Hinsegin fólk og allt það lið: Það er ekki sama Jón og séra Jón :)

Nú fara margir mikinn og belgja sig út vegna Hinsegin daga. Eitt dæmið er ljótur póstur frá Jóni Val þar sem hann grætur nokkrar milljónir sem Reykjavíkurborg hefur ákveðið að veita sem styrk til samkynhneigðra til kynningar á réttindamálum sínum. Ekki aðeins telur Jón Valur að peningunum sé illa varið, hann segir einnig að sökum þess að samkynhneigðir telji, skv. hans eigin tölum, ekki nema um 2,3% þjóðarinnar, eigi þeir engan rétt á nokkrum hlut.

Það er tvennt sem er skondið að skoða í þessu samhengi sem sýnir glögglega hvernig Jón Valur er einstaklega ósamkvæmur sjálfum sér.

  • Hann sér eftir 12 milljónum til samkynhneigðra - Jón Valur sér hins vegar ekkert athugavert við að viðgerð á turni Hallgrímskirkju skuli hafa farið 260 milljón krónur fram úr áætlun og kosti nú ríki og borg rúmlega hálfan milljarð króna. Hefði þeim peningum ekki verið betur varið annars staðar?
  • Þeir hópar sem telja 2,3% þjóðarinnar eiga lítinn sem engan rétt - Jón Valur tilheyrir litlum sértrúarsöfnuði hér heima sem telur um 2,5% þjóðarinnar. Smæð þessa örhóps breytir því þó ekki að hann telur þessa flís í mannlegu samfélagi eiga allan rétt og að þjóðfélagið allt skuli sitja og standa eftir hentugsemi hans.

Það er því ljóst að ekki er sama Jón og séra Jón :)

Ástæða þess að ég skrifa þetta hér en ekki við haturspistil Jóns Vals er sú að hann er búinn að útiloka mig frá því að setja athugasemdir við óráðsskrif hans. Það eru því ekki margar aðrar leiðir færar til að leiðrétta rausið í kallinum, því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Andstaða JVJ við ESB getur vel orðið til þess að við förum í ESB, karlinn er algerlega gaga í öllu sem heitir mannréttindi og jafnrétti.

Kannski elskar mbl/blog.is hann svo mikið vegna þessa.. og því fær hann að gera hvað hann vill og flaggað á forsíðu :)

Hey taktu eftir typical rugli í JVJ, þú veist með að hann ætli að svara síðar... hlæogilegur gaur :)

----------

JVJ

Takk fyrir svarið, Tinna. En vissulega kemur þetta málinu við, sem finna má á þessum tilvísaða stað. Ég geymi mér til morguns að svara nýrri spurningu þinni, en veit þó af svörum.

Tinna

Jæja, Jón. Hvar eru svörin?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 10.8.2009 kl. 18:56

Jú, mér sýnist það, Jóhann, eftir þessa frásögn þína.

Jón Valur Jensson, 10.8.2009 kl. 18:59

Tinna, ég hef haft nóg að gera í dag og var búinn að gleyma þessu.

Nú er nýtt á dagskránni.

---------------

Er hægt að vera tæpari en þetta, svona höndlar JVJ öll mál.. hlægilegur maður... skil ekki að nokkur maður hlusti á manninnn :)

Passið ykkur á trúarbrögðum krakkar... það skreppur saman á ykkur heilinn

DoctorE 10.8.2009 kl. 19:13

2 identicon

Sæll Óli og takk fyrir góðan pistil.

Þessi skrif Jóns Vals eru svo fáránleg að þau taka varla nokkru tali. Það að eyrnamerkja þessa peninga á annað hundrað manns ber vott um afskaplega þröngsýni. Auðvitað sér borgin hag sinn í því að styrkja hópa sem halda uppi lífi og menningu í borginni hverju nafni sem þeir nefnast. Ég býst við því að þeir 70 eða 80 þúsund sem voru í miðborginni á laugardaginn hafi skemmt sér alveg ágætlega og sjái ekki eftir því að borgin hafi eytt fjármunum í þá skemmtun. Það má því alveg færa rök fyrir því, á sama hátt og Jón Valur gerir, að eyrnamerkja þessa upphæð þessum 70 eða 80 þúsund manns og þá er þetta 150-200 kall á haus. Er það sóun? Nei ekki miðað við margt annað sem borgin hefur sett pening í.

Ég sem borgari sé ekki eftir þessum peningum í þessa skemmtun og gat ekki betur séð en að allir hafi skemmt sér konunglega.

Sú þröngsýni sem Jón Valur sýnir með skrifum sínum sýna að það eru einhverjar aðrar hvatir sem liggja þar að baki en að verið sé að sóa peningum.

Jóhannes B. 10.8.2009 kl. 19:15

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jón Valur er bara fúll vegna þess að Bænagangan stenst ekki samanburð :)

Matthías Ásgeirsson, 10.8.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hef ekki séð þessi skrif JVJ en ef þau eru eins og hér er lýst, þá finnst með þau mjög dapurleg og þá sérstaklega fyrir hann sjálfan. Samkynhneigðir eiga nákvæmlega sama rétt og við hin og mér finnst afskaplega gott að samtök þeirra hafi fengið og muni fá fjárstuðning til að kynna sín réttindamál.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2009 kl. 00:47

5 identicon

Bænagangan AKA Vælukjóagangan, örfáar ruglaðar persónur sem eiga ímyndaðan fjöldamorðingja í geimnum sem vin.
Gætum allt eins kallað þetta "Nígeríugangan"...
Auðvitað vill hugsandi fólk ekki koman nálægt því rugli :)

DoctorE 11.8.2009 kl. 09:12

6 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Áhugaverð minnihlutarök hjá Jóni Vali. Ég bíð eftir að hann hrauni yfir þær milljónir sem fötluðum er veitt til að auðvelda líf sitt. Hallabrautir á kosningastaði eru augljóslega óþarfar fyrir þá sem eru bundnir í hjólastól, þeir eru ekki nema um hálft prósent af þjóðinni!

Skilningur Jóns á mannréttindum er sorglegur.

Kristján Hrannar Pálsson, 11.8.2009 kl. 09:15

7 identicon

Við skulum líka muna að guðinn hans JVJ hatar fatlaða... meira að segja er nóg að hafa flatt nef.. BANG saurgun á altari hins ímyndaða fjöldamorðingja í geimnum.

Og það besta.. mbl/blog.is styður JVJ heilshugar

DoctorE 11.8.2009 kl. 11:29

8 identicon

Doktor e og þið hin sem talið svo illa um trúna, Jón Valur trúir ekki á guð í alvörunni, ekki í alvörunni. Hann bara notar nafnið hans sem vopn eins og svo margir hafa gert í gegnum tíðina en það er ekki guð, heldur fólk. Minn guð er góður, honum er sama hvort þú ert svartur eða hvítur, ljóshærður eða rauðhærður, karl eða kona, samkynhneigður eða gagnkynhneigður. Það sem honum er held ég ekki sama um er hvernig við fólkið hans komum fram við aðra, hvort við særum og meiðum. Ég hef á tilfinningunni að Jón Valur og hans tegund eigi eftir að verða undrandi þegar þeirra tími kemur. Og Doktor E guði er líka sama hvort við trúum á hann eða ekki, hann elskar þig samt :)

steina 11.8.2009 kl. 12:02

9 Smámynd: ThoR-E

Ekki er þessi skárri:

http://vey.blog.is/blog/vey/entry/927282/

Segist "líka vel við homma" í byrjun pistilsins en þegar líður á pistilinn að þá sér maður hann gera grín af þeim.. og talar um ja.. segir frá hæðnislega um eitthvað sem hann heyrði að hommi hafði lent í. Veikindi er eflaust rétta orðið.

Síðan ef einhver vogar sér að vera á annari skoðun og gagnrýna þessa fordóma hans.. að þá bregst hann við eins og krakki .. bara dapurlegt þetta fornaldarlið.

maður getur ekki annað en fundið til með þeim .. líf þeirra hlýtur að vera hræðilegt.. ef þeir geta verið með fordóma og hatur nánast í garð einhverra sem eru öðruvísi.

ThoR-E, 11.8.2009 kl. 12:33

10 identicon

Af hverju er bænagangan, aka vælukjóagangan, samansafn af örfáum rugluðum einstaklingum, Dr.E ??

Ert þú ekki að sýna af þér sama, nákvæmlega sama, skítahroka og skort af umburðarlyndi og uppáhalds umræðuefni þitt, Jón Valur ???

Ef þú ert svona fjandi "líberal",Dr.E, af hverju lifirðu ekki í hugmyndafræðinni sem þú boðar og krefst að aðrir iðki ??

Bölvaður hræsnari ert þú maður !!

Greinilegt er það að heftun Mbl.blog kerfisins á þig hefur gert þig að bitrum einstaklingi sem fróar sér best með því að æla yfir trúarbrögðin sem iðkuð eru á frjálslyndustu svæðum jarðarinnar.

Í kristnum samfélögum hengir fólk ekki samkynhneigða heldur fagnar réttindum þeirra.

Það er pottþétt mál og sannast best með því hvernig kristin samfélög  koma fram við samkynhneigða !!

Eðli trúarbragða sýna sitt sanna og hreina eðli þegar þegnarnir, sem undir trúarbrögðunum búa, sýna hug sinn í verki,jafnvel Þótt einn og einn einstaklingur finni eitthvað að tilveru samkynhneigðra meðal okkar, þá held ég í ALVÖRU talað að fá trúarbrögð hafi tekið samkynhneigðum jafn vel og kristin trúarbrögð !!

En miðað við raðfærslur þínar, undanfarinna daga, þá er ekki að sjá að blog.is hafi takmarkað ritfrelsi þitt eins mikið og þú vilt meina á vígvöllum mogga-bloggsins !!

Þú ert kannski ekki eins mikill píslarvottur og þú vildir að þú værir..

Þið hin, ég er sammála ykkur, JVJ er alls ekki besti predikari kristinnar trúar !!

runar 11.8.2009 kl. 15:44

11 identicon

Rúnar... fólk sem á ímyndaða vini sem þeir telja að gefi sér extra líf ofl, vegna þess að það stendur í gamalli bók sem enginn veit hver skrifaði.. auðvitað eru það ruglukollar, sumir eru fæddir ruglukollar, aðrir vegna áfengis/lyfja.. og svo þeir sem eru forritaðir af kuflum og öðrum trúarnöttum og eða skipulagðri fjárplógsstarfssemi.
Og ekki bulla með að einhver önnur trúarbrögð séu verri og þá séu þín betri.. crazy... fyrir utan það að biblían segir að það eigi að myrða samkynhneigða...

Ég er ekki með raðfærslur.. ég er að gera athugasemdir.. og víst er ég bannaður + að ég er ekki að reyna að vera píslarvottur eins og trúarnöttar elska svo mikið.

Þú mátt alveg nöttast eitthvað heima hjá þér.. .en skipulögð trúarbrögð eru ekkert nema glæpastarfssemi, mun verri en Nígeríusvindl.

Frjálslyndi og það frelsi sem við höfum er ekki kristni að þakka.. það var ekki fyrr en kristni var svipt völdum sínum að eitthvað alvöru frelsi fékst.

DoctorE 11.8.2009 kl. 16:13

12 identicon

Dr.E, ég er ekki sammála þér, en það segir alls ekki að ég hafi betri málstað að verja en þú.

Málið er að ég er ekki kristinn einstaklingur, you can take that to the bank !!

Aftur á móti er ég MJÖG þakklátur, eftir að hafa lesið mikið af bókmenntum um áhrif trúarbragða á umhverfi þeirra, að vera alinn upp í kristnu samfélagi.

Eftir því sem ég kemst næst, þá eru réttindum mínum best borgið í þessu umhverfi og ég, í það minnsta, geri mér fulla grein fyrir forréttindunum sem því fylgir.

Ég hef ekkert á móti þér, en eftir hið nýfengna bann, þá finnst mér þú full mikið taka kristna trú út úr trúarbragðamenginu og "lorta" hressilega yfir hana.

Finnst þér Dr.E, að við vesturlandabúar, þurfum að líða fyrir trúarbrögð sem tengd eru okkar búsetu ??

Ef svo er..telur þú að okkur væri betur borgið undir öðrum trúarbrögðum ??

Og "plííís"..ekki svara með frasanum.. engin trúarbrögð á mínu heimili, takk fyrir !!

Því allir vita að trúarbrögð hafa alltaf fylgt manninum, þau eru ennþá til, verða líklegast alltaf til, og munu alltaf hafa áhrif (mismikil þó eftir landssvæðum) á þegna sína.

Að óska eftir trúarbragðalausum heimi er líkt og að óska eftir vinsamlegum heimi, heimi án stríða, misréttis og hungurs...fullkominn heimur !! En mannkynið hefur ALDREI verið fært um að stunda fullkomnun, því miður !!

runar 11.8.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband