Mánudagur, 18. október 2010
Ríkistrúin sundrandi
Ritstjóri Fréttablaðsins vælir og emjar í dag og telur á kristnum brotið vegna þess að Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur, reyndar fyrir löngu síðan, komist að þeirri niðurstöðu að trúboð í skólum brjóti gegn sjálfsögðum og eðlilegum mannréttindum.
Viðbrögð ritstjórans eru í sjálfu sér eðlileg og skiljanleg, enda veit hann sem er að þegar hætt verður að ala börn upp í Ríkisskólum í Ríkistrú, þá mun hún fljótt og vel leggjast af og hverfa. Það er þessi hræðsla trúaðra sem hefur í gegnum tíðina orðið kveikjan að því að sótt er í yngstu börnin með offorsi, enda eru þau þannig innréttuð að þau trúa öllu sem fullorðna fólkið segir þeim. Því er það svo að ef einhver fullorðinn segir þeim að til sé Guð og að Jesús sé besti vinur barnanna þá trúa þau því svo heitt að þessi skynvilla helst hjá flestum fram á fullorðinsárin og þá sem hin 'fallega' barnatrú.
Svo má velta því fyrir sér af hverju Stephensen treystir sér ekki til þess að ala sín börn upp í trú. Af hverju vill hann útvista þessari fræðslu til skólans í stað þess að sjá um hana sjálfur? Tekur þetta of mikinn tíma? Er ávinningurinn minni en tilkostnaðurinn? Hefur hann eitthvað merkilegra að gera eftir kl. 17 á daginn og um helgar? Hefur hann ekki þekkingu til þess að ala sín börn upp í trú? Er hann ekki nógu trúaður til þess? Er hann máské of latur til þess? Guð einn veit líklega bara svarið við þessum spurningum.
En málið er að í skólum á að vera umhverfi þar sem allir eru jafnir. Gagnvart stærðfræði, líffræði og smíðum erum við öll jöfn, enda þurfum við ekki að taka siðferðislega eða heimspekilega afstöðu til þessara greina. Við getum og eigum öll að læra að lesa og skrifa, en það er ekkert sem segir að allir þurfi að taka trú. Það er ekkert sem segir að trú skuli boðuð öllum börnum í skólum, nema þá sérhagsmunir Ríkiskirkjunnar sem stendur á brauðfótum og þarf lífsnauðsynlega að nýliða nýfædd börn inn í galeiðuna til þess að eiga sér möguleika til framhaldslífs.
Og þar er trúboð í leik- og grunnskólum besta og skilvirkasta leiðin! Því trúin er auðvitað ekki persónulegt fyrirbæri í dag, heldur er hún Ríkisrekið apparat sem tekur við ómálga smábörnum í sínar raðir sem ekki hafa nokkurn möguleika á því að velja sjálf. Svo er þannig búið um hnútana að áður en börnin komast á þann aldur að þau öðlist nauðsynlega skynsemi til þess að velja, þá er búið að innræta þeim all rækilega þann Ríkissannleik að Jesús sé besti vinur barnanna.
Hún er dásamleg og persónuleg trú, þessi Ríkistrú, trúin sem kemur inn í skólana og og sundrar skólafélögum þannig að örfáir þurfa að vera á bókasafninu á meðan hinir lufsast í kirkjuferð eða hlusta á prestinn. Hún er yndisleg og hlý, þessi Ríkistrú, sem lætur örfáum krökkum líða eins og utanvelta á meðan félagarnir sauðast í trúarlega tengda viðburði.
En hún er best og yndislegust, þessi Ríkistrú, sem tekur ómakið af fólki eins og Stephensen og leysir það undan þeirri áþján að þurfa að sjá um trúboðið sjálft. Þar er hún best.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Kirkjan níddist á mér og mínum börnum.. voru brottnumin úr skóla, messað yfir þeim, gefnar biblíur.
Allt þetta þó svo að ég hafi sagt að ég væri þessu mótfallinn.
Hver sá sem styður það að trúarsöfnuðir geti valsað inn í skóla og heilaþvegið börnin okkar, sá hinn sami er ómarktækur og svívirðilegur að auki
doctore 18.10.2010 kl. 11:31
Þannig að seta varaformanns Siðmenntar í "Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar" (sem er pólitískt skipað) hefur ekkert að gera með þessa ályktun sem og vöntun þessa ráðs að leita umsagnar hjá kirkjunni og öðrum trúfélögum og samtökum sem að þessi máli koma?
Magnús V. Skúlason, 18.10.2010 kl. 11:46
Magnús, mér þykir það lélegt að skjóta á það að maðurinn, sem sat hjá by the way, sé varaformaður siðmenntar. Það hafa ógrynni presta setið í bæjar/borgar og landsstjórnum íslands án þess að nokkur velti því fyrir sér.
Hann hefur engra hagsmuna að gæta við að verja mannréttindi þessara barna nema þeirra eigin. Prestar eru hins vegar að verja störfin sín.
Styrmir Reynisson, 18.10.2010 kl. 12:01
Sjs ..
hypjaðu þig skallagrímur (Júdas)..þú ert landsráðsmaður..burt með þíg..drullaðu þig í burtu skítallappi..
skuldari 18.10.2010 kl. 12:02
Magnús og aðrir Krissar/trúarhópar verða að bíða eftir meira: Fljótlega verður bannað að gefa skattaafslátt til trúarsöfnuða, þeir munu ekki fá neina fyrirgreiðlsu umfram önnur fyrirtæki, já ríkiskirkjan er töfragaldrafyrirtæki sem dreyfir rugli og vitleysu yfir landslýð.. fyrir þúsundir milkjóna árlega
Nú er EU að fara í mál við ítalíu/vatíkanið/Kaþólsku kirkjuna, skattaívilnanir til hennar standast ekki reglur/lög. Er óréttlæti og misrétti; Nákvæmlega það sama og með ríkiskirkju sumra íslendinga... já og báðar þessar kirkjur földu barnaníðinga..
doctore 18.10.2010 kl. 12:11
Magnús, þú hefur örugglega áhuga á þessari frétt: Biskupsstofa átti fulltrúa í starfshópnum
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.10.2010 kl. 12:22
Ágæti Magnús: Hún hefur örugglega eitthvað með það að gera að þetta kemur fram. Málið er bara að Ríkiskirkjan hefur ekkert með þetta að gera, hvað þá önnur trúfélög sem ekki hafa möguleika á því að boða sína trú í skólum. Þetta er þeim óviðkomandi því skólinn er veraldleg stofnun sem rekin er á veraldlegum grunni.
Við skulum muna að mannréttindi snúast jafn mikið um rétt minnihlutans eins og meirihlutans. Þú vilt halda lífi í kerfi þar sem örfá börn eru tekin til hliðar frá bekkjarfélögum sínum þegar trúin kemur í skólann. Hvar eru þeirra mannréttindi? Þetta eru einu stundirnar þar sem þessi börn eru færð frá. Það gerist ekki í stærðfræði eða lestrartímum? Það er bara trúin sem sundrar bekknum.
Svarið er því að við eigum að hafa jöfn réttindi fyrir alla, taka trúna úr skólanum og láta foreldrana, sem örugglega bíða spenntir heima eftir að tala um trú við börnin, sjá um þetta sjálfa.
Óli Jón, 18.10.2010 kl. 12:45
Ágætu félagar, það er athyglisvert að sjá hvernig þið sjálfið á beinunum :)
Lifið í Guðs friði og blessun.
Magnús V. Skúlason, 18.10.2010 kl. 13:44
Afhverju ættum við að skjáfla á beinunum... við hvað ættum við að vera hræddir; Kannski galdrapabbi komi og taki okkur alla.. og pynti okkur að eilífu; Þetta var mér kennt í barnaskóla.
doctore 18.10.2010 kl. 13:54
Magnús:
Skemmtilegt að sjá hvernig þú ert rökþrota.
Það er voðalega hentugt að slá um sig og svara engu þegar þú hefur ekkert að segja. Aumkunarvert.
Styrmir Reynisson, 18.10.2010 kl. 13:56
Ágæti Magnús: Við skjálfum af eftirvæntingu, svo mikið er víst. Við upplifum afar spennandi tíma þegar trú og hindurvitni eru á undanhaldi og skynsemin tekur við.
Það eru hins vegar krampakennd viðbrögð kristinna sem lýsa best dökkri framtíðarsýn þeirra sem kirkjan þeirra nýtur ekki lengur þeirra forréttinda og meðgjafar sem hún nýtur í dag :) Ykkar vantrú á eigin trú er í raun meiri en mín. Ég hef fulla trú á því að kristin trú muni lifa ágætu lífi í þessu landi. Það verða hins vegar engin 80% sem verða skráð um borð í henni, talan verður nær 15-20%.
Óli Jón, 18.10.2010 kl. 14:48
Árni Jonsen hinn fingralangi er ekki hrifin af þessu
http://visir.is/skolastjornenda-ad-akveda-hvort-trufelog-heimsaeki-skolana-/article/2010143246098
Hann hefði td aldrei stolið ef hann væri ekki kristinn.. uhh wait; Heyrið mig nú, Árni stal en var samt kristinn upp fyrir haus.. hann var þá að spá í fyrirgefningunni, sem kristni vílar og d´lar með
doctore 18.10.2010 kl. 16:04
doctore er fórnarlamb trúarofbeldis framið á heimili hans. og kennir síðan "umhverfinu" um óréttlætið. Sannkallaður Bjarnfreðarson.
Gísli Ingvarsson, 19.10.2010 kl. 08:26
Góðan dag
Ég lagði nú til í pistli mínum á visir.is að menntamálaráðherra ætti eins og að fá lögfræðiálit um siðmenningu í leik og grunnskólum að fá ríkisstofnunina Tóbaksvarnarráð til að hefja herferð í leik og grunnskólum um skaðsemi óbeinna reykinga.
þetta væri svona mótvægi hvað væri hættulegt heilsu barna og hvað ekki.
Þór Gunnlaugsson 29.10.2010 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.