Föstudagur, 12. nóvember 2010
Lítilþægni presta
Í sunnudagsmessu (þegar u.þ.þ. 26:30 mínútur eru liðnar) í Rúv segir Sr. Bára Friðriksdóttir m.a. eftirfarandi:
Börnin fylgja [trúuðum] foreldrum sínum að lífsskoðunum, eðlilega, eins og börn vantrúaðra fylgja sínum foreldrum.
Enn og aftur kemur það mér stórkostlega á óvart hversu lágt fulltrúar Ríkiskirkjunnar leggjast þegar þeir telja saman sauðina í hjörð sinni. Það er ótrúlegt að fulltrúi Ríkiskirkjunnar skuli ekki hafa meiri metnað en svo að finnast það vera í fullkomnu lagi að börn sauðist inn í trúar- eða vantrúarkerfi foreldra sinna. Það er s.s. alveg í fullkomnu lagi að þessi lífsskoðun gangi í ættum eins og fylgja eða draugur sem ekki er hægt að losna við. Ekki virðist vera gert ráð fyrir því að börnin eigi að hafa eitthvað um þett að segja svo fremi að flest þeirra verði skráð rétt í Þjóðskrá og verði ómeðvitaðir styrktaraðilar Ríkiskirkjunnar.
Niðurlæging Ríkiskirkjunnar verður alltaf meiri og meiri og sjálf á hún langmestu sökina á því sjálf.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ertu ekki aðeins að þyrla upp ryki þarna Óli Jón? Ég held að fáir taki þessum orðum svona alvarlega og þú virðist gera.
Grefill, 12.11.2010 kl. 16:48
Þetta er náttúrulega heilagur sannleikur. Það vita allir að börn sjálfstæðismanna kjósa aðeins sjálfstæðismenn. Annað er hrein vitleysa.
Odie, 12.11.2010 kl. 17:13
Heilir og sælir; Óli Jón - og gestir þínir, aðrir !
Grefill (Guðbergur Ísleifsson) !
Ef eitthvað er; er Óli Jón allt of kurteis, í ályktunum sínum, gagnvart gerfi- presta skriflum Þjóðkirkjunnar.
Ég hefði; í hans sporum, verið 1/2 harðorðari, gagnvart þessu slepjulega slekti Karls Byskups; þér, að segja, ágæti drengur.
Með byltingar kveðjum; góðum - sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason 12.11.2010 kl. 17:30
Það er þekkt úr þroskasálfræðinni, að einstaklingar brjótast almennt ekki úr hugmyndamótun foreldra fyrr en á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugir hið síðasta. Ef þeir gera það, á annað borð.
Félagsmótun er öflug og það þarf bein í nefinu til að móta eigin stíl. Sumir ná því aldrei. Því er ívitnað brot (úr samhengi prédikunar) ekki eins fráleitt og Óli Jón vill meina.
Börn mótast ekki í andlegu eða hugmyndafræðilegu tómarúmi. Eins og mál standa, fylgja börn trúfélagi móður frá fæðingu. Þannig eru landslög. Þau geta skráð sig sjálf í trúfélag 16 ára, en fyrr með leyfi foreldra. Þetta eru einnig landslög. Án þess að gera Báru upp skoðanir, skil ég ívitnaða setningu út frá þessum veruleika laganna og skil ekki hvernig hægt er að kalla þetta lágkúru.
Carlos Ferrer 12.11.2010 kl. 18:48
Carlos: Ber að skilja Báru þannig að án Kristni eða trúarbragða almennt vru börn í andlegu tómarúmi? Engin leið til lærdóms uppgötvanna, undrunnar, rannsókna og vangaveltna? Ert þú á því?
Ertu líka á því að landslög um þessi efni eigi að vera viðmiðið. Að það sé skylda ríkisins að forða börnum frá þessu "andlega tómarúmi" með lögum, afskiptum og stjórnarskrárákvæðum?
Má vera að ég misskilji þig, en það er kannski vegna þess að þú ert ekki nógu skýr eða þá að mitt andlega tómarúm er svona altomfattende.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 19:06
Varðandi fyrstu málsgreinina, þá hefur margt breyst nú á upplýsingaöld og á eftir að breytast. Árþúsunum bælingar og hugsanakúgunnar kirkjunnar lýkur brátt þar fyrir. Lygin er opinber. Þú ert vel að þér um gildi skilyrðngar, eins og guðfróðum er uppálagt, enda er það helsta tækið til viðhals bákninu. Barnelska þess er því afar skiljanleg út frá því.
Ætti það að vera foreldrum frjálst að sjá um þessa skilyrðingu eða er það að þínu mati frekar í verkahring "sérfræðinga" kirkjunnar? Jafnvel svo að lögjöfin tryggi þann umráðarétt kirkjunnar?
Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 19:18
Hvernig færðu það út, Jón Steinar? Án kristni væri bara einhver önnur lífsskoðun sem börn tækju til sín með móðurmjólkinni. Ég skil ekki aðra spurningu þína öðruvísi en að hugsa til Kaspar Hauser eða Móglí, en jafnvel hinn síðari, lærði af úlfum, ekki satt? Ekkert tómarúm þar, þótt ekki væri það manneskjulegt.
Ég held ekki að landslög geri annað en að styrkja það sem fyrir er. Þau geta ekki boðið eitthvað sem meirihluta er andhverft. Eða veist þú um marga trúleysingja, sem eru færir að ala börn sín upp í fullkominni Búddatrú (segi þetta bara svona til að skerpa á línunum)?
Hvað síðari athugasemdina þína frá 19:18 viðkemur, skil ég lögin svo að uppeldi (þú kallar það skilyrðingu) til trúar eða annarra lífsviðhorfa er í höndum og á ábyrgð foreldra. Kjósi foreldrar að vera kristnir (líka hefðarkristnir) þá er kirkjunni ljúft og skylt að styðja þá í uppeldinu. Það gerist með táknrænum hætti og með samningi sem daglega kallast skírn.
Önnur börn hefur kirkjan ekkert erindi við, enda foreldrar ekki í kirkju o.s.frv.
Þú talar um bælingu árþúsundanna og ég vona, eins og þú að þeim tilburðum kirkjunnar ljúki. Vona að upplýsing og sjálfstæð hugsun taki við af hópefli og hjarðmennsku. Hvort heldur sem kúgun af völdum kirkju eða stjórnvalda eða annarra sem gera tilkall um hug okkar áhrærir.
Carlos Ferrer 12.11.2010 kl. 20:25
Í kennsluréttindanáminu, nánar tiltekið þroskasálfræðinni kom kosningaaldur til tals. Þá var rætt um lækkun hans en kennaranum fannst það ávísun á að menn kysu eins og foreldrarnir eða eins og vinahópurinn. Það er ekki fyrr en að loknum unglingsárum, að börn eru orðin nógu sjálfstæð til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það er því ekkert til sem heitir að "lífsskoðun gangi í ættir" frekar heldur en að stjórnmálaskoðanir gangi í ættir, nema viðkomandi einstaklingur leggi ekki í að mynda sér sjálfstæðar skoðanir óháð foreldrum.
Carlos Ferrer 12.11.2010 kl. 21:06
Carlos: Í þessari fullyrðingu er gert ráð fyrir að börn kristinna séu kristin og að börn vantrúaðra séu vantrúuð. Það er nokkuð sem er ólíðandi að kirkjan reikni með því að þetta sé gangur mála því börn geta ekki verið trúuð. Í besta falli getur þeim verið talin trú um að þau séu trúuð.
Er þetta ásættanlegt? Er þröskuldurinn ekki hærri en þetta?
Hvað varðar skráningu í trúfélag, þá er það ómak tekið af börnum í dag sökum þess að flest þeirra eru sjálfkrafa skráð í eitt slíkt við fæðingu. Það er enn eitt mannréttindabrotið sem framið er hérlendis í nafni trúar.
Óli Jón, 12.11.2010 kl. 21:31
Hvers vegna kallar þú skírn samning Carlos? Ekki að argast í þér, en er að reyna að skilja þetta mind set. Er þetta ritúal einhveskonar afsal foreldra á barni til Kirkju í andlegum skilningi? Þetta hókus pókus og liggaliggalá?
Skírn er bundinn einhverri hefð eða (skilyrðingu vanans og hugsunarleysis) og foreldrar gera þetta á autopilot án þess að hugsa þetta sem yfirlýsingu helur það sem það lítur út fyrir að vera...nafngift með formlegum og hátíðlegum hætti.
Fyrir vikið vogar kirkjan sér að álíta að þessir rænulausu einstaklingar játi kristna trú að þeim forspurðum og telja þá með í statistík, sem þeir svo réttlæta tilvist sína með.
Finnst þér þetta heiðarlegtúlkun eða heiðarleg athöfn yfirleytt? Meirihluti foreldra áttar sig ekki á þessari skuldbindingu fyrir hönd barnsins hvað þá að það sé yfirleytt skráð í trúfélag.
Svo er þetta staðfest með mútum í nafni hefðar áður en börnin verða nægilega sjálfstæð í hugsun og enn undir forræði foreldra. Sérðu ekkert rangt við þetta?
Mér finnst þetta algert svínarí og loddaraháttur. Engu foreldri dettur í hug að undanskilja barn sitt frá þessu merkilega ritúali af ótta við einelti, einangrun eða að særa börn sín. Það er samfélagslegur þrýstingur innan skóla og utan sem viðheldur þessu. Dulbúin ógn í raun. Manipulering.
Þetta er taktík kirkjunnar og vafalaust úthugsuð á þennan stratekíska máta. Í skjóli þessa heimtar svo kirkjan forréttindi fyrir sinn aðal og fjáraustur frá ríkinu og/eða þá að gera ríkið að skattheimtu fyrir sig. Fólk þarf engu að síður að greiða fullu verði þessa "þjónustu."
Ég verð að segja það að mér þykir siðleysið vera algert.
Síðar meir læða menn svo þessu meira hardcore hótunar og skelfingarboðskap um helvíti og höfuðsyndir til að hnykkja á þegar búið er að marinera börninn smá með kærleiksblekkingunni.
Ekki segja að þetta sé ekki svona. Ég ásamt flestum íslendingum hafa reynt þetta á egin skinni.
Að lokum er það spurningin um dreyfingu NT til 12 ára barna. Ertu viss um að innihaldið sé fallið börnum, hvort sem þau botna í því eður ei. (sem ég efast um) Þarna er opinberunarbókin með öllum sínum gor, heimsendaspádómum og orðskviðirnir með vafasömum heilræðum og líkuingum, sem fá hár feminista t.d. til að rísa að ógleymdum ritningarstöðum eins og Lúk: 14:26 og Matt: 10:34-36 og fleiri og fleiri. (nokkuð sem ég tel börnin skilja)
Ég sé ekkert sem réttlætir framgöngu kirkjunnar í tengslum við skólakerfið og hryllir raunar við yfirdrepslegri barnelsku þeirra. Hvers vegna ekki trúboð í öðrum vinnustöðum á vegum ríkisins. Já, framhalskólum í sama mæli?
Hér er svo Óli að benda á það hvernig kirkjan misnotar blygðunarlaust forréttindi sín hjá ríkisútvarpinu, þar sem prestar og Biskup ráðast ítrekað með eldi og brennisteini á aðrar lífsskoðanir og gagnrýnendur kirkjunnar án þess að nokkur fái borið hendur fyrir höfuð sér. Ósannindi, skrumskælingr, brígsl og helbera lygi eins og nefnd prestynja gerðist sek um.
Er ég að skynja þetta eitthvað rangt? Endilega leiðréttu mig eða segðu mér hvar þú ert sammála.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2010 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.