Föstudagur, 10. apríl 2009
Skilið endilega auðu!
Nú virðist einn af hverjum tíu kjósendum ætli að skila auðu ef marka má frétt Stöðvar 2 sem ég heyrði í fyrrakvöld. Þessu fagna ég afar mikið því það merkir einfaldlega að mitt atkvæði vegur þeim mun meira. Fyrir hvert atkvæði sem fer autt í kjörkassann verður mitt atkvæði áhrifaríkara.
Því segi ég við þá sem eru að velta þessu fyrir sér að skila endilega auðu, en hafið í huga að það jafngildir því að því lýsið þið yfir að skoðun ykkar hafi ekkert vægi. Að þið hafið ekkert til málanna að leggja. Að ykkar sjónarmið sé einskís virði.
En skilið fyrst og fremst auðu svo mitt atkvæði vegi þyngra. Plís!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2010 kl. 19:34 | Facebook
Athugasemdir
góður púnktur en fyrir alla hina XO
Tryggvi 10.4.2009 kl. 15:45
Ef við skilum auðu er það ekki að styðja auðmennina?
Offari, 10.4.2009 kl. 17:42
Er Auður í framboði?
Jón Á Grétarsson, 10.4.2009 kl. 17:58
Þeir sem ætla að skil auðu er nokk sama þótt einhver eða öll atkvæði greidd vegi þess vegna þyngra í þessum skrípaleik sem kosningarnar eru. Verði þér að góðu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.4.2009 kl. 18:30
Svanur: Takk fyrir frómar kveðjur, ég mun svo sannarlega láta þetta að góðu verða. Því miður er það minn 'gróði' að það skuli vera til fólk sem er svo víðáttu vitlaust að ætla sér að skila auðu. Það er gjörsamlega ofar mínum skilningi að nokkur maður ímyndi sér að það hafi einhver áhrif.
Óli Jón, 10.4.2009 kl. 19:34
Það hefur aðeins ein áhrif að skila auðu. Þau eru að lýsa frati á þetta pólitíska brask sem kallað er lýðræði. Eina heiðarlega fólkið er það sem skilar auðu Óli Jón. Hvet þig til að gers slíkt hið sama og vera ekki leiksoppur flokkspólitíkurinnar sem alls staðar ríður húsum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2009 kl. 02:12
Svanur: Segjum að 25% skili auðu. Og hvað svo? Hvaða máli skipti það fyrir utan það að þetta fólk hafði engin áhrif á það hvernig mál fóru? Það skorar engin stig með því að skila auðu og pólitíkusar verða síðastir manna til að taka eitthvað til sín í þessum efnum.
Vera má að allir kostir í stöðunni séu slæmir, en í hugum allra er einhver einn þeirra skárstur. Það hlýtur að vera rökréttast í stöðunni að velja þann skársta í stað þess að láta öðrum eftir að velja sína skárstu kosti.
En skilaðu endilega auðu.
Í mínum huga er það jafn áhrifaríkt og að skrifa mótmæli með spýtu á vatnsyfirborð. Sjáðu til hversu áhrifaríkt það verður að eftirláta öðrum að taka ákvarðanir fyrir þig. Fjöldi auðra atkvæða er talinn upp í neðanmálsgrein í lok kosninga. Vertu neðanmálsgrein! Með frati.
Skilaðu auðu! Endilega!
En ef þú skilar auðu, þá missir þú allan rétt til þess að kvarta undan niðurstöðum kosninganna þegar upp er staðið. Svo einfalt er það.
Skilaðu auðu!
Óli Jón, 11.4.2009 kl. 02:32
Tjah, ef t.d. meira en 50% þeirra sem kjósa skila auðu þá myndi það þýða að það væri engin leið fyrir flokkana í framboði að mynda meirihluta. Þannig að, já, það að skila auðu getur vissulega haft áhrif...
Þórhallur Helgason 11.4.2009 kl. 05:51
Kjósendur hafa enn möguleika á að raða á lista flokkanna, það er ekki öll von úti enn:
Hvernig á að kjósa í komandi kosningum?
Var að stofna áhugamannahóp á Facebook um málefnið:
http://www.facebook.com/group.php?gid=59606301394&ref=nf
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. mikilvægt ar að strika aðeins út í þeim flokki sem á að kjósa, annars verður kjörseðilinn ógildur.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 12:31
Ef þú ert kjósandi sem hyggst skila auðu, líklega vegna vantrúar á gömlu flokkunum, þá ættirðu að íhuga Borgarahreyfinguna. Þar er sprottin upp hreyfing ólíks fólks úr öllum áttum sem eiga fátt sameiginlegt með þeim flokkum sem fyrir eru.
Með því að kjósa Borgarahreyfinguna mótmælir þú gömlu flokkunum, en atkvæðið fer ekki til spillis. Hreyfingin er nú þegar með tæp 4% í sumum könnunum og það vantar herslumuninn upp á að hún nái fólki inn á þing.
Ef þú ætlar að skila auðu, spáðu þá í málið. Autt atkvæði = dautt atkvæði. En ef þú kýst t.d. Borgarahreyfinguna, þá getur auðveldlega leynst líf í því!
Óli Jón, 11.4.2009 kl. 12:59
Ágætis hugvekja hjá þér.
Ég hef aldrei skilið þá sem segjast ætla að skila auðu.
Sumir þeirra segjast ætla að gera slíkt til að "senda skilaboð um að þeir séu óánægðir...."! Þeir hinir sömu virðast ekki átta sig á því að enginn mun nokkru nær um það hvað þeir eru nákvæmlega óánægðir með eða hverju þeir vilja nákvæmlega koma á framfæri. Í öðru lagi tekur þetta enginn sérstakur til sín!
Í sérhverjum kosningum eru einungis þeir möguleikar í boði sem í boði eru (jamm, hljómar auðvitað sérkennilega...). Fullyrða má að aldrei muni verða í framboði flokkar eða fólk sem uppfylla nákvæmlega óskir allra kjósenda. Mikilvægt er að kjósandi gerir sér grein fyrir því að valið stendur einungis milli hinna raunverulegu framboða hverju sinni.
Og mikilvægt er að virkja atkvæði sitt. Ef fólk skilar auðu bregst það lýðræðislegri þátttöku sinni í samfélaginu.
Eiríkur Sjóberg, 11.4.2009 kl. 14:29
Eiríkur: Þetta er nákvæmlega punkturinn. Það er algjörlega gagnslaust að skila auðu. Í besta falli er það kjánalegt og í versta falli atlaga að lýðræðinu.
Ég bendi aftur á Borgarahreyfinguna sem valkost fyrir þá sem vilja 'refsa' gömlu flokkunum. Atkvæðinu er betur komið fyrir þar en dauðu hjá garði.
Óli Jón, 11.4.2009 kl. 14:51
Þvílíkar klisjur. Hver heilaþvoði ykkur? Atlaga að lýðræðinu! Bregðast lýðæðislegri þátttöku sinni í samfélaginu! Þvílík hallelúja samkoma.
Þetta flokkstýrða apparat sem þið kallið lýðræði er ekkert annað en framlenging á lénsherrafyrirkomulaginu. Það er ekki lýðræði. Lýðræði er að fá að kjósa hug sinn og velja þær persónur sem þú villt til að fara með þitt umboð. Ekki flokka eða lista. Það er hrikaleg mistúlkun á lýðræðinu að kalla þá kjána eða eitthvað þaðan af verra sem ekki vilja taka þátt í þessum ljóta leik.
En nú skal reyna að búllíast áfram og reyna að gera lítið út þeim sem ekki eru tilbúnir í skítkastið.
Það sem þið skiljið ekki að það er nákvæmlega sama hvað oft þú gerir sama hlutinn eins, útkoman verður sú sama. Ef þú vilt breytingar þarftu að hætta að gera hlutina eins og gera þá öðruvísi. Capish?
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2009 kl. 15:03
Svanur: Þannig að þú heldur virkilega að ef nógu margir hætta að kjósa, t.d. með því að skila auðu, að þá náist fram breytingar? Þetta er stórkostleg aðgerðaáætlun :) Það má líkja þessari snilld við það að ætla að skera niður verkefnabunkann í vinnunni með því að sofa yfir sig! Capiche?
Mér sýnist ég altént geta treyst því að þú skilir auðu ... og breytir heiminum um leið :)
Óli Jón, 11.4.2009 kl. 15:09
Jón Óli,
Öll þjónkun við kerfi sem er í eðli sínu af hinu illa, er að taka þátt í hinu illa. Að kjósa í kerfi sem er gjörspillt er að sönnu þjónkun við kerfið. Á meðan fólk kemur ekki auga á að það sé hægt að gera eitthvað öðruvísi, er eina eina leiðin fyrir þá sem ekki vilja skíta út hendur sínar, að sniðganga kerfið algerlega. Ekki mæta á kjörstað eða/og ef þvinganirnar til þess eru of grófar, skila auðu.
Indland og Suður-Afríka og fl. sanna að þetta virkar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2009 kl. 15:24
"Öll þjónkun við kerfi sem er í eðli sínu af hinu illa...."
"Hver heilaþvoði ykkur?"
Jamm.
Mikilvæg spurning: Hversu málefnalegt er það að skila auðu? Svar: Alls ekkert málefnalegt og skilar nákvæmlega engum árangri!
Lýðræðið verður aldrei fullkomið.
Lýðræðið felst þá í því að borgarar geti tekið sem frjálsastir þátt í mótun samfélagsins með því að velja þá sem stýra því hverju sinni.
Eiríkur Sjóberg, 11.4.2009 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.