Lygar, fjárans lygar og lélegar skoðanakannanir!

GosiUm daginn vældi bloggari nokkur og var eymingjalegur vegna þess að fram kom skoðanakönnun hverrar niðurstöður voru ekki í samræmi við hans sýn á málin. Skoðanakönnun þessi var unnin af markaðsrannsóknafyrirtækinu MMR, en það gefur sig út fyrir að beita viðurkenndum aðferðum og vanda vinnubrögð sín.

Máli sínu til stuðnings vísaði bloggarinn aumi á könnun sem Útvarp Saga framkvæmdi á vef sínum. Þeirri könnun svaraði væntanlega sú hjörð fólks sem hlustar á þá stöð og er á engan hátt þverskurður íslenskrar þjóðar. Þetta gerir bloggarinn oft þegar niðurstöður kannana Útvarps Sögu falla að hans sjónarmiðum og einnig fá niðurstöður kannanna Íslands í dag á visir.is að fljóta með.

Vandamálið er að skoðanakannanir Útvarps Sögu og Íslands í dag eru gjörsamlega ómarktækar. Þær ganga gegn öllum góðum venjum og starfsháttum við gerð skoðanakannana og eru þannig skaðleg innlegg í umræðuna því þær bera á borð bjagaðar og rangar niðurstöður sem skekkja umræðuna. Sumpart hafa þær kannski gott skemmtana- og afþreyingargildi, en er þá ekki bara betra að segja góðan brandara?

Ég hef áður gert þessum ruslkönnunum skil í pistli, en tel rétt að ítreka þetta aftur. Almenningur er oft berskjaldaður þegar kemur að upplýsingum og margir taka því sem birtist t.d. á bloggvefjum sem áreiðanlegum sannleika. Fátt gæti þó verið fjær sannleikanum þegar kemur að svona netkönnunum.

Því er ráð að biðja bloggara og aðra að gæta hófs þegar kemur að því að birta niðurstöður netkannana sem staðreyndir. Það má að sumu leyti líkja þessu við hreinar og klárar lygar, enda veit þetta fólk innst við beinið að það er að færa hálfsannleik á borð, en gerir það samt því hann þjónar tilgangi sínum vel.

En kannsi er stundum leyfilegt að ljúga? Kannski helgar tilgangurinn stundum meðalið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að hnoðast með þessa tilvitnun:

 Lies, damned lies, and statistics

Ef svo er, þá á hún ekki bara við netkannanir, heldur allt heila icesave áróðursbatteríið, sem nú er beitt með svimandi hætti til að sannfæra okkur um að "kjósa rétt".

Gullvagninn 24.2.2011 kl. 15:11

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Af netkönnunum eru kannanir Reykjavík síðdegis einna nálægast alvöru skoðanakönnunum þar sem Vísir er með stóran og breiðan lesendahóp.  En að sjálfsögðu eru þær ekki marktækar sem slíkar þótt þær gefi ágætis vísbendingar þegar aðrar kannanir um sama efni eru ekki til staðar.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.2.2011 kl. 18:14

3 identicon

JVJ hahah muhahaha hehehe híhí´hí

doctore 25.2.2011 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband