Almennt siðgæði (c)

Einkaleyfi á almennu siðgæði?Er ekki rétt að Guðlaugur Þór útskýri hvers vegna hann vill leita eftir ráðgjöf hjá Ríkiskirkjunni í þessu máli meðan hann nefnir t.d. ekki samtök á borð við Siðmennt sem þó hafa jafna stöðu í málinu? Þó er líklega meiri þörf á því að hann skýri hvers vegna hann vill yfir höfuð leita að fyrra bragði til Ríkiskirkjunnar? Henni verður líklega heimilt, eins og flestum öðrum, að senda inn álit sitt á þessu máli þegar það kemur til umfjöllunar í þinginu. Hví er knýjandi þörf á því að tekið sé sérstakt tillit til skoðana hennar?

Það er býsna bjagað að álit Ríkiskirkjunnar skuli vera látið vega þyngra umfram aðra álitsgjöf. Auðvitað á að taka tillit til þess sem hún segir, ef hún kýs að tjá sig um málið, en það álit á ekki að hafa meira vægi en annarra væntanlegra álitsgjafa.

En það er auðvitað bara álit vantrúarseggs. Forherts, jafnvel :)


mbl.is Á að leyfa staðgöngumæðrun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

  • Óli Jón: "Samtök á borð við Siðmennt sem þó hafa jafna stöðu í málinu ... Það er býsna bjagað að álit Ríkiskirkjunnar skuli vera látið vega þyngra umfram aðra álitsgjöf ... það álit á ekki að hafa meira vægi en annarra væntanlegra álitsgjafa."

Í Þjóðkirkjunni voru alls 252.461 meðlimir 1. des. 2007. Í Siðmennt um 200 manns, síðast þegar ég vissi. Munurinn getur naumast verið meiri – sambærileikinn sáralítill og "jafnstaðan" eftir því.

Jón Valur Jensson, 13.9.2008 kl. 16:31

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

JVJ, ómálga börn eru ekki skráð í Siðmennt að þeim forspurðum, hins vegar stólar kirkjan á það. Aðsóknin í messur sýnir hinsvegar töluvert sannari mynd en " félagatal " kirkjunnar. Makalaust hvernig hausinn á þér vinnur.....

Að hleypa kirkjunni að lagasetningum, er eins og hleypa minki í hænsnahús.

Skoðum þau svæði heims þar sem kirkjur og / eða trúarbrögð stýra stjórnvöldum.....ekki mjög gæfulegt.

Trúarbrögðum og stjórnmálum má aldrei blanda saman.....nitró og glysserín...

Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 18:09

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Samkvæmt "per capita" mælikvarða JVJ er þá ekki voða mikið varið í Kaþólska söfnuðinn, sem mér skilst að sé hans deild. Samkvæmt sama mælikvarða er fyrst og fremst eitthvað að marka þá hópa sem fjölmennastir eru. Og samkvæmt eftirfarandi er meira að marka fólk utan trúfélaga en kaþólikka.

Mannfjöldi eftir trúfélögum 1.des.2007
 Alls16 ára og eldri15 ára og yngriHlutfall
2007    
Alls312.872242.78170.091100,00
Þjóðkirkjan252.461194.54457.91780,70
Kaþólska kirkjan7.9775.6782.2992,50
Utan trúfélaga8.7147.3101.4042,80

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 19:10

5 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Ekki færa þessar meingölluðu staðtölur fram hér. Þú veist að það er ekkert að marka þær, en samt lætur þú líta svo út með þessum málflutningi að 252.461 sauður tilheyri Ríkiskirkjunni af lífi og sál og sé þar af eigin frumkvæði. En við vitum það, báðir tveir, að fátt er fjarri sanni. Hvað varðar þessa dylgjur, þá hafa menn verið settir í ævibann frá athugasemdagjöf á öðrum vefjum fyrir minni sakir! :) Málfrelsið er gott, er það ekki? Þú verður reyndar alltaf velkominn hér, ekki vera hræddur um annað :)

En aftur að efni minnar mikilvægu greinar. Reyndar er annað sem greinir að Ríkiskirkjuna og Siðmennt og það er að allir í Siðmennt eru þar af eigin frumkvæði meðan flestir eru í Ríkiskirkjunni sökum þess að þeir hafa ekki nennt að hafa fyrir því að skrá sig úr henni. Ætli það megi ekki taka aðsóknina að Kristnitökuhátíð árið 2000 sem vísbendingu um dálæti þjóðarinnar á Ríkiskirkjunni. Það voru bara starfsmenn Ríkiskirkjunnar og listamenn sem voru með skemmtiatriði sem hana sóttu :) Jú, og rútubílstjórar sem keyrðu tómu rúturnar fram og til baka. Manstu eftir þeim? :) Og ekki var veðrinu um að kenna þar sem veðurguðirnir voru í sínu besta stuði þarna. Þjóðbrautir voru breikkaðar. Veglegir bæklingar bornir í öll hús. Ríkuleg umfjöllun í öllum fjölmiðlum. Og biskup sjálfur, já! hann sjálfur, hvatti sauðina til að mæta. En pöplinum var slétt saman um þessa 'stórkostlegu' hátíð og það þrátt fyrir að boðið var upp á ókeypis pulsu og kók, ef mig minnir rétt. Og við vitum allir hvað landanum þykir gaman að fá ókeypis pulsu! Þetta er góður mælikvarði á fylgifestu þessa 252.461 sauðs við Ríkiskirkjuna.

En vonandi verður þessi aðkoma Ríkiskirkjunnar, ef af verður, ekki til þess að þvæla þetta góða mál sem staðgöngumæðrun er og drepa því á dreif. En sporin hræða, það verður ekki annað sagt.

Óli Jón, 14.9.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband