Kaþólska kirkjan er sannarlega EKKI afl til góðs í þessum heimi

Ratzinger páfiÞað er auðvelt fyrir meintan skírlífisbiskupinn að lýsa því yfir að stundum verði mæður bara að deyja með ófæddum börnum sínum, enda er hann ekki að tala um sitt eigið líf. Þetta kristallar viðhorf kaþólskunnar til kvenna, en konur eru álitnar það verðlausar innan vébanda hennar að þær geta aldrei vænst þess að fá nokkurn frama í faðmi feitu kirkjunnar. Nei, slíkt er alfarið frátekið fyrir meinta skírlífa kalla.

Ég vek athygli á grein sem ég skrifaði í byrjun nóvember á síðasta ári eftir að hafa horft á kappræður á milli málsvara kaþólsku kirkjunnar annars vegar og andstæðinga hennar hins vegar. Því miður er ekki hægt að finna þessar kappræður í heild sinni á Netinu, eftir því sem ég best fæ séð, en hér og hér er hægt að horfa á snillinginn Stephen Fry. Hann fer þarna prýðilega vel yfir það hvers vegna kaþólska kirkjan er ekki afl til góðs í þessum heimi!

Ég hvet alla sem hafa áhuga á því að kynna sér þetta að lesa greinina og svo þær athugasemdir sem eftir fylgja. Þar má glögglega sjá að kaþólska kirkjan er ekki afl til góðs þrátt fyrir fánýtar tilraunir kaþólskra til að sýna fram á annað.

Hvað varðar fréttina, þá á þessi nunna, sem var bannfærð af kirkjunni, eftir að þakka þetta miskunnarverk fyrr en síðar :)


mbl.is Nunna bannfærð fyrir fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Þetta er svona mikið prinsipp atriði hjá þeim sumum kaþólikkerum, virðist vera.

En þó það sé etv. ekki tengt þessu, nema þá óbeint, að uppaflega þegar Kristni kom til og breiddist út í Evrópu - þá var það mikil framför td. varðandi börn.  Með Kristni (og Islam) var bannað að deyða börn (í mjög stuttu og einfölduðu máli)

Það sést best hjá Ara Fróða, að hann segir að Heiðnir hafi fengið undanþágu við Kristnitökuna.  Mikilvæg undanþága var að það mátti áfram bera út börn  (það var þó afnumið eigi löngu síðar.

Eg met þetta atriði trúverðugt í Íslendingabók - enda í línu við heimildir annarsstaðar frá fyrir kristnitöku.  Það þótti í vissum tilfellum,  tilfellum sem erfitt er að átta sig nákvæmlega á núna hverjar voru, allt í lagi að deyða börn.  Jafnvel fórna í einhverjum óljósum tilgangi.

Með þetta í huga, spyr maður sjálfan sig stundum spurninga í samb. við fóstureyðingar.  þ.e. mun etv. í framtíðinni það þykja mikill barabarismi?  Nei, eins og eg segi, maður veltir þessu stundum fyrir sér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2010 kl. 19:23

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það virðist ekki hafa verið heil hugsun á bakvið þessa bannfæringu, a.m.k. rökin á bakvið hana. Biskupi fannst það rökrétt að konan hefði átt að deyja með fóstri sínu, en hugsaði alltént ekki út í þau fjögur börn sem hún átti fyrir.

Hann hugsaði ekki út í hvernig þessum fjórum börnum myndi vegna móðurlausum. 

Sýnir bara hversu langt eftir á kaþólska kirkjan er, þegar konan er einskis nýt, nema til þess að skjóta út börnum sem að kaþólskir prestar geta svo misnotað síðarmeir á ævi þeirra.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.5.2010 kl. 19:41

3 identicon

Þú þarft að æfa þig aðeins í að leita, en hérna er öll umræðan í heild sinni.

http://www.youtube.com/watch?v=8XpGyHJZ9b0

Hinir 4 partarnir eru þarna í Related flokknum við þetta myndband.

Axel 30.5.2010 kl. 23:04

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kaðólikkar eru fremstu pyntingarmeistarar í heimi og þeir finna endalaust afsakanir fyrir því að refsa fólki. Enn í þessu tilfelli bjargast kanski ein Nunna frá heilaþvættinum og hættir að vera Nunna...

Óskar Arnórsson, 31.5.2010 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband