Föstudagur, 30. apríl 2010
Dauðahryglan
Núna heyrist dauðahryglan í Ríkiskirkjunni, enda sýnir hún og sannar með ákvörðun sinni í dag að hún þjónar ekki hófsömum meirihluta þjóðarinnar. Það eru bara þeir sem öfgafyllstir og ófyrirleitnastir eru í sinni trú sem fagna þessari hraðahindrun sem Ríkiskirkjan rakst á í dag meðan þeir sem hófstilltari eru og raunsærri syrgja.
Samtök sem ganga út á mismunun eiga sér engan tilverurétt í siðuðu þjóðfélagi og má einu gilda hvaðan þau telja sig hafa umboð sitt. Það að mismuna fólki á grunni kynhneigðar er villimannslegt og langt frá því sem siðað og gott fólk ætti að sætta sig við og samþykkja.
Öruggt er að afstaða Ríkiskirkjunnar til samkynhneigðar verði til þess að almenningur, hin góða og hófstillta alþýða landsins, endurskoði hug sinn til hennar. Dauðahryglan heyrðist í dag, endalokin eru nærri! Og segja má að það sé nokkuð ljóðrænt að það fólk, hommar og lesbíur, sem kirkjan hefur hvað mesta vanþóknun á skuli verða aflvakinn sem flýtir fyrir endalokum hennar.
Samtök sem ganga út á mismunun eiga sér engan tilverurétt í siðuðu þjóðfélagi og má einu gilda hvaðan þau telja sig hafa umboð sitt. Það að mismuna fólki á grunni kynhneigðar er villimannslegt og langt frá því sem siðað og gott fólk ætti að sætta sig við og samþykkja.
Öruggt er að afstaða Ríkiskirkjunnar til samkynhneigðar verði til þess að almenningur, hin góða og hófstillta alþýða landsins, endurskoði hug sinn til hennar. Dauðahryglan heyrðist í dag, endalokin eru nærri! Og segja má að það sé nokkuð ljóðrænt að það fólk, hommar og lesbíur, sem kirkjan hefur hvað mesta vanþóknun á skuli verða aflvakinn sem flýtir fyrir endalokum hennar.
Tóku ekki afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Nú fagna nokkrir litlir hópar öfgatrúarmanna því að þetta góða mál skuli hafa farið í þennan farveg. Þeirra málsvörn er að Biblían, hið heilaga og óumbreytanlega orð Guðs, mæli fyrir um að gagnkynhneigðir séu óverðugir.
Hins vegar virðist þetta sama orð Guðs ekki eiga við þá sbr. nýja grein á vef Kristilega þjóðarflokksins þar sem kona, já!!! kona, dirfist að segja prestum, sem margir hverjir eru karlmenn, fyrir verkum. Ég hlýt að vísa í eftirfarandi ritningargrein:
Og ekki er þessari síðri:
Mér finnst allt vera á hvolfi í kristnustu stjórnmálasamtökum í heimi! Konur valsa þar um að skipa körlum á báða bóga.
Grjót og glerhús? Einhver?Hvernig getur þetta samrýmst skýrum fyrirmælum að ofan? Getur verið að kristilegustu stjórnmálasamtök í heimi lesi Biblíuna með sömu hentisemi og þau væna aðra um að gera?
Óli Jón, 30.4.2010 kl. 09:51
Hér er nokkuð ljóst að allir skilnaðir aðrir en vegna hórdóms eru bannaðir. Kirkjan hefur engu að síður leyft skilnaði. Ekki bætir úr skák að hver sá sem skilur og kvænist aftur er að drýgja hór. Boðorðin 10 segja meðal annars "Þú skalt ekki drýgja hór." og prestar landsins hafa verið að aðstoða fólk við þetta.
Svona er það bara. Sumir bjóða bara syndinni í kaffi , en vilja ekki bjóða öllum að vera með.
Odie, 30.4.2010 kl. 10:15
Það er erfitt að uppræta illgresi strákar mínir... en þetta hefst á endanum..... réttlætið sigrar að lokum...
Þessi barátta er af sama meiði og réttindabarátta kvenna... þræla... trúarbrögðin hafa alltaf staðið gegn réttindum fólks
DoctorE 30.4.2010 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.