Sunnudagur, 29. apríl 2018
Allt á niðurleið
Tölur um hlutfall Íslendinga sem fengið hafa lögskráningu í trúfélag, flestir í boði vélskráningarþjónustu íslenska ríkisins, fara hríðlækkandi ár frá ári. Grafið hér undir sýnir að fram til ársins 2005 var lítil hreyfing á þessu hlutfalli, en síðan þá hefur það verið í frjálsu falli og eykst hraðinn líklega frá ári til árs úr þessu þegar fækkar nýfæddum börnum sem rennt er í gegnum vélskráningarþjónustuna.
Þetta er bara tímanna tákn og kærkomin leiðrétting á kolröngum staðtölum. Það er nefnilega þannig að staðtölur eiga að vera réttar og gefa góðar upplýsingar um stöðu þeirra mála sem þær taka til. Þegar kemur að trúmálum á Íslandi hafa allar staðtölur verið svo gjörsamlega úr takti við veruleikann að engu lagi hefur verið líkt. En nú rofar til, leiðréttingin er hæg og bítandi, en þróttmeiri með hverju árinu sem líður. Á síðasta ári lækkaði þetta hlutfall um 1,89 prósentustig og er það langmesta lækkun í 20 ár.
Til hamingju, Íslendingar, með sífellt réttari hagtölur frá Trúar- og lífsskoðanaeftirliti íslenska ríkisins. Þetta er að koma ...
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sæll Óli.
Þetta minnir mjög á dánargrímu Jónasar Hallgrímssonar!
(forði mér allir heilagir frá að nefna helgrímu
enda allt annar hlutur)
Ég vil helst sæma þig öllum orðum veraldar fyrir að nenna þessu!
Viðurkenni að í fyrstu var Vantrú þorn í augum mér
en svo var sem vagli væri svipt frá auga: Þetta á að vera svona,
þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti!
Peningar eru undirrót alls ills og verða það alltaf.
Þú segir sjálfur að Þjóðkirkjan sé ríkiskirkja, segir sig
svoleiðis sjálft að þá á innheimtan að vera með þessu lagi!
Húsari. 30.4.2018 kl. 07:02
Hvað segirðu um að hætta þessu trúboði sem þú finnur þig knúinn til? Hvers vegna hefurðu svona miklar áhyggjur af trú okkar sem trúum á Krist? Satt best að segja hef ég ekki minni áhyggjur af börnum ykkar sem aldrei fá að velja vegna þess að allri trúfræðslu er haldið frá þeim. En það hefur bara engin betri leið fundist en sú að foreldrar ráði uppeldi barna sinna. Ég hef þekkt marga sem engu trúa, en enginn þeirra hefur fundið þörf á að frelsa mig frá trú. Sömu virðingu hef ég sýnt þeim.
Ég hef ráð handa þér. Fáðu þér heilbrigt áhugamál. Þráhyggja kann ekki góðri lukku að stýra.
Einar S. Hálfdánarson 30.4.2018 kl. 11:18
Meira svona Einar, svona þvaður getur bara verið hvati fyrir fleiri að hætta í ruglinu sem trúarbrögð eru.
DoctorE 30.4.2018 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.