Laugardagur, 18. apríl 2009
Skilið endilega EKKI auðu!
Ætlarðu að refsa gömlu flokkunum fyrir getu- og/eða aðgerðarleysið og skila auðu?
Veltu þá eftirfarandi fyrir þér:
- Gömlu flokkarnir fá 63 þingsæti ef 10% skila auðu!
- Gömlu flokkarnir fá 56 þingsæti ef 10% kjósa annað!
Hvort virkar betur?
Kjóstu Borgarahreyfinguna, X-O!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2010 kl. 19:34 | Facebook
Athugasemdir
En hvað ef ég er ekki nægilega sammála Borgarahreyfingunni, eða neinu því framboði sem er í boði til að kjósa þau? Á kjósandi ekki að fara eftir sannfæringu sinni?
Axel Þór Kolbeinsson, 18.4.2009 kl. 15:23
Axel: Ef þér hugnast ekki allt sem Borgarahreyfingin stendur fyrir, en þér finnst hún þó skárst, þá kýstu hana. Ef þér hugnast annað framboð betur, þá kýstu það.
Málið er að þú skilar ekki auðu. Dæmin sýna að það snertir engan annan en þann sem skilaði auðu.
Í dag segist fólk uppgefið á gömlu flokkunum og því ætli það að skila auðu. En fyrir utan það að kjósa gömlu flokkana beint, þá er ekki til betri gjöf þeim til handa en autt atkvæði.
Þannig er það.
Óli Jón, 18.4.2009 kl. 15:40
Já en sjáðu til. Borgarahreyfingin og 4flokkurinn hafa öll einhver stefnumál sem ég er sammála, Borgarahreyfingin flest, en öll þessi fimm framboð hafa stefnumál sem ganga þvert á mínar skoðanir sem mér finnst vera mikilvægar. Frjálslyndir hafa verið með stefnumál sem hefur valdið því að ég get ekki kosið þá, þó þetta tiltekna mál sé ekki áberandi hjá þeim í dag. Þá er Lýðræðishreyfingin eftir... Þó mér finnist stefnumál þeirra um beint lýðræði falleg hugmynd þá efast ég um að þjóðin sé tilbúin, og svo líst mér ekki á frambjóðendurna í mínu kjördæmi og þá staðreynd að ekki nema 3 af 20 frambjóðendum hafa heimili í mínu kjördæmi.
Þannig að ég hef val um þrennt:
- Kjósa gegn sannfæringu minni, í mismiklum mæli þó.
- Skila auðu
- Mæta ekki á kjörstað.
Þar sem mér finnst það vera móðgun við þjóðina að mæta ekki á kjörstað nema hafa góða ástæðu þá verður það líklega autt atkvæði sem ég skila, nema eitthvað breytist í næstu viku.Axel Þór Kolbeinsson, 18.4.2009 kl. 15:54
Axel: Það er sannarlega réttur þinn að skila auðu. En ég lít svo á að með því að skila auðu sértu að leggja blessun þína yfir það ástand í stjórnmálum sem við höfum búið við um langa hríð.
Þá má einnig segja að sá sem skili auðu sé búinn að gefa frá sér réttinn til að tuða yfir ástandinu eftir kosningar. Með því að skila auðu kaus viðkomandi að hafa engin áhrif, gera engar breytingar, aðhafast ekkert.
Er það ekki það versta sem fólk gerir þetta eitthvað bjátar á?
Óli Jón, 18.4.2009 kl. 16:00
Ég get ekki verið sammála þeirri skoðunn þinni að með því að skila auðu sé ég (eða hver sem er annar) að leggja blessun mína yfir eitt né neitt. Með því að skila auðu kem ég þeirri skoðun minni til skila að ég vilji hafa áhrif (ég hafði fyrir því að mæta á kjörstað) en enginn valkostanna höfðaði til mín.
Með því að skila auðum kjörseðli skiptist mitt atkvæði á milli framboðanna eftir atkvæðavægi þeirra.
Annars tel ég mig hafa fullann rétt á að tuða eftir kosningar þrátt fyrir að ég skili auðu (sem er líklegasta niðurstaðan) þar sem ég hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en það vill bara þannig til að í þessum kosningum er enginn málsvari minna skoðanna.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.4.2009 kl. 16:07
Axel: Þú framselur réttinn til að hafa áhrif til annarra. Ég þykist vita af hverju þú gerir það, en ég skil það samt ekki. Að mínu mati er best að velja skársta kostinn frekar en að velja ekkert. Auðu atkvæðin eru bara talin upp í neðanmálsgrein daginn eftir kosningar og svo eru þau gleymd.
Það eru nefnilega útfylltu atkvæðin sem skipta máli. Hin eru bara píp.
Óli Jón, 18.4.2009 kl. 16:12
Þannig að þú myndir kjósa framboð sem þú værir sammála í öllum málaflokkum nema því að það framboð vildi taka allt samkynhneigt fólk og setja það í einangrunarbúðir?
Svolítið öfgafullt dæmi, en samlíking engu að síður.
Það er nokkurn veginn þannig sem mér líður og hefur oftast liðið þegar kemur að kosningum. Þau framboð sem ég á mest sameiginlegt við eru með eitt eða fleiri stefnumál sem ganga þvert á grundvallarskoðanir mínar.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.4.2009 kl. 16:19
Axel: Dæmið er sannarlega öfgafullt, en ágætt til síns brúks. Gefum okkur að önnur framboð myndu hafa á stefnuskrá sinni enn verri örlög til handa samkynhneigðum? Hver væri þín ábyrgð sem kjósanda? Skila auðu og sitja hjá eða stuðla að því að skársti kosturinn yrði valinn?
Hvernig sem allt veltur, þá verður einhver útkoma. Þú hefur val um að gera hana þá skárstu eða láta öðrum eftir að ráða málum.
Autt atkvæði = dautt atkvæði = engin áhrif.
Óli Jón, 18.4.2009 kl. 16:26
Röksemdafærsla þín er ágæt, og ég tel mína vera það líka. Á endanum ræðst hvert atkvæðin fara inni í kjörklefunum, hver veit nema ég skipti um skoðun.
Hinsvegar er þessi röksemdafærsla sem þú notar einnig notuð í örlitlu breyttu formi gegn litlum framboðum, þannig að þú gætir ef þú hefðir vilja til sagt að það sama gilti um Frjálslynda flokkinn og Lýðræðishreyfinguna þar sem skoðanakannanir benda til þess að hvorugt framboðið fái nægjanlegt fylgi til þess að hafa áhrif, og það sama getur mögulega gilt um Borgarahreyfinguna, þó ég eigi von á því að þau fái þrjá menn inn.
Annars ætla ég að láta þetta nægja í bili og vona að ég hafi getað útskýrt mína hlið á málinu.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.4.2009 kl. 16:40
Axel: Ég vil að fólk kjósi Borgarahreyfinguna og því minnist ég á hana. Í dag hef ég ekki sömu trú á öðrum framboðum. Á endanum verður hver að velja fyrir sig, en ég reyni að hafa þau áhrif sem ég get.
Vonandi kýstu 'rétt' þegar þar að kemur :)
Takk fyrir spjallið!
Óli Jón, 18.4.2009 kl. 16:55
Sæll,
Ég skil ekki þessa umræðu um auða seðla, hvorki hér á þessu bloggi eða þegar fjölmiðlar bera saman skoðanakannanir og kynna alltaf auða seðla. Því Alþingi braut aldeilis á lýðræðinu þegar atkvæði auðu seðlanna voru tekin úr lögum.
Því samkvæmt 100 gr kosningalaga er auður kjörseðill talin ógildur. Því hefur það nákvæmlega EKKERT að segja að skila auðu, fólk ætti betur að sitja heima og nota tímann í annað en að kjósa ef það ætlar að skila auðu hvort eð er. http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000024.html
Þetta er mjög alvarlegt mál að lýðræðið sé ekki meira en það að fólk getur ekki mótmælt núverandi framboðum með því að skila auðu.
Dísa 18.4.2009 kl. 21:59
Það verður að koma því inn að auðir seðlar skili auðum þingsætum og að það þurfi minnst 32 atkvæði til að mál nái fram á þingi. Þetta verður að neyða flokkana til að samþykkja og það afturvirkt.
Einar Þór Strand, 19.4.2009 kl. 09:36
Íris: Þú mótmælir lélegu framboði stjórnmálaflokka með því að bjóða þig fram, með því að gera eitthvað. Þú mótmælir því ekki með því að gera ekki neitt, skila auðu.
Einar: Það hafa allir möguleika á því að bjóða fram fyrir kosningar. Á þeim tímapunkti eigum við mynda framboð sem svara óánægjuröddum. Í kosningunum sjálfum er of seint að tuða yfir því að allt sé vont. Þar geta auðu atkvæðin ekki gilt. Auð þingsæti? Og hvað svo? Aðrar kosningar, fleiri auðir seðlar, fleiri auð sæti?
Þetta stenst enga skoðun.
Óli Jón, 19.4.2009 kl. 13:13
Óli Jón jú það skilar ýmsu en fyrst og fremst því að flokkarnir verða að fara að hlusta á kjósendur og einnig því að sú nauðgun á lýðræðinu sem það er að það þurfi ekki nema einn þriðja þingmanna, og jafnvel minna til að "nauðga" ólögum upp á þjóðina hverfur. Ég veit að þetta hugnast ekki ykkur sem eruð innvígðir í stjórnmálin og því segið þið að allir geti boðið fram, en ef við skoðum það betur þá er það sko alls ekki svo og hvað þá með þeim fyrirvara sem núna var. Það má heldur ekki gleyma því að það eru ekki allir með bein í að fara í gegnum þá skítkast sem stjórnmál eru og hafa alltaf verið þökk sé fjölmiðlum, og ekki segja að það hafi verið eitthvað skárra því að fyrir nokkrum árum las ég smásagasafn eftir Gísla J. Ástþórsson sem hann gaf út uppúr 1960 og þær sögur passa alveg inn í raunveruleikan í dag nema að þar vantar drulluvilpuna sem við erum að nota núna til að skiptast á skoðunum á.
Og þó það kosti óstarfhæft þing er það þá ekki skárra en þing sem í raun hefur ekki umboð nema takmarkaðs hluta þjóðarinnar?
P.S. þegar ég er að tala um drulluvilpu þá er það ekki þitt blog því þú ert nokkuð góður þó ég sé ekki sammála þér oft, en bloggið er oft á tíðum ekki málefnalegt heldur palladómar og skítkast því miður.
Einar Þór Strand, 19.4.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.