Menning, menning, menning

Willard WhiteFramhald varð á menningar innrætingu Búrans í gærkvöldi þegar Eydís, bekkjarsystur úr HR og ferðafélagi til Egyptalands, bauð honum að heyra og sjá Sir Willard White í Óperunni. Sá ágæti náungi er einn mesti strigabassi sem búrinn hefur í heyrt og söng eins og dimmraddaður spörfugl. Dagskráin var helguð lífshlaupi Paul Robeson, en sá var afar snjall listamaður og mikill mannréttindafrömuður. Umgjörðin var einföld og stílhrein; söngvarinn á sviði með tveimur tónlistarmönnum, annar hverra gegndi einnig hlutverki sögumanns. Sýningin leið vel áfram og tveir tímar runnu hjá ljúflega, jafnvel þótt gumpurinn hvíldi í einum hörðustu sætum sem um getur.

Því var þetta kvöld allt hið besta og hafði búrinn mikið gaman af. Vatnið holar steininn og svona menningardropar munu kannski verða til þess að á endanum kemst smá menning í búrann. Annað eins hefur nú gerst!

PS. Það var gaman að koma í Gamla bíó eftir áratuga fjarveru. Búrinn rifjaði upp góðar stundir á svölunum þegar poppi og öðru lauslegu var látið rigna yfir bíógesti á gólfinu, öllum til ómældrar gleði. Ekki varð þess vart að stúkugestir héldu þennan sið þetta kvöld, en hver veit nema einn og einn hafi látið eitthvað smálegt gossa niður? Vonandi!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband