Föstudagur, 26. nóvember 2010
Leiðréttu trúfélagaskráningu þína!
Ef þú ert skráð(ur) í trúfélag án þess að hafa beðið um það þá ættirðu að leiðrétta þann misskilning fyrir 1. desember, en sú dagsetning er notuð til að ákvarða hvert trúarskatturinn þinn rennur. Ef þú ert trúlaus eða í versta falli áhugalaus um trú þá ættirðu að skrá þig úr trúfélaginu svo þessi skattur renni beint í samneysluna (sjúkrahúsin, elliheimilin, vegina og allt hitt). Ella rennur þessi skattur líklega til Ríkiskirkjunnar.
Líttu inn á vef Vantrúar og aflaðu þér upplýsinga um hvernig þú getur leiðrétt þennan vonda og leiða misskilning!
Það er vel þessi virði ... trúðu mér :)
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
er það ekki vefhægt lika það að skra sig ut? (og vera trur sjalfum ser?)
Jón Arnar, 26.11.2010 kl. 22:31
p.s hvar fær maður svo staðfestingu a að maður se útskráður ur þessarri nauðung? Skraði mig ut fyrir nokkrum manuðum og þarf að fa staðfestingu aður en passanum verður skipt ur blaum i rauðan (IS til DK)!
Jón Arnar, 26.11.2010 kl. 22:33
Jón Arnar, þú getur sent fyrirspurn til Þjóðskrár hérna.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2010 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.