Ofnotkun og röng notkun sýklalyfja

SýklarÞetta er stórt vandamál í dag og verður risavaxið vandamál í framtíðinni. Í fangelsum í Rússlandi eru löngu komnar fram tegundir af berklum sem engin lækning er við og eru aðrar sýkingar að bætast í þann flokk. Í þætti á BBC World Service heyrði ég að þetta sé, að hluta til, tilkomið vegna

  • ofnotkunar á sýklalyfjum
  • rangrar notkunar á sýklalyfjum

Börn í dag mega varla fá nefrennsli án þess að í þau sé sprautað eða troðið sýklalyfjum. Það eitt og sér er ekki aðalvandamálið heldur það að þessar sýkingar hafa í langflestum tilfellum ákveðinn líftíma. Börnin fá sýklalyf sem ætluð eru til notkunar í viku eða álíka. Tveimur dögum eftir að byrjað er að nota sýklalyfin fer börnunum að batna og þá er noktun lyfjanna hætt. Þar liggja mistökin því þannig öðlast sýklarnir ónæmi fyrir lyfjunum.

Á fyrstu 2-3 dögunum drepa lyfin veikustu sýklana meðan þeir harðgerari finna fyrir verkun lyfsins og aðlaga sig aðeins að því. Þegar notkun lyfsins er hætt eru veiku sýklarnir dauðir, en þeir harðgerari lifa eftir, ögn betur í stakk búnir til þess að lifa næsta lyfjagjöf af. Þannig styrkjast sýklarnir smátt og smátt gagnvart notkun lyfjanna uns kemur að því að þau hætta alveg að bíta á þá. Þetta er þróun í sinni allra smæstu og tærustu mynd; hæfustu sýklarnir lifa, styrkjast og dafna meðan veikari afbrigði deyja og hverfa.

Í þættinum á BBC World Service var fólk hvatt til að íhuga vel hvort nauðsyn sé á að nota sýklalyf. Það að barn sé með nefrennsli eða smá hósta réttlætir ekki alltaf slíkt inngrip. Ef hins vegar það er valið að nota sýklalyf, skal gæta þess að klára meðferðina því þannig aukast líkurnar á því að allir óæskilegu sýklarnir drepist, ekki bara þeir veiku.


mbl.is Þróun ónæmis gegn sýklalyfjum hafin hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úbbs... ég var einmitt að koma frá lækninum með sýklalyfjaskammt!

systa 2.5.2008 kl. 17:31

2 identicon

´C. diff'  Er baktería sem veldur dauða 300.000 manna árlega,,Bakterían er nýjasta afkvæmi móður náttúru sem hrella mun mannkynið á komandi árum,, Bakterían fjölgar sér með meiri hraða enn almennt gerist , minnir meira á veirufjölgun,, Líkami sjúklings er alþakinn bakteríunni einni klukkustund eftir að hann hefur farið í sturtu,, Því má búast við að hin almenna kurteisi , t.d. að heilsast með handabandi verði fljótlega aflögð , Og til framtíðar kinki menn fremur kolli eða lúti höfði eins og Japanir gera,, frekari uppl. á msnbc

Bimbó 2.5.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég var alinn upp við það að sýklalyf og verkjalyf væru einungis notuð við alvarleg veikindi. Þá virka þau líka alveg eins og skot á litlum skömmtum.

Hinsvegar hafa margir ekki þolinmæði og börninn eiga bara vera fullkominn og töflur eiga að hjálpa til með það. svona svipað og er að gerast í USA þar sem öll börn eru útúr dópuð á Diet-Cocaine (rídalín).

Fannar frá Rifi, 2.5.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

þetta er skelfileg þróun, strákurinn minn sem er 16 ára hefur aðeins fengið 1 skammt af sýklalyfjum um sína ævi, og það var útaf skarlatsótt(en þá verður að gefa sýklalyf) Hann hefur fengið slatta af pestum og kvefi í gegnum tíðina en ég hef alltaf notað náttúrulækningar til að meðhöndla slíkt. Sýklalyfin eru "spari" hér á mínu heimili og vil ég geta gripið til þeirra í algjörri neyð.

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.5.2008 kl. 10:11

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir góðan pistil. Ef ég mætti koma með örlitla athugasemd, það er rétt hjá þér að þróun á sér stað í stofni sýkjandi gerlanna, þessir ónæmu veljast náttúrulega fram yfir hina. En það er ofmælt að segja að hinir ónæmu styrkist, málið er að þeir eru ekki í samkeppni við næma félaga sína lengur, og eru því hlutfallslega sterkari. Ef þeir etja kappi í umhverfi þar sem sýklalyf vantar, er líklegast að þeir ónæmu tapi! Þess vegna er mjög mikilvægt að ofnota ekki sýklalyfin.

Rétt beiting sýklalyfja og þróun ónæmra stofna er mikið ræddar innan heilbrigðiskerfisins, en það eru samt alltaf undanvillingar (bæði læknar sem skrifa upp á lyf til að hugga fólk og þeir sem eiga að taka lyfin en klára ekki kúrinn).

Arnar Pálsson, 5.5.2008 kl. 09:04

6 Smámynd: Ísdrottningin

Svo má ekki gleyma öllum bakteríudrepandi efnunum sem búið er að bæta í uppþvottalöginn, gólfsápuna, salernishreinsinn o.s.fr.
Blekkingin er algjör, við kaupum falska öryggiskennd í brúsa með bros á vör og stuðlum að því að til verði óviðráðanlegar ofurbakteríur.

Ísdrottningin, 5.5.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband