfum ekki einn átrúnað, þá er verið að brjóta á réttindum einhverra, fárra eða margra, þegar ein trúarbrögð eru tekin fram yfir önnur og fram yfir trúleysi.

Þú segir að þú farir með dóttur þína í sunnudagaskólann. Er þjóðtrú forsenda fyrir því að þú gerir það? Er þjóðtrú forsenda fyrir því að þú alir dóttir þína upp í góðum siðum? Ég vona altént að svo sé ekki.

Þjóðtrú er öfugmæli og nokkuð sem aldrei getur orðið. Þess vegna á að afleggja þessa hugmynd og taka upp fullt trúfrelsi í staðinn. Það er hið eina rétta í stöðunni.

Óli Jón, 4.6.2011 kl. 01:04

9 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Þjóðtrú" er ekki það sama og ríkistrú, sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 6.6.2011 kl. 14:44

10 Smámynd: Arnar Pálsson

Ég vona að stjórnlaga-samkundan hafi þá meðvitund að skilja endalega á milli ríkis og kirkju.

Trúfrelsi er grundvallaratriði, sem ríkiskirkja er algerlega á skjön við.

Arnar Pálsson, 9.6.2011 kl. 13:34

11 identicon

Góðan dag

Mikil umræða er um aðskilnað ríkis og kirkju en hvergi kemur fram hvernig það eigi að ganga fyrir sig?

Munu laun presta og rekstur kirkna verða greitt með almennum samskotum eða verða kirkjujarðir seldar eftir að rikið skilar þeim til baka?

Það er grátlegra en tárum taki að staðan í þjóðfélaginu við útfarir sé slík að aðeins örfáir hafi efni á að jarða sína nánustu og hafi þetta í kyrrþey.

Þór Gunnlaugsson 3.7.2011 kl. 16:02

12 Smámynd: Óli Jón

Þór: Ég reikna með því að félagar í Ríkiskirkjunni muni allir, hver og einn, borga heimsenda greiðsluseðla þannig að fjármögnun apparatsins á ekki að vera stórt vandamál. Um 78% þjóðarinnar eru nú skráð í klúbbinn og m.v. þúsund kall á mánuði ætti hann að taka inn rúmlega 2,8 milljarða. Sú summa ætti að hrökkva fyrir launum og messuvíni, held ég. Svo munu prestarnir auðvitað halda áfram að rukka sérstaklega fyrir hvert einasta viðvik sem þeir vinna þannig að þeir ættu ekki að verða á flæðiskeri staddir.

Óli Jón, 3.7.2011 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband