Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 5. júní 2023
Ríkiskirkjan á fallandi fæti
Árlega setti ég inn svona færslur, en svo varð þetta hætt að vera spennandi þegar græna línan fór bara æ meira niður á við. Ef þróunin verður eins og hún virðist ætla að verða, þá munu skráðir félagar í Ríkiskjunni fara undir 50% af heildarfjölda íslensku þjóðarinnar inna 5-6 ára. Þá má ímynda sér að rétt sé að staldra við og íhuga yfirburða stöðu hennar í trúfélagaflórunni hérlendis með það að markmiði að gera breytingar sem eru í takt við þá afgerandi þróun sem grafið sýnir.
Rétt er að benda á að hér er talað um skráða félaga frekar en kristna Íslendinga því ekki er hægt að setja jafnarmerki á milli þess að vera skráður í Ríkiskirkjuna og þess að taka mark á því sem hún boðar og býður.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 28. mars 2010
Kristinn þjóðarflokkur úthýsir öðrum en málafylgjufólki
Rétt í þessu ætlaði ég að setja inn eftirfarandi athugasemd við bloggfærslu Kristna þjóðarflokksins:
Vegna 8. liðs í stefnuskrá Kristna þjóðarflokksins hlýt ég að spyrja að hvaða leyti er frelsi til trúariðkunar heft hérlendis? Hvernig er þrengt að trúuðum?
Hvernig er hægt að bæta starfsskilyrði kristinna söfnuða? Ríkið t.d. skráir óvita í þessa söfnuði við fæðingu og rukkar félagsgjöld fyrir þá. Þá er Ríkiskirkjunni veittur aðgang að óvitum í leik- og grunnskólum til að stunda trúboð sitt. Hvað er hægt að gera meira?
Þegar kom að því að skrá athugasemdina fékk ég eftirfarandi kveðju frá Jóni Val Jenssyni:
Þessi kveðja er gamalkunnug enda blasir hún við mér og mörgum öðrum þegar við ætlum að setja inn athugasemdir á bloggsvæði hans sjálfs. Þetta er auðvitað kaldhæðnislegt því enginn emjar eins mikið og Jón Valur ef honum er settur stóllinn fyrir dyrnar :)
Nokkuð ljóst er að Jón Valur og Kristinn þjóðarflokkur, sem samanstendur af Jóni og tveimur öðrum, þola illa athugasemdir á vefnum. Þau sjá bersýnilega eftir þeim tímum þegar trú og kirkja voru yfir gagnrýni hafin. En kannski eru þau bara að gera sitt til þess að þeir tímar renni upp aftur? Kannski eru svona bönn bara fyrstu skrefin í átt að því?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (44)
Sunnudagur, 21. mars 2010
Ljót mismunun!
Ég bendi lesendum á góða grein Gurrýjar um ólíka stöðu aðila á sumarbúðamarkaðnum. Þetta á ekki að líðast, enda eiga allir aðilar á markaði að standa jafnfætis. Útvaldir aðilar eiga ekki að njóta opinberra styrkja umfram aðra.
Eitt verður yfir alla að ganga!
Skráningarkerfið hrundi vegna álags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 7. júlí 2009
Um Bakþanka
Um Bakþanka í helgarútgáfu Fréttablaðsins frá því um síðustu helgi vil ég segja eftirfarandi:
Úrslitaleikur í svokallaðri álfukeppni í knattspyrnu er ekki heimssögulegur viðburður.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Góði Guð, er smokkurinn þá ekki svo slæmur!?
Í gær heyrði ég þau ánægjulegu tíðindi að alnæmis-faraldurinn í Suður-Afríku virðist á ekki jafn ágengur og áður skv. frétt BBC World Service. Þrátt fyrir þetta er staðan verulega slæm þar ytra, en öll merki batnaðar eru góð og vonandi reynist hið fornkveðna satt að mjór sé mikils vísir.
Skv. frétt BBC má rekja þetta að hluta til aukinni notkunar smokksins sem flestir heilvita menn vita og gera sér grein fyrir að er lífsnauðsynlegur, í orðsins fyllstu merkingu, í baráttunni við þann gamla fjanda, alnæmið. Því er sorglegt að jafn áhrifamikil stofnun og kaþólska kirkjan skuli ítrekað beita sér fyrir því að sauðir hennar njóti ekki smokksins. Ótal og mörgum sinnum hefur kaþólsku kirkjunni verið gerð grein fyrir þessum einföldu staðreyndum, en hún þráast ætíð við. Hvers vegna, það er óútskýrt mál.
Vonandi ratar þessi fyrrnefnda frétt inn á borð til Ratzinger páfa og vonandi les hann hana með opnum hug. En ég myndi þó ekki veðja á það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 24. maí 2009
Ljósmyndir, söl og vatnshrútar ...
Í dag fór ég á skemmtilega ljósmyndasýningu á Eyrarbakka, en hún var haldin í heimahúsi í tengslum við hátíðina Vor í Árborg. Sýnandi, Dísin á Flickr, tók á móti okkur og bauð söl um leið og við skráðum okkur í gestabók. Dísin þessi hefur um langa hríð verið einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum á Flickr og því var gaman að hitta hana og fá að sjá nokkrar af myndum hennar í góðri stærð.
En það var ekki bara hægt að sjá glæsilegar ljósmyndir þarna því afi sýnanda hafði einnig opnað vinnustofu sína þar sem sjá mátti ógrynni kunnuglegra og framandi verkfæra. Sá gamli hafði augsýnilega verið liðtækur handverksmaður alla sína tíð og ljóst var að borgarbarnið kom ekki að tómum kofunum hjá honum. Ég handlék hníf úr fyrri heimsstyrjöldinni, sá skáp sem minnti helst á ferða altaristöflu, fékk innsýn inn í hvernig strokkur er búinn til auk sem sem virkni vatnshrúta var gaumgæfilega reifuð.
Ljósmyndir, söl og vatnshrútar ... hvað er betra til?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 15. maí 2009
Mjór er mikils vísir
Ég skil vel að þessir þingmenn skuli frekar hafa kosið að vera úti meðan á messunni stóð og veðja ég á að við næstu þingsetningu verði þeir umtalsvert fleiri. Brestirnir í óhelgu sambandi ríkis og Ríkiskirkju verða bersýnilegri með hverjum deginum sem líður sem sést glögglega í þessum góða verknaði.
Ég tek hatt minn ofan fyrir þessu fólki :) Lifið heil!
Vorþingið sett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Auð atkvæði eru stuðningur við gömlu flokkana
Það er skelfilegt til þess að hugsa að fólk skuli ætla að skila auðu, sér í lagi vegna þess að með því að skila auðu telur það sig vera að mótmæla lélegum kostum í stöðunni.
Ítrekað hefur verið sýnt fram á að autt atkvæði gagnast engum nema þeim gömlu flokkum sem fólk er að mótmæla. Hvert autt atkvæði fer ekki til framboðs sem ekki er hokið af langri fortíð í stjórnmálum. Auða atkvæðið rennur í raun beint til gömlu flokkanna, þeirra sem 'auða' fólkið er að mótmæla. Það eru mótmæli í lagi!!! Gömlu flokkarnir fagna þessum mótmælum, enda sjást þau ekki skora á fólk að skila ekki auðu. Segir það ekki allt sem segja þarf?
Málið er að ef gömlu flokkunum stæði ógn af auðum atkvæðum, þá myndu þeir svikalaust beita sér gegn þeim! Það þarf enginn að fara í grafgötur um annað.
Kostirnir eru því ótvíræðir:
- skilaðu auðu ef þú vilt styðja gömlu flokkana
- merktu við O ef þú vilt senda þeim skilaboð um breytingar
Fleiri munu skila auðu og strika yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.3.2010 kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Smokkablæti Ratzinger páfa
Það er með ólíkindum hversu hugleikinn smokkurinn er Ratzinger páfa. Þessi vítisvél virðist halda vöku fyrir kallinum sem virðist líta á hann sem óvin kaþólsku kirkjunnar númer eitt. Líklega væri það afsakanlegt að Ratzinger héldi þessu fornaldarviðhorfi fram á Vesturlöndum þar sem við höfum þó almenna grunnþekkingu, en það er með öllu ólíðandi að Ratzinger lýsi þessu yfir þegar ítök kirkjunnar eru jafn sterk í Afríku og raun ber vitni. Þar getur smokkurinn spilað lykilhlutverk í að hefta útbreiðslu alnæmis, en meðan tryggir sauðir Ratzinger páfa fara að ráðum hans, sem grundvölluð eru í þráhygginni og dellukenndri kennisetningu, mun Afríka líða fyrir.
Hins vegar er skondið að sjá að skrifstofublók í Vatikaninu tyftaði Ratzinger páfa og sagði að hann hefði aðeins verið að ítreka skoðanir forvera sinna. Kannski hefur Ratzinger ekki sjálfstæða skoðun á málinu ... máské er hann bara jafn mikið fórnarlamb þráhyggju kirkjunnar eins og svo margir aðrir.
Aumingja kallinn!
Páfinn gagnrýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Hallelúja!!!
Ég hvet dómsmálaráðherra til dáða í þessu þarfa verki. Sjálfkrafa skráning hvítvoðunga í trúfélag móður er skelfileg ráðstöfun og stríðir gegn heilbrigðri skynsemi.
Þetta eru sannarlega góðar fréttir :)
Endurskoða sjálfkrafa skráningu í trúfélög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)