Ríkisstyrkt innræting fyrir yngstu börnin: Trúarbrögðin okkar

Ég vek athygli á frábærri grein á vantru.is þar sem fjallað er um nýja bók, Trúarbrögðin okkar, sem Námsgagnastofnun gaf nýverið út og er ætluð til kennslu í yngstu bekkjum grunnskólanna.

Nú tek ég fram að ég hef ekki lesið umrædda bók, en sú eina setning sem vitnað er til í greininni á vantru.is er nægilega slæm ein og sér til að verðskulda þennan pistil:

Trúarbrögðin kenna okkur að þykja vænt um hvort annað og þau hjálpa okkur til að eignast vini. Ef allir færu eftir því sem trúarbrögðin boða gerðust færri slæmir hlutir í heiminum. Þá gætum við lifað saman eins og ein stór fjölskylda.

Einkaleyfi á almennu siðgæði?

Ergo: Af því að við trúum ekki öll á sama fyrirbærið, þá er í þessum heimi stríð og ófriður. Málið er líklega þó það að það er alltaf hinum að kenna, þeim sem ekki trúa því sama og þú!

Það er skelfilegt að þetta skuli vera haft fyrir smábörnum sem eru í þeirri stöðu að meðtaka allt sem sagt er í skólanum sem algjörum og endanlegum sannleik. Börn í grunnskóla eiga ekki að setja neinn fyrirvara við námsefnið, enda lítum við svo á að þar sé verið að kenna þeim vísindaleg fræði sem eiga að verða grunnur fyrir frekara námi. Það að segja að allt væri gott í heiminum ef allir færu eftir boðskap trúarinnar er hreinlega ósatt. Það er kórrétt sem greinarhöfundur, Óli Gneisti Sóleyjarson, ýjar að þegar hann spyr hvort trúin stuðli að friði eða ofbeldi. Helstu átakalínur í heiminum í dag eru dregnar skv. trúarlegum forsendum og svo hefur verið um árhundruð.

Ég hef sagt það áður að trúin sundrar frekar en sameinar þegar um tvenn eða fleiri trúarbrögð er að ræða. Trúaðir hafa alltaf rétt fyrir sér og því hljóta allir sem aðhyllast aðra trú að hafa rangt fyrir sér. Í besta falli hefur sá trúaði meðaumkun með hinum ræflunum sem sjá ekki rétta ljósið og í versta falli reynir hann að gera eitthvað í því. En nóg um það.

Margoft hef ég lýst því hvað ég hef mikla meðaumkun með trúuðum að þeir telji sig þurfa að sækja svo stíft í raðir smábarna sem raun ber vitni, sá þar purrkunarlaust fræi sínu meðan börnin eru algjörlega móttækileg. Frjáls hugsun er þarna til trafala, skilyrðislaus innræting er besta leiðin í þeirra huga. Í minum huga er hann lélegur, málstaður þeirra sem fara svona að.

Einskorðum kennsluefni grunnskóla við vísindalegt efni ... skiljum trú og önnur hindurvitni eftir við útidyrnar.

Krækja: Trúarbrögðin "okkar" á vantru.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já, þetta er því miður ekki nægilega gott námsefni. Spurning hvort foreldrar ættu ekki frekar að senda börnin í krakkastarf hvítasunnumanna. Gríðarlegt ofmat á trúarbrögðum sem sést þarna innan gæslappanna.

Sindri Guðjónsson, 29.11.2008 kl. 05:26

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld þarf að tala um þessi mál af skynsemi. Það fer þó eftir samhenginu, hvort klausan:

Trúarbrögðin kenna okkur að þykja vænt um hvort annað og þau hjálpa okkur til að eignast vini. Ef allir færu eftir því sem trúarbrögðin boða gerðust færri slæmir hlutir í heiminum,

er jafn-röng innihaldslega eins og hún er vitlaus málfræðilega þarna á einum stað ("vænt um hvort annað"). En ef fyrsta orðið merkir þarna 'trúarbrögðin okkar' í merkingunni kristin trúarbrögð, þá er þetta alveg rétt og satt. En þú munt víst ekki geta hjálpað okkur um rétta túlkun á því, Óli Jón, af því að þú hefur að eigin sögn ekkert lesið nema þá einu klausu í þessari bók, sem þú ert þó að dæma hér!

Jón Valur Jensson, 29.11.2008 kl. 09:12

3 Smámynd: Óli Jón

Þessi eina klausa dæmir bókina algjörlega. Þetta er fullyrðing sem undir engum kringumstæðum stenst nokkra skoðun hvort sem hún ræðir um kristna trú eða ekki.

Óli Jón, 29.11.2008 kl. 11:06

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Greinilega nærðu ekki alvörunni í því innleggi mínu, sem þú telur þig vera að svara þarna. Annaðhvort skilurðu ekki sjálfur það sem ég var að segja eða hyggur lesendur þína nógu skilningsvana til að meðtaka þetta svar þitt sem fullgilt.

PS. Þarftu ekki að fara að fá þér bókina? 

Jón Valur Jensson, 30.11.2008 kl. 01:53

5 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Það virðist eilíft vandamál okkar hinna að við 'náum ekki alvörunni' í skrifum þínum. Þú skrifar röð mikilvægra greina og innleggja um hin margvíslegustu málefni sem fæstir ná. Auðvitað segir þetta mest um okkur. Svona er það að vera vantrúaður og óupplýstur, maður hreinlega nær ekki því sem börn ljóssins hafa fram að færa.

Annars hefði ég viljað sjá þessa klausu í þessari umræddu bók:

Almennir mannasiðir kenna okkur að þykja vænt um hvert annað og þeir geta hjálpað okkur til að eignast vini. Ef allir í heiminum tileinkuðu sér almenna mannasiði gerðust færri slæmir hlutir í heiminum. Þá gætum við lifað saman eins og stór fjölskylda.

Er þetta ekki eitthvað sem allir geta skrifað upp á; kristnir, múslimar, vantrúaðir og allir hinir? 

En ég er auðvitað bara óupplýstur búri sem engu 'næ'.

Óli Jón, 30.11.2008 kl. 11:19

6 identicon

Taktu eftir, þetta er til kennslu í yngstu bekkjum skólanna. Eigum við að fara að kenna krökkum strax hvernig heimurinn er í alvörunni? Er ekki í lagi að ýta undir nokkrar kærleikshugmyndir eins og Jesú og jólasveinana.

Börn vaxa upp úr trú, ekki eins og hérna sé verið að skaða til framtíðar.

Einar 31.12.2008 kl. 11:37

7 Smámynd: Óli Jón

Einar: Þetta er ekki alls kostar rétt, því það er rétt sem sagt er að lengi býr að fyrstu gerð. Börnin taka því sem sannleika (heilögum, jafnvel?) sem fyrir þeim er haft á ungum aldri.

Hvaðan heldurðu t.d. að hugtakið 'barnatrú' sem upprunnið? Það er einmitt um þá trú sem innrætt er ungum börnum og býr eftir það svo sterkt í þeim að þau geta illa gert upp hug sinn varðandi trú á sjálfstæðan hátt.

Það er illa gert að innræta ungum börnum trú eða trúleysi. Þau eiga að taka sjálfstæða afstöðu til slíkra mála þegar þau hafa aldur og þroska til. Í mínum huga má taka mið af sjálfstæðisaldri í þeim efnum.

Óli Jón, 31.12.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband