Betur má ef duga skal!

Þessi tillaga gengur ekki nógu langt. Ég vil geta valið fólk úr öllum flokkum, þ.e. valið mér þann meirihluta sem ég vil sjá, en um leið minnihlutann til að veita honum aðhald. Í flestum flokkum er að finna fólk sem mér hugnast og vil ég geta valið það allt saman til setu á Alþingi. Það er því leitt að enn skuli val kjósenda vera takmarkað við einn flokk. Þetta er gamaldags hugsunarháttur sem við þurfum að losna undan.

Ég bendi á fyrri hugleiðingar mínar um þetta mál sem og góða grein Púkans.


mbl.is Leggja fram frumvarp um persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Til hvers þarf flokka yfirleitt? Hvers vegna þarf minni og meiri-hluta yfirleitt?

Hvernig væri að hugsa aðeins út fyrir kassann.

Hversvegna geta þingmenn og konur ekki  kosið í málum eins og samviska þeirra býður þeim við hvert mál.

Hvers vegna er ekki hægt að kjósa einstaklinga án þess að þeir tilheyri flokkum?

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.3.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Bara að segja HÆ minn kæri skáldavinur, agalega langt síðan við höfum kveðist á, enda er ég algerlega andlaus þessa dagana

Aðalheiður Ámundadóttir, 3.3.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband