Um talnaspekinginn sem kunni ekki að reikna ...

TalnaspekiÉg horfði á talnaspeking í Íslandi í dag í gærkvöldi og sá hann þylja upp fyrirsjáanlegu spádóma sína þess efnis að næsta ár yrði viðburðarríkt, en að við hefðum í hendi okkar hvernig allt færi með viðbrögðum okkar. Snjall!

Það sem hins vegar sló mig var að talnaspekingurinn sagði (sjá 11:45 í myndskeiðinu) að Pýþagóras hefði komið með talnaspekina hingað vestur fyrir um 1100 árum síðan. Þetta afrek Pýþagórasar, að finna út þá flóknu aðferð að leggja saman tölur til að spá nákvæmlega fyrir um framtíðina, væri magnað eitt og út af fyrir sig. En það að hann dó fyrir um 2500 árum gerir þetta afrek Pýþagórasar að hreinu kraftaverki.

Getur verið að talnaspekingurinn hafi misreiknað sig? Nei, fjárinn hafi það! Þá væri hann líklega týpískur þristur (þ.e. manneskja sem kann ekki að reikna). Eða er það sjöa? En hann reiknar örugglega rétt þegar hann spáir, annars væru þetta ekki fræði og vísindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert blogg hjá þér.

Ég er að leita að svörum hjá sem flestum ég vil endilega að þú kíkir á síðuna mína og svarir spurningu minni. Því að þessi spurning skiptir marga máli.

En spurning mín er hvaða tvö störf eru mikilvægust í nútíma þjóðfélagi.

Kveð að sinni

Steinar Arason Ólafsson

Steinar Arason Ólafsson 30.12.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: Gunnar Kr.

Jú, Óli ... Þetta er einmitt maðurinn sem staðhæfði að John McCain yrði næsti forseti BNA, sjálfsagt eftir ótal rúllur af reiknivélapappír.

Gleðilegt ár!

Gunnar Kr., 31.12.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Það er bráðskemmtilegt að lesa Völvuspár talnaspekinga fyrir árið 2008. Hindurvitnatal um gott gengi bankanna, slakt gengi íslenska handboltalandsliðsins, áframhald íslenskrar útrásar, nokkur eldgos o.s.frv. Trúir þessu virkilega einhver?

Kristján Hrannar Pálsson, 31.12.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Er þetta ekki meira afþreying en helber sannleikur - ég hef litið svo á, ég meina um tveir þriðju skemmtikrafta af ýmsum toga vinna við að fleka fólk á mismunandi vegu, ef ekki með ástarbreimandi textum í söng sem eiga sér litla stoð í tilverunni, þá t.d myndmáli sem ýtir undir ímyndunarafl. Manneskjan er hégómleg, það er eitt aðal einkenni hennar sem tegundar. Það þarf örugglega ýmislegt róttækt að gerast til að það breytist. Talnaspeki er bara ákveðið trúboð í skemmtanaflórunni. Gott með öðru á meðan það afvegaleiðir ekki fólk og fær það til að breyta til dæmis nafni sínu eða eitthvað ámóta rugl sem oft fylgir svona kukli.

Anna Karlsdóttir, 31.12.2008 kl. 14:10

5 Smámynd: Óli Jón

Auðvitað eru þetta ekkert nema andlaus gervi- og falsvísindi, en það versta er að fjöldi fólks tekur fullt mark á þessu bulli. Þessi iðnaður veltir háum fjárhæðum árlega og fer vaxandi.

Þetta ætti auðvitað ekki að hafa nema lítilvægt afþreyingargildi, en því miður er svo ekki.

Óli Jón, 31.12.2008 kl. 15:05

6 Smámynd: corvus corax

Það er lyginni líkast hvað fólk getur verið auðtrúa og látið hafa sig að fífli. Meira segja þessir svokölluðu talnaspekingar hafa sjálfa sig að fífli með því að trúa á eigin þvaður. Auðvitað vita allir að það eru nokkrar eldstöðvar á Íslandi tilbúnar í gos og því auðvelt að spá fyrir um eldgos á árinu. Ég spái hér með eldgosi á árinu en ef það verður ekki ...þá spái ég því bara næsta ár ...eða næsta...

corvus corax, 2.1.2009 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband