Hvar er Sarah Palin?

Sarah PalinÞessa dagana fer lítið fyrir skjaldmey repúblikana í Bandaríkjunum, Sarah Palin. Hún hefur komið illa sködduð út úr viðtölum undanfarið þannig að best þykir að hafa hana ekki í sviðsljósinu, enda veldur hún flokknum minnstum skaða þannig. Samhengislaus svör hennar við spurningum fréttamanna um grundvallar atriði sýna glögglega að hún er algjörlega úti á þekju í öllu sem ekki snertir elgsveiðar, Wasilla Assembly of God og að kíkja yfir Berings sundið til að hafa gætur á Rússum.

Skammt er stórra högga á milli. Bæjarstýran frá Wasilla, sem öllu átti að bjarga, er nú sem steinvala í skótaui John McCain. Kallgreyið hlýtur að sjá eftir því að hafa valið hana og vonar líklega helst að hún fara að ráðum sumra flokkssystkina sinna og dragi sig í hlé. Það mun líklega ekki gerast, því Sarah Palin er kona sem ekki blikkar þegar til kastanna kemur. Því verður áhugavert að sjá hvað kemur frá henni á næstunni.

Ég reikna með að nú sé Palin í viðamikilli endurhæfingarmeðferð til að gera hana snakkhæfa (lesist: minna skaðlega) fyrir kappræður við Joe Biden. John McCain hlýtur að vakna í svitabaði þegar hann hugsar til þess að villimærin og elgsskelfirinn frá Alaska eigi eftir að koma fram í beinni útsendingu í sjónvarpi án þess að hafa allan texta forskrifaðan. Ætli hann líti ekki á hana núna sem 'weapon of mass destruction' sem engu eirir? Hvernig sem allt veltur, þá verður áhugavert að sjá Sarah Palin óforskrifaða og í beinni!

Afar áhugavert :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið að spjalla við menn erlendis um þessi mál og menn óttast jafnvel að Biden gangi það vel frá kerlingu að hún fái vorkunnar atkvæði á móti.
Þannig að menn eru svona hálfpartinn að vona að Biden láti kerlinguna eina um að rústa sér. :)

DoctorE 29.9.2008 kl. 08:32

2 identicon

Menn hafa verið að sjá að fréttamenn spyrja hana á nærfærnari hátt en ef hún væri karlmaður, fréttafólki finnst pínlegt að sjá hana engjast um í beinni.

Hún getur  hinsvegar ekki búist við því að það standi miklu lengur. Rússar og Iranir munu ekki ræða við hana af sömu tillitsemi komist hún í embætti. Ég hef séð fólk á bloggi í bandaríkjunum krefjast þess að það verði settur sami hiti á hana og ef hún hefði verið karl.

 Annars var svolítið gaman að honum Dan Quail á sínum tíma, nú gætum við fengið annan Dan, bara með varalit í þetta sinnið............

Skuggabaldur 29.9.2008 kl. 08:54

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Hvernig datt þeim líka í hug að draga hana fram í sviðsljósið? Héldu þeir kannski að það væri sama hver konan er - bara ef hún er kona?

Og fullorðin manneskja sem trúir sköpunarsögunni! þetta er hreint og beint hættulegt..

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 29.9.2008 kl. 10:28

4 identicon

Sara Palín er töff. Og fullljóst að fréttamenn spyrja hana ekki nálægt því eins varfærinna spurninga og Óbama, svo ekki sé meira sagt.

En bandarískir fréttamenn hafa m.a. veigrað sér við spyrja manninn um tengsl sín við Veðurmanns hryðjuverkahópinn, sem ber ábyrgð á allnokkrum sprengjuárásum og spellvirkjum.

Ef Sara hefði svo óhreint mjöl í pokahorninu yrðu eflaust margir fréttamenn afar æstir og duglegir að spyrja hana.

Svo á Sara riffla og haglabyssur, alveg eins og þú Óli Jón.

Pétur Guðmundur Ingimarsson 29.9.2008 kl. 17:54

5 Smámynd: Óli Jón

Pétur: Krefjandi spurningar? Sarah Palin er spurð um utanríkisstefnu sína og telur hún nálægð sína við Rússland það sem geri hana helst hæfa. Skv. þeirri skilgreiningu er hún óhæf til þess að fjalla um ástandið Íran, Írak, Afghanistan, Pakistan og Norður-Kóreu svo fáein lönd séu nefnd. Hvers vegna? Jú, hún sér ekki þessi lönd út um eldhúsgluggann sinn! :) Í senn fyndið og fáránlegt. Þó aðallega sorglegt.

Hvað varðar riffla- og haglabyssueign Sarah Palin, þá hefur byssueign aldrei verið talin talin vega þungt í góðri skapgerðareinkunn fólks. Sarah Palin getur verið jafn utangátta þótt hún eigi gommu af haglabyssum og rifflum. Ef eitthvað er þá er það líklega skelfilegra að hugsa sér jafn ráðvillta manneskju og hana með fullt af skotvopnum innan seilingar :) Utangátta og þungvopnuð? Það er skelfilegt!!!

Sarah Palin er töff, á því leikur enginn vafi. En innan harðrar skeljarinnar leynist býsna fátt!

Óli Jón, 29.9.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband