Laugardagur, 8. maí 2010
Var kaþólska kirkjan bara skattaskjól?
Í síðasta pistli Jóns Vals á Útvarpi Sögu, þar sem hann ólundast út í allt og alla, en þó fyrst og fremst samkynhneigða, kemur fram að sú söguskoðun hans að kaþólska kirkjan hafi í gegnum tíðina fengið drjúgan hluta jarða hérlendis að gjöf.
En hver var ástæðan, að mati Jóns Vals? Jú, hún var sú að bændur vildu koma sér undan því að greiða skatta af jörðunum. Má þá ekki segja að þessar meintu 'gjafir' til kirkjunnar hafi ekki verið annað en ólöglegir málamynda gerningar og að kaþólska kirkjan hafi í raun bara verið ómerkilegt skattaskjól? Svona gerningum yrði rift í dag og þeir að engu gerðir
Var kaþólska kirkjan á Íslandi þá bara einhvers konar Tortola síns tíma? Eiginleg aflandseyja í miðju landi þar sem fátækir bændur gátu, á afarkjörum, keypt sér frið frá skattheimtunni? Jón Valur hefur fært sannfærandi rök fyrir því að svo sé! Ekki sel ég það dýrara en ég keypti :)
PS. Fær orðið hvítflibbaglæpur ekki réttu merkingu sína þarna? :)
En hver var ástæðan, að mati Jóns Vals? Jú, hún var sú að bændur vildu koma sér undan því að greiða skatta af jörðunum. Má þá ekki segja að þessar meintu 'gjafir' til kirkjunnar hafi ekki verið annað en ólöglegir málamynda gerningar og að kaþólska kirkjan hafi í raun bara verið ómerkilegt skattaskjól? Svona gerningum yrði rift í dag og þeir að engu gerðir
Var kaþólska kirkjan á Íslandi þá bara einhvers konar Tortola síns tíma? Eiginleg aflandseyja í miðju landi þar sem fátækir bændur gátu, á afarkjörum, keypt sér frið frá skattheimtunni? Jón Valur hefur fært sannfærandi rök fyrir því að svo sé! Ekki sel ég það dýrara en ég keypti :)
PS. Fær orðið hvítflibbaglæpur ekki réttu merkingu sína þarna? :)
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Hvað fyrnast skattaglæpir á löngum tíma? :)
Björk 8.5.2010 kl. 13:29
Útrásarjesúlingar vs útrásarvíkingar... ekkert kemst nálægt glæpum kaþóslku kirkjunnar, ekki bara það að kirkjan hafi svikið fé af fólki, ekki bara að hún hafi alla tíð staðið gegn mannréttindum, ekki bara það að hún hafi nauðgað öllum heiminum... ekki bara það að hún nærist og lifi af sorgum fólks.. ekki bara það að hún ógni fjölskyldum/börnum með eilífum pyntingum... the list is endless.
JVJ sýnir vel sinn innri mann þegar hann styður þessar "myllur satans" á jörðu.
DoctorE 8.5.2010 kl. 14:08
Þetta er alveg hárrétt hjá Jóni þó að e.t.v. vilji hann hafa eitthvað annað út úr því en uppfyllir ýtrustu sanngirniskröfur. Hans kenning er sem sagt sú að sá eigi verðmætin sem stelur þeim fyrstur.
Það er ekkert launungarmál að fjöldi jarðeigenda ánafnaði kirkjunni jörðum sínum með það eitt að augnamiði að sleppa við að greiða skatta og gjöld af jörðunum.
Kirkjan var undanþegin skattinum og gjafagerningurinn hljóðaði jafnan þannig að þó að kirkjan yrði formlegur eigandi jarðarinnar að lögum skyldi bændum og þeirra afkomendum heimilt að nytja jörðina sem þeirra eign væri um ókomna tíð.
Það er því margt býsna líkt með Katóla og Tortóla
Árni Árnason 9.5.2010 kl. 10:45
Árni: Þannig má í raun segja að Ríkiskirkjunni, sem sölsar undir sig illa fengnar jarðir kaþólsku kirkjunnar, sé ekki heimilt að nýta sér þessar jarðir, enda voru þær aldrei gefnar til kirkjunnar í því augnamiði.
Þessar tilfærslur með jarðirnar voru hreinar og klárar skattalegar ráðstafanir sem í dag myndi í besta falli teljast siðlausar og í versta falli lögbrot.
Undarlegt er að málpípa kaþólskra hafi ekki nú þegar pípt hér, en líklega treystir hún sér ekki til að verja þennan ljóta gerning.
Óli Jón, 9.5.2010 kl. 10:58
Thetta er nú í meira lagi undarlegur söguskilningur en JVJ hefur reyndar aldrei verid sleipur á thvi svidi.
Thegar var komid fram ad sidaskiptum voru thad biskuparnir, ýmist persónulega eda gegnum stólana, sem voru stærstu jardeigendurnir. Bædi Jón Arason á Hólum og Ögmundur í Skálholti stundudu thad ad sekta ríka menn fyrir ýmis brot, og heimta af theim jardir med theim hætti. Fyrirrennarar theirra höfdu stundad sama leikinn, their lögdu undir sig jardir af miklum mód enda voru biskuparnir tveir í raun smákóngar yfir hver sínum helmingi af Íslandi.
Stuttu fyrir aldamótin 1500 senda bændur konungi bænabréf og bidja hann ad stödva ásælni biskupa í jardir, fátækratíundin skerdist í hvert sinn sem jörd færdist til kirkjunnar og hrepparnir voru í sífellt meiri vandrædum med ad stunda sína fátækrahjálp.
Thegar farid er lengra aftur i timann, 14. öldin t.d., thá fóru jardir undir kirkjuna í tengslum vid farsóttirnar miklu, ánafnanir t.d. thegar ekkjur gengu i klaustur.
Skattur sem greiddur var af jördum var tíundin sem rann ad 2/3 til kirkjunnar og 1/3 til hreppanna (fátækratíundin), reyndar var um 1% eignarskatt ad ræda á Íslandi (en 10% tekjuskatt alls stadar annars stadar). Thessi skattur hefur varla sligad marga.
Jörd i eigu kirkjunnar borgadi ekki tíund, en ábúendur voru leigulidar kirkjunnar og borgudu leigu sem aftur var reiknud eftir svipudum stadli og sjaldan minni en tíund.
Íslenskir leigulidar voru ekkert sérlega betur settir á kirkjujörd í samanburdi vid ad leigja jörd i einkaeigu. Í Danmörku var dæmid hins vegar kristjardarábúendum mjög í vil, leigan var fastsett frá fornu fari og verdbólga í lok midalda rýrdi hana mjög.
Annars finnst mér thad ótrúleg hugmynd ad jardeigandi leggji viljandi jörd sína undir andlitslaust althjodlegt fyrirtæki sem er thekkt fyrir grædgi og ad láta aldrei thad af hendi sem thad á annad bord hefur komist yfir.
Brynjólfur Þorvarðsson, 10.5.2010 kl. 17:00
Þetta eru með eindæmum kjánaleg skrif frá þinni hendi, Óli Jón, og ekki í 1. sinn. Ekki batnar það, þegar Brynjólfur Þorvarðsson hefur gerzt þinn sagnfræðilegi ráðunautur. Hann opinberar strax fáfræði sína, þegar hann lætur sem biskuparnir hafi "ýmist persónulega eda gegnum stólana, [verið] stærstu jardeigendurnir. Bædi Jón Arason á Hólum og Ögmundur í Skálholti stundudu thad ad sekta ríka menn fyrir ýmis brot, og heimta af theim jardir med theim hætti."
Ímyndar Brynjólfur sér í alvöru, að voldug stétt landeigenda hefði látið biskupunum það eftir að ráðast með rangindum og ólögum á valdsmenn landsins án fullrar mótstöðu? En á þeim tíma borguðu þeir ríku meiri sektir en fátækir við brot á lögum bæði lands og kirkju, það er ágætt réttlæti.
Mestar eignir biskupsstólanna voru orðnar til í nokkrar aldir; einkaeignir biskupanna tveggja, sem nefndir voru, voru vissulega miklar, en ekki í samanburði við stólseignirnar; og svo voru í viðbót eignir klaustra og kirkna.
Sumt í framhaldinu hjá Brynjólfi cóperar hann frá þekkingarmönnum, en fer svo út á sínar hæpnu götur á ný og andmælir t.d. einum bezta íslenzka miðaldasagnfræðingnum (dr. Birni Þorsteinssyni prófessor heitnum) með orðum sínum. Lokaklausa BÞ er mótuð af hans herfilegu fordómum gegn móðurkirkjunni, sem var kristnum mönnum andleg móðir, ekki "andlitslaust althjodlegt fyrirtæki sem er thekkt fyrir grædgi". BÞ er meðlimur í Vantrú, þaðan hefur hann andann til að skrifa svona.
Árni Árnason er annar Vantrúar-meðlimurinn.
Óli Jón á samt upphafið og gerir það með afskræmingu orða minna og meiningar. Það var ekkert ólöglegt við það, að landeigandi gæfi kirkju sinni jörðina, en það var óðelilegt, að hann reyndi að halda fullum yfirráðum yfir henni eftir þá gjöf. Þess vegna risu upp Staðamálin, þar sem biskupar (fyrstur Þorlákur helgi) kröfðust þess, að höfðingjar gæfu upp þær jarðir. Kirkjan bekenndi ekkert bókahaldssvindl með þessum hætti, heldur ætlaðist til, að menn stæðu við orð sín: að gjöf væri raunveruleg gjöf.
Jón Valur Jensson, 11.5.2010 kl. 00:03
Já JVJ, thad er ekki ad spyrja ad thvi. Yfirgangur Jóns Arasonar er vel thekktur, hann reid um hérud med vopnad lid manna til ad krefja af theim jardir sem hann hafdi ádur dæmt af theim fyrir litlar sakir. Fræg ad endemum er Bjarnarnesför hans, med limlestingum og jafnvel mordi. Limlestingar kallast i thessu samhengi thad thegar höfdingjar sína veldi sitt med thvi ad höggva í handleggi/fótleggi tilfallandi vegfaranda á yfirrádasvædi "andstædingsins".
Biskuparnir tveir á Hólum og í Skálholti voru smákongar, their rédu thví sem their vildu. Their voru miklu mun öflugri en allir samtímahöfdingjar theirra, thad var enginn innlendur einstaklingur sem gatt mætt med yfir 1000 manna vopnad lid á Althingi. Thad gátu biskuparnir sem jafnframt voru beint og óbeint stærstu landeigendurnir og stærstu skreidarútflytjendurnir, en í skreidinni var ríkidæmi landsins fólgid.
Kathólska kirkjan sölsadi medvitad undir sig eignir og sendi stórar fúlgur erlendis, thetta gerdi hún alls stadar. En í löndum med veikt ríkisvald var kirkjan jafnframt á gódri leid med ad verda eina valdid. Sidaskiptin snérust ekki síst um baráttu konungs til ad ná völdum í eigin ríki, med studningi veraldlegra höfdingja sem voru einfaldlega búnir ad fá nóg af yfirgangi kirkjunnar.
JVJ mætti kannski velta fyrir sér af hverju stórbændur og adrir höfdingjar í Danmörku sóttu thad fast á 13. og 14 öld ad kirkjunnar mönnum væri meinad ad ganga í hjónaband. Thar gilti sama hugsun og thegar Kathólska kirkjan ákvad á 12. öld ad kirkjunnar menn skyldu vera ókvæntir, thad gekk bara illa ad framfylgja thví. Hvada hagsmuni skyldi midstjorn kirkjunnar og danskir landeigendur eiga sameiginlega og snúast um barneignir biskupa?
JVJ sýnir annars enn í verki hversu sidferdilega skemmandi kristin trú almennt og kathólsk trú sérstaklega getur verid. Reidin, heiftin, grimmdin, allt er thetta í anda thess himnadraugs sem JVJ telur sig strídsmann fyrir. Gæfan hefur fordad okkur frá ad menn af hans saudahúsi hafa raunveruleg áhrif í samfélagi okkar, thar getum vid thakkad sidaskiptunum sem björgudu okkur frá kathólskunni og theirri almennu upplýsingu andans sem gerir kristni almennt ad furdulegu og hratt hverfandi jadarfyrirbæri.
Brynjólfur Þorvarðsson, 11.5.2010 kl. 14:31
Tek undir með Brynjólfi að það er Marteini Lúther að þakka að ísland tilheyrir ekki páfagauknum og hans afturhaldsklíkku.
Gunnar 11.5.2010 kl. 18:03
Það er dagljóst að eignir kirkjunnar eru illa fengnar. Vera má að til séu frumrit af fjölmörgum samningum á milli bænda og kirkju, en það kemur glöggt fram í innleggi Brynjólfs að kirkjan átti auðvelt með að þvinga bændur í slíka samningsgerð.
Sjálfur hefur svo Jón Valur sagt að þessi eignatilfærsla hafi að nokkrum hluta til verið vegna undanskota frá skatti sem kaþólska kirkjan var þá beinn aðili að. Ekki vöfðust slík smáatriði fyrir henni þá frekar en nú því ætíð hefur hún kappkostað að safna í digra sjóði sem er í engu samræmi við fyrirmæli þess yfirvalds sem hún, altént í orði, beygir sig undir.
Var ekki einhvers staðar skrifað um að ekki ætti að safna í kornhlöður? Bahhh, kaþólska kirkjan telur bersýnilega ekkert mark takandi á því. Nei, hún tekur frekar mark á andstyggilegum hatursorðum varðandi samkynhneigða. Þannig velur hún sér það sem henni hentar og hendir öðru fyrir borð.
Ef eitthvað er að marka orð yfirvalds kaþólsku kirkjunnar, þá eiga prelátar hennar ekki hinn minnsta möguleika að komast í himnaríki. En þeir vita vel að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af slíkum smáatriðum ... það sannar þráhyggjukennd auðsöfnunarfíkn þeirra vel.
Óli Jón, 11.5.2010 kl. 19:58
Það er til lítils að eiga orðastað við jafn-stórorða menn og þið eruð. Ekki nægir ykkur að vera nokkrir gegn einum, nei, það þarf að níða líka, ljúga og meiða – og auðvitað guðlasta um leið, eins og Vantrúarmaðurinn Brynjólfur lætur sér sæma.
Ég er staddur í tjaldi sérvitringa – og til hvers? En Brynjólf minni ég á, að Jón biskup Arason á virðingu þjóðar sinnar og hefur lengi átt. Þá virðingu fekk hann fyrir andleg sem veraldleg verk sín. En viljirðu leita að einhverju ljótu um hann (og túlka um leið eftir þínu höfði), þá talarðu helzt ekki um annað en Bjarnanesreið.
Ég endurtek, Óli Jón: Þú afskræmdir orð mín og meiningu.
Jón Valur Jensson, 12.5.2010 kl. 02:20
Þakka þér gott hrós, Jón Valur. Guðlast tel ég mér til tekna, en vinninginn átt þú nú enn þegar kemur að því að níða og meiða. Ekki vil ég kalla neinn mann lygara án þess að fyrir liggji haldbærar sannanir.
Jón Arason var vissulega vinsæll maður, fyrir skáldskap sinn og meinta þjóðernishyggju - ég segi meinta því það er erfitt að gera sér grein fyrir hvernig 16. aldar maður hugsaði um þjóð og þjóðerni. Andúð hans á Dönum má t.d. allt eins skilja í samhengi við valdabaráttu hans sjálfs gegn Danakonungi. Valdabarátta sem endaði með sigri konungs.
Bjarnanesförina nefni ég enn og aftur vegna þess að hún er vel staðfest - þær voru víst reyndar tvær - og þegar menn gera svona einu sinni þá gera menn það væntanlega oftar. Ögmundur sektaði menn einnig en fór fínna í sakirnar.
Báðir voru þeir, Jón Arason og Ögmundur, nokkurs konar herstjórnendur í landinu, svipað því sem þekkist í Sómalíu í dag, "warlord" nefnist það á ensku: Einstaklingar sem vegna veraldlegra og/eða andlegra ítaka halda illa skilgreindum völdum í krafti vopnaðs herliðs, á svæðum þar sem ríkisvalds gætir lítt eða ekki.
Báðir höfðu þeir landsknekta sem leiguliða. Landsknektar voru þýskir málaliðar, hernaðarsérfræðingar síns tíma, mætti helst líkja saman við bardagaþyrlu í stríðsrekstri nútímans. Biskuparnir höfðu nánast einkarétt á vopnavaldi innanlands, langríkustu menn landsins svo munaði miklu og sóttust í sífellu eftir meiru.
En svo við snúum okkur að eignasöfnun kirkjunnar þá tel ég, svo öllu sé haldið til haga, að lögbrot hafi ekki átt sér stað nema í algjörum undantekningartilfellum, eins og gerist og gengur í viðskiptum.
Stofnun sem ekki deyr og aldrei sleppir neinu af hendi hlýtur að safna auði, sérstaklega í ljósi hins markvissa vilja til að komast yfir eignir. Það má sjá pólítískan vilja til veraldlegs valds hjá kaþólsku kirkjunni fljótlega eftir dauða Karlamagnúsar, með hápunkti á 11. öld með gregóríönsku byltingunni. Sú bylting barst til Íslands á 12. öld, hápunkt má jafnvel setja við Víðinesbardagann 1208 þar sem hin kaþólska kirkja sigraði með vopnavaldi gegn síðustu leifum sjálfstæðs veraldlegs valds.
Gregóríanska byltingin snérist um að safna völdum innan kirkjunnar til Rómar. Dictatus papae frá 1075 er n.k. stjórnarskrá alheimsstjórnar kaþólsku kirkjunnar, þar er fullyrt um æðsta valdi páfans í andlegum sem veraldlegum efnum og óskeikulleika kirkjunnar svo dæmi sé tekið.
Kaþólska kirkjan stefndi að veraldlegu einveldi og í Evrópu þess tíma var hún vissulega eina stofnunin sem hafði til þess burði. Eignasöfnunin var enda samfelld og vaxandi. Eitt helsta bragðið var að kirkjan sannfærði almenning um að veraldlegar gjafir tryggðu sálarheill eftir dauðann. Eitt stærsta svindl veraldarsögunnar. Eðlileg afleiðing þessarar brellu var að á dauðastundinni urðu margir til að gefa kirkjunni eigur sínar að meira eða minna leyti. Svartidauðinn og aðrar stórar pestir þessa tíma spiluðu síðan í hendurnar á kirkjunni, hún gat ekki dáið, en þegið og tekið gat hún.
Spurningin sem ég lagði fyrir Jón Val í gær, um það af hverju það voru sameiginlegir hagsmunir stórbænda í Danmörku og páfans í Róm að klerkar væru ókvæntir, þessari spurningu má svara með því að allir óttuðust þeir að ættarveldi kæmust á innan kirkjunnar. Með hinni stórfelldu eignarsöfnun hefði danskur biskup með nokkur börn auðveldlega getað stofnað ættarveldi sem væri miklu öflugra en önnur innlend veldi. Þetta var hvorki í hag páfans né veraldlegra höfðingja.
Það má auðveldlega sjá kröfuna um barnleysi kirkjunnar manna sem nauðsynlega aðferð til að koma í veg fyrir að valdaættir mynduðust innan hennar.
Synir Jóns Arasonar verða þá enn athyglisverðari. Ef Danakonungin hefði ekki orðið auðið að ráða niðurlögum Jóns hefði veldi hans vaxið innanlands, og synirnir orðið hans herforingjar og síðan arftakar. Danakonungur gat ekki keppt við Jón í beinum bardögum innanlands nema með miklu stærri tilkostnaði en hann réði við á þessum tíma.
Jón var handtekinn og drepinn með svikum, enda höfðu margir mikla skömm af því sem gerðist. Allir sem gátu talist meðsekir voru enda myrtir innan örfárra ára, morð sem aldrei upplýstust þrátt fyrir mikinn hávaða frá konungi. En pólítískt séð var þetta eina leiðin sem var fær til að ráða niðurlögum þessa herstjóra og forða landinu frá opnu og blóðugu borgarastríði.
Brynjólfur Þorvarðsson, 12.5.2010 kl. 07:32
Brynjólfur heldur áfram að mæla hér með sjónarmiðum Danakonunga. Hann var kannski að skrifa úr Danaveldi, þegar hann sendi hér inn pistla án séríslenzkra bókstafa?
Ari Jónsson biskups naut mikillar virðingar, og hann var lögmaður í öðru lögdæmi landsins. Hann verður ekki teiknaður upp sem gerræðisfullur stríðsherra.
Brynjólfur viðurkennir reyndar (ólíkt Óla Jóni kl. 19.58 í gær): "En svo við snúum okkur að eignasöfnun kirkjunnar þá tel ég, svo öllu sé haldið til haga, að lögbrot hafi ekki átt sér stað nema í algjörum undantekningartilfellum, eins og gerist og gengur í viðskiptum." Þetta er alveg rétt.
En þegar Brynjólfur segir: "Biskuparnir höfðu nánast einkarétt á vopnavaldi innanlands, langríkustu menn landsins svo munaði miklu og sóttust í sífellu eftir meiru," þá bendi ég honum á að kynna sér Hernaðarsögu Íslands 1170–1581 eftir Birgi Loftsson sagnfræðing. Höfðingjar (og ekki sízt sýslumenn) bjuggu yfir allmiklum vopnaforða fram yfir lok miðalda, unz konungur lét eyða vopnaeign í lok þess tímabils sem saga Birgis nær yfir.
Jón Valur Jensson, 12.5.2010 kl. 10:19
Jón Valur: Orð þín standa eins og þau voru sögð. Þú fullyrtir að bændur hefðu gefið kirkjunni jarðir sínar til þess að losna undan skattskyldu. Svoleiðis gerningar eru í besta falli siðlausir og í versta falli ólöglegir ... það vafðist þó ekki fyrir kaþólsku kirkjunni sem átti um tíma helming alls jarðnæðis hérlendis.
Gegndarlaus auðsöfnun er rauður þráður í gegnum sögu kaþólsku kirkjunnar. Ég hef áður spurt þig hvort Jesús Jósepsson myndi hafa velþóknun á og blessa kirkjuna ef hann sæi til hennar í dag, alla gulli lagða og prjáli skreytta.
Þú hefur ekki svarað enn, enda áttu ekki nema það eina svar sem hugnast þér ekki.
Óli Jón, 12.5.2010 kl. 11:03
Að sjálfsögðu var ekki löglaust að gefa jarðir sínar. Ef svo hefði verið, hefði Alþingi getað brugðizt við því á sínum tíma, en gerði það ekki. Og hvaða lög ert þú að tala um?! Lög um leiðir til að losna undan skattskyldu?!!!
Það var ekkert siðlaust við að gefa kirkju sinni jörð. Siðleysi var það hins vegar, þegar sumir slíkir gefendur (eða afkomendur gefenda) reyndu að eigna sér áfram fullan rétt til jarðarinnar. Eins og ég hef áður getið um, er ég ekki að verja slíkt.
"Gegndarlaus auðsöfnun" er bara frasi í nösunum á þér, Óli Jón. Kirkjan veitti fátækum skjól, hélt uppi einu spítölum landsins (og rak þrjá af helztu spítölum Íslands á 20. öld; einn þeirra þjónaði sem landssjúkrahús til 1930), var með fátækraframfærslu á biskupsstólunum, þangað sem fjöldi manns leitaði í harðindum.
Það er ekkert líklegt að meðalbiskup (hvað þá meðalprestur) eigi meira af gulli og silfri en þú, Óli Jón, eða hver meðal-kvenmaður á Íslandi. En fnæstu bara áfram, það fer þér vel.
Jón Valur Jensson, 12.5.2010 kl. 15:03
Jú þú átt kollgátuna, Jón Valur, ég er einmitt að skrifa úr Danaveldi! Og ein tölvan af þremur sem ég sit stundum við er ekki með íslenskt lyklaborð og engin leið að koma því á.
Við erum sammála um mikla vopnaeign á miðöldum, það gengu allir vopnaðir og vopnaburður var nánast hluti af daglegum klæðnaði. Enda var ríkisvaldið veikt og hafði ekki burði til að tryggja líkama og limi þegnanna. Hver og einn þurfti að sjá um sig sjálfur.
Munurinn á venjulegum höfðingja síðmiðalda og svo biskupunum var að biskuparnir höfðu miklu meiri fjárráð og þar af leiðandi mannaráð - þeir voru einir um að geta safnað liði svo heitið gæti. Og safnað liði gátu þeir sbr. Alþingi 1527 þegar biskuparnir mættu með samtals um 2500 manns undir vopnum.
Jón Arason var innlendur höfðingi með skattheimtuvald og vopnavald, og meira til: hervald. Bein ógn við Danakonung, nokkuð sem menn gerðu sér góða grein fyrir.
Í bókinni "Jón Arason ljóðmæli" frá JPV útgáfu (ég finn ekkert útgáfuár) skrifar Ásgeir Jónsson hagfræðingur eftirfarandi í inngangi, um þróun mála frá miðri 15. öld:
Jón Valur hefur þegar lofað bókina í hástert.
Við Jón Valur erum einnig sammála um að kaþólska kirkjan veitti fátækum mikla aðstoð, reyndar var það svo hér á Íslandi að fátækrahjálp var alltaf á vegum hreppanna og fátækratíundin greidd beint til þeirra. Kirkjan á Íslandi fékk því ekki fátækratíundina og hefur eflaust fyrir vikið verið tregari til að sinna þessari skyldu sinni. Enda var það einmitt talið vandamál að hrepparnir fengu sífellt minna og minna til fátækrahjálpar eftir því sem kirkjan sölsaði undir sig meira og meira af landi.
En talandi um Danaveldi þá getum við Jón Valur eflaust báðir hlegið yfir þeim dómi sem hin lúterska kirkja fær hjá sagnfræðingum þegar kemur að fátækrahjálp. Í stuttu mál tala Danir um að samfélagsgerðin hafi breyst verulega til hins verra, kirkjan hafi hætt að hjálpa fátækum og jafnvel boðað að fátækir ættu ekki skilið að fá hjálp! Þeir sultu enda í stórum stíl næstu tvær aldirnar.
Varðandi syni Jóns Arasonar þá voru þeir svo sannarlega honum innan handar. 1549 ráðast þeir með vopnuðu liði á Skálholt, taka Martein biskup höndum og flytja norður til Hóla. Jón lét kné fylgja kviði sumarið eftir, lagði Skálholt undir sig og lét grafa Gissur biskup upp og husla utangarðs.
Sumarið 1550 var Jón Arason ásamt synum sínum í raun búnir að leggja landið allt undir sig með vopnavaldi. Svona eru nú staðreyndirnar Jón Valur minn! Ef þeir hefðu ekki reynst allt of góðir með sig og farið fáliðaðir um Dalina hefði löglegt innlent vald (í formi sýslumanns Danakonungs) aldrei náð að handtaka þá. Og það eina sem þeir gátu gert eftir handtökuna, til að forðast að vopnaðar sveitir Jóns myndu leysa hann úr haldi, var að höggva hann sem allra fyrst. Og það var engin tilviljun að synirnir voru höggnir með.
Brynjólfur Þorvarðsson, 12.5.2010 kl. 16:30
Ég sé, Jón Valur, að þú hefur fundið villu hjá mér (ég tók ekki eftir því áðan), auðvitað höfðu biskuparnir ekki einkarétt á vopnavaldi. En þeir voru einir með hervald í landinu.
Brynjólfur Þorvarðsson, 12.5.2010 kl. 16:32
Mig langar líka að eins að árétta með hvað er löglegt og hvað ólöglegt í jarðarsöfnun kirkjunnar.
Lög þessa tíma voru mjög ófullkomin og tvenn lög giltu, þar sem biskupar framfylgdu kirkjunnar lögum og Alþingi landslögum. Kirkjan beitti fyrir sér sínum eigin lögum, með löglegum hætti - þótt sagt sé að stundum hafi sakir verið upplognar þá verður gjörningurinn ekki ólöglegur.
En Jón Valur misskilur alveg vald Alþingis ef hann heldur að menn hafi eitthvað getað beitt því fyrir sig. Það sést af tilvitnunni í Ásgeir hér að ofan að menn reyndu þessa leið, en svo lengi sem hið eiginlega vopnavald er í höndum kirkjunnar þá getur hið veraldlega vald lítið gert.
Það er einmitt af þessari ástæðu að mjög margir hafa tekið siðaskiptunum fagnandi. Kirkjan var búin að ganga allt of langt í græðgi sinni.
Brynjólfur Þorvarðsson, 12.5.2010 kl. 16:36
Kirkjan rændi jörðum hægri vinstri, enda hafði hún bæði tögl og haldir, menn voru bannfærðir í haugum og annað eftir því og jarðir eignamanna voru oftar en ekki það gjald sem þeir þurftu að reiða af hendi til að létta banninu og komast í sæluna.
Það þarf góðan vilja til að kalla það skattalegar bókhaldsbrellur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2010 kl. 12:37
Brynjólfur er skömminni skárri en þú, Axel Jóhann, að hann er þó eitthvað að kynna sér málin efnislega (sbr. líka ábendingu í innleggi mínu 12.5. kl. 10:19 um ágreining milli þeirra Brynjólfs og Óla Jóns um þessi mál).
Svara Brynjólfi við betra tækifæri. Bendi þó á, að Ásgeir Jónsson (ráðherra Bjarnasonar) hefur að vísu ágæt tengsl við Hóla í Hjaltadal og er vandaður í skrifum sínum, en er hagfræðingur, ekki sérfróður um sagnfræði.
Jón Valur Jensson, 16.5.2010 kl. 01:25
Bæn dagsins Jón?
"Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi Axel. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast"
Lúk. 18.9-14
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.5.2010 kl. 11:02
Þér finnst gaman að hæðast að mér, Axel Jóhann.
Ekki fannstu þér ástæðuna til þess í HELGRI BÓK.
Jón Valur Jensson, 18.5.2010 kl. 08:54
Halelúja Jonni Valli.
Helga bókin þín talar í hryglum og hringi. Spyrðu konur hvort þær séu á túr áður en þú sest við hliðina á þeim í strætó?
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.5.2010 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.