Gallabuxur

Gallabuxur"Þessar fara þér örugglega vel! Nýjasta tískan, mjög smart!", sagði hún þolinmóð og bar fram enn einar buxurnar, þessar gráar. "En ég vil bara svona ljósbláar gallabuxur eins og ég er í og hef alltaf verið í". Hún hugsaði sig um, tók dýfu ofan í buxnasúpuna og birtist von bráðar með buxurnar, öðruvísi gráar með skrýtnum vösum, sem myndu bylta lífi mínu. "En ég vil bara svona ljósbláar gallabuxur eins og ég er í". Enn dýfði hún sér og kom upp með svartar buxur úr silkimjúku gallaefni sem voru örugglega mjög flottar. "En hvað um þessar?", spurði hún með þolinmæði sem konum eru einum gefin. "Þessar eru geggjaðar!" og sýndi mér dökkbláu gallabuxurnar með útsaumuðu vösunum sem eru víst að trylla alla í New York og Tokyo.

"Vér höndlum breytingar illa", sagði ég og kvaddi með trega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Óli minn, þú verður nú að vera smá sveigjanlegur... þú sem ert nú orðinn svo liðugur :-D

Eydís Hauksdóttir, 9.10.2007 kl. 06:28

2 Smámynd: Óli Jón

Æi, litla grjón ... kallar eins og ég eru bara tréhestar, klæddir ljósbláum gallabuxum! Breytingar eru svo ... ógnvekjandi!  :)

Óli Jón, 9.10.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband