Laugardagur, 29. ágúst 2009
Skiljum að ríki og Ríkiskirkju
Þjóðin gengur í gegnum miklar hremmingar þessa dagana og þarf svo sem ekkert að fjölyrða um það. Skorið er niður á öllum stöðum og er enginn liður í þjónustu ríkisins undanskilinn. Heilbrigðis- og menntakerfi munu verða fyrir skerðingu, löggæsla er í algjöru lágmarki, börn fá ekki mat í skólum og svo mætti lengi telja. Á þessum tímapunkti er því rétt að huga að því hvernig hægt er að skera niður kostnaðarliði hjá ríkinu sem engan veginn eiga heima þar.
Það er dagljóst að rekstur Ríkiskirkjunnar er klárlega nokkuð sem ekki á að sjást í ríkisreikningi. Árlega renna ófáir milljarðar til hennar sem væri mun betur varið þar sem allir landsmenn geta notið. Þetta er gömul krafa og eðlileg og nú er rétti tíminn til þess að gera þetta þjóðþrifamál að veruleika.
Skiljum að ríki og kirkju vegna þess að það er fjárhagslega hagkvæmt og ekki síður vegna þess að það er siðferðislega rétt!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
hvurn DJÖFULINN varðar kirkjunnarmenn um riðferði
Tryggvi 30.8.2009 kl. 00:02
siðferði
Tryggvi 30.8.2009 kl. 00:03
Sæll.
Það má ljóst vera af lestri þessa pistils þíns að þú hefur ekki þekkingu á því hvers vegna ríkissjóður greiðir hluta launa starfsmanna hennar. Hinn kaþólski Jón Valur Jensson skrifaði fróðlega grein í Morgunblaðið sem hann endurbirti á mogghabloggsíðunni sinni 2007 þar sem einhver var með viðlíka skrif og þú.
Eins og þú munt komast að þá er hluti þessa gjald greiðsla fyrir gífurlegar eignir sem ríkið tók yfir og hefur miklar tekjur af, sem og síðan sóknargjöld sem ríkið innheimtir og skilar til safnaðanna. Sama gildire um aðra söfnuði og kirkjudeildir sama hvaða nafni þeir nefnast. Þetta eru ekki tekjur til ríkissjóðs heldur gjald sem innheimt er fyrir hönd viðkomandi trúfélagi kristnu sem öðru.
Sjá annars mjög skilmerkilega grein JVJ á þessu :
Sunnudagur, 30. desember 2007
Gegn árásum á Þjóðkirkjuna
Svo hét grein mín í Mbl. 19. des. 2002 þar sem fjallað var um mál sem oft ber hér á góma: eignamál kirkjunnar og rétt Þjóðkirkjunnar til framlags úr ríkissjóði til rekstrar síns. Afar harðar hafa þær árásir oft verið, sem trúleysingjar og afbrýðisamir veraldarhyggjumenn ýmissa flokka hafa haldið uppi, einkum frá og með Kristnihátíðarárinu 2000 og nú enn og aftur, þegar örfámennur hópur virkra trúleysisboðenda hellir sér yfir dagblöð og bloggsíður nánast daglega.
Margir láta sem Þjóðkirkjan eigi hér engan rétt – sniðganga þar með þinglýstar og skráðar eignarheimildir hennar í margar aldir, unz ákveðið var, að ríkið tæki alfarið við jarðeignum þessum gegn endurnýjun þess lagaákvæðis, að ríkið borgi laun presta og Biskupsstofu. Sumir (og raunar fáir) hávaðasamir veitast að kirkjunni fyrir ýmist meinta ágirnd eða sníkjulífi, á meðan aðrir (sjá t.d. umræðuna á þessari síðustu vefsíðu minni) virðast aldrei geta áttað sig á því, að við erum hér hluti af réttarríki, þar sem arfhelg réttindi, m.a. eignarréttur, eru síður en svo eitthvað sem brýtur gegn almennum mannréttindum, heldur eru þau einmitt einn undirstöðuþáttur þeirra.
Já, það er óumflýjanleg grunnforsenda þessa máls, að "kirkjan fer ekki fram á ölmusu, einungis að ríkið standi við gerða samninga," eins og ég sagði í greininni gömlu, en ófyrndu, sem ég endurbirti nú hér á eftir.
Gegn árásum á Þjóðkirkjuna
FORMAÐUR Siðmenntar, Hope Knútsson, ritar grein í Mbl. 30.10. 2002: 'Hvað felst í aðskilnaði ríkis og kirkju?' Þar sker í augu alger vöntun á umfjöllun um eignir kirkjunnar, eins og þær skipti engu í sambandi við þann "styrk" frá ríkinu sem Hope segir Þjóðkirkjuna fá og vill láta afnema. "Þjóðkirkjan nýtur hundraða milljóna króna styrks [svo!] árlega umfram önnur trúfélög," segir hún. Það er einfaldlega rangt. Ríkisvaldið tók kirkjujarðir (fyrir utan prestssetur) í sína umsjá 1907, innheimtir af þeim tekjur og greiðir í staðinn laun til presta.
Hvaðan komu þessar jarðir, 16% jarðeigna landsins 1907? Stór hluti tilheyrði kaþólskri kirkju á sínum tíma. Eins og sjá má af gjafabréfum eignafólks til kirkna og klaustra, áttu þær gjafir að styðja við Guðs kristni, helgast þjónustu við söfnuði hans. Eftir siðaskipti var ekki öðrum til að dreifa til kristnihalds en lútherskum klerkum sem framfleyttu sér, önnuðust viðhald kirkna og önnur útgjöld með þeim eigna- og tekjustofnum sem konungur lét óhreyfða þegar hann hrifsaði undir sig klaustra- og stólseignir. Var hitt þó ærinn skellur að sú menningar- og þjóðþrifastarfsemi sem fram fór í klaustrunum var í einu vetfangi aflögð, er konungur gerði eignir þeirra upptækar.
Kirkjan var á 14. öld langauðugasti landeigandi hérlendis og auðgaðist enn til 1550. Þá áttu biskupsstólarnir 14.119 hundruð í jarðeignum, sjöttung alls jarðnæðis. Síðar hafa margir býsnazt yfir auðsöfnun kirkjunnar, en eins og Björn Þorsteinsson sagnfræðiprófessor fræddi okkur nemendur sína um, var kirkjan leiguliðum sínum léttari í álögum en aðrir landsdrottnar. Að auki veitti hún fátækum og sjúkum ómetanlega hjálp. Um 1650 var þriðjungur jarðeigna í eigu kirkna, biskupsstóla, Kristfjárjarða og spítala, sjöttungur eign konungs og helmingur bændaeign.
Fyrir þá, sem líta ekki á eign sem þjófnað eins og stjórnleysinginn Proudhon, ætti að vera sjálfsagt að skoða þessi mál af jafnaðargeði og réttsýni. Eðlilegri kröfu kirkjunnar að fá að halda tekjustofnum sínum verður ekki mótmælt í nafni trúfrelsis.
Ekki tilheyri ég Þjóðkirkjunni, er ekki þess vegna að verja hana ásælni. En vegna þrákelkni Hope í atsókninni finnst mér rétt að hún upplýsi okkur um fáein atriði:
Kirkjan fer ekki fram á ölmusu, einungis að ríkið standi við gerða samninga. Ef ekki væri samstaða á Alþingi um lögin frá 1907 og 1997, ætti Þjóðkirkjan að taka við eignum sínum aftur og ávaxta þær á arðsaman hátt með nútímalegri fjármálastjórn til að tryggja, að hún geti staðið undir helgihaldi, viðhaldi kirkjuhúsa, hjálparstarfi og þjónustu til frambúðar. Ef hún hlypist undan þeirri ábyrgð (t.d. af hræðslugæðum eða í viðleitni til að þókknast öllum, umfram allt einhverri tízkuhugsun), væru það svik við köllun kirkjunnar, þá sem hafa stutt hana og við sjálfan þann sem sendi hana. Til þess hefur kirkjan þegið þennan arf að vinna úr honum til heilla fyrir íslenzka þjóð.
Jón Valur Jensson
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.8.2009 kl. 00:33
Ég bendi á þrælgóða grein Brynjólfs Þorvaldssonar, Söguskekkjur JVJ. Kirkjan á eignir fyrir eigin rekstri. Þar rekur Brynjólfur þetta raus JVJ aftur til föðurhúsanna og hvet ég lysthafendur til að renna yfir þessa stórgóðu grein.
Hvað varðar gjaldtöku ríkisins fyrir hönd trúfélaga, þá finnst mér það illskiljanlegt að ríkið skuli standa í slíku. Fyrst ríkið getur staðið í innheimtu fyrir trúfélög þá finnst mér að það geti allt eins rukkað félagsgjöld fyrir fótboltafélög, skylmingaklúbba, Sportköfunarfélagið, Soroptimista, FÍB og áskriftargjöld að Viðskiptablaðinu svo fátt eitt sé nefnt. Trú er valfrjálst fyrirbæri, ólíkt t.d. Ríkisútvarpinu, og hví ætti ríkið að innheimta fyrir slíka klúbba? Það er bara óskiljanlegt.
Ríkiskirkjan er ölmusustofnun í dag á framfæri íslenskra skattborgara, óháð því hvort þeir finni einhvern samhljóm í henni eða ekki. Það er afar ógeðfellt og ber að afleggja. Þeir sem eru trúaðir munu ekki telja eftir sér að greiða það sem þarf til sinnar kirkju; við hin afþökkum það að niðurgreiða þetta hobbí fyrir aðra!
Óli Jón, 30.8.2009 kl. 00:47
Predikarinn og JVJ láta þess lítt getið að eignir sem "runnu" til kirkjunnar fyrir siðaskipti voru oftar en ekki ránsfengur, kirkjan hótaði mönnum bannfæringu fyrir ýmsar sakir, nema yfirbót væri gerð, sem var oftar en ekki í formi eignaafsals.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2009 kl. 02:48
Þökk fyrir þessa ábendingu Óli Jón. Ég las þennan pistil sem þú vísaðiur á. Það kemur ekki á óvart að hann er fullur af rangfærslum og upphrópunum slagorða án þess að vitnað sé í staðreyndir. JVJ bendir reyndar vel á þetta í svargreinum sínum við þennan pistil.
Það er skautað framhjá þeirri staðreynd að við erum svo lánsöm að eiga frumrit gjafabréfa og annarra lögformlegra heimilda fyrir flestum eignum kirkjunnar og hvernig þær eru til komnar, hvort sem það var við gjafagerning eða kaup. Þessi skjöl, sem ekki eru í bókum sýslumanna, geta menn fundið í Fornbréfasafni Íslands. Það var gefið út í 16 bindum og geymir um 30.000 skjöl sem eru frá fyrstu tíð. Elsta skjalið er síðan fyrri hluta níundu aldar ef ég man rétt.
Endilega reynum að hafa það sem sannara reynist í stað slagorða þeirra sem vilja endurskrifa söguna svo hún falli að vilja þeirra.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.8.2009 kl. 03:12
Magnús Stefánsson, sagnfræðingur, skrifar eftirfarandi:
Dr. Gunnar Karlsson, sagnfræðingur, flutti erindi í Úthlíðarkirkju þar sem m.a. eftirfarandi kom fram:
Það er því ljóst að alls ekki allir gáfu kirkjunni jarðir sínar með glöðu geði. Það ber líka að hafa í huga að sagan er skifuð af sigurvegurunum og það er óumdeilt að hér drottnaði kirkjan í hundruði ára yfir bændum og búaliði sem voru með mosann í skegginu og máttu sín lítils gagnvart gagnvart ægivaldi umboðsmanna hins háa Guðs. Því gef ég hæfilega mikið fyrir skjöl og pappíra sem agentar kirkjunnar og menn henni undirgefnir útbjuggu á sínum tíma.
Óli Jón, 30.8.2009 kl. 08:50
Alveg há rétt hjá þér og fyrir löngu komin tími til að afskilja þetta. Síðast þegar ég skoðaði ártölur var komið 2009 ekki 1509.
Meira get ég nú sagt en nenni ekki í bili.....kirkjan úr ríkisstjorn.
Þorsteinn Halldórsson 30.8.2009 kl. 09:58
Hvert eiga þúsundir milljóna að fara, til menntunar og heilbrigðismála, félagsmála eða á að henda ´öllum þessum peningum í ~100 hjátrúarfulla menn.
~100 hjátrúarfulla menn sem sóa þúsundum milljóna á ári í ekkert nema húmbúg og himnadildóa.
ef ísland vill borga þessum mönnum þúsundir milljóna á ári, þá er ísland heimskasta land í heimi.
DoctorE 30.8.2009 kl. 13:16
Já og flestar eigur kirkjunnar eru illa fengnar, rænt af samlöndum okkar.... viljum við styðja slíka stofnun... hlægilegt
DoctorE 30.8.2009 kl. 13:18
Ég get ekki séð að hin evangelíska lúterska kirkja hafi eignast eitt eða neitt af eignum kaþólsku kirkjunnar, sem voru gerðar upptækar af danska kónginum við siðaskiptin. Hafi lúterska kirkjan eignast eitthvað síðan, t.d. jarðir og góss úr hendi ríkisins/kógnsins, þá sé ég ekkert að því að henni sé afhent það til baka, að frádregnum þeim greiðslum sem ríkið hefur þegar innt af hendi fyrir þær frá 1907. Samningurinn frá 1907 (og síðari viðbætur) gera ráð fyrir eilífðargreiðslum fyrir endanleg verðmæti. Það er algerlega út í hött.
Sömuleiðis finnst mér, að úr því það var fellt úr lögum að greitt skyldi af trúlausum og utantrúfélagsfólki til Háskólans í síðustu sparnaðaraðgerðum ríkisins, að sama eigi að gilda um greiðslur til samþykktra trúfélaga. Þessi félög geta innheimt eigin félagsgjöld án aðstoðar rétt eins önnur frjáls félagasamtök.
Ómar Harðarson 30.8.2009 kl. 21:44
Þá er það spurning dagsins:
Gæti kirkjan lifað á vöxtum þeirrar fjárhæðar sem hún telur sig eiga inni hjá ríkinu?
Mr. Jón Scout Commander 30.8.2009 kl. 22:54
Ómar, kóngurinn gerði klaustraeignir upptækar við siðaskiptin, ekki prestssetrin, sem töldust vera sjálfseignarstofnanir til kirkjulegra nota, og heldur ekki jarðeignir kirkjunnar aðrar né biskupsstjólsjarðir. Af þeim síðastnefndu hóf konungur hins vegar að selja fyrir aldamótin 1800, og rann andvirðið í landssjóð. Kirkjulegar eignir um siðaskipti voru orðnar um helmingur jarðeigna, en jarðir Þjóðkirkjunnar um 1907 voru einungis um 1/6 jarðeigna. Gegn þeim eignastofni (fyrst til notkunar ríkisvaldsis, síðar til eignar þess) var sammælzt á Alþingi 1907 og 1997 að greiða prestum og gelztu starfsmönnum Þjóðkirkjunnar laun. Pacta sunt servanda – samninga ber að virða.
Jón Valur Jensson, 31.8.2009 kl. 01:07
Afsakið ásláttarvillur, sem allir geta lesið sig í gegnum.
Jón Valur Jensson, 31.8.2009 kl. 01:08
Við erum búin að borga svo margfalt... fyrir það sem við áttum... það er bara annað icesave mál ef við förum að borga meira í þessa kufla og kirkjur.
Takið líka eftir að þessi pistill er EKKI á heitar umræður þegar ég skrifa þetta... þó eru fleiri athugasemdir hér en á mörgum sem eru inni á heitar umræður.
Mbl vill ekki að þetta sjáist á sínum Mega Biblíublaðsíðum
DoctorE 31.8.2009 kl. 08:51
Jón Valur Jensson: "Af þeim síðastnefndu hóf konungur hins vegar að selja fyrir aldamótin 1800, og rann andvirðið í landssjóð. Kirkjulegar eignir um siðaskipti voru orðnar um helmingur jarðeigna, en jarðir Þjóðkirkjunnar um 1907 voru einungis um 1/6 jarðeigna." Nú já, kóngurinn gerði þetta sem sé ekki upptækt ?
Ómar Harðarson 31.8.2009 kl. 09:25
Talk of the devil... nú datt þetta inn á heitar umræður .. :)
DoctorE 31.8.2009 kl. 09:49
Mig hryllir við þeirri tilhugsun að eftir siðaskipti hafi kirkjan átt um helming jarða hérlendis. Undir hvaða kringumstæðum er það réttlátt að einn aðili eigi svo miklar eignir og hvað varð til þess að bændur og búalið létu þessar jarðir af hendi. Það fáum við aldrei að vita, enda eru ritaðar heimildir frá þessum tíma afar fágætar og flestar líklega tilbúnar af kirkjunni sjálfri. Ég bendi þó á tvær tilvitnanir sem ég setti inn fyrr í þessum þræði þar sem vélabrögðum Ríkiskirkjustjóra þess tíma er lýst og eru þau ófögur. Það er alkunna að kaþólskur siður gengur út á það að innstilla áhangendum bitra sektarkennd og ætli forstjórar og deildarstjórar Ríkiskirkju þess tíma hafi ekki nýtt sér það óspart til að sölsa undir sig eignir fátæks lands. Altént finnst mér sem þetta helmings eignarhlutfall benda til þess. Í besta falli ætti kirkjan að hafa átt tíunda part alls lands, enda sauðum hennar kennt að inna þann skerf linnulítið af hendi, en helft? Ég held ekki. Jesús Jósepsson talaði aldrei um helft ... hann fór aldrei ofar en tíund.
En það var gott að vera forstjóri Ríkiskirkju upp úr siðaskiptum og eiga við fáfróðan og trúhræddan pöpul. Það voru augsýnilega peningar í þeim bissniss.
Óli Jón, 31.8.2009 kl. 10:09
Ég er sammála Óla Jóni. Kirkjan virðist meira vera eignarhaldsfélag en trúfélag!
Ragnar Árnason 31.8.2009 kl. 10:13
Kuflar vita að þeir eru á síðasta snúning.. skoðið bara blogg hjá prestum hér á mbl, þeir eru í algerri örvæntingu að reyna að lýsa því hvernig Sússi gerðist maður og kom til að fyrirgefa okkur fyrir það sem við erum saklaus af.. svo hann þurfi ekki að pynta okkur.
Hann er mjög iðinn hafnarfjarðarpresturinn í þessu, hann veit sem er að djobbið hans stendur á ímynduðum brauðfótum.
Hvað segið þið foreldrar... viljið þið borga biskup milljón á mánuði, viljið þið borga örfáum hjátrúarseggjum þúsundir milljóna árlega.... gegn því að þeir borgi kannski súpuskál fyrir ykkur á milli þess að þeir byggja sér himnadildóa upp á hundruð eða þúsundir milljóna.
Vakna íslendingar...
DoctorE 31.8.2009 kl. 10:26
Það er margt gott starf sem kirkjan vinnur en það er ekki þar með sagt að hún sé hafin yfir gagnrýni.
Kirkjan þyrfti að opna sig meira fyrir almenningi/opna umræður um ýmis mál
=ekki hafa ræðurnar alltaf bara á annan veginn.
Svipað og í kirkjunni í Húsinu á sléttunni; þar voru hin ýmsu vandamál jafnvel leyst inn í kirkjunni. Þar sameinaðist fólkið í leyt að lausnum.
Mr. Jón Scout Commander 31.8.2009 kl. 11:06
Commander: Ég er sammála þér hvað þetta varðar. Það er örugglega hægt að gera margt gott innan vébanda kirkjunnar þar sem fólk kemur saman. Hins vegar á þetta ekki að gerast á kostnað alls almennings í landinu því þeir sem kjósa að nýta sér þjónustu Ríkiskirkjunnar eiga hreinlega að borga fyrir hana sjálfir.
Og í framhaldi af ofanrituðu þá er það úrelt fyrirkomulag að ríkið sjái um innheimtu fyrir trúfélög. Það geta þau vel gert sjálf!
Óli Jón, 31.8.2009 kl. 11:13
Eina hlutverk ríkis í trúmálum á að vera eftirlit, hanka menn sem selja kraftaverk til fársjúkra og einfaldra.
Að ríkið innheimti fyrir þessa söfnuði er á jaðri þess að vera glæpsamlegt.
Einnig á að taka allar skattaívilnanir af þessum söfnuðum.... það er afar óábyrgt að styrkja boðbera hjátrúar í ruglinu... algerlega út í hött.
Þá ætti Lára sjáandi og koffibollaspákonur að fá skattaívilnanir líka...jafn mikil klikkun
Þó einhverjir í húsinu á sléttunni hafi leyst eitthvað innan kirkju... það táknar ekkert nema það að uppbygging samfélagsins á þessum tímum snérist að miklu leiti í kringum kirkjur, sem voru samkomustaðir, fundarstaðir.. og prestlingur var með of mikla virðingu, óverðskuldaða algerlega.
Rétt eins og biblían var skrifuð af mönnum og hún markast af því siðgæði sem var á þeim tíma... í dag er biblían ekki mönnum bjóðandi, hún er einfaldlega of ógeðsleg.
DoctorE 31.8.2009 kl. 11:19
Ég bendi á grein á vantru.is sem lýsir miklu óréttlæti í þessu samhengi.
Ragnar Árnason 31.8.2009 kl. 13:53
Það sem ég velti alltaf fyrir mér og virðist hafa gleymst hér í umræðunni um hið ágæta fasteignarfélag ríkiskirkjuna, er hvernig trúfélag sem á að hafa einhver heilagri markmið en við gráðugur almúginn, hefur áhuga á að vera á framfærslu ríkisins?
Væri ekki mun eðlilegra að kirkjan sæji sóma sinn í að gera upp við ríkið og ganga sinn veg?
Og önnur vangavelta. Kirkjunar 'menn' tala gjarna um hversu mikið 'ríkið' skuldar Kirkjunni og þurfi að borga við aðskilnað. Eru ekki nokkuð góðar líkur á að þessu sé öfugt farið, að núna eftir meira en hundrað ár á ríkisspenanum sé kirkjan búin að fá mun meira en henni bar, mun hún ganga eins hert fram í að fá að borga þann mun??
Love, peace og stórt knús ;)
Björk 31.8.2009 kl. 21:44
Ragnar: Fínn tengill :)
Björk: Það er nefnilega málið að það er erfitt að skýra út þessa gríðarlegu ásókn kirkjunnar í eignir þegar það er skýrt kveðið á um það í leiðarvísi hennar að erfiðara sé fyrir auðugan mann að komast inn í himnaríki en úlfalda að fara í gegnum nálarauga. Og gefum okkur að það sé nú í góðu lagi að svona apparat safni eignum, af hverju eru þær þá meiri en sem nemur 10% af jarðnæði hérlendis? Er malið um tíundina bara innantómt hjal sem ekkert mark er takandi á?
Ríkiskirkjan og áhangendur hennar eiga að sjá sóma sinn í að slíta á tengslin við ríkið, enda væri það líklega mest í anda þess sem Jesús Jósepsson á að hafa boðað. Ég man altént ekki eftir að hafa lesið neins staðar að hann hafi hvatt fylgismenn sína til þess að leita í skjól undir pilsfald ráðandi afla.
Mín skýring er sú að heittrúaðir telji að kristin trú hérlendis muni bíða mikið afhroð ef annað tveggja gerist:
Kristnir hafa bara ekki meiri trú á sínum málstað en svo að þeir treysti honum til að lifa sjálfstæðu og góðu lífi án þess að vera tengdur við öndunarvél ríkisforsjárinnar. Sjálfur held ég að trúin muni þrífast ágætlega ef hún fær að spreyta sig upp á eigin spýtur og í þeim efnum er ég meiri trúmaður en hinir sanntrúuðu :)
Óli Jón, 31.8.2009 kl. 22:35
Jæja Óli, mér sýnist að mbl hafi sparkað þér út af heitar umræður.
Segið mér nú að mbl sé ekki aðal verndari hjátrúar og skipulaðs trúarofbeldis á íslandi.
Við þurfum ekki frekari vitnana við, það er augljóst .)
DoctorE 1.9.2009 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.