Flott forgangsröðun

Stop!Í fréttum á Stöð 2 rétt í þessu var talað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgunni og ég hélt að ég hefði heyrt vitlaust þegar talað var um að hún ætlar að leggja til fjórar milljónir í þetta verkefni. Ég var svo handviss um að þetta ættu auðvitað að vera fjórir milljarðar!

En svo kemur í ljós að milljónirnar eru fjórar og virðist sú upphæð vera góður mælikvarði á það hversu mikið vor ágæta ríkisstjórn beitir sér í þessu máli. Til gamans birt ég hér vefslóð sem sýnir nokkra útgjaldaliði í frumvarpi að fjárlögum ríkisins árið 2008. Þar sést að þessi upphæð er harla lítilvæg þegar hún er borin saman við úthlutun til margra verkefna. Ég er ekki að draga úr mikilvægi þeirra verkefna, síður en svo, en baráttan við verðbólguna hlýtur að vera mikilvægari en margvísleg safnavinna.

3. umræða - Séryfirlit 2: Sundurliðun óskiptra liða í A-hluta

Það er pínlegt að sjá hvað mínir menn í ríkisstjórn draga lappirnar. Geir Haarde virðist gefa sér meiri tíma í að koma fram í fjölmiðlum og verja aðgerðarleysið í stað þess að gera eitthvað markvert. Vera má að þetta sé hluti af snilldarlegri aðgerðaáætlun gegn verðbólgunni, en það mætti þá upplýsa pöpulinn um hvað sé í gangi.

Fjórar milljónir. Þokkalegur ráðherrabíll kostar meira en það.

Er þetta forgangsröðunin?


mbl.is 4 milljónir í aðgerðir vegna verðbólgunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband