Miðvikudagur, 2. desember 2015
En hvað um að hún innheimti sóknargjöldin sjálf?
Nú er boltanum kastað upp í þeim viðræðum sem framundan eru. Fulltrúar Ríkiskirkjunnar hafa lengi kvartað yfir skörðum hlut úr núverandi kerfi í hverju hún fær ókeypis peninga án þess að þurfa að gera nokkuð.
Áhugavert er að sjá að biskup er fámáll þegar spurt er hvort Ríkiskirkjan taki yfir innheimtuna. Helst grunar mig að liðið hafi yfir biskup, enda er þetta ein ósvífnasta spurning sem hægt er að leggja fyrir hann. Allir vita að þetta hefur verið reynt og útkoman var skelfileg því sóknarbörnin borguðu ekki. Því er þessi möguleiki ekki á borðinu, ekki einu sinni fræðilega, svo hræðilegur er hann.
Nei, það skal vera ríkisins að baktryggja öll sóknargjöld án þess að hægt sé að verja það með haldgóðum rökum. Ríkiskirkjan þarf pening og það er ríkisins að skaffa hann. Annars slokkna öll ljósin og allir verða vondir.
PS. Lesendur verða að afsaka þessa myndafölsun, en ég fann bara ekki nógu stóra mynd sem gæti rúmað alla þá peninga sem árlega er sturtað í Ríkiskirkjuna.
Fjöldi presta eina sem má endurskoða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ríkiskirkjan og mörg önnur trúfélög væru sjálfdauð ef ríkið væri ekki með þeim í peningaplokkinu.
DoctorE 2.12.2015 kl. 14:45
Nei, mikið var gaman að sjá það, Óli Jón, að þú ert loksins farinn að skrifa um eitthvað annað en Þjóðkirkjuna og hennar fjármál og hættur að hafa kirkju og trú á hornum þér! Batnandi manni er bezt að lifa!
Jón Valur Jensson, 2.12.2015 kl. 17:13
Best að fá utangarðs-pláss, fyrst ekki er pláss innangarðs hjá æðstubiskupum/páfum, hverju nafni sem allar þessar trúarbragðasérviskur þykjast kalla sig.
Sálinni er alveg sama hvar ónóthæft boddýið verður eftir þessa lífsferð á jörðinni.
En þetta vita víst ekki allir ólíku trúboðarnir? Þeir halda að andinn sé líkami?
Ekki er mögulegt að rökstyðja né réttlæta þetta heilaþvotta-trúarbragða-stríðsofstæki á jörðinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2015 kl. 01:33
Það sem er enn ánægjulegra Jón Valur, er að þú hefur gersamlega lagt af dýrkun þína á eigin persónu.
http://krist.blog.is/blog/krist/entry/2161038/
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.12.2015 kl. 06:32
Jón Valur: Þetta var skemmtilegt innlegg, en hefurðu eitthvað efnisleg og málefnalegt að segja? Hvað segirðu t.d. um að Ríkiskirkjan ætti að stefna að því að taka innheimtu sóknargjalda í eigin hendur svo hún geti sjálf ákveðið upphæð þeirra í stað þess að vera upp á ríkið komin þegar það skammtar henni ómegðina?
Anna: Það er ein leið :)
Axel: Jón Valur er líklega eini bloggarinn í þessum heimi sem heldur úti 'best of' bloggi fyrir eigin færslur. Þá er ógleymanlegur tíminn þegar hann las upp úr bloggi sínu á Útvarpi Sögu og lagði reglulega ríka áherslu á hversu frábær þessi skrif eru. Hann kallar flest sín innlegg 'mikilvæg' og hossar þeim fram og til baka. Þá talar hann oft um sig í þriðju persónu sem er auðvitað bara algjörlega eðlilegt.
Óli Jón, 3.12.2015 kl. 10:38
Óli Jón
Ég er farinn að halda að þú sért eitthvað greindarskertur þar sem þú tyggur sömu tugguna um ríkiskirkju.... er það Bahái eða ?
Það er búið að sýna þér óteljandi sinnum fram á hvers vegna engin ríkiskirkjna er til. Spurningin er t.s. hvað er ríkisstofnun, engin trúfélög á Íslandi falla undir þá skilgreiningu.
Hitt er að læðast að manni að þú sért með fullu viti en ert að blekkja og afvegaleiða þá sem ekki vita betur í illri herferð þinni gegn kristni, sér í lagi þjóðkirkjunni.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.12.2015 kl. 13:20
Predikari: Kartafla, kartöfla, kartabbbla ... á endanum skiptir þetta engu máli. Ég gæti að sama skapi talað í löngu máli um hvort þínir vitsmunir eru naumt er ríflega skammtaðir, en ég nenni því ekki enda ekki til neins. Kannski ertu einstakur snillingur eða bara afar sérstakur á þinn hátt, við vitum ekkert um það. Það eina sem við vitum er að þú kemur fram undir dulnefni og gætir þess vegna verið hópur af misgáfuðu fólki sem leggst á eitt við að semja innlegg þín. Hver veit?
En burtséð frá því, treystir þú þér til að svara spurningunni sem ég kastaði til Jóns Vals áðan? Hún er mál málanna nú þegar ríkið ætlar að þykjast að fara í viðræður um ölmusustyrki til trúfélaga.
Óli Jón, 3.12.2015 kl. 13:30
Jón Valur mun aldrei taka jákvæða afstöðu til þess þar sem hann veit að öll trúfélög mundu tapa á því að innheimta sóknargjalda færu aftur á ábyrgð trúfélagana sjálfra.
Í fyrsta lagi þá er umsýslukostnaður bundin í því að senda út greiðsluseðla og í öðru lagi þá veit hann að stór hluti þeirra sem núna eru í trúfélögunum væru alveg til í að fá 10.000 kr á ári til að gera eithvað allt annað.
Þessi hérna síða er afar lýsandi yfir það hvað honum finnst um ríkisgreiðslur til trúfélaga. http://krist.blog.is/blog/krist/entry/1954116/
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson 3.12.2015 kl. 16:55
Elfar
Sóknargjöldin eru samkvæmt samkomuagi við trúfélög 1987 innheimt í gegn um skattkerfið samanber „lög um sóknargjöld....“
FRam að þeim tíma innheimtu margir sýslumenn þetta gegn þóknun sem og lögheimtan í Reykjavík fyrir þær sóknir sem þess óskuðu. Enn aðrar sóknir innheimtu þetta sjálfar eins og þekkt er.
Framkvæmdin sjálf á þessum samningi wer síðan á ábyrgð Alþingis, en ekki við trúfélögin að sakast.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.12.2015 kl. 19:47
Hvað ertu að tala um Predikari? Ég var hvergi að kenna trúfélögunum um eitt eða neitt. Þvert á móti þá tel ég þetta vera á ábyrgð ríkisins enda hefur það allt vald í höndum sér að breyta þessu fyrirkomulagi.
Ég var bara að benda á að Jón Valur, sem er ekki trúfélag sama hversu mikið álit hann hefur á sjálfum sér, vill að ríkið haldi þessu áfram þar sem það er líklegast til að halda framlögum til trúfélags hans óskertum.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson 3.12.2015 kl. 21:16
Sæll Óli.
Tillaga til fjáraukalaga sem þú vitnar til
er í raun ein allsherjar rökleysa útígegn og
minnist ég ekki í langan tíma, burtséð frá málefni
og eigin skoðunum, að hafa lesið nefndarálit svo
illa úr garði gert.
Það væri langtum forvitnilegra umræðuefni að sjá
á annars ágætu bloggóðali þínu sem hljóðaði t.d. svo:
"Þér skulið ekki gera kristna menn og gyðinga að vinum yðar."
(tilvitnun í Kóraninn)
Húsari. 3.12.2015 kl. 21:37
Predikari: Að vanda blaðrar þú og blaðrar í hringi án þess að svara þeirri spurningu sem fyrir þig er lögð. Orðræða við þig er eins og að fara of hratt á barnahringekju; fyrst áhugaverð, svo velgjuvakandi og loks algjörlega marklaus því maður kemst ekkert áfram. Þú ert svarti einhyrningurinn á hringekjunni; ómöguleiki lífsins, en samt ertu þarna.
Elfar: Laukrétt. Þeir sem hafa mesta trú á Ríkiskirkjunni, sbr. Jón Valur og Predikarinn, hafa minnsta trú á því að sauðir hennar muni borga valgreiðsluseðla frá henni í heimabönkum. Þeir vita vel að þetta hefur verið reynt og að eftirtekjan er rýr ef ríkisvaldið sér ekki um það. Í dag er m.a.s. litið svo á að innheimta sóknargjalda sé ómögulegt verkefni og því borgar ríkið bara fyrir alla.
En láttu þig dreyma um svör frá þessum krossmönnum afbökunar og hringavitleysu. Fyrr sérðu á eftir Jesúsi Jósepssyni á leið upp í vagn númer 4, Hagar-Sund.
Húsari: Er þetta ekki nærtækara?
25Mikill fjöldi fólks var honum samferða. Hann sneri sér við og sagði við þá: 26"Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn. 27Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér, getur ekki verið lærisveinn minn.
Lúkas 14:25-27
Óli Jón, 4.12.2015 kl. 09:55
Sæll Óli.
Berðu nú saman ívitnaðan texta við þennan
frá 2007:
25Mikill fjöldi fólks var Jesú samferða. Hann sneri sér við og sagði við mannfjöldann: 26„Enginn getur komið til mín og orðið lærisveinn minn nema hann taki mig fram yfir föður og móður, maka og börn, bræður og systur og enda fram yfir eigið líf. 27Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér getur ekki verið lærisveinn minn.
Og berðu síðan þennan texta saman við texta Viðeyjarbiblíu.
Ég nefni það sérstaklega því enginn minni maður en
Sveinbjörn Egilsson hafði veg og vanda að þýðingunni:
Lúkasarguðspjall 14:25-27
25Honum varð samferða mikill fjöldi fólks; snerist hann þá við þeim og tók svo til orða:26ef sá er nokkur, sem til mín kemur, og metur ekki minna föður sinn og móður, konu, börn, bræður og systur, og jafnvel sitt eigið líf, hann kann ekki minn lærisveinn að vera;27og sá, sem ekki er fús að taka sinn kross á herðar og fylgja mér eftir, getur ekki minn lærisveinn verið.
Eftir þennan samanburð mætti þér vera ljóst að þýðingu frá
1981 er eitthvað áfátt hvað þennan texta varðar en Viðeyjarbiblía og
þýðingin frá 2007 samhljóma um flest; texti Viðeyjarbiblíu þó
hvað miklu skýrastur.
Stæði okkur ekki öllu nær að fá upplýst fjármál í samtímanum
t.d. hver er sá á Íslandi er tók við 130 miljónunum frá Sádum?
Sá virðist bera kápuna á báðum öxlum, - er ekki full þörf á að
færa kauða þann úr kápunni?
Og ætlum við að innleiða þann veruleika sem fram kemur
á þessu myndbandi:
https://www.youtube.com/watch?v=CY4gNBf2n3o
Húsari. 4.12.2015 kl. 10:45
Ríkiskirkjan verður ekki til í núverandi mynd eftir 10 ár. Yngri kynslóðirnar munu taka í taumana, vilja ekki svona fornaldar-íkistrúarapparat.
En Predikarinn kakómalt mun áfram rausa hér og hreyta í menn ókvæðisorðum, hann minnir á týndu japönsku hermennina sem læðast um í frumskógi á Kyrrahafseyju veifandi ryðguðum rýting, 60 árum eftir að stríðinu lauk.
Skeggi Skaftason, 4.12.2015 kl. 11:02
Sæll Óli.
Skeggi hefur lög að mæla en á öðrum
forsendum en hann gefur sér því lýðfræðilegar
athuganir sýna það svart á hvítu að
fæðingartíðni á Vesturlöndum er við 1.3 en
við 8 í öðrum löndum.Að óbreyttu má gera ráð
fyrir því að Ísland verði íslamskt ríki
eigi síðar en 2100.
Húsari. 4.12.2015 kl. 11:53
(a) Fæðingartíðni á Íslandi er 1.9, ekki 1.3.
(b) Hvar er fæðingartíðni 8 ?? Hvergi meðal innflytjenda sem fluttir eru til Vesturlanda, hvorki múslima eða annarra.
Skeggi Skaftason, 4.12.2015 kl. 12:54
Sæll Óli.
Fæðingartíðni er við 8 í Nígeríu.
Hún er nú talin 1.8 í Frakklandi
en fæðingartíðni meðal Múslima um 8
í helstu borgum: París, Marseilles og Nice.
Húsari. 4.12.2015 kl. 14:17
Húsari: Og hvað er þá til ráða? Eigum við að hvetja Íslendinga til þess að láta ekki deigan síga í samlífinu eða gerum við þeim rúmrusk sem standa okkur framar í fangbrögðum ástarlífsins?
Óli Jón, 4.12.2015 kl. 17:58
Sæll Óli.
Þú dregur þínar ályktanir sjálfur út frá
því sem stendur skýrum stöfum í Kóraninum:
"Þér skulið ekki gera kristna menn og gyðinga að vinum yðar."
Húsari. 4.12.2015 kl. 18:57
Húsari, hvað segir biblían um fólk í örðum trúarbrögðum? Jú, drepa það, auðvitað segir kóran það líka þar sem stórum hluta hans er stolið beint úr biblíunni.
P.S. Ekki segja að Sússi vilji ekki þetta sama þar sem hann sagði að allt í GT væri í fullu gildi.
Þið munuð allir brenna á báli til eilífðar*
* Chill, biblían/kóran er skáldsaga :)
DoctorE 4.12.2015 kl. 21:12
Gervidoctor
Reyndu nú að vitna rétt í textann, það er ekki erfitt en hann liggur fyrir í þýðingum á netinu. Meira að segja þú hlýtur að geta fundið þetta. Síðan verður þér vitaskuld óvinnandi vegur að skilja það sem skrifað er, enda varðar þig lítt um sannleikann í þeim efnum, heldur að afflytja og blekkja að vanda þá sem ekki vita betur í kristnihatrinu þínu - sér í lagi á þjðókirkjunni.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.12.2015 kl. 23:12
Hvað geri ég ekki fyrir þig, DoctorE!
Fyrir þann DoctorE sem hóf umræðu til slíkra
hæða að geta gert allt og alla kolvitlausa!!
Ævinlega samkvæmur sjálfum sér, - og er svo enn.
Ég er sammála þér um að Kóraninn er lítið annað en
uppsóp úr Biblíunni, eins konar mekkanó þar sem
samsetningin heppnast svo vel að engu líkara er en hellst
hafi úr heilli túbu af Tonnataki yfir það allt og allt
er það ógangfært og alónýtt; viðurstyggð eyðileggingarinnar(!)
Rakning þín á Sússa fram og til baka blindgötuna um GT og NT
er vitaskuld rétt.
En hann er stikkfrí þegar kemur að þeim drápum sem þú nefnir
og gerir hvorugt að vilja þau eða vilja þau ekki!
Erfðasyndin á sitt hreiður í syndafallinu og því er
það sem gerist eða gerist ekki í hinu frjálsa falli mannsins
sjálfs í raun hans eigin og ekkert af þessu mun breytast
fyrr en á dómsdegi þegar við tökum okkar síðasta teygjustökk
og sveiflumst endanlega innum Gullna hliðið.
Hinn frjálsi vilji mannsins er sem eftirlitslausar frímínútur
þar sem allt getur gerst.
Nú ertu búinn að fá mig til að skrifa á þann veg að
ætti að nægja til að koma allnokkrum á Klepp
og það strax í kvöld!!
Alltaf gaman að heyra frá þér!
Bestu kveðjur,
Húsari. 4.12.2015 kl. 23:24
Húsari
Lítill ertu ritskýrandinn og lítt lesinn í Biblíunni, nema þú sért kominn með elliglöp og því ertu svona gloppóttur. Engu ertu skárri en gervidocyotinn í fræðunum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.12.2015 kl. 00:06
Predikari!
Sjálfur mátt þú skammast þín að vera slíkur
ættleri að geta aldrei átt orðastað við
nokkurn mann nema því fylgi endalaust skítkast af
einhverju tagi.
Svo er þér mislagt með öllu að fást við skrif
um trúmál að það hálfa dygði til að
afkristna heilu sólkerfin.
Húsari. 5.12.2015 kl. 01:34
Húsari, svona hroki og yfirlæti er regla hjá trúarofstækismönnum eins og þessum Predikara. Í hroka sínum að þeir standi nær Guði en aðrir, ryðja þessir gemsar fram kenningunum af slíkum ofstopa og ofsa að þeir átta sig ekki á að þeir hafa sjálfir gersamlega misst sjónar á boðskapnum og innihaldi hans.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.12.2015 kl. 14:47
Sæll Axel.
Bestu þökk fyrir orð þín hér.
Hafðu sæll lagt þitt lóð á metaskálarnar
til að umræðuhefðin breytist frá því sem nú er.
Með bestu kveðju,
Húsari. 5.12.2015 kl. 23:03
Axel
Undarlegrt er að sjá slíka orðræðu drmþ´s drm þú viðhefur hér. Þú sem ert þekktur fyrir að afflytja staðreyndir um málefni kristni og sér í lagi þjóðkirkju, að því er virðist vísvitandi því marg er búið að benda þér á staðreyndir sem sýna rangfærslur þínar. Allt kemur fyrir ekki þannig að maður verður að hallast að því að þú sért í8 vegferð að blekkja þá sem ekki vita betur, nema þú sért tregur til lesturs og skilnings, sem ég vil ekki trúa.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.12.2015 kl. 02:28
Orð þín eru mér sem besta hrós predikari, sýna að ég geri í það minnsta eitthvað rétt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.12.2015 kl. 09:10
Axel
Þar með setur þú þig í hóp þeirra sem blekkja vísvitandi þá sem ekki vita betur því það er búið að sýna þér með vísan í lög og önnur gögn sem sýna svo ekki verður um villst að þú hafir rangt fyrir þér.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.12.2015 kl. 10:35
Predikari: Birtu nú hér í snarhasti allar vísanir í þau lög og önnur gögn sem þú talar um. Þér ætti ekki að reynast það erfitt, enda ertu örugglega með þetta á takteinum.
Óli Jón, 6.12.2015 kl. 18:39
Ég á þrjú innlegg í þessari umræðu Predikari, eitt um Jón Val og hin tvö um þig.
Þú segir að vísað hafi verið í lög að ég hafi rangt fyrir mér. Hvar er það bundið í lög að þú sért ekki hræsnari, sem teljir þig standa nær Guði en annað fólk og ryðjir út úr þér ofstopafullu bulli?
Er eftirfarandi texti úr "bókinni" ekki einmitt um menn eins og þig:
"Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi....".
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.12.2015 kl. 19:37
Ég tel mig ekki standa nær Guði en hver annar - það er regin misskilningur. Guð er fús að liðsinna þeim sem til Hans leita í trú.
Þið félagarnir í kristnihatursgrúppunni smáu eruð búnir um áraraðir fá tilvísanitr í göögn og lög og þið hafið sennilega ekki lesið það því þið eruð í herferð sem ekki hæfir að hafa það sem sannara reynist í illu markmiði örgrúppunnar. Hafrið þið lesið það er ljóst að þið virðið sannleikann að vettugi til að tilgangur ykkar helgi meðal ykkar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.12.2015 kl. 21:52
Predikari: Ég vil bara fá staðfestingu á þessum skilningi mínum á stöðunni sem er að þú getur ekki sent okkur umbeðnar upplýsingar þrátt fyrir að þær séu á hverju strái og auðveldlega aðgengilegar?
Er það rétt skilið hjá mér? Já eða Nei dugar, við þurfum enga langloku um lélegan lesskilning, Pisa-kannanir, greindarskerðingar, elliglöp, kristnihatur eða hvað annað sem þér kann að detta í huga.
Já eða Nei ... það er málið.
Óli Jón, 7.12.2015 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.