Ríkistrú á fallandi fæti ...

Hér er örstutt samantekt á hagtölum síðasta árs þegar kemur að ríkissýninni á trúarlíf þjóðarinnar.

Fyrst er áhugavert að skoða hlutfallstölur. Í gegnum tíðina hafa fylgjur Ríkiskirkjunnar nefnt það sem sem helstu rök fyrir ríkisstyrkveitingu að svo margir séu í hana skráðir og yljar þetta fólk sér við það að einu sinni voru nær 100% þjóðarinnar lögskráð þar. Nú er þessi tala komin niður í 65% og hefur hún lækkað um tvö prósentustig árlega undanfarin fjögur ár. Miðað við það verður hlutfallið komið undir 50% innan 7-8 ára.

Auðvitað ættum við umsvifalaust að fara að skoða ríkisstyrkveitingar til trúfélaga nú þegar ljóst er að þetta apparat er á fallandi fæti. Þrátt fyrir höfðinglegar styrkveitingar frá ríkinu í gegnum tíðina hefur þróunin verið niður á við nær öll ár síðan 1998 og því er ljóst að þetta hrun verður ekki tengt við fjárhagslega kröm.

hlutfall 2019

Svo er ekki síður áhugavert að skoða fjöldatölur sem auðvitað liggja allar niður á við hjá Ríkiskirkjunni. Þar hlýtur helsta áhyggjuefnið að vera jöfn og stöðug fækkun í hópi barna, en þau eru framtíðar andlag sóknargjaldanna góðu og þegar þeim fækkar verður gjöfin frá ríkin rýrari. Þessi þróun hefur verið niður á við frá árinu 1998 þegar börn voru 70.700 talsins, en teljast nú vera 54.250. Þetta er sérstaklega áhugavert þegar sést að í dag telur þjóðin tæplega 357 þúsund manns, en var rúmlega 272 þúsund árið 1998. Því hefur börnum fækkað um 16.500 á meðan landsmönnum fjölgar um 85 þúsund. Í það minnsta blæs ekki byrlega fyrir Ríkiskirkju framtíðarinnar þegar seiðastofninn skreppur jafn mikið saman og raun ber vitni.

felagatal 2019

Sú krafa meirihluta þjóðarinnar um aðskilnað ríkis og Ríkiskirkju er hávær og réttmæt. Þessar tölur sýna að ekki er hægt að hunsa þessar raddir mikið lengur því í dag er pínlegt hvernig reynt er að púkka upp á hnígandi fyrirbæri í íslensku þjóðlífi með öllum mögulegum leiðum.

Ríkiskirkjan mun vel lifa af aðskilnað. Hún mun skreppa saman niður í raunstærð sem er töluvert fyrir sunnan 50%, en þá væri auðvitað tekið mið af þeim fjölda sem tíma að borga félagsgjöldin í heimabankankanum. Greiðsluvilji þarf hins vegar ekki að vera forsenda trúar ekki frekar en að ríkisstyrkurinn í dag er það. Ríkiskirkjan myndi að mínu mati styrkjast við þetta því hún myndi með þessu reka af sér eymingjaímyndina sem hún hefur í huga margra; gömul ölmusustofnun sem er sífellt sífrandi, kvartandi og veinandi. Það hlýtur að vera eftirsóknarverð staða fyrir alla sem að koma og bera hlýjar tilfinningar til hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eymingjahugmyndin er auðvitað í hugum "hatara" sem með ráðríki yfir flestum miðlum,þar á meðal Ríkissjónvarpi sem lifir á skilduafnotagjöldum,(og rándýrum auglýsingum)getur snúið dagskránni upp í áróður meira að segja innrætingu í barnatíma. Á Íslandi hefur kirkjustarf breyst mikið,hér í Kópavogi eru þær 4 sem ég þekki vel til með allskonar tómstundir auk heilsu átaks. Á morgun verður farið í Borganes og auðvitað greiða þátttakendur fyrir sig. Kristskirkja er ómissandi á Íslandi..  

Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2019 kl. 18:07

2 identicon

Það er að sjálfsögðu sama dæmið þetta ríkisútvarp og þjóðkirkjan. Auðvitað á hver og einn að borga fyrir sín hugðarefni en ekki aðrir. Það má að sjálfsögðu segja það sama um þjóðleikhúsið og sinfóníuna. Ég hlusta nokkuð á klassíska tónlist og ætti þar af leiðandi að vilja ríkisstyrkta sinfóníuhljómsveit ef éf væri eins eigingjarn og margur landinn. En ég er það ekki. Prinsippið segir NEI. Þessi afstaða segir að sjálfsögðu ekkert um það starf sem unnið er á þessum stofnunum. Það má geta þess Helga að við hjónin vorum í Kristskirkju fyrir mörgum árum síðan en því miður fórum við að efast . Það finna allir sinn farveg í þessum efnum.

Jósef Smári Ásmundsson 15.5.2019 kl. 07:40

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að biskup íslands er bara í því að flaðra upp um dragdrottningar

og blessa hjónabönd samkynhneigðra gegn GUÐI OG BIBLÍUNNI

að þá hlýtur fólk að leita í sann-kristnari söfnuði:

Jón Þórhallsson, 15.5.2019 kl. 11:10

4 identicon

Sæll Óli.

Fróðleg línuritin sem þú setur upp hér.

Mest er ég hissa á að kúrfan skuli ekki vera
enn meira niðurávið.

Ég ætla að boða þér mikinn fögnuð á þessum degi!

Biskup Íslands sendi í ofboði
athugasemdir við heiti frumvarps um fóstureyðingar
sem og vikufjölda í því sambandi 11. maí, lokaafgreiðsla
á Alþingi fór fram 13.maí.

Þessi afgreiðsla Þjóðkirkjunnar og hún láti meira
og minna áherzlur sínar ráðast af tískusveiflum
hefur grafið undan henni.

Hitt er svo sínu verst hvað svo sem öllum
skoðunum um það líður að hún skuli bregðast
algerlega þeim einstaklingum okkar sem hvað sízt
geta borið hönd fyrir höfuð sér.

Lífsrof er svo það allra nýjasta sem eldri borgar
geta glatt sig við á komandi vikum og einnig hafa
þeir greinilega öðlast nýtt hlutverk við rannsóknir
hvers konar og er það auðvitað vel að þeir skuli standa
á pari við þau mýslutetur sem hingað til hafa þótt duga
í þessu efni.

Kirkjan setti kíkinn líka fyrir blinda augað
eftir velheppnaðan samning við Adolf heitinn Hitler
um að skipta sér ekki af stjórnmálum
í skiptum fyrir að þau sömu stjórnvöld aðhefðust ekkert
gegn henni.

Fyrr frýs í helvíti en að Þjóðkirkja skipti
sér af útburðum nútímans.

Þjóðkirkjan ætti svo að losa sig við núverandi biskup 
í hvelli og endurskipuleggja starf sitt.

Línan verður sennilega lóðrétt niðurávið á næstu mánuðum!

Til hamingju!!

Húsari. 15.5.2019 kl. 11:16

5 Smámynd: Óli Jón

Helga: Tölurnar sýna svo ekki verði um villst að Kristskirkja er síður en svo ómissandi og ef eitthvað er sýna þær að hún virðist sannarlega missandi. Annars er fínt að sjá að í Kópavogi sé kirkjustarf að breytast. Það er þá væntanlega merki um að kirkjan í Kópavogi geti farið að rukka sín eigin félagsgjöld í stað þess að fá ölmusu frá ríkinu.

Húsari: Reyndar er ekki skrítið að hallatalan skuli ekki vera brattari því með vélskráningu hvítvoðunga í trúfélag (mest Ríkiskirkjuna) í gegnum tíðina er enn býsna mikill slagkraftur í kerfinu. Þess vegna vek ég sérstaklega athygli á fækkun barna því þar glymur klukkan kirkjunni. Nema til komi neyðarráðstafanir frá ríkisvaldinu á borð við endurnýjaða lögskráningu allra hvítvoðunga í ríkiskirkjuna er einsýnt að nú muni hratt flæða undan.

Óli Jón, 15.5.2019 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband