54,6% þjóðarinnar skráð í Ríkiskirkjuna og fer fækkandi, ef ...

Geistlega ríkisþreskivélin :)Metnaðarleysi agenta Ríkiskirkjunnar hefur lengi farið í taugarnar á mér og þá sérstaklega þegar kemur að staðtölum. Þeir þreytast ekki á því að japla og tönnlast á þeirri staðreynd að um 85% séu skráð í Ríkiskirkjuna og snara þessari staðtölu fram sem Guðs helgaðri sönnun þess að Íslendingar séu að miklum meirihluta til kristin þjóð. Þessir agentar virðast lostnir heilagri blindu þegar þeir vitna í þessa staðtölu því þeir hunsa þá staðreynd að við fæðingu eru allir Íslendingar skráðir í trúfélag móður og að sú ríkisvædda félagaskráning hljóti að skekkja þessa tölu nokkuð. Þarna kemur frjálst val þó ekkert við sögu því 1-2 daga börn velja sér ekki trúfélag upp á eigin spýtur. Það þarf enga snillinga til að selja vöru þegar meirihluta þjóðarinnar er gert að kaupa þessa vöru við fæðingu :)

Því ákvað ég að reikna gróflega út hver staðan væri í dag ef þessari ríkisskráningu á ungabörnum í trúfélög hefði verið hætt árið 1980. Forsendur eru eftirfarandi:

  • Í upphafi árs 1980 voru skráðir um 227.000 Íslendingar í þjóðskrá.
  • Gefið er að þá hafi 95% þjóðarinnar verið skráð í Ríkiskirkjuna, um 215.000 sálir (þ.m.t. ég!).
  • Gefið er að 95% látinna eftirleiðis séu Ríkiskirkjufólk.
  • Gefið er að 5% þeirra sem fæðast 1980 eða síðar skrái sig í Ríkiskirkjuna við sextán ára aldur.

Hafa ber í huga að vissulega eru mun fleiri sem telja sig kristna við sextán ára aldursmarkið en þessi 5%. Hins vegar snýst málið ekki um trúfesti þjóðarinnar í þessu tilfelli heldur ginnhelga registu ríkisvaldsins yfir frelsaðar og guðlausar sálir.

Niðurstaðan er sú að í dag væru tæplega 55% þjóðarinnar skráð í Ríkiskirkjuna og færi það hlutfall lækkandi um rúmlega 1% árlega næstu árin. Þannig má ætla að árið 2020 væru rúmlega 40% þjóðarinnar ríkisskráð í ylvolgan faðm Ríkiskirkjunnar. Á þessu sést hversu verðmæt þessi ríkisskráning á ungabörnum er Ríkiskirkjunni því án þessarar sjálfvirku ríkisþreskivélar á akri Drottins myndu hlöður hennar tæmast hratt og örugglega og þar með ríkisáskriftin að sóknargjöldum og öllu því góða lífi sem þeim fylgir.

Hér er hægt að sjá útreikningana á bak við þessa mögnuðu útkomu: Greining 1980-2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þessi tala passar mjög vel við þá niðurstöðu Gallúp könnunar árið 2004 að aðeins 52,9% þjóðarinnar játar kristna trú og aðeins 27,3% trúir á kærleiksríkan guð sem hægt er að biðja til.

Kristinn Theódórsson, 29.11.2010 kl. 15:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er að digga myndskreytinguna við greinina.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2010 kl. 22:42

3 Smámynd: Óli Jón

Kristinn: Fyrir einskæra tilviljun reiknaðist þetta svona saman. Ef þetta væri reiknað lengra þá myndi þetta brátt ná 27 prósentunum :) Og svo færi þetta niður fyrir það hlutfall uns örsmár hluti þjóðarinnar væri skráður í Ríkiskirkjuna, en það er veruleiki sem agentarnir vilja ekki horfast í augu við og viðurkenna.

Jón Steinar: Myndskreytingin á einkar vel við :)

Óli Jón, 29.11.2010 kl. 23:00

4 identicon

Jahérna eru menn alveg að fara yfir um, ert þú ekki alveg eins mikill öfgamaður og þessir blessuðu kirkjunnarmenn sem þú virðist telja fulltrúa einhvers ills. hmm

Arthur Þorsteinsson 30.11.2010 kl. 06:46

5 Smámynd: Óli Jón

Arthur: Jú, ég er mikill öfgamaður í þessum málum. Ég hlýt að vera að gera eitthvað vitlaust ef það er ekki algjörlega augljóst! :)

Óli Jón, 30.11.2010 kl. 08:20

6 identicon

Þetta er bull.

Þessar tölur um fjölda þjóðarinnar innihalda "alla útlendinga" búsetta á Íslandi, múslima og kaþólikka ofl.

.. 

LS 30.11.2010 kl. 09:38

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað sem öllum trúarbrögðum líður eru forsendurnar nú dálítið hæpnar hjá þér. Í fyrsta lagi reiknarðu með að þótt með árunum fækki þjóðkirkjufólki verði hlutur þess í tölu látinna alltaf sá sami. Hann ætti auðvitað að lækka í takt við lægra hlutfall. En þú hefur kannski betri upplýsingar en ég um áhættuna af að vera í þjóðkirkjunni :)

Í öðru lagi reiknarðu með að einungis 5% myndu skrá sig í kirkjuna 16 ára. Það hlýtur að teljast nokkuð vanáætlað, t.d. miðað við tölur Kristins hér að ofan um að ríflega 50% telji sig krisna.

Var það ekki Churchill sem taldi til þrjár tegundir ósanninda; lygar, bölvaðar lygar og tölfræði?

Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2010 kl. 09:44

8 Smámynd: Óli Jón

Þorsteinn: Ég tilgreini sérstaklega í grein minni að ég telji þessar tölur EKKI mælingu á trúfesti þjóðarinnar, sbr.:

Hafa ber í huga að vissulega eru mun fleiri sem telja sig kristna við sextán ára aldursmarkið en þessi 5%.

Hins vegar er ég þess fullviss og ég trúi því að ekki fleiri en 5% munu hafa fyrir því að skrá sig í trúfélag þegar til þess kemur að þetta ríkisskráningarfyrirkomulag verður afnumið. Þegar sú tala er fundin er t.d. gott að hafa í huga smánarlega mætingu á Kristnitökuhátíð árið 2000, en Þingvellir hafa sjaldan verið jafn eyðilegir eins og þegar sú sorglega hátíð var haldin. Þá er mæting í sk. bænagöngur ágætur mælikvarði, en þegar 60-70 þúsund mæta í Gay Pride göngur þá hríslast 2000-3000 hræður um í bænagöngum. Þetta sýnir sig líka í kirkjusókn, hún er smánarlega lítil m.v. umfang Ríkiskirkjunnar.

Við erum altént sammála um orð Churchill, þ.e. að þessi tölfræði um að 85% þjóðarinnar játi kristna trú vegna merkingar í þjóðskrá er algjört bull og blaður :)

Óli Jón, 30.11.2010 kl. 10:08

9 Smámynd: Adeline

Hugsýki....á háu stigi....

pældí ef það væri færsla á bloggi einhvers prests, um fylgi kirkjunnar eða höfðatölu í söfnuði og svo fullyrðingu um að þeim færi sko fjölgandi...

Adeline, 30.11.2010 kl. 10:27

10 Smámynd: Óli Jón

Adeline: Ég er svo einfaldur að ég veit ekki hvort þú ert að hæðast að mér eða ekki :) ... en ég reikna þó frekar með því. En það er sniðugt að pæla í því sem þú imprar á þarna því fullyrðing um fjölgun í höfuðtölu kirkjusöfnuðar er sannarlega skondið fyrirbæri.

Óli Jón, 30.11.2010 kl. 10:41

11 identicon

Ég get sagt það að ég þekkin kannski 5 einstaklinga sem má segja að séu kristnir; Allir eiga þeir eitt sameiginlegt; Féllu ofan í vodkaflösku eða eiturlyf.

Svo er annað mál, það er faktískt ekki til kristinn maður á heimsvísu; Enginn uppfyllir skilyrði biblíu, og þá allra síst trúboðarnir sjálfir.

doctore 30.11.2010 kl. 10:54

12 Smámynd: Adeline

Óli Jón ,

umm tja, ef það væri prestur sem gerði það sama og þú - þá myndi ég skrifa hann sem hugsjúkann...

Adeline, 30.11.2010 kl. 10:55

13 Smámynd: Óli Jón

Adeline: Hugsjúkur, máské. Langþreyttur, örugglega.

Má ég ráða af þessu að þú sért sátt við ríkisskráningu smábarna í trúfélög móður? Að þér finnist eðliegt og sjálfsagt að 1-2 daga gömul börn séu skráð í t.d. Ríkiskirkjuna eða Krossinn?

Óli Jón, 30.11.2010 kl. 11:13

14 Smámynd: Adeline

Óli Jón,

Já ég er alveg sátt við það, ég sjálf var reyndar frekar fljót að skrá mig úr þjóðkirkju og í aðra kirkju og treysti því að fólk -ef það vill mótmæla þessu fyrirkomulagi þá bara skráir það sig eins og það vill.

Ekki segja mér að þú haldir að börn -nýfædd séu skráð automatískt í Krossinn...? þá ertu að misskilja mikið - miðað við skrif þín.

Adeline, 30.11.2010 kl. 11:44

15 Smámynd: Óli Jón

Adeline: Ef móður nýfædds barns er skráð í Krossinn, þá skráir ríkið barnið í Krossinn. Þannig er það bara.

Í hverju liggur misskilningur minn?

Og af hverju ertu sátt við að ómálga börn séu skráð í trúfélag? Er trú virkilega eitthvað sem hægt er að velja fyrir annan? Hér kemur gömul klisja, en værir þú jafn sátt við að sama barn væri skráð í stjórnmálaflokk móðurinnar?

Þetta er ein óhugnanlegasta birtingarmynd ríkisforsjár og er það tilviljun að hún skuli tengjast trú? Ég held ekki.

En líklega er það bara vantrúarsprottna hugsýkin í mér :)

Óli Jón, 30.11.2010 kl. 11:54

16 identicon

Barn er skráð samkvæmt trú móður... algerlega sjálfvirkt; Já Gunnar Á krossinum græðir ef barn fæðist móður sem er í kultinu hans, og prestar ríkiskirkju... þetta er eins og sníkjudýr á fjölskyldum.

Ísland er reyndar nokkrum árum á eftir flestum löndum í trúartæklingu... þetta er að koma samt, næstu kynslóðir munu ekki láta plata sig inn í trúarmafíur; Að auki munu trúarbrögð verða skilgreind sem geðsjúkdómur, eftir ekki svo mörg ár.

Ísland á að ganga fram og banna skráningu í trúfélög innan 18 ára aldurs

doctore 30.11.2010 kl. 12:01

17 Smámynd: Adeline

Óli Jón, ég misskildi þig, -hélt þú flokkaðir þjóðkirkjuna með krossinum...

En ég er búin að segja að mér finnst ekkert hrikalegt að þessu fyrirkomulagi, fyrir mitt leyti get ég ekki sagt að þetta hafi skaðað mig né nokkurn sem ég veit um. Fólk afskráir sig svo bara. En fólki finnst það sem það finnst. ég nenni ekki að þræta við þig né annan, ég er ekki með þetta á heilanum 24/7 eins og þið vantrúmenn svo ég bið þig að fara ekki að analisera svar mitt og koma svo með ritgerð af rökum á móti mínum... - þú hefur þína skoðun, og ég mína.

Adeline, 30.11.2010 kl. 12:50

18 identicon

Ég hjó eftir því um daginn þar sem einn frambjóðandi til stjórnlagaþings sagði að ríkiskirkjan væri algert möst til þess að hindra að menn eins og Gunnar á krossinum myndu níðast á fólki.
Gaurinn algerlega búinn að gleyma biskup íslands sem níddist á fólki, já og aðrir prestar líka.

Svona virkar einmitt hugur þess trúaða... ég meina, svona virkar heilinn EKKI í höfði trúaðra

doctore 30.11.2010 kl. 13:31

19 Smámynd: Adeline

já einmitt doctore, ef við myndum dæma trúlausa alla eins- eftir t.d. manni eins og þér - þá væru allir trúlausir heilalausir að mínu mati.

(bara því þú virðist vilja setja alla trúaða undir sama hatt og gaurinn sem bauð sig fram til stj.l.þings...)

Adeline, 30.11.2010 kl. 14:56

20 Smámynd: Óli Jón

Adeline: Það er enginn að segja að nokkur skaðist beint á því að vera skráður í trúfélag við fæðingu. Sjálfur var ég skráður í Ríkiskirkjuna fram til ársins 2005 og hlaut engan sérstakan skaða af né hagnaðist ég á því. Einar fyrirbærið sem hagnaðist á þessari skráningu var Ríkiskirkjan, enda taldi hún mig til sauða sinna linnulítið og grímulaust.

Hins vegar hefur engum tekist að benda á nauðsyn þess að hafa þetta fyrirkomulag, enda er engin knýjandi ástæða til þess að skrá börn í trúfélag. Þú segist ekki hafa skaðast á þessari skráningu, en hefðirðu frekar skaðast á því að vera óskráð sem ungabarn, barn, unglingur og táningur?

Sannleikurinn er sá að þessi skráning er ekki framkvæmd barnsins vegna heldur til þess að vernda hagsmuni stærsta trúfélagsins hérlendis, Ríkiskirkjunnar. Nú veit ég að þú skrifar þessa yfirlýsingu á einhverja vantrúargeðveilu í hausnum á mér, enda hljómar hún eins og versta samsæriskenning. Hins vegar bið ég þig um að velta þessu fyrir þér með opnum huga og spyrja þig eftirfarandi spurninga:

  • Er nauðsynlegt að skrá nýfædd börn í trúfélag móður?
  • Ef svo er, hvers vegna og hver hagnast á henni?

Gaman væri að fá þín svör í athugasemd síðar.

Óli Jón, 30.11.2010 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband