Úrsagnir úr Ríkiskirkjunni

FlóttaleiðSjaldan er góð vísa of oft kveðin og í dag á þetta gamla heilræði svo sannarlega við. Mikið hefur verið rætt um úrsagnir úr Ríkiskirkjunni undanfarna daga og ekki að ástæðulausu. Þetta er nefnilega besta leiðin fyrir trúlausa og þá sem er sama um trú að sýna hug sinn til kirkjunnar og framgöngu hennar. Þetta er líka frábær leið fyrir trúaða að sýna í verki að þeir kunni ekki að meta þau vinnubrögð sem Ríkiskirkjan hefur viðhaft í viðkvæmum málum.

Ég bendi því á þessa síðu þar sem hægt er að fá allar upplýsingar um hvernig áhugasamir bera sig að. Ef þú ert ósáttur við framkomu Ríkiskirkjunnar undanfarið, þá er þetta síðan fyrir þig!

PS. Sumum getur fundist það vera dónaskapur að segja sig úr Ríkiskirkjunni. Þeim er bent á að líklega var þeim sýndur sá dónaskapur í upphafi að þeir voru skráðir í hana strax við fæðingu án þess að þeir hefðu nokkuð um það að segja.  Ríkið og kirkjan gerðu ráð fyrir að viðkomandi myndi sjálfkrafa taka upp trú móður sinnar, sem líka var gert ráð fyrir að myndi taka upp trú móður sinnar o.s.frv. Dónaskapurinn átti sér því stað þá, en ekki núna þegar fólk getur sjálft tekið sjálfstæðar og upplýstar ákvarðanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sit hér og horfi yfir sviðið og ég sé það sem ég hef séð svo oft áður.. í óteljandi skipti: Ég sé fólk svarma í kringum presta sem núna eru allir rosalega góðir... Ég sé presta sem voru alls ekki hneykslaðir fyrir mörgum árum síðan, ég sé þá núna tekna með kuflinn á hælunum... ég sé þá og heyri þá segja að núna séu þeir rosalega sorry yfir þessu ógeði öllu saman.... Og ég sé fólk trúa þeim...

Sorglegt

doctore 31.8.2010 kl. 09:55

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þð er kaldhæðnslegt og í meir lagi ósmekkleg tækifærismennska hjá trúfélögum og ríkiskirkju nú, akkúrat þegar þeir eru gerþekktir, að blása til átaks gegn kynferðisglæpum.  Er þð trúverðugt í ljósi aðsstæðna?  Af hverju akkúrat nú?

Öll spjótin standa vissulega á þeim og ekki af ástæðulausu, en átakið er almenns eðlis. Þ.e. ekki átak gegn kynferðisglæpum innan trúfélaga per se, helur svon almennt úti í samfélaginu og allskonar...

Þetta er algerleg delerandi lið. Hvenær urðu þessir hópar autority í þessum málum? Kannski árhundraða inside reynsla sem gerenur og hylmendur? Bara spyr.

Ekki er vandinn á farsóttarstigi í neinni annarri stétt.  Samt er þetta ekki átak gegn kynferðisglæppum í þeirra ranni, sérstaklega, eins og ætti að vera.

Vaninn hefur ekki gert vart við sig í kennarastétt t.d. Nú eða hjá heilbrigðisstarfsmönnum, Lögreglu, hreinsunardeild borgarinnar, skátunum, Rotary eða whatever...

Þetta er viðloðandi og einkennandi innn hinnr upphöfnu og geistlegu sálgæslusstéttar.  Ekki bara hér heldur um allan heim. Epídemískt samfélagsvndamál.

Hvenær kemur viðurkenning þeirra á því?  Getur þetta fólk ekki fyrir nokkurn mun tekið hinti? Hvað þarf margar opinberar rannóknir enn til að staðfesta að þetta virðist eiga saman eins og smér og brauð? Aðeins þarna NB.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2010 kl. 01:36

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ennþá auðveldara hér!

http://www.vantru.is/2010/09/01/12.30/

Kristinn Theódórsson, 3.9.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband