Rannsóknir á stofnfrumum

StofnfrumaÉg vona að þetta mikla framfaramál verði sett aftur á dagskrá í Bandaríkjunum með hraði. Fjöldi fólks sem glímir við alvarleg veikindi hefur í fá önnur hús að venda og því er nauðsynlegt að rannsóknum á stofnfrumum verði hraðað eins mikið og hægt er.

Þá er ekki verið að tala um að vísindamenn hafi ótakmarkað leyfi til þess að rækta stofnfrumur, enda verður að umgangast þær með tilhlýðilegri virðingu. Þannig þarf að setja þessu sviði skorður, lagalegar og siðferðilegar. En hvernig sem allt veltur, þá þarf fyrst og fremst að huga að rétti þeirra sem nú lifa og ekki síst þeirra sem eiga eftir að fæðast og verða hrjáðir af þessum sjúkdómum! Ef það er hægt að lina þjáningar og bæta líf þeirra sem þjást af illvígum sjúkdómum, þá ber okkur að leita allra leiða til þess.

Auðvitað eru aðrar leiðir færar í meðferð og meðhöndlun á illvígum sjúkdómum á borð við Parkinson's, en rannsóknir á stofnfrumum eru taldar vera ein þeirra sem geta skilað skjótustum árangri.

Hvað varðar þann klofning sem kaþólskir biskupar vara við, þá er dagljóst af þessari frétt að dæma að þeir eru sjálfir þrælsekir um að ala á þessum klofningi sjálfir. Þeir ættu að reyna að láta af blygðunarlausri stjórnsemi sinni gagnvart öðrum og gefa okkur hinum frí ... svona einu sinni.

Að lokum hver ég lesendur til þess að líta á myndbandið hér að neðan. Þar er að finna viðtal sem Katie Couric tók við Michael J. Fox, en hann er illa haldinn af Parkinson's. Það er ekki hægt að horfa á þetta án þess að vera forviða vegna þeirrar forpokuðu andstöðu við rannsóknir á stofnfrumum sem hægt er að finna víða.

YouTube: Myndband með Michael J. Fox og Katie Couric


mbl.is Stofnfrumur aftur í umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband