Þriðjudagur, 28. október 2008
Gjöreyðingarvopnið Sarah Palin
Það er ekki annað hægt en að hafa gaman af vandræðum John McCain í tengslum við Sarah Palin. Nú þykist ég vita að kallinn dauðsjái eftir þessu gönuhlaupi, enda hefur Sarah Palin ekki fært honum neitt nema hörmungar. Það sést best á því að opinberir stuðningsmenn Palin í byrjun hafa fyrir löngu síðan þagnað og dregið sig í hlé, enda hljóta þeir manna best að sjá hversu mikið skaðræði hún hefur reynst. Getur verið að lýsingin flagð undir fögru skinni eigi vel við hér? :)
Hið eina ógnvænlega í stöðunni er að nú er hún þekkt á landsvísu í BNA og höfðar 100% til öfgatrúaðra þar á bæ sem munu kjósa hana hvað sem á dynur. Því hafa stjórnmálaskýrendur ytra gert því skóna að hún sé svo uppfull af ranghugmyndum um sjálfa sig, vægi sitt og ágæti að hún sé nú þegar búin að ákveða framboð eftir fjögur ár. Hún hefur líklega verið búin að ákveða þetta fyrir löngu síðan, því hún hefur stundum talað um framboðið sem 'Palin-McCain' framboðið, þ.e. sett sjálfa sig í bílstjórasætið.
Sarah Palin er líklega eitt það versta sem hent getur Bandaríkin og heiminn í heild sinni. Öfgakenndar skoðanir hennar í aðra röndina og skelfileg fáfræði í hina ættu að hringja einhverjum bjöllum. Palin, Biblían og kjarnorkuhnappurinn? Það er þrenning sem ég vil ekki sjá. Ég vona því að hún sjái að sér og láti sér nægja að vera fylkisstjóri í Alaska :) En mig grunar að skyttan frá Wasilla, sem eltir úlfana uppi í þyrlu og murkar úr þeim lífið, muni ekki taka neinum sönsum. Godzilla frá Wasilla mun fara sínu fram, enda veit hún sjálf að enginn í þessum heimi er betri til að leiða Bandaríkin. Það sem hún veit ekki er að hún er ein um þá skoðun!
Mun Guð hjálpa oss öllum ef það gerist? :)
Palin veldur spennu í búðum McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér. Hún er Bush í pilsi og líka aðeins öfgameiri.
En ég vissi ekki að Kanada væri orðið fylki í Bandaríkjunum.
Geiri 28.10.2008 kl. 12:13
...Vélbáturinn Óli Jón RE er með vinstri slagsíðu...
LS.
LS 28.10.2008 kl. 13:12
LS: Já, er það ekki bara! :) Er vinstri slagsíðan verri en sú hægri? Eða ertu bara hrifinn af Sarah Palin þrátt fyrir allt? :) Eins og innræktuðum hægri manni ber?
Óli Jón, 28.10.2008 kl. 14:53
Palin, Biblían og kjarnorkuhnappurinn er allt sem segja þarf þegar tekin er ákvörðun um hvað skal kjósa.
Steinn Hafliðason, 28.10.2008 kl. 15:15
Já. Nákvæmlega ...
Óli Jón, 28.10.2008 kl. 15:18
Hvers á aumingja Alaska að gjalda?
Skil samt ekki af hverju hún hefur ekki rústað framboðinu, ótrúlega margir sem styðja hana og McCain þrátt fyrir allt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.10.2008 kl. 01:09
Já, því miður er Palin ekki ein um að vera galin í BNA.
Þó engist kallgreyið hann MacCain eins og ormur á öngli þegar hann þarf að verja skoðanir Söru, enda eru þær m.a.s. of afturhaldssamar og klikkaðar fyrir sjötugan repúblikana.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 01:43
Þegar Sara Palin kom fram á sjónarsviðið þá breyttust horfurnar stórlega til batnaðar fyrir John McCain, - það er til þess að vinna kosningarnar, - enda er Sara Palin fluggáfuð og vel skýr í öllum sínum málflutningi.
Ef McCain vinnur kosningarnar, þá verður það að miklu leyti Söru Palin að þakka, að McCain taki við Hvíta Húsinu.
Sem ríkissjóri í Alaska, þá er Sara Palin yfirmaður 49, eldflaugahers Bandaríkjanna, - herafla sem er búinn eldflaugum með kjarnaoddum, - enda eru þær hersveitir allar í Alaska, og hún er með hærri "leynarmálagráðu" innan Washington, heldur en nokkur af þeim hinum, sem núna eru í framboði til forseta.
Tryggvi Helgason
Tryggvi Helgason 30.10.2008 kl. 23:21
Góður. Það þarf hugmyndaflug til þess að koma 'Sarah Palin' og 'fluggáfuð' í sömu setningu :) Stórt prik fyrir þetta stórkostlega afrek!
Óli Jón, 30.10.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.