Fimmtudagur, 14. maí 2009
"Guð blessi Ísland!"
Þetta er þarft og gott framtak hjá Siðmennt. Í mínum huga er það óþolandi og ólíðandi að kirkjuferð skuli vera hluti af setningu Alþingis, jafnvel þótt við séum undir oki Ríkiskirkjunnar. Þingsetningin á að vera veraldleg, enda er viðfangsefni þingsins veraldlegt. Eftir setninguna geta þingmenn farið í kirkju, ef þeir vilja, eða bara hvert annað sem hugurinn ber þá. Það er hið besta mál. Mér er reyndar til efs að margir þeirra færu í kirkju, ef sú ferð væri ekki ankanalegur hluti ritúalsins, en það er annað mál :)
Í dag þarf þjóðin ekki á bænum að halda. Hún þarf á kaldri veraldlegri íhlutun að halda sem ekki er grundvölluð á óskhyggju og sókn eftir óáþreifanlegum fyrirbærum. En þetta er hluti þess skatts sem við greiðum fyrir að vera undir Ríkiskirkju sett, því miður.
"Guð blessi Ísland", sagði Geir Haarde forðum daga með eymdarlegu uppliti manns sem var kominn út í horn og átti ekkert hálmstrá eftir. Mikið hefur sú blessun reynst okkur vel!
Hugvekja í stað guðsþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hlægilegt ritual.. móðgun við hvert mannsbarn á íslandi.
´
Hugvekja frá mér
Á þessum tímapunkti skulum við minnast barna sem geta ekki sofið vegna tannverkja.. til barna sem eiga ekkert, til fátækra fjölskyldna... úthýstum sjúklingum... við skulum öll minnast þessa og að biskup er með millu á mánuði.. að hjátrú örfárra manna kostar samfélagið þúsundir milljóna árlega.
Við skulum nú vona að þingmenn sjái ruglið þegar þeir fara í tilbeiðsluhöllina.. og geri það eina rétta... að aðskilja 100% ríki og kirkju.... og til að gera enn betur, setja á fót eitthvert embætti sem fylgist með .þessu liði, hvaað það er að selja til einfaldra og sjúkra.
DoctorE 14.5.2009 kl. 18:05
Höfum við ekki einmitt komist í þetta klandur allt saman vegna þess að það eina sem hugað var að, voru veraldleg málefni? Átti ekki að græða peninga? Átti ekki að eignast meira og meira? Peningar og völd voru það eina sem skipti máli. Trú, heimspeki og annað andlegt fóður skipti engu máli. Þess vegna er nauðsynlegt að huga að gildum, andlegu fóðri.
Það er eins og hvert annað bull að halda því fram að það skipti akkúrat engu máli núna.
Guðmundur Örn Jónsson, 15.5.2009 kl. 19:40
Guðmundur Örn: Veraldleg nálgun einskorðast ekki við peninga, síður en svo. En það er dagljóst að við þurfum ekki að bænum að halda í dag heldur mun frekar kaldri rökhugsun. Auðvitað getur hver og einn farið á skeljarnar heima hjá sér og beðið, ef viðkomandi fær eitthvað út úr því. Alþingi á, hins vegar, ekki að stýrast af slíkum hindurvitnum. Það á að vera yfir slíkt hafið.
Óli Jón, 15.5.2009 kl. 19:55
Trú er ekki heimspeki... trú færir þér ekkert.. svona eins og svindl póstur frá Nígeríu.
Hver ver trú, jú kannski þeir sjálfselsku og einföldu sem sjá ekki tilgang með lífinu nema þeir sjálfir fái endalaust líf.
Er það heimsspeki.. er það heimsspeki þegar meintur sússi hótaði pyntingum ...
Ekki vera einfaldir krakkar
DoctorE 16.5.2009 kl. 14:06
Geir H. getur beðið Guð um að blessa Ísland sundur og samann . En það mun Guð alls ekki reyna að gera . Einfaldlega vegna þess að Íslenska þjóðinn vill ekkert með hann hafa, og kollríður öllum hans lögmálum í keng ( og prestarnir líka )
enok 12.6.2009 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.