Miðvikudagur, 11. mars 2009
Hallelúja!!!
Ég hvet dómsmálaráðherra til dáða í þessu þarfa verki. Sjálfkrafa skráning hvítvoðunga í trúfélag móður er skelfileg ráðstöfun og stríðir gegn heilbrigðri skynsemi.
Þetta eru sannarlega góðar fréttir :)
Endurskoða sjálfkrafa skráningu í trúfélög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábært!!
Step 1 í að losa ísland undan ríkistrúnni :)
DoctorE 11.3.2009 kl. 15:00
Þannig að ef móðir er utan trúfélaga en faðir í þjóðkirkjunni þá fær barnið séns á að verða skráð í þjóðkirkjuna. Gott mál.
Karl 11.3.2009 kl. 22:16
Karl: Barnið á alltaf séns og rétt á því að vera skráð í Ríkiskirkjuna, ef það vill. Þann sjálfsagða rétt er ekki verið að taka af neinum.
Hins vegar er það réttur barnsins að vera EKKI skráð sjálfkrafa í trúfélag, venjulega Ríkiskirkjuna, þegar það hefur ekki óskað sérstaklega eftir því. Þar stendur hnífurinn í kúnni :)
Óli Jón, 11.3.2009 kl. 23:04
Fyrst farið er að tala um mannréttindi barna er þá ekki næsta skref að losa þau undan þeim mannréttindabrotum að vera eytt í móðurkviði eða hvað? Óska börnin kannski eftir því??
Árný Albertsdóttir 12.3.2009 kl. 01:20
Árný: Ég veit ekki hvernig þú getur tengt þessi tvö atriði, enda ólíku saman að jafna. Ef við höldum okkur við efni greinarinnar, biður nokkurra daga hvítvoðungur um það að vera skráður í trúfélag móður sinnar?
Óli Jón, 12.3.2009 kl. 09:49
Árný: Þau mannréttindi sem hér er verið að bæta eru einföld bæting og sjálfsögð. Lítið mál er fyrir þá sem vilja þvinga börn sín í trúfélag að skrá barnið, rétt eins og í ungmennafélagið (sem barnið var ekki sjálfkrafa skráð í heldur) og önnur félög.
Það dæmi sem þú nefnir er útúrsnúningur.
Dettifoss Bergmann 12.3.2009 kl. 09:53
Biskupinn á nú eftir að koma fram og rífa kjaft, en þá skulum við öll fara fram á ritvöllinn og krefja kikjuna um að minka við sig flæði peninga frá ríkinu í kreppunni.
Valsól 12.3.2009 kl. 12:34
Það besta sem við getum gert er að kynna fólki um hvað kristni snýst.. flestir sem eru skráðir í þetta rugl heyra bara Jesú bróðir besti, vita ekkert um hvað þessi trú fjallar um.
Prestarnir passa sig á að segja fólki ekki frá öllu ógeðinu sem er í þessu kjaftæði.
DoctorE 12.3.2009 kl. 13:07
Ég held að Draugabaninn ætti aðeins að slaka á skólp-kjaftinum og athuga með sápustykki í næstu búð.
Samt fyndið hvernig þú talar um að þetta stríði gegn heilbrigðri skynsemi. Ég hef t.d. ekkert við þetta að athuga, þ.e. að barn sé sjálfkrafa skráð í trúfélög móður. Er ég þá með óheilbrigða skynsemi eða er þín skynsemi þá heilbrigðari en annarra?
Hinsvegar fagna ég því að þú ákallar Drottinn í fyrirsögn þessarar færslu, það er auðvitað að mínu mati af hinu góða :)
Magnús V. Skúlason, 12.3.2009 kl. 13:51
Magnús: Ég hrópa Hallelúja! sökum þess að ég er búinn að ákalla Guð í mörg ár og biðja hann um að leiðrétta þetta snautlega mál. Það er leitt að hann kom því ekki í verk sjálfur að laga þetta, en ég tek góðum verkum vel óháð því hvaðan þau koma.
Hvað varðar umræðuna um heilbrigða skynsemi, það leyfi ég mér að vísa í gamalt vopnaskak okkar á milli. Þar kemur flest allt fram sem ég vil segja um þetta mál.
Annar hefði ég haldið að trúuðum manni eins og þér þætti betri ef fólk hefði sjálft frumkvæði að því að velja sér sína trú. Það er svolítið hallærislegt og aumt þegar hún er valin fyrir fólk, er það ekki, og þá kannski sér í lagi þegar fólk er nokkurra daga gamalt?
Hallelúja! Dýrð sé dómsmálaráðherra!
Óli Jón, 12.3.2009 kl. 15:42
Magnús: Í samfélagi okkar í dag er mikið lagt upp úr jafnrétti kynjanna. Frá þessu einu er óeðlilegt að barn sé skráð í trúfélag móður.
Einnig þykir mér óeðlilegt að barn sé sjálfkrafa skráð í eitthvað félag, til að taka dæmi væri mjög óeðlilegt að skrá barn sjálfkrafa í sama stjórnmálaflokk og foreldrarnir eru í. Ég veit að þetta dæmi er svolítið út úr kú en það sýnir vandamĺaið fullkomlega.
Því verður að teljast eðlilegast að börn séu ekki skráð sjálfkrafa í neitt félag við fæðingu (þmt. trúfélag). Það er svo lítið mál fyrir forsjármenn barnsins að skrá það í hvaða félag sem verða vill.
Dettifoss Bergmann 12.3.2009 kl. 15:50
Þetta er frábær útkoma, að þetta verði tekið til endurskoðunar. Nú bíð ég bara spenntur eftir því hvað kemur út úr því.
Trúfélög eru ekki nauðsynlegur hluti af lífi neinnar manneskju. Því er frekar annkáralegt í nútímalandi eins og Íslandi að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag, hvort sem foreldri eru vör við það ferli eður ei.
Það að þau séu skráð sjálfkrafa í trúfélag móður er auðvitað ekki í samræmi við nútímaviðhorf um jafnrétti kynjanna; á þeim grundvelli ætti strax að fjarlægja þessa klausu.
En frá mannréttindalegu sjónarmiði er það út í hött að skrá barn yfirhöfuð sjálfkrafa í nokkuð trúfélag.
Magnús: Ég myndi segja að þú sýndir þarna óheilbrigða skynsemi, þ.e. með því að hafa ekkert að setja út á það að barn sé sjálfkrafa skráð í trúfélög móður. Hvers vegna ekki? Finnst þér þá ávallt trúfélagsaðild eður utanstaða móður merkilegri en föður? Hví þá? Finnst þér eðlilegt að ríkisstjórn skrái hvítvoðunga sjálfkrafa í alls konar félagsskap án þess að láta einu sinni foreldrana vita? Finnst þér ekkert bogið við það? Það væri gaman að heyra rök þín.
LegoPanda, 12.3.2009 kl. 17:59
Heill og sæll Óli Jón !
Vildi bara kvitta inná hér og þakka þér fyrir góð svör á þræðinum hjá Guðrúnar þar sem hún fer líkt og hauslaus hæna hamförum í rökvillum og þvælu, ætlaði að kommenta þar inni en þetta er orðið svo mikið clusterfuck þarna hjá henni að ég einfaldlega meika það ekki án þess að fá hláturskast ;)
Ég vona statt og stöðugt að þessi breyting fari í gegn og fólk geti þá bara skráð barnið sitt í hvaða trúfélag sem það vill (eða halda utan) þegar það skráir nafn barnsins hjá Þjóðskrá (sem ALLIR þurfa að gera á einhverjum tímapunkti). Ætti ekki að vera svo erfitt, eða hvað? Verður forvitnilegt að sjá hvernig tölur um 'kristna' landsmenn koma út ca.10 árum eftir að þetta fer í gang.
Svo þykir mér forvitnilegt hvað orðhátturinn í nýju 'ritstjórnargrein' Morgunblaðsins um þetta mál líkist stílnum hjá JVJ..hmm..
-Jóna.
kiza, 16.3.2009 kl. 20:39
Arghs.
"þræðinum hjá Guðrúnu", átti þetta að vera :P
-J.
kiza, 16.3.2009 kl. 20:40
Jóna: Takk fyrir þetta. Það er hálf súrrelískt að svara hjá Guðrúnu því svörin sem koma til baka eru svo skrýtin, skondin og skelfileg ... allt í senn :)
Óli Jón, 17.3.2009 kl. 10:33
Frumkvæði er auðvitað af hinu besta en auðvitað liggur það alveg fyrir að ungabarn getur ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir, rétt eins og barn hefur ekkert um það að segja hvort það fari í 12 mánaða skoðun, hvort það fari á leikskóla o.s.frv. Ábyrgð á uppeldi barnsins er og mun ávallt vera á hendi foreldranna. Aumt þykir mér þegar fólk leyfir sér að líkja skráningu í trúfélag við það að vera skráður í stjórnmálaflokk, þarna er einfaldlega tvennu ólíku að líkja.
Hvort sem að fólki líkar það betur eða verr þá er talsverður munur á því hvernig barn kemur í heiminn út frá því hvort horft er á það frá sjónarhóli föðurs eða móður. Móðirin þarf að ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu á barninu á meðan faðirinn getur svo gott sem látið sig hverfa frá barninu án nokkurs fyrirvara. Mig grunar nú að sjálfkrafa skráning í trúfélag móður sé sprottin upp út frá þessu sjónarmiði. Að því sögðu þá endurtek ég það að ég hef ekkert við þetta að athuga. Það hinsvegar breytir því ekki að þetta geti verið með öðrum hætti. Mér hugnast t.d. það fyrirkomulag að skráning í trúfélag sé samhangandi við skírn á barni. En eins og ég segi, þá hef ég ekkert við hitt fyrirkomulagið að athuga, hvort sem það tengist því að skynsemi sé heilbrigð eður ei. Ég var frekar að benda á þá staðreynd að þú, bloggari góður, sért að flokka skynsemi eftir heilbrigði út frá þínum sjónarhóli og þar af leiðandi ýja að því að allir þeir sem hafi aðra skoðun séu gæddir óheilbrigðri skynsemi. Slíkt hugnast mér ekki.
Að lokum, þegar dóttir mín fæddist þá var hún sjálfkrafa skráð í Þjóðskrá sem Stúlka Magnúsdóttir. Ég var ekki spurður að því. Konan mín var ekki spurð að því. Dóttir mín var ekki spurð að því. Hinsvegar datt Ríkinu það einfaldlega í hug að gera það sjálfkrafa. Höfum við þá ekkert við það að athuga?
Magnús V. Skúlason, 20.3.2009 kl. 09:15
Magnús: Þú segir:
Ég var frekar að benda á þá staðreynd að þú, bloggari góður, sért að flokka skynsemi eftir heilbrigði út frá þínum sjónarhóli og þar af leiðandi ýja að því að allir þeir sem hafi aðra skoðun séu gæddir óheilbrigðri skynsemi.
Þú getur ekki annað en viðurkennt að margir eru mun ástríðufyllri gagnvart stjórnmálaskoðunum sínum en trúarskoðunum og margir eru að sama skapi mun ástríðufyllri gagnvart vali sínu á uppáhalds íþróttafélagi en trú. Þín orð eiga jafn mikið við um þig eins og alla aðra því auðvitað metum við, hvert og eitt, aðstæður út frá eigin sjónarhóli. Hins vegar getum við reynt að setja okkur í spor annarra þegar við metum hin ýmsu álitaefni.
Varðandi það mál sem um er bloggið, þá hlýturðu að viðurkenna að það er meira þjakandi og þrúgandi að forskrá einhvern í félag heldur en ekki. Með því ertu að gera viðkomandi upp þá skoðun hann aðhyllist það sem félagið stendur fyrir. Að ætla einhverjum það að hann verði Valsari bara af því að móðir viðkomandi var Valsari gerir lítið úr sannfæringu annarra Valsara sem hafa fylgt liði sínu í gegnum þykkt og þunnt.
Þannig er það eðlilegra að fólk leiti inn í félagsskap sem það vill tilheyra frekar en að þurfa að segja sig úr félagsskap sem það vill ekki tilheyra, óháð því hvort móðir viðkomandi er þar eða ekki. Þetta hefur ekkert með sannfæringu móðurinnar að gera, í raun.
Við getum gert litla tilraun. Hvað segirðu um að ég skrái þig í tíu félög af ýmsum toga? Þú metur síðan hvort þér líki að vera í þessum félögum sem ég valdi fyrir þig. Síðan segir þú þig úr þeim félögum sem þér líkar ekki, en heldur áfram í þeim sem þér líkar. Skv. þinni afstöðu er þetta eðlilegur gangur mála.
Og dæmið um nafngift dóttur þinnar í Þjóðskrá er ekki gott og eiginlega hálf kjánalegt. Við fæðingu fékk dóttir þín kennitölu og var skráð í Þjóðskrá. Það getur enginn skráð sig úr Þjóðskránni nema með því að flytja úr landi og afsala sér ríkisborgararétti og jafnvel eftir það eru upplýsingar um viðkomandi áfram í Þjóðskrá. Bráðabirgðanafngiftin 'Stúlka Magnúsdóttir' er lýsandi og 'fúnksjónal' og því heppilegri en t.d. bara 'Magnúsdóttir'. Hún var síðan leiðrétt þegar dóttir fékk sitt endanlega nafn. Það er þannig ekkert þrúgandi eða meiðandi við þessa ráðstöfun, hún er bara eðlileg.
En fyrir forvitni sakir, hvað bráðabirgðanafn hefðir þú valið dóttur þinni ef þú hefðir verið spurður álits við fæðingu hennar?
Óli Jón, 20.3.2009 kl. 10:33
Góður punktur með stjórnmálaflokk Dettifoss Bergmann.
Einnig er vert að benda á að rökin sem Magnús færir fram eru ekki góð.
Baldur Blöndal 26.3.2009 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.