Föstudagur, 25. mars 2016
Gleðitíðindi fyrir páska
Þrátt fyrir margháttaða neyðaraðstoð frá ríkinu fjarar undan Ríkiskirkjunni á öllum sviðum. Félagatal hennar rýrnar að jafnaði um 1% árlega sem er magnað eitt og sér, en hreint ótrúlegt þegar haft er í huga að mikill fjöldi nýfæddra barna er skráður í hana við fæðingu og að peningum ausið í hana hægri vinstri.
Tvennt er gott við það að 4805 Íslendingar leiðrétta skráningu sína hjá Trúareftirliti ríkisins. Annars vegar er undið aðeins ofan af meingölluðum staðtölum um trúarlíf þjóðarinnar, en vegna margháttaðra vélabragða hefur þeim verið haldið utan marka þess veruleika sem venjulegt fólk hrærist í. Helsta dæmi því til sönnunar er að fyrir 20 árum var því haldið fram að um 90% þjóðarinnar væru kristin sökum þessarar skráningarbellibragða. Hins vegar sparast tæplega 52 milljónir í ár vegna þessa sem geta þá nýst til fjármögnunar á aðkallandi og krefjandi verkefnum.
Þegar dæmið er skoðað 10 ár aftur í tímann kemur í ljós að Ríkiskirkjan hefur tapað um 614 milljónum á þessari óþægð sauðanna, en samtals nemur nettó fækkunin rétt tæplega 14 þúsund manns. Einhver hluti þeirra hefur leitað í önnur trúfélög og hluti þeirra endar utan trúfélaga, en þar hefði það fólk hvort eð er verið hefði ríkið ekki vélskráð það í trúfélag við fæðingu, Ríkiskirkjunni til heilla og án nokkurs ágóða fyrir viðkomandi sauð.
Til hamingju, Íslendingar, þessar fréttir eru afar góð páskagjöf :)
Þjóðkirkjufólki fækkar hraðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Óli Jón
Þér er greinilega fyrirmunað að segja satt og rétt frá ? Það er marg búið að sýna þér fram á rangfærslur þínar og ósannindi um eignarhald á þjóðkirkjunni og að hún er ekki ríkisstofnun og ber engin einkenni þess. Því er ljóst orðið að þú lýgur að þeim sem ekki vita betur í illri herferð þinni og kristnihatara vinum þínum er einum lagið. Þetta getur ekki lengur talist til þess að þú vitir ekki betur eftir öll árin sem búið er að sýna þér að þú farir með alrangt mál, ósannindi. Það er búið að sýna þér sannleikann og segja þér hann svo oft um árin að ljóst er að hér er á ferðinni hatursherferð af þinni hálfu á kristni og ekki hvað síst þjóðkirkjuna.
Sama er að segja um kaupleiugugreiðslur ríkisins fyrir gríðarlega verðmætt eignasafn þjóðkirkjunnar, þú talar samt enn um styrki og annað vitleysishjal. Þannig að hvar sem ríkið kaupir fasteignir eða hjarðir, þá er um styrki að ræða þegar kaupsamningsgreiðslur eru inntar af hendi ? S'ymir sjúkan hug þinn vel í verki. Það hljóta að vera til meðferðir hjá geðlæknum og sálfræðingum auk lyfjagjafar til að koma sál þinni á rétta leið og hætta þessu gegndarlausa hatri á kristni og kirkju. Við hinir kristnu muunum áfram bija fyrir sálum ykkar dfélaganna.Þið gerðuð rétt í að rápflra ykkur veið einhvern sem kann til verka eins og hinn góða Óttar geðlækni. Hann kann ráð geri ég ráð fyrir sem kynnu að koma ykkur vel.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.3.2016 kl. 15:24
Kæri Predikari. Er biskupsstofa ríkisstofnun?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.3.2016 kl. 16:23
HRÓ
samur við þig. Þú ert með hefðbundinn útúrsnúning og átt vafalaust við ótrúlega skráningu skattstofunnar. Það gerir byskupsstofu ekki að ríkisstofnun þó ein ríkisstofnun skrifi hana sem slíka. Hún ber engin einkenni ríkisstofnana enda er hún það ekki.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.3.2016 kl. 17:29
Predikari: Mér þykir þú fara fram með þjósti og með máli þínu gera frú biskup Íslands að ómerkingi. Hún segir nefnilega í greinargerð um stofnunina:
... jafnan hafi verið gengið út frá þeim skilningi að biskupsstofa væri ríkisstofnun eða opinber stofnun sem lúti stjórn biskups Íslands sem forstöðumanns stofnunarinnar. Biskup fari þannig eins og hver annar forstöðumaður ríkisstofnunar með ábyrgð á og ráðstöfunarrétt yfir tekjum stofnunarinnar í því skyni að uppfylla þær skyldur sem á biskupsembættinu hvíli samkvæmt lögum frá Alþingi, starfsreglum og samþykktum kirkjuþings og öðrum heimildum.
Hvor hefur rétt fyrir sér um þetta mál, leikmaðurinn þú eða biskupinn Agnes? Hvers á hún að gjalda að fá þessa ljótu ágjöf frá þér?
Óli Jón, 26.3.2016 kl. 10:52
Þið eruð samir við ykkur. Eruð með hefðbundinn útúrsnúning og er greinilega fyrirmunað að segja satt og rétt frá. Það er marg búið að sýna ykkur fram á rangfærslur .Það hljóta að vera til meðferðir hjá geðlæknum og sálfræðingum auk lyfjagjafar til að koma sál ykkar á rétta leið og hætta þessu gegndarlausa hatri. ið hinir kristnu muunum áfram bija fyrir sálum ykkar dfélaganna.Þið gerðuð rétt í að rápflra ykkur veið einhvern sem kann til verka eins og hinn góða Óttar geðlækni. Hann kann ráð geri ég ráð fyrir.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.3.2016 kl. 11:19
Jósef: Ég held að Predikarinn kunni fátt nema að gjamma upp í vindinn. En hann er þó alltaf hress þrátt fyrir að kirkjan hans sé að hverfa.
Óli Jón, 26.3.2016 kl. 16:54
Eins og venjulega veit Predikarinn ekkert hvað hann er að segja, en samt heldur hann áfram að tala!
Tryggvi 27.3.2016 kl. 09:19
Óli J'on
Ríkisstofnanir eru með þeim þekktu einkennum að vera í eigu ríkisins og rekstur þeirr greiddur af ríkinu, sbr. Háskóli Íslands.
R'ikið á ekki eina krónu eða eitt einasta hlutabréf í þjóðkirkjunni og því er hú augljóslega ekki ríkisstofnun.
Þetta er einnig augljóst af lagramma sem þjoðkirkjuni er settur sem og trúfélögum almennt.
Að það „sé jafnan gengið út frá þeim skilningi“ gerir byskupsstofu ekki að ríkisstofnun, enda er hún það alls ekki.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.3.2016 kl. 16:11
Scribendi er alltaf samur við sig. Hann gjammar og gjammar og segir fólk vera að ljúga, svíkja og svindla án þess að leggja nokkurntíman fram málefnalegt innlegg. Ég veit að málstaður hans er vondur og óverjandi, en er þá ekki betra að þegja en að leggja okkur lið með innihaldslausu gjammi sem hrekur fólk enn frekar úr ríkiskirkjunni? En þetta hjálpar okkar málstað svosem, þannig að haltu endilega áfram Predikari/Jón Valur?
Reputo, 28.3.2016 kl. 16:11
Reputo
þú gerir þig að ómerkingi að geta ekki meðtekið einföld og skír rök. Hvar gekkst þú í skóla ? Var einhverju sleppt úr ?
Hvað af því sem ég sagði í síðasta innleggi er rangt ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.3.2016 kl. 16:51
Predikarinn: Þér er menntun, eða meintur skortur á henni, afar hugleikin og skirrist þú ekki við að væna mann og annan um greindarskort, menntunarskort og í raun skort á afar mörgum sviðum.
Hvernig væri þá að þú myndir gera grein fyrir þinni menntun því stundum virðist þú ekki reiða vitið í þverpokunum og myndir skv. því ekki skora hátt í PISA svo eitthvað sé nefnt. Svo er réttritun þinni mikið ábótavant og bendir það til skorts á margvíslegum sviðum.
Leyfðu okkur því að njóta þess að lesa um afrek þín á menntasviðinu sem örugglega eru mörg og stórbrotin, enda ertu í eigin huga yfirburða maður (eða kona, maður veit aldrei þegar nafnleysingjar eiga í hlut) á allan hátt á andlega sviðinu.
Óli Jón, 28.3.2016 kl. 21:36
Óli Jón
Gott hjá þér að hnjóta um flýti- og innsláttarvillur mínar í stað þess að svara skíru svari mínu, enda getur þú það ekki öðruvísi en að koma upp um vísvitandi lygaáróður þinn um árin eða greindarskort.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.3.2016 kl. 23:18
Predikari: Þér fyrirgefst þetta nýjasta innlegg þitt því þú hefur bersýnilega ekki greind til þess að sjá spurninguna sem til þín var varpað eða þá að takmarkaður lesskilningur þinn kemur í veg fyrir að þú getir numið fulla merkingu úr texta sem ekki inniheldur bara stutt eins og tveggja atkvæða orð. Hvað sagðir þú í denn um PISA? Getur verið að þau orð hitti þig illa fyrir núna?
En þér gefst aftur tækifæri til að gera hér grein fyrir menntun þinni eða menntunarskorti svo hægt sé að skera úr hvort raunverulega sé mark á þér takandi. Ekki er hægt að draga þá ályktun af orðum þínum einum.
Af gefnu tilefni: Biskup Íslands segir að kirkjan sé ríkisstofnun. Leikmannakvak þitt breytir engu þar um.
PS. Stafsetningin mun betri, þú hefur augljóslega fengið einhvern til að lesa þetta yfir :) Þó ættir þú að dangla aðeins í yfirlesarann því það er ý í skýru svari.
Ekki vera mikið svekktur þótt ég bendi þér á þetta því sjálfur ert þú alltaf til í að hnjóða í andstæðinga þína og brigsla þeim um menntunarskort. Þú ættir því að þola slíkar trakteringar.
Óli Jón, 28.3.2016 kl. 23:31
Mér yfirsást þetta, en Mogginn talar um ríkiskirkju :) Málið er þá eiginlega í höfn þegar bæði biskup og Mogginn eru sammála um þetta atriði.
Óli Jón, 30.3.2016 kl. 23:25
Óli Jón
ÞÚ TALAR einnig um ríkiskirkju, það gerir þjóðkirkjuna ekki að ríkiskirkju það veistu enda er búið að sýna fram á að þú ert í leiðangri ófrægingar því ekki tekur þú mark á staðreyndum sem fyrir þig eru bornar..Skírasta dæmið er einmitt innlegg mitt um ríkisstofnunina Háskóla Íslands og hins vegar stofnun sem ríkið á ekki krónu í né eitt einasta hlutabréf og greiðir ekki rekstrakostnað hennar eins og HÍ. Þetta veistu en þú kaust að líta framhjá eins og venjulega.
Ég er hér incognito eins og marg hefur fram komið. Því veit enginn um veru mína hér nema ritstjóri blog.is og ég sjálfur hafi sá ritstjóri haldið trúnaðarskyldu sína. Þess vegna les enginn yfir neitt sem ég læt frá mér né gef ég upp menntun mína eða stöðu umfram það sem menn geta lesið út úr skrifum mínum. Ljóst er að ég mun ekki gefa kristnihöturum slíkar upplýsingar þegar aðrir fá ekki, síður en svo.
http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=429477&s=524262&l=sk%EDr&m=skirt
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.3.2016 kl. 00:19
Predikarinn: Gefum okkur að það sé sannleikskorn í rausinu í þér. Er Ríkiskirkjan þá ekki að spila á kerfið með því að þykjast vera ríkisstofnun þegar það hentar henni fjárhagslega? Er hún þá ekki bara úlfur í sauðargæru? Verður Ríkiskirkjan þá ekki að rjúfa öll ríkistengsl til þess að létta af öllum vafa (sem enginn er, reyndar, skv. biskupi sjálfum)? Hún gæti væntanlega haldið áfram að soga til sín peninga því annað væri óhugsandi, en biskup fengi t.d. ekki rautt vegabréf og það allt saman.
Hvað segirðu um það?
Óli Jón, 31.3.2016 kl. 09:34
Óli Jón.
„spila á kerfið“ hvernig gerir þjóðkirkjan það ? Hún þykist ekki vera ríkisstofnun, svo mikið er víst.
„Rjúfa öll ríkistengsl“ segirðu, en hver eru þau ? Ertu að tala um að rifta kaupsamningum um gríðarlegt eignasafn sem ríkið keypti af þjóðkirkjunni ? EÐa hættaq að fá kaupleigugreiðslurnar af kaupsamningnum ? Gefa eftir umsamið kaupverð ? Spurning að aðrir sem hafa selt ríkinu eignir sínar sleppi sínum greiðslum sem þeir eiga enn eftir að fá af kaupsamningum við ríkið ? Er það tillaga þín ?
Þetta er auðvitað hefðbundið raus til afvegaleiðingar þeirra sem ekki vita betur.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.3.2016 kl. 09:46
Predikarinn: Þú veist jafnvel og ég að Ríkiskirkjan myndi aldrei lifa riftun jarðakaupasamningsins. Hún gat ekki lifað á þessum meintu eignum sínum áður og mun ekki geta það núna. Hún á því ekki neinar bjargir aðrar en að hanga í pilsfaldi ríkisins og betla þar vasapening upp á marga milljarða árlega.
Ljóst hefur verið frá 19. öld að innheimta sóknargjalda er ekki raunhæf nema þá að það væri lögtakshæft, ella hefði fólk ekki borgað. Fyrrum dómkirkjuprestur gerði sér fulla grein fyrir því þegar hann ljáði máls á aðskilnaði ríkis og kirkju, en þó með þeim fyrirvara að ríkið myndi áfram innheimta sóknargjöldin. Í þessari sömu grein segir Kristín Ástgeirsdóttir að "... það væri sín skoðun að kirkjan ætti að skilja sig frá ríkinu og skipuleggja sig út frá því. Hún viðurkenndi að ýmsar spurningar vakni, til dæmis hvort þjóðkirkjan geti lifað af án stuðnings frá ríkinu og hvort ekki færi of mikil orka í að afla kirkjunni fjár."
Því er dagljóst að allir (þú viðurkennir það bara ekki) vita að kirkjan er ófær um að sjá fyrir sér sjálf.
En af hverju ertu hér undir hulu nafnleysis? Eru skoðanir þínar og málflutningur svo öfgakenndar að þú telur þig ekki geta komið fram nema undir slíkri hulu? Áttu vini sem ekki myndu una þér að tala eins og þú gerir? Hefurðu máské áður brennt brýr að baki þér með svona tali? Ertu kannski uppspuni sem á sér ekki stoð í veruleikanum? Þú ert þekktur að því að hrakyrða aðra fyrir að nýta sér nafnleysi, en þorir ekki sjálfur að skríða undan steininum?
Hvað veldur?
Óli Jón, 31.3.2016 kl. 10:34
Óli J'on.
Þú misskilur, viljandi myndi ég segja miðað við það sem þekkt er af skrifum þínum, það sem séra Jakob Ágúst er að færa fram. Hitt er síðan annað að þó menn séu kirkjuþingsmenn, prestar eða djáknar, þá er það ekki sjálfkrafa, að þeir hinir sömu hafi við viðtöku embættis síns eða sæti á kirkjuþingi, að þeir fái úthellt yfir sig vitneskju af himnum ofan um alla fjárhagslega strauma og samninga til ríflega hundrað ára. Staðreyndin er auðvitað sú að fæstir þessara þekkja gjörla til þessara mála og það sýnir sig í yfirborðskenndu tali þeirra að þeir hafa ekki kynnt sér þetta.
Menn verða ekki lögfræðingar, verkfræðingar eða guðfræðingar við það eitt að hafa áhuga á viðkomandi fræðigrein, þeir þurfa að taka sér djúgan tíma í lestur og sitja fyrirlestra og rannsaka.
Ég hef ekki hrakyrt aðra á þann hátt sem þú greinir. Er ég nú orðinn skotspónn sömu útúrsnúninga hálfsannleiks og lyga og þú beitir kristni og þjóðkirkjuna um árin ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.3.2016 kl. 10:52
Skapílli predikari, ekki þarf maður nú að vera skólagenginn til að sjá í gegnum vitleysuna í þér. Ég man ekki til þess að þín orðræða hafi verið öðruvísi en skítkast á náungann, gera fólki upp skoðanir og snúa út úr eins og pólitíkus í klandri. En án þess að það skipti sérstöku máli að þá er ég með verzlunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands, ég er vélvirki frá Borgarholtsskóla og vélaverkfræðingur frá SDU í Danmörku. Þetta kemur umræðunni auðvitað ekkert við, en huggar kannski þitt litla hrædda hjarta. Spurning hvort að maður nýtir sér sambönd og komist að því hver þú ert.
Reputo, 11.4.2016 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.