Mánudagur, 18. maí 2009
Spænski rannsóknarrétturinn
Það kemur auðvitað ekki á óvart að kaþólskir skuli hafa velþóknun á pyntingum, enda eru pyntingar samofnar sögu þeirrar kirkju. Í því samhengi er t.d. nærtækt að benda á Spænska rannsóknarréttinn, en sú dásamlega stofnun var við lýði í um 350 ár og var mikið dálæti forstjóra kaþólikka á hverjum tíma, enda reyndist hún þeim happa- og heilladrjúg í mörgum málum.
Líklega hafa stofnanir á vegum kaþólikka verið hvað afkastamestar í gegnum tíðina hvað varðar þróun pyntingartækja hvers konar því það reið á hjá páfum og prelátum hennar að draga 'sannleikann' út úr fórnarlömbum hennar á sem skemmstum tíma hverju sinni, nú eða 'endurinnrétta' fórnarlömbin í nýrri og fallegri trú :) Pyntingameistarar samtímans eiga því kaþólsku kirkjunni mikið að þakka fyrir framlag hennar til þessa málaflokks í gegnum tíðina.
Þetta kemur því ekki á óvart, síður en svo.
Kristnir hlynntari pyntingum en aðrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki gleyma því að kaþólska kirkjan sett gyðing í getto löngu á undan Hitler... vel hugsanlegt að Hitler hafi fengið getto hugmyndir sínar frá kirkjunni
DoctorE 19.5.2009 kl. 09:31
Þið eruð við sama heygarðshornið drengir, víðsýnir og sanngjarnir, launkristnir auðvitað, eitursnjallir báðir tveir. Ég sendi ykkur sumarkveðju. Inngangssetningin er aðdáunarverð hjá þér Óli Jón og vert að leggja hana á minnið: "Það kemur auðvitað ekki á óvart að kaþólskir skuli hafa velþóknun á pyntingum,..."
Guðmundur Pálsson, 19.5.2009 kl. 21:28
Guðmundur: Pyntingar eru samofnar sögu kaþólsku kirkjunnar, um það verður ekki deilt. Spænski rannsóknarrétturinn var t.d. engin dægurfluga í sögu hennar því hann var við lýði í liðlega 350 ár og eru vel þekkt þau ódæði sem þar voru unnin í þágu kaþólskunnar. Því liggur í augum uppi að kaþólskir hljóti, mest allra, að hafa á pyntingum mikla velþóknun, ef ekki hreinlega dálæti. Könnunin sem fréttin fjallar um styður þá fullyrðingu.
Réttsýnir ... þú gleymdir því í upptalningunni! Launkristinn verð þó ég seint talinn :)
Takk fyrir góða sumarkveðju.
Óli Jón, 19.5.2009 kl. 22:58
Sko Guðmundur.. samkvæmt biblíu eru menn einskis virði per se... guðinn elskar að pynta og hóta...
Ef konan þín hætti að elska þig.. og þú notaðir aðferðafræði guðs þá myndir þú pynta hana... ekki bara hana, þú myndir pynta börnin, barnabörnin.. alla í ættinni.. alla þjóðina líka
Þannig er guð biblíu
DoctorE 20.5.2009 kl. 13:36
Til varnar sögunni: Allar stofnanir mennskar og þær sem kenna sig við guðsríki og hafa sögu lengri en 100 ár eru ofurseldar endurskoðun í ljósi nútímans.
Hverskonar mannréttindi voru annað hvort ekki til staðar í nútíma skilningi eða túlkuð á þann hátt að nútíma skilningi er ofboðið. Við erum arftakar og afkvæmi þessarar sögu. Margt af því sem þá skeði er enn grundvöllurinn að sjálfsmynd okkar. Alþingi á Þingvöllum eru ein "í nútíma skilningi" viðbjóðslegasta stofnun landsins en þó okkar aðal sögulega djásn og staðfesting á okkar skilningi fullveldis í dag.
Kaþólska kirkjan er stofnun og saga og hefðir og ber í sér allar þær hryllilegu mótsagnir sem mennsk stofnun getur haft. Breytingar þar á bæ eru hægfara og verða seint metnar á skala nýjustu framfara nema sem ófullnægjandi. Hneykslun á þessari ævafornu kirkju er auðveld æfing og ekki sérstaklega frumleg. Réttsýni okkar verður hinsvegar að ná til þess sem er skynsamlegt: t.d. með viðeigandi réttarhöldum og að viðkomandi stofnanir geri hreint fyrir sínum dyrum.
En að við sem erum ekki katólikkar og jafnvel utan trúfélaga verðum að einbeita okkur að eigin gerðum og stofnana sem við styðjum. Íslenska ríkið stundar brot á mannréttindum sem við sjáum ekki ennþá og jafnvel höfum enn ekki skilgreint sem mannréttindabrot. Þetta er síungur vandi réttlætisins og því verður því aldrei fullnægt.
Sagan er fín til að skoða og ræða og læra af sé þess nokkur kostur. En að nota hana sem hneykslunarhellu í umræðum í dag má ekki koma í staðinn fyrir að við skoðum samtíma okkar og aðgerðir okkar undir þeim kringumstæðum sem við búum við. Dæmi: Stríðið í Írak og aðgerðir rannsóknaréttar KK! Hliðstæður. Hvort eigum við að eyða tíma í að gagnrýna? a) Bandaríki Norður Ameríku eða b) Stofnun sem var lögð niður fyrir amk 200 árum?
Gísli Ingvarsson, 21.5.2009 kl. 12:48
Mjög góðar athugasemdir hjá þér Gísli og ég get tekið undir flest sem þú segir.
Ég vil þó leiðrétta síðustu setninguna. Rannsóknarrétturinn var aldrei lagður niður, aftur á móti var nafni hans breytt og nú nefnist hann (upp á ensku) Congregation for the Doctrine of the Faith, og þar til nýlega var yfirmaður hans Ratzinger kardináli - og hann er núna Benedict páfi!!
Jón Bjarni Bjarnason 21.5.2009 kl. 21:33
Gísli: Skv. orðum þínum getum við ekki hugað að fortíð meðan við hyggjum að nútíðinni og það get ég ekki skrifað undir. Við erum öll mörkuð af því sem á undan er gengið og er kaþólska kirkjan ekki undanskilin þar. Í því samhengi vil ég reyndar meina að kaþólska kirkjan eigi sér svo ljóta sögu að ábyrgð hennar í dag sé því meiri fyrir vikið því hún ætti að eiga sér næg dæmi í sinni sögu til þess að vita hvað hún eigi að forðast og hvað þurfi að laga. En hún virðist ekkert læra og því fer sem fer.
Við skulum endilega hyggja að því sem er gagnrýnivert í BNA sem og í öðrum kimum heimsins, en það undanþiggur ekki kaþólsku kirkjuna réttmætri gagnrýni. Síður en svo, meira að segja! Ef við förum þá leið þá er allt eins líklega að tugir þúsunda barna bætist í sívaxandi hóp fórnarlamba hennar sem er hryllilegt til að hugsa! Sagan kennir okkur það!
Óli Jón, 21.5.2009 kl. 22:36
Kaþólska kirkjan var ekki með Pyntingar, það voru spænsku konungs hjóninn Isabella og Ferdinant, en ekki er hækt að neita því að vinir þeirra í kirkjunni hjálpuðu þeim vel mikið.
Nanna 1.10.2009 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.