Laugardagur, 20. september 2008
Innrás er yfirvofandi
Í dag er sorgardagur hjá varnarsinnum - þeim sem unna föðurlandinu í alvöru. Í dag stöndum við berskjölduð gagnvart rússneska birninum. Í dag erum við varnarlaus. Í dag fer Kaninn. Á morgun kemur Rússinn.
Frá byrjun september og til dagsins í dag hafa Bandaríkjamenn haft okkur í faðmi sínum undir merkjum loftrýmisgæslu. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef haft rangt fyrir mér hvað varðar þessi útsýnisflug erlendra herja yfir landinu. Mér hefur fundist þetta vera mikill óþarfi og peningaaustur í ekki neitt, en annað kemur á daginn þegar málið er skoðað ofan í kjölinn.
Ef við lítum á tímabilið 1.-20. september á þessu ári kemur í ljós að ekki var reynt á ráðast inn í landið á þessum tíma! Ekki einu sinni! Þetta eru stórkostlega fréttir og ekki síst fyrir kalsára varnarsinna því nú hefur málflutningur þeirra sannast! Meðan Íslendingar stunda virka varnarstefnu þá er ekki ráðist á okkur.
Mér fannst þetta nokkuð áhugavert. Því prófaði ég að skipta árinu 2008 upp í 20 daga tímabil og gerði úttekt á því hversu oft ráðist hefur verið á landið meðan það hefur ekki notið pössunar Kananna eða Frakkanna. Ég tók reyndar sérstaklega frá tímabilið 5. maí til 20. júní þegar Frakkarnir flugu hér yfir fram og til baka, óvinum okkar til mikillar skelfingar.
Niðurstöður mínar er á þessa leið:
Þegar þessar tölur eru skoðaðar kemur í ljós að ekkert var ráðist á okkur meðan Kaninn og Frakkar vernduðu okkur og sýnir það auðvitað hversu nauðsynleg þessi pössun þeirra var og er. Hins vegar kemur kemur á óvart lítill fjöldi innrása þar fyrir utan, enda var landið varnarlaust. Ég hallast reyndar að því að 'líberal' fjölmiðlar hafi hreinlega þaggað niður fréttir af innrásum og því séu fregnir af þeim ekki í þeim heimildum sem ég studdist við. Þetta er verðugt rannsóknarefni.
Þannig held ég að tvennt sé fullreynt í þessum efnum:
- það er ekki ráðist á okkur meðan erlendir herir passa landið
- 'líberal' fjölmiðlar hafa þaggað niður fréttir af innrásum
Nú tekur við hörmungatíð. Í dag fer Kaninn. Á morgun kemur Rússinn.
Athugasemdir
Það er ýmislegt sem gætir ekki að í þessu efni, Óli Jón.
Jón Valur Jensson, 20.9.2008 kl. 17:03
JVJ með sitt bull" ekki staðið við samningsskylt brotthvarf sitt frá Georgíu."
Þetta er nú bara ósannindi og áróður hjá þér JVJ , því Rússar gerðu samninga við ESB . og hafa staðið við þá samninga. En ég veit þú þarft náttúrulega halda áfram þessu bulli upp i fyrir Ziocon-isma, AIPAC pro- Israel lobby, og já þitt pro-BUSH og liðið ekki satt? Og JVJ styður en frekari aðgerðir gegn Íran, þrátt fyrir að ekki séu til neinar sannir fyrir gjöreyingarvopnum í Íran, já sama Bush stefnan og lygarnar aftur eins og var fyrir Íraks stríðið eða allt sama bullið um "WMD" aftur og aftur sjá: "FOX ATTACKS: Iran" http://www.youtube.com/watch?v=1-eyuFBrWHs
Þorsteinn Sch Thorsteinsson 20.9.2008 kl. 19:39
Ómetanlegt fyrir litla þjóð að eiga hernaðar sérfræðinga af kaliber Jóns Vals.
Henry 20.9.2008 kl. 19:41
Annars sé ég, Óli Jón, að þú ert Starcraft maður.
Spurning hvernig sé best að verja skerið ef kemur til skyndiárásar? Með því að massa upp marines, photon cannons, eða hydralisks? :-)
Henry 20.9.2008 kl. 19:45
Henry
Er þetta Starcraft ekki bara tölvuleikur, eða þar sem menn verða loada í gegnum Custom screenið í StarCraft um 100-200 ný multiplayer borðum. Já kannski eru þeir Óli og JVJ starcraft menn? En ég efast um að Óli Jón styðji frekari aðgerðir gegn Íran, eða þar sem ekki eru til neinar sannanir um gjöreyðingarvopn í Íran?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson 20.9.2008 kl. 20:35
Það er nú kannski fulllangt gengið að segja það að við séum algerlega berskjölduð. Mig minnir að Óli Jón og riffillinn hans séu til í að takast á við hugsanlegt innrásarlið.
Allir hljóta þó að geta tekið heilshugar undir ítarlega athugasemd Jóns Vals hér að ofan.
Hvað töluleiki varðar er ég hræddur um að Starcraft sé ekki mjög heppilegur leikur til að kynna sér varnar og öryggismál. Þó kannski ekki verri en skákíþróttin, til að kynnast afstrakt hugmyndum sem notast er við meðvitað sem ómeðvitað í hernaði.
Sjálfur mæli ég með eftirfarandi leikjum:
TOAW
Tacops
En þeir eru alveg ágætir.
Pétur Guðmundur Ingimarsson 20.9.2008 kl. 22:34
Pétur :" Það er nú kannski fulllangt gengið að segja það að við séum algerlega berskjölduð."
Þetta er alveg rétt hjá þér, og einnig að tölvuleikur er ekki heppilegur til að kynna varnar og öryggismál. En Vá hvað með riffillinn hans Óla??
Þorsteinn Sch Thorsteinsson 20.9.2008 kl. 23:10
Í Starcraft tapa þeir yfirleitt sem pakka í vörn. Þar er sókn vænlegust til árangurs :) En Photon Canons og Siege Tanks þykja t.d. alltaf gott kombó í vörninni, komi til hennar!
Hins vegar hugnast mér lítt að útbúa hér hersveitir með freyjum og sveinum þessa lands. Dugmiklum konum og dáðadrengjum er á flestum stöðum betur fyrir komið en í íslenskum her. Álit mitt á hugmynd Jóns Sigurðssonar hefur komið fram áður á þessum vettvangi. Þrátt fyrir snilld Jóns er þessi hugmynd hans arfaslöpp og léleg. Það er bara allt í lagi, ekki er hægt að ætlast til þess að allt sem hann lét frá sér væri snilldin ein.
Mýtan um að Hlíðarendaherdeild íslenska lýðveldisins myndi gera eitthvað gagn ef til kastanna kæmi er kjánaleg, að mínu mati. Stærð herdeildarinnar þyrfti að vera úr öllu samhengi við stærð lands og þjóðar til að hún gæti rækt hlutverk sitt af einhverju gagni. Strandlengjan er þvílík að einbeittur innrásarher ætti auðveld með að komast á land úti um allt án nokkurrar fyrirstöðu.
Hvað varðar mig og riffilinn minn þá skulu menn ekki búast við miklu úr þeirri áttinni. Báðir myndu duga vel til að skjóta á spýtnakubba ef þeir myndu gerast frakkir gagnvart landi og þjóð, en væru að öðru leyti bara til skrauts.
Það er ófrumlegt og í takt við allar kenningar í herfræði að ætla sér að setja upp varnir hér heima. Innrásarher er í stakk búinn til þess að ráðast á og yfirbuga litla þjóð með lítinn fastaher. Slíkt hefur verið gert ótal mörgum sinnum og verður endurtekið jafn oft í framtíðinni. Hins vegar er slíkur her, og þau yfirvöld sem hann lýtur, ekki hannaður til þess að ráðast á óvopnaða og friðsama þjóð. Menn myndu hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust á lítilmagnann, rétt eins Bretar gerðu í þorskastríðinu. Þar vann vopnleysið með okkur meðan vopnvæðing hefði unnið gegn okkur!
Látum ekki hræðsluna við hið óþekkta hrekja okkur í vonda stöðu. Gætum þess að hugsa út fyrir rammann. Vopnaskak laðar að sér ofbeldi, það sanna dæmin!
Óli Jón, 21.9.2008 kl. 02:24
Starcraft er taktískur hernaðarleikur, en ekki aðgerðalistfræðilegur. Jafnframt er hann ekki byggður á raunveruleikanum eins og hann þekkist í dag.
Hvernig væri að prófa hernaðarkenningar þínar Óli Jón í þessum tölvuleikjum sem ég minntist á hér að ofan. Þeir munu eflaust koma þér nokkuð á óvart.
Annars minnti mig að þú hafir sagt það þú yrðir fyrstur niður í fjöru með riffilinn ræðist nokkur á Ísland. Er nokkuð verið að draga í land með það?
Pétur Guðmundur Ingimarsson 21.9.2008 kl. 03:21
Ég svara síðar, m.a. Rússaáróðri Þorsteins langfrænda míns.
Jón Valur Jensson, 21.9.2008 kl. 03:40
JVJ
Hættu þessu bulli, þetta er auk þess ekki Rússaáróður hér, heldur gagnrýni á þessa BUSH stefnu þína Ziocon- isma, frekari refsiaðgerðir og/eða stríð ofan á frið og blóð fyrir olíu.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson 21.9.2008 kl. 08:06
Sæll Óli Jón,
Takk fyrir skemtileg efnistök!
það er staðreynd að það sem hefur aldrei gerst áður getur alltaf gerst aftur eins og einhver galgpoin sagði svo vel. Spurningin er því, hvernig er hag okkar best borgið EF innrásarlið myndi birtast mjög óvænt á Hornafirði (eða öðrum ambærilegum stað).
MEÐ HER!
Við skulum gera ráð fyrir að við höfum haft góðan tíma til að byggja upp herinn okkar sem fær að sjálfsögðu sama öfluga stuðninginn frá stjórnvöldum og forverar hans (landhelgisgæsla og lögregla) hafa fengið fram að þessu. því má gera ráð fyrir að tækjakostur hersins sé meira og minna bilaður því fjármagni til viðhalds hefur ekki dugað til og hann fjölmenni því í leigðum rútum frá Austurleið eða SBA.
Höldum nú áfram með þessa fantsíu okkar ...
Herliðið gæti orðið eftir því sem ég best séð, ef við gerum ráð fyrir 2 ára herskyldu (sem er frekar ólíklegt á Íslandi og hefur verið laggt af í flestum vestrænum ríkjum meira að segja í BN) og að allir heilbrigðir karlmenn (og þær konur sem velja) stundi hermennsku væri herlið Íslands um 4500 hermenn. Mun líklegra er reyndar að þessi tala gæti mest orðið um 1000 einstaklingar þar sem Íslendingar eru ekkert sérstaklega hernaðarlega sinnaðir og því minna eftir því sem þeir eru yngri.
það myndi væntanlega taka Íslandsherinn um 2 daga að koma sér niður á Höfn í Hornafirði og setja upp "base camp". Þá væri farið að litast um eftir óvininum ... sem stæði sjálfsagt enn á hafnarbakkanum vegna óstjórnlegra krampakasta yfir vanmætti og slappleika íslenska hersins.
Á meðan á þessari hernaðaruppbyggingu stóð hefur að sjálfsögðu þurft að spara í þjóðarbúinu! Ekki það að ég frekar en aðrir sjái hvernig má þjarma meira að heilbrigðisþjónustunni eða skólakerfinu ... að ekki sér minnst á kjör öryrkja eða allra þeirra sem neyddir eru til að starfa hjá ríkinu á lægstu launum.
ÁN HERS!
Innrásarher mætir í fjörunni á Hornafirði. Íslensk yfirvöld hefja strax samráð við aðrar þjóðir NATO sem bregðast við kallinu um leið vegna hernaðarlegs mikilvægis Íslands á jarðarkringlunni.
Vel þjálfaður og vel útbúinn her mætir á væðið innan 8 tíma.
mmmm ... held ég velji kost tvö!
Björk 21.9.2008 kl. 09:59
Nei, Björk, hann mætir ekki "innan 8 tíma", því fer svo víðs fjarri, og þetta er grundvallaratriði sem þú og allir þurfa að gera sér grein fyrir.
Jón Valur Jensson, 21.9.2008 kl. 12:08
Óli Jón: "Á morgun kemur Rússinn."
Rússinn hefur ekki en komið og ég hef ekki séð eða frétt af einhverjum Rússa- her hérna.
En þú ættir að fara athuga "Chemtails" sem NAT'O vélarnar hafa verið að úða út um allt
Chemtrails - Ultimate proof !!!! http://www.youtube.com/watch?v=ftKfZlUrAZE
Þorsteinn Sch Thorsteinsson 21.9.2008 kl. 17:39
Chemtrails Reykjavík Iceland June 23. 2008
Chemtrails over Reykjavik Iceland 2. 25. 2008 Good Quality
Chemtrails over Reykjavík Iceland 28. february 2008
Þorsteinn Sch Thorsteinsson 21.9.2008 kl. 18:18
Það eru nú ekki mikil efnisleg gæði í þessum innleggjum þínum, Þorsteinn, en meira um það á morgun ...
Jón Valur Jensson, 22.9.2008 kl. 01:58
JVJ
Það er kannski það eina sem þú vilt heyra JVJ. er áróður Bush, Saakashvilis og öskrið hennar Condoleezza Rice, og allt annað hjá þér er "Rússaáróður" eða "ekki mikil efnisleg gæði", ekki satt JVJ?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson 22.9.2008 kl. 12:28
Pétur
Þú veist svo mikið um leiki og svoleiðis er það ekki?
Pétur veist þú hvar ég get nálgast þetta spil/leik The Illuminati Card Game - 1995 ???? Því ég gat ekki fundið þetta hér á landi eða hvað þá á Amazon.com.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson 22.9.2008 kl. 14:12
JVJ
Talandi um "efnisleg gæði" og allt það, þá sé ég ekkert svar hérna en sem komið er frá þér .
Kannski eru þetta hér eitthvað betra fyrir þig "Greatest Chemtrail Video EVER! shows they are NOT Contrails!"
Þorsteinn Sch Thorsteinsson 22.9.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.