150 milljóna króna smölunarleiðangur Ríkiskirkjunnar

Ríkiskirkjan nagar nú skjaldarrendur og heitir því að fjölga í sauðatali sínu með öllum ráðum. Ekki virðist duga að fá flest nýfædd börn 'gefins' inn á félagatalið fyrir tilstuðlan ríkisins því í fjöldatölum rétt nær hún að halda sjó, en gefur eftir hlutfallslega eftir því sem Íslendingum fjölgar.

Íslendingar eru nefnilega svo vitlausir að ótilneyddir taka þeir ekki við boðskap kirkjunnar. Ótilneyddir borguðu þeir ekki félagsgjöldin, ótilneyddir skrá þeir sig ekki í félagatal hennar, ótilneyddir fara fæstir í kirkju, ótilneyddir fræða fæstir börn sín um kristni og ótilneyddir biðja fæstir bænirnar sínar reglulega.

Eitthvað er stórkostlega mikið að og það veit nefndin þegar hún segir: "Verði ekki brugðist við er líklegt að þróun til fækkunar í þjóðkirkjunni haldi áfram næsta áratug og sígi niður undir 60% af mannfjöldanum eins og virðist stefna í víðast hvar annars staðar á Norðurlöndum." Hún mun reyndar fara miklu neðar en það, en á meðan nýfæddum börnum er raðað í jötuna gerist það bara hægt.

En í stað þess að skoða vöruna, fyrirbærið sem fólk er að hafna, og kanna hvort hún eigi yfir höfuð erindi við þjóðina sem hafnar henni verður farið í fáránlega dýra markaðssókn fyrir Guð, Jésús og heilagan anda hérlendis. Eins og segir í skýrslu útbreiðslunefndar eru tækifærin fjölmörg:

Mikill meirihluti þjóðarinnar tilheyrir enn Ríkiskirkjunni
Já, gögn Þjóðskrár sýna eitt falsaðasta félagstal sem fyrirfinnst í heiminum, en það er grundvallað á því að ríkið hefur í gegnum tíðina skráð nokkurra daga börn í trúfélög. Þeir sem gera sér slíkar trakteringar að góðu er lítilþægasta og metnaðarminnsta fólk sem fyrirfinnst.

Trú á Guð er enn almenn (yfir 70%)
Nýleg könnun Gallup sýnir að 51% þjóðarinnar telur sig trúað og þá ekki bara á gamla Guð. Miðað við þessa könnun eru kristnir komnir í minnihluta þjóðarinnar.

Meirihluti telur enn að trú sé mikilvæg í lífi sínu
Þetta er stórmerkilegt því hvar er þá þetta fólk? Ekki mætir það í kirkju, ekki biður það bænirnar sínar og ekki vill það borga trúartollinn. Þetta er eins og að segjast vera harður aðdáandi Liverpool en horfa aldrei á leik, eiga ekki treyju, spila ekki FIFA 2015 og þekkja ekki leikmennina.

Meirihlutinn lætur fermast
Krakkarnir græða stórt á því að fermast, nóg um það sagt :)

Mikil meirihluti telur enn að kirkjulegar athafnir við fæðingu og dauða séu mikilvægar
Gaman væri að sjá gögn þess efnis, þau eru ekki birt í skýrslunni. Mig grunar þó að fólk telji mikilvægt að fagna nýjum einstaklingum og kveðja á gömlu. Sjá betur næsta lið.

Skírnin er almenn og mikil þáttaka er í útfararþjónustu kirkjunnar
Að sama skapi má benda á fánýti trúarinnar með því að benda á þá staðreynd að í veraldlegum athöfnum mætir jafn mikið af fólki, enda fer fólk í þessar athafnir til þess að fagna nýjum einstaklingi eða kveðja brottfarinn. Þetta veit nefndin vel þegar hún segir að "fáir stunda 'persónubundna kirkjusókn'", þ.e. að fáir fari í kirkju fyrir sig.

Áhugavert verður að sjá hvernig þessi stórsókn Ríkiskirkjunar fer. Hún vill fara inn í skólana skv. skýrslunni, enda eru gjöfulustu miðin þar. Og til áréttingar þá er ekki verið að tala um framhalds- og háskóla. Nei, þar er fólk orðið of upplýst og gagnrýnið. Leik- og grunnskólarnir gefa best því þar þurfa áheyrendur að þegja að meðtaka allt sem fyrir þá er lagt sem, hmmm, heilögum sannleik.

Getum við ekki þó verið sammála um að ef hún klikkar er orðið dagljóst að Íslendingar vilja þetta ekki og ef hún lukkast bara pínulítið að slíkur árangur sé of dýru verði keyptur?

En ljóst er að nefndin telur framtíðina dökka því í skýrslunni segir: "Starfshópurinn telur að það liggi beint við að kirkjan vinni út frá þeim styrkleika sem felst í þessari stöðu á meðan hún er fyrir hendi." Já, hún hefur ekki mikla trú á því að núverandi staða mun halda og því þurfi að reiða til höggs á meðan þetta er þó svo gott því þetta er eins gott að það verður.

PS. Mér líst vel á þetta sem nefndin segir: "Haldinn verði einn stór viðburður á hverju ári sem með einhverjum hætti er táknrænn fyrir starfið og tengist áhersluatriði þess árs." Er ekki til skipulag frá árinu 2000 sem er í raun alveg ónotað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alvanalegt svartagallsraus hér -- ekki við öðru að búast.

Jón Valur Jensson, 28.10.2015 kl. 16:50

2 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Og enn sækirðu í barninginn eins og blautur hvolpur sem geltir og ýlfrar, en segir í raun ekkert :)

Hefurðu annars ekkert málefnalegt um þetta að segja? Er kjökur, vein og volæði það eina sem frá þér kemur? Ég átta mig á því að þetta hlýtur að vera algjör skelfingarlestur fyrir þig, en þú getur nú gert betur en þetta, greyið mitt.

Tyggðu á þessu um stund:

Íslendingar eru nefnilega svo vitlausir að ótilneyddir taka þeir ekki við boðskap kirkjunnar. Ótilneyddir borguðu þeir ekki félagsgjöldin, ótilneyddir skrá þeir sig ekki í félagatal hennar, ótilneyddir fara fæstir í kirkju, ótilneyddir fræða fæstir börn sín um kristni og ótilneyddir biðja fæstir bænirnar sínar reglulega.

Eftir að þér sortnar fyrir augum þá hlýturðu nú að geta tjáð þig, maður sem rekur 18 aðskilda bloggvefi og sá eini á Norðurlöndum og jafnvel víðar sem heldur úti sérstökum 'best of' bloggvef um sjálfan sig hvers yfirskrift er svona:

Hér eru endurbirtar mikilvægar greinar um grundvallarmál sem Jón Valur Jensson hefur ritað á öðrum vefsíðum eða í blöðum, auk tilfallandi pistla öðru hverju.

Ekki segja að þér sé orða vant núna! :)

Óli Jón, 28.10.2015 kl. 17:03

3 identicon

Prósentutala kristinna manna minkar sjálfkrafa með stór-innflutningi á múslimum, sem hrúga niður börnum eins og kanínur. Þú hefur væntanlega enga skoðun á því og sérð ekki fyrir afleiðingarnar, eða? Þú ættir að skreppa til Svíþjóðar og sjá framtíðarlandið sem þú sækist eftir.

Kirkjan er það eina sem getur bjargað þjóðinni, það er að segja á meðan prestar og biskupar eru ekki bullandi-hómsexuela og islamasleikjur, eins og bróðurparturinn af þessu fólki er í Svípjáð. Grátlegt.

Valdimar Jóhannsson 28.10.2015 kl. 19:47

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Auka-vefur minn: jvj.blog.is er nú ekki um sjálfan mig, heldur um ýmis málefni, eins og menn geta séð með því að smella á nafn mitt hér fyrir neðan. Þú bregður ekki út af þeim vana þínum, Óli Jón, að eiga bágt með að vera sannsögull, þegar ég á í hlut -- eins og svo oft líka þegar þú ræðir um Þjóðkirkjuna.

En hvernig fannstu alla þessa ÁTJÁN meintu vefi mína?! Níu væri nú nær lagi (mínir vefir og samtaka sem ég er í).

Annars verður mest spennandi að sjá, hvernig þú svarar þessu innleggi hans Valdimars. Og af hverju er þér verr við kristni en islam?

Jón Valur Jensson, 28.10.2015 kl. 20:00

5 identicon

Sæll Óli Jón - sem og aðrir gestir, þínir !

Óli Jón !

Jú: jú - skussa og bægzlagangur Byskuppunnar Agnesar Sigurðardóttur, er eins konar samnefnari þess firringar samfélags, sem við búum við:: nú, um stundir, sannarlega.

Álíka hvimleitt: og þjófabæli ísl. stjórnmála- og embættismanna, sbr. 15.5 % Lífeyrissjóða gjaldið, nýbakaða (var áður: um 12.5 %, misminni mig ekki).

Tek samt undir: ígrundunarverð orð Valdimars Jóhannssonar (kl.19:47), hvar hann varar þig réttilega við / sem og aðra, við uppivöðzlu og yfirgangi Múhameðsku villi- og Steinaldar mennzkunnar, fornvinur góður.

Burt séð - frá áframhaldandi gramzi Þjóðkirkjunnar hérlendu, í hirzlum sameiginlegra sjóða landsmanna, mættum við fremur biðja um Landnám friðsamra Hindúa og Bhúddatrúarmanna hér / sem og annarra látlausra, en frekara aðstreymi llþýðis þess, sem sækir sinn andstyggðar boðskap til Mekku suður á Arabíuskaga, síðan fyrir um 1400 árum eða svo, Óli minn.

Með beztu kveðjum - sem endranær /  

Óskar Helgi Helgason 28.10.2015 kl. 20:42

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þessi 51% eru þeir sem telja sig vera trúaða. Inni í þessari tölu eru ekki bara kristnir heldur líka allir hinir , Búddistar, Múhameðstrúarmenn og Ásatrúar. Þessir 1500 múslimar, eða hvað sá fjöldi er," sem hrúga niður börnum eins og kanínur" eru þá væntanlega að hrúga niður trúleysingum ef það er ástæðan fyrir þessari tölu. 

Jósef Smári Ásmundsson, 28.10.2015 kl. 20:56

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón

Þú opinberar þig betur sem ósnannindamann og stórblekkjara með svartagallsrausi þínu jafnan þegar þú ræðir málefni kristni og þá sérstaklega þjóðkirkjunnar.

Boðaðu nú frekar eigin trú á forsendum hennar í stað þess að níða skóinn af öðrum trúarhópum, les:þjóðkirkjunnar. Ekki er verið að naga hæla þína af öðrum - lát af hryðjuverkum þínum, það er nóg komið.

Hvað varðar þig um það að Icelandair eyðir hundruðum milljóna eða milljörðum árlega í auglýsingar til að koma boðskap sínum til þjóðarinnar? Ekki greiðir þú fyrir það. Hvað varðar þig um annan rekstur eins og þjóðkirkjunnar við að ætla að leggja um 30 milljónir árlega í svipað ? Ekki borgar þú það frekar en hjá Icelandair.

Þu opinberar heimsku með að tala um ríkiskirkjuna, en slík er ekki til á Íslandi.
Þú ert búinn að fá það stafað ofan í þig með vísan í staðreyndir ótal sinnum á mörgum árum hvers vegna þú hefur alrangt fyrir þér. Það að þú skulir enn mantra lygaþvæluna færir mönnum heim sanninn um illan ásetning þinn með þvælunni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.10.2015 kl. 21:22

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Prestar þjóðkirkjunnar eru embættismenn ríkisins svo það hljómar svolítið undarlega að þjóðkirkjan sé ekki ríkiskirkja. Meðan ríkið styður hana og styrkir samkvæmt stjórnarskránni þá hlýtur að verða að líta svo á að það sé nokkuð til í "bullinu" hjá Óla Jón. Hann borgar auk þess brúsann eins og við allir . Hvaða lygaþvæla er þetta í þér prédikari? 

Jósef Smári Ásmundsson, 28.10.2015 kl. 21:56

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári

Ríkið greiðir ekkert fyrir þjóðkirkjuna, enda er hún ekki ríkisstofnun og ríkið á ekki krónu í henni.

Laun ákveðins starfsmanna sem og ýmsar greiðslur eru kaupsamningsgreiðslur fyrir kaup ríkisins á hátt í 700 jörðum þjóðkirkjunnar, J.S. seljir þú hús þitt til ríkisins, ertu þá ríkisstofnun eða ríkisstarfsmaður þegar þú færðumsamdar kaupsamningsgreiðslur ?

Þetta er marg búið að sýna þér með rökum og lögum þar um eins og Óla Jóni og ekki leggjast á sama lága planið og hann.

Þú veist betur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.10.2015 kl. 22:21

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári

Stjórnarskrárákvæðið er ekki að kosta eina krónu - ekki frekar en að forsetinn er verndari og stuðningmaður samtaka eins og Rauða krossins og fleira án þess að það kosti neitt. Þjóðkirkjan aftur á móti sinnir fjöldamörgu án þess að taka krónu fyrir í þágu þegna þessa lands og ekki spurt um trúarskoðun.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.10.2015 kl. 23:46

11 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Óli,

Það er svolítið sérstakt að sjá því haldið hér fram hér af ónefndum aðila sem þorir ekki að koma fram undir nafni, að ríkið greiði ekkert fyrir þjóðkirkjuna.  Þetta er auðvitað alrangt og ég skil ekki alveg hvernig einhverjum dettur þetta í hug!

Úr fjárlögum fyrir 2015:

06-701 - Þjóðkirkjan 1.507,6 milljónir (nettó úr ríkissjóði)
06-705 - Kirkjumálasjóður, 273,2 milljónir
06-707 - Kristnisjóður, 72 milljónir
06-733 - Kirkjugarðar, 997,6 milljónir
06-735 - Sóknargjöld, 2.234,8 milljónir
06-736 - Jöfnunarsjóður sókna, 353,5 milljónir

Samanlagt telst mér þetta vera 5 milljarðar, 438,7 milljónir.  Nálgast má fjárlögin á vef Alþingis í PDF formi hér:  http://www.althingi.is/altext/pdf/144/s/0801.pdf

Greiðslur ríkisins til Þjóðkirkjunnar byrjuðu ef ég man rétt 1909 eða fyrir rúmum hundrað árum.  Miðað við fjárlög í dag slagar þetta hátt í 500 milljarða á þessari öld sem er liðin.  Held það sé vel borgað fyrir þessar 700 jarðir!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 29.10.2015 kl. 00:06

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Arnór

Einn enn að opinbera fávisku sína á þessum málum. Það er nýbúið að framreikna það sem ríkið hefur greitt í leigu frá 1907-1997 og kaupleigu síðan þá. Það lagði sig á um 31 milljarð. Hæðirnar tvbær í útvarpshúsinu sem Reykjavík leigir af RÚV myunu á sama tímabili kosta um 7 milljarða - TVÆR SKRIFSOFUHÆÐIR ! Ódýr jarðaleiga það.

Sóknargjöldin eru félagsgjöld meðlima trúfélaga og lífsskoðunarfeélaga sem ríkið tók að sér að innheimta frá því 1987. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp 1987 óskaði Jón Helgason ráðherra eftir því að semja um þetta mál sem endaði með lögunum um sóknargjöld frá 1987. Samkvæmt þeim lögum innheimtir ríkið félagsgjöld/sóknargjöldin í gegn um skattkerfið eins og fram kemur í lögunum sem og greinargerð þeirri sem fylgdi.Þetta er því ekki framlag eins og skírt er í lögum þar u m. Er þá Ásatrúarfélagið og Siðmennt svo dæmi séu tekin ap ræikið sé að greiða fyrir þau og eins Kaþólikka ?
Það kann að vera að þetta líti svona út fyrir þér vegna framsetningar í fjárlögum en þú ert langt fjarri sannleikanum. 
Ekkert sem ríkið greiðir til þjóðkirkjunnar er annars vegar vegna kaupa ríkisins á eignum þjóðkirkjunnar ig hins vegar innheintir ríkið sóknargjöld allra trúfélaga og skilar af sér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 00:48

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru ruglreikningar hjá þér, Arnór. Stærsti liðurinn er sóknargjöld, þau eru félagsgjaldaígildi, og öll viðurkennd trúfélög fá slíkt, einnig lífsskoðunarfélög eins og Siðmennt. Heldurðu að Siðmennt sé á styrk ríkisins?!

Næststærsti liðurinn er laun presta, biskupa og Biskupsstofu. Ólíkt sóknargjöldunum koma þær greiðslur vegna kirkjujarðanna, sem seint (og raunar aldrei) hætta að skila miklum arði til ríkisins og einnig sveitarfélaga, sem mörg hver (eins og Ísafjörður) eru byggð að allmiklu leyti á kirkjujarða-landi..

Svo má þakka predikaranum fyrir hans upplýsandi innlegg hér.

Jón Valur Jensson, 29.10.2015 kl. 00:49

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef nú lært að sækja mér styrk í nunnu-kapelluna í Hafnarfirði þegar mér líður þannig. Þar eru dyrnar ólæstar og ég get komið og farið án nokkurra serimonía og útskýringa, og alltaf fer ég sterkari frá kapellunni en þegar ég kom. Og þakka ég fyrir þann styrk sem ég fæ þar í látlausu kærleiksfylltu kapellunni.

En ég veit að margt fólk vill hafa þjóðkirkjuna og ég virði svo sannarlega þann vilja annarra. Sem betur fer eru ekki allir eins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.10.2015 kl. 00:49

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af því að kirkjujarðirnar skila enn miklum arði til ýmissa bæjarfélaga eins og líka ríkisins, er eðlilegt, að Þjóðkirkjan fái ókeypis lóðir undir kirkjur sínar í þeim bæjarfélögum, ólíkt t.d. múslimasöfnuðum, sem aldrei hafa lagt neinar jarðeignir til ríkis eða sveitarfélaga.

Jón Valur Jensson, 29.10.2015 kl. 00:54

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Predikarinn: Alveg óháð sóknargjöldum (sem eru framlög en ekki félagsgjöld) og kirkjujarðasamningnum, þá greiðir ríkið kirkjunni pening í kirkjumálasjóð og jöfnunarsjóð sókna. Það eru klárlega framlög. 

Svo er Þjóðkirkjan ríkisstofnun. Hún er amk flokkuð þannig hjá skattinum og innanríkisráðuneytinu (og ber einkenni ríkisstofnunar).

Heldurðu að Siðmennt sé á styrk ríkisins?!

Jón Valur, auðvitað. Öll skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög fá framlög frá ríkinu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.10.2015 kl. 04:30

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rangt hjá þér, Hjalti, þetta er aldrei kallað ríkisstyrkur, ekki td af Siðm.mönnum og aldrei um sóknargjöld til múslima, enda yrðu þá margir ævareiðir yfir "ríkisstyrk til þeirra!"

Jón Valur Jensson, 29.10.2015 kl. 05:06

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

með útúrsnúning og ósanndindi gegn betri vitund að venju. Ekkert nýtt undir sólini þar.

Siðmnennt fær sóknargjöld. Samkvæmt endemis bullinu í þér þá myndir þú segja að Siðmennt sé á spena ríkisins. Þú kannt ekki að lesa lög  eins og fr´gt er orðið að endemum. Eins gott að  þú ert ekki dómari við dómstól.

Eit helsta einkenni ríkisstofnana er að ríkið á þær og greiðir rekstrarkostnað þeirra. Þanniig er ekki farið með þjóðkirkjuna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 09:01

19 identicon

Sæll Óli!

Nú mega Filistear og áskrifendur að
Pisakönnunum fara að vara sig!
Sjaldan hafa liðsmenn Zíonar farið fram
af meiri fítonskrafti en nú.

Orrustan um Harmageddon fer fram á bloggvöllum
þínum og er nú að sjá hvor fylkingin hefur átt
prófskírteini sín undir kornflexpökkum eða
andlagi akademískrar hugsunar.

Húsari. 29.10.2015 kl. 09:37

20 Smámynd: Skeggi Skaftason

Siðmennt viðurkennir auðvitað að sóknargjaldið er styrkur frá ríkinu! Þó það nú væri. Enda fer ekkert á milli mála að félagið hefur nú miklu meira á milli handannA eftir að það fór að fá sóknargjöld (sóknarstyrk) fyrir rúmum tveimur árum. Samt hafa félagar þess greitt óbreyttan tekjuskatt eins og aðir borgarar alla tíð! Svo það var ekkert farið að rukka þá sérstaklega um sóknargjaldið. ENDA ER ENGINN RUKKAÐUR SÉRSTAKLEGA UM SÓKNARGJALD!!  Þetta veit lyga-kakópredikarinn manna best.

Síðast fyrir ári skrifaði félagið bréf til allra þingmanna þar sem m.a. var lagt til að svokallaður "trúfélagaskattur" verði afnuminn, enda hluti af ALMENNRI skattheimtu (tekjuskatti) sem ALLIR borga hvort sem þeir eru í félagi sem fær sóknarstyrk eða ekki.

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 10:04

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú hefur lesið til þín bréfið dr.Össur.

Lestu nú aftur lögin og greinargerðina um sóknargjöldin. Hafi einhver misbrestur orðið á innheimtunni er ekki við trúfélögin að sakast. Svona genguð þið á Alþingi frá þessu.

Sóknargjöld eru þetta en ekki styrkur. Það þarf ekki nema meðalgreint grunnskólabarn til að skilja þetta sem þið kristnihatarar þylist ekki eða viljið ekki skilja.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 10:11

22 Smámynd: Skeggi Skaftason

Predikarinn er gott dæmi um hvernig Þjóðkirkjan hagar málflutningi sínum um sóknargjöld og aðskilnað ríkis og kirkju. Í stað þess að RÆÐA um sjónarmið, vega þau og meta, er ALLT reynt til að tefja eðlilega umræðu, henda fram lygum og hálfsannleik, og þreyta viðmælandann í rifrildi um hluti sem ekki þarf að ræða vegna þess að þeir eru STAÐREYNDIR.

Í skjóli nafnleysis kryddar svo Prumparinn mál sitt með skætingi og dónaskap, til að fela málefnafátæktina enn betur. 

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 10:43

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur

Hvað er það sem óskilið er á milli ríkis og kirkju ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 10:58

24 Smámynd: Skeggi Skaftason

Dr. Prump:

Ef þú skilur við konu þína og þú lætur henni í té sumarbústað og gamla eyðijörð (án þess að þið gerið neitt mat á verðmæti þesara eigna) og konan þín fyrrverandi lofar að halda þér uppi um alla framtíð og greiða þér ríflega framfærslu, sem hún þó ákvarðar hversu há skuli vera, ásamt með ýmsum öðrum bitlingum s.s. jöfnunargjaldi og greiðir fyrir þig félagsgjöld í ýmis félög, og hún setur þér reglur um hvar þú skulir búa (bæði í Skálholti og á Hólum) og annað í þínu lífi, ertu þá sjálfstæður og óháður konunni þinni fyrrverandi??

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 11:05

25 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur hinn kurteisi..........

Ef þú selur ríkinu jarðeignir og húsakost þinn, ertu þá á framfæri ríkisins ? Nei þetta heitir að fá umsamdar greiðslur fyrir verðmætin sem þú seldir í hendur ríkinu. 

Gaman að heyra þig tala um einskisverðar jarðir, sýnir fávísi þína eða meðvitaðan lygaáróður þinn, en hvert er vberðmæti um það bil hálfs lögsagnarumdæmis Garðabæjar og megnið af Ísafirði ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 11:19

26 Smámynd: Skeggi Skaftason

Kakóprump:

Ég sagði ekkert um "einskisverðar jarðir" ég sagði að ekkert mat á verðmæti var gert!

Ertu ólæs eða bara búinn að sulla of mikið í messuvíninu svona snemma??

Og það var aldrei umsamin tiltekin upphæð heldur ákvarðast laun ríkispresta af Kjararáði og Kjararáð hefur aldrei litið neitt á verðmæti fyrrum kirkjujarða.

Kirkujarðir sem fóru undir Garðabæ og Ísafjörð voru eflaust heilmikils viðri árið 1907, en hvað er ríkið búið að greiða mikið fyrir þær á þessum 108 árum sem liðin eru??

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 11:27

27 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur

ég vísa í innlegg mitt nokkru ofar :

Einn enn að opinbera fávisku sína á þessum málum. Það er nýbúið að framreikna það sem ríkið hefur greitt í leigu frá 1907-1997 og kaupleigu síðan þá. Það lagði sig á um 31 milljarð. Hæðirnar tvær í útvarpshúsinu sem Reykjavík leigir af RÚV myndu á sama tímabili kosta um 7 milljarða - TVÆR SKRIFSOFUHÆÐIR ! Ódýr jarðaleiga það.

Já ég veit hvað þú skrifaðir í gildishlöðnu innlegi þínu því ég vísa í það sem skilja má af því sem þú settir inn. Þú eins og aðrir slíkir reynið að sá illum fræjum í jarðveg þeirra sem ekki vita mikið um málefnið, í ófrægingarskyni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 11:32

28 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur

Enda hefur kjararáð ekkert með samninginn að gera. Heldur var samningurinn þannig úr garði gerður að þviðmið yrðu meðal annars  laun tiltekins fjölda starfsmanna þjóðkirkjunnar, ekki hver þau væru í uphæð hverju sinni. Enda er þannig aðeins tryggara að leigugjaldið, nú kaupleigugjaldið, næði að einhverju leiti að ná að halda í við verðlagsþróun.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 11:35

29 Smámynd: Skeggi Skaftason

Predikari,

hvaða sullumbull er þetta um leigu??  Ríkið er ekkert að leigja eitt eða neitt!

Lestu nú lögin um Þjóðkirkjuna, þar stendur í 62. gr:


62. gr. Kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir sem þeim fylgja, að frátöldum prestssetrum og því sem þeim fylgir, eru eign íslenska ríkisins, samkvæmt samningum um kirkjueignir milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Andvirði seldra jarða rennur í ríkissjóð.

EIGN stendur þarna. E-I-G-N.  Meira að segja grunnskólabarn getur skilið þetta!

Hættu nú að bulla um hluti sem þú augljóslega hefur ekki kynnt þér. Eða ertu að ljúga hér upp í opið geðið á okkur??

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 12:37

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skeggi Skaftason, skrifar ekki einu sinni í eigin nafni í innleggi sínu hér kl. 10:04 í morgun, því að ekki heitir hann Skeggi Skaftason í alvöru! Og hvað þá, að hann tali í nafni Siðmenntar, þegar hann segir, að Siðmennt "viðurkenni(r) auðvitað að sóknargjaldið [sé] styrkur frá ríkinu," eða kaus Siðmennt nafnlausan mann sem opinberan málsvara sinn?

En þessi meinti Skeggi mun víst vera skelmirinn Össur Skarphéðinsson, sem finnur sér nú ekki aðra iðju skárri en að falsa söguna, enda voru Samfylkingarmenn gengisfelldir um 57% í síðustu þingkosningum, eftir að þjóðin hafði fengið reynslu af stjórnarfari þeirra! -- m.a. þessa stjórnarskrárbrjótandi* pólitíkuss.

* Sjá http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1309618/

Jón Valur Jensson, 29.10.2015 kl. 12:42

31 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Ö=ssur

Gjaldið á ári hverju fyrir hin gífurlegu verðmæti sem kiggja að baki sem ríkið fékk, hófst sem leigugjald. N'yji samningurnn er vissuklega um að um kaup séu að ræða ámeðan hinn gamli var um leigu. En að hið lága afgjald á ári hverju felur í sér ígildi kauplaigu vissulega.

Lögbrjhótandi stjórnmálamönnum, eins og t,d, flugfreyjunnar og jarðfræðinemans, vvar um að kenna að ríkið sóttist eftir að gera samninginn 1997 wina og hann er og reyna að koma í veg  fyrir lagalegar afleiðingar jarðasölu um 90 ára tímabil. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 12:45

32 identicon

Niðurdrepandi þvaður og þunglyndishjal í predikaranu/JVJ eins og alltaf.
En hey, þvaðrið í þeim getur bara flýtt fyrir því óumflýjanlega, falli RÍKISkirkju og kristni.
Takk strákar.. nema að hugsanlega sé predíkarinn JVJ líka

DoctorE 29.10.2015 kl. 12:51

33 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gervidoktorinn mættur með þvælu sína.

Gott að fall ríkiskirkjunnar er framundan _ Hver er þessi ríkiskirkja annars ?  Siðmennt, Ásatrúarfélagið eða Fíladelfía?  Það er að minnsta kosti ekki þjóðkirkjan þar sme hún er ekki í eigu ríkisins, né greiðir ríkið rekstrarkostnað hennar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 12:58

34 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Gífurleg verðmæti" skrifar Séra Prump. En ekki voru þau verðmæti samt að gefa af sér nægan arð til að standa undir launum presta, þegar fundið var uppá því snjallræði árið 1907 að færa yfirgefnar leiguliðajarðir í umsjá ríkisins gegn því að prestakeppirnir kæmust á ríkisspenann. Síðan hefur kirkjan verið ríkiskirkja og prestarnir heldur betur fitnað.

Jóhanna Sigurðardóttir er nú ein af fáum sem flutti þingræðu um þetta mál af viti árið 1997, og talaði um hversu forkastanlegt það væri að ríkið tæki á sig gífurlegar og "óendanlegar" fjárskuldbindingar fyrir eigur sem aldrei voru né hafa verið metnar! ALDREI!!

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 13:08

35 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur

Síðan hhvenær er flugfreyjan góð heimild í sannleik ? Hún er þekktust fyrir illsku og bræðiöst, ekki hvað síst í garð eigin flokkssystkina.

sbr.: 

http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/2118976/

.

Hvert er verðmæti um hálfs lögsagnarumdæmis Garðabæjar og svo Ísafjarðar mestalls svo apeins tvö dæmi af ótal séu tekin ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 13:14

36 Smámynd: Skeggi Skaftason

Verðmæti Garðalandsins árið 1907 var örugglega allnokkurt, kannski samsvarandi launagreiðslum tveggja ára til allra presta ...?

Alla vega hafði Þjóðkirkjan engan áhuga á að láta meta verðmætið.

Aðrar jarðir voru svo snöggtum verðminni, þær jarðir sem seldar höfðu verið fyrir árið 1997 höfðu selst fyrir að meðaltali 2-3 milljónir hver, á þáverandi verðgildi krónu. Svona ca. ein árslaun eins prests fyrir hverja jörð.

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 13:29

37 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur

verðmæti þeirra fór einmitt ekki eftir verðmæti þeirra, heldur hversu góð atkvæði fylgdu viðkomandi vini ráðherrans.

Afgjald jarðanna hefur ávallt verið gott og bara batnað verulega eftir því sem árin liðu.

Hvert er verðmæti um hálfs lögsagnarumdæmis Garðabæjar og svo Ísafjarðar mestalls svo aðeins tvö dæmi af ótal séu tekin ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 13:33

38 Smámynd: Skeggi Skaftason

Prumpari:

Hvað eru margir leiguliðar sem stunda búskap nú til dags??  Þeim var auðvitað farið að fækka mjög löngu fyrir 1907, og var kirkjan í stökustu vandræðum með að framfleyta prestum. Því var fundið upp þetta þjóðráð að ríkisvæða kirkjuna, enda á þeim tíma nánast allir landsmenn skráðir í Þjóðkirkjuna. Það var líka bara hálf mannsævi þá liðin frá því að trúfrelsi komst á.

ÉG get auðvitað ekki svarað þér hvert var eða er verðmæti einhverra tiltekinna fyrrum kirkjujarða því þeir aumingjar sem gerðu þennan ömurlegasta skítasamning Íslandssögunnar (og ALLIR voru Þjóðkirkjuliðar - beggja megin borðs!) VILDU EKKI META VERÐMÆTI JARÐANNA!!

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 13:45

39 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

D. Össur

Það lá fyrir 1907 hverjar voru tekjurnar af jörðunum.Niðurstaðan um leigugjald ríkisins var auðvitað miðað við það að frátöldum ýmsum frádráttarliðum

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 13:50

40 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nei Kakófretari. Niðurstaðan um kaupverð jarðanna (ekki leigugjald) miðaðist ekki við tekjur af jörðunum heldur hvað þurfti til að greiða prestum laun.

Ef tekjur af jörðunum hefðu getað dekkað launin þá hefði ekki þurft að ríkisvæða kirkjuna til að halda henni uppi.

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 14:05

41 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur, ertu í léttvíninu ?

Það var samt miðað við hverjar tekjur voru af jörðunum.

Í samningunum sem leiddu til þess 1997 þá óskaði þjóðkirkjan eftir riftun samningsins og fá eignir sínar til baka, það vildi ríkið ekki.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 14:08

42 Smámynd: Skeggi Skaftason

Bull er þetta. Þú ert náttúrulega ekki með neinar heimildir fyrir þessurausi þín frekar en fyrri daginn.

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 14:30

43 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta skrifar Gísli Gunnarsson sagnfræðingur:

Frá hámiðöldum til 1907 fékk allur þorri presta mestallar tekjur sínar af prestsetrum, sem þeir greiddu engin leigugjöld af, voru þar bændur, yfirleitt á góðum jörðum, og af leigutekjum jarða í eigu einstakra kirkna, Þær tekjur voru misháar eftir prestaköllum og mismunurinn í leigutekjum skildi einkum góð prestaköll frá þeim tekjurýrari. Margumrædd tíund var aðeins lítill hluti presttekna nema í Vestmannaeyjum og einnig í Reykjavík frá 1830. Með Ameríkuferðum og þéttbýlismyndun frá 1880 fóru leigutekjur af jörðum minnkandi ár frá ári og prestar kveinuðu mikið. Prestum til bjargar yfirtók ríkissjóður leigujarðir kirkna og greiddi þeim í staðinn föst laun, kjör presta bötnuðu þá almennt mikið. Þessar leigujarðir námu þá um 8% verðmætis allra jarða í landinu. Annað eins, 8%, voru öll prestsetur landsins, sem voru, og eru, áfram í kirkjueign. En fyrst 1997 var formlega gengið frá þessum gjörningi. ÞETTA ER HINN FRÆGI AÐSKILNAÐUR RÍKIS OG KIRKJU! Reikningslegar forsendur yfirtöku ríkisins hafa hins vegar aldrei veriðm birtar og heyrt hef ég að þær séu ekki til. (Byggt á grein minni, "Fjárhagslegar forsendur kirkjustarfs frá 16. öld til 1874" í "Íslenska söguþingið 2002, Ráðstefnurit II, Reykjavík 2002). (Greinin byggðist m.a. á brauðmatinu 1874). (Greinin hefur aldrei verið véfengd).

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 14:31

44 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur

Jú það hef ég. Settu nú tappann í - þá kannski verðurðu kurteisari

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 14:52

45 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur

Gísli her ekki góð heimilf'd í þessu efni nema síður sé. Hafa margir bent á villandi og ósannan málflutning hans í þessu sem styðst ekki við rök. Hann gerir háskólagráðu sinni skömm til. Ekki siður en Norður Kóreui Gylfi og fleiri slíkr.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 14:54

46 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég er búinn að sýna þér mína heimild. þú ert sem fyrr með ósýnilega heimild.  Í rökræðum gildir almennt, ef einhver spyr í sambandi við fulllyrðingu "ertu með heimild fyrir þessu" þá er almennt ekki nóg að segja bara JÁ, heldur býst sá sem spyr við því að heimildin sé gefin upp.

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 15:20

47 Smámynd: Skeggi Skaftason

Og enn fer Prumpupredikari í það að sparka í manninn en ekki boltann, enda skortir hann málefnaleg andsvör.

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 15:21

48 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

°Dr. Össur

Komdu með heimild sem er áreiðanleg en ekki full af villum og affluttum hlutum.

Gísli hefur verið sendur til baka af þeim sem best þekkja til með þessa ótrúlegu  grein sína af mörgum

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 15:27

49 Smámynd: Skeggi Skaftason

Grein Gísla er góð og gild heimild sem enginn hefur véfengt. Það að nafnleysingi og atvinnulaus prestsómynd sé með skæting út í Gísla hefur ekkert að segja.

Skeggi Skaftason, 29.10.2015 kl. 15:30

50 identicon

Það er alltaf athyglisvert að renna yfir "umræður" sem tengjast trú og trúmálum. Fólk skiftir alveg óhikað úr 1 í 3 og virðist fara í einhvern annarskonar ólýsanlegan ham - ummturnast alveg. Gangi ykkur annars vel.

Bjarki 30.10.2015 kl. 12:42

51 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þekkt mynd af Gísla Keflavíkurgöngumanni þeim sem afflytur sannleikann í grein sinni sem dr. Össur setur fram hér að ofan :
.

http://predikarinn.blog.is/users/c4/predikarinn/img/gisli_gunnarsson.jpg

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.10.2015 kl. 13:08

52 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er gott að Preddi hafi engar efnislegar athugasemdir við grein Gísla. Styrkir mig í þeirri sannfæringu að þessi lýsing Gísla sé hárétt! 

Skeggi Skaftason, 30.10.2015 kl. 16:49

53 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur

það er ekkert slíkt. Það eru til ótal greinar þar sem ósannindin eru rakin. Gísli er ekki eit né neitt autoritet í málefnum þjóðkirkjunnar - hann sanað i það með þessari skrumskælingu sinni. 

Ég hef ekki tíma í augnablikinu að skrifa þetta eins og er.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.10.2015 kl. 19:46

54 identicon

Nú megið þið fróðu menn aðeins upplýsa mig um svolítið sem að virðist vera skautað svolítið framhjá en ætti nú kannski að vera svolítið stórt mál.

Ef að rétt er að kirkjan hafi átt þessar miklu jarðir (sem mætti halda að væri meirihluti jarða á Íslandi), hvernig eignaðist kirkjan allar þessar jarðir?
Er það rétt sem sagt hefur verið að prestar (til að bæta hag sinn) hafi eignast margar jarðirnar af fyrri eigendum, með því að véla af þeim eignirnar á danarbeðinu?
Eða keypti kirkjan jarðirnar af fyrri eigendum á sanngjörnu verði og á skjalfestan hátt?
Ef að seinna atriðið er það rétta, þá hljóta að vera til heimildir og skjöl varðandi það, þar sem Ísland er þekkt fyrir að hafa svoleiðis hluti á hreinu í kirkjubókum!
Ef að fyrra atriðið er rétt þá er það náttúrulega þjófnaður og ætti þá það að vera á hreinu að kirkjan vilji varla vera bendluð við sölu á þýfi.
En gott væri nú að fá svona smáatriði á hreint.
Annað sem að vekur eftirtekt mína er það að kirkjunnar menn hér tala alltaf um leigu á jörðunum, en lögin segja kaup.
Hvort er það ríkið eða kirkjan sem er að ljúga?
En hvort sem er, þá hlýtur það að vera báðum aðilum til hagsmuna að fá úr þessu skorið og þá jafnframt að það fari fram mat á þeim jörðum sem að ekki er vafi um eignarhald og eftir það þá sé það á hreinu hversu mikið á að greiða hvort sem um leigu eða kaup sé að ræða.
Ég tel spurningar mínar alveg eiga rétt á sér og frábið að mér sé bendlað við drykkju á einu eða neinu!

Þórður Sigfriðsson 30.10.2015 kl. 21:44

55 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þórður 

Stalst þú íbúðinni/húsinu þinni ?  Auðvitað var engum vafa undirorpið um eignarhaldið.  Sömuleiðis ekki þegar ríkið seldi úr safninu með ólögmætum hætti í 90 ár nærri 300 jarðir. Síðan var samningnum breytt úr leigusamningi yfir í ksupdsmning vegna þessara lögbrota ríkisins, en afgjaldið breyttist lítt og því hefur kaupsamningurinn kaupsamningsígldi, enda afar lágar greiðslur fyrir gífurleg verðmæti.

Þú kemur með lygam0ntruna sígildu um dánarbeðið ....

Farðu í þinglýsingarbækur og þar liggur allt fyrir. S0muleiðis þar á undan fornbréfasafnið um það sem er frá 1550 þar sem þinglýsongarbækur liggja ekki fyrir. Engi var stolið enda getur þú kannað heimildir eins og annála og kærumál hjá opinberum aðilum. Enginn hefur borið brigður á eignarhaldið eða hvernig kaupin báru að enda ávallt gert fyrir opnum tjöldum. Lægi fiskur undir steini eru erfingjar duglegir að kæra slíkt.

Svo var þetta ekki meirihluti jarða eins og þú segir sem sýnir að þú hefur lítt lesið innleggin hérna eða fylgst með umræðunni. Þetta var allt að 17% jarðeigna, eða hátt í 700 jarðir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.10.2015 kl. 23:11

56 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

P.S.

leiðrétting : Kaupleiguígildi átti að standa en ekki kaupsamningsgildi eins og misritaðist í flýtinum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.10.2015 kl. 23:13

57 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú stendur þig vel, predikari. smile

Þórður Sigfriðsson er greinilega illa að sér um málin.

Dánarbeðsmýthan er nú eitt, eins og ég sá strax, og þú svarar því vel. Þórður verður að átta sig á því, að þótt hér hafi ekki verið lýðræði á fyrri öldum, þá var Ísland þó réttarríki allar aldirnar á 2. árþúsundinu e.Kr., og menn gengu stíft eftir rétti sínum. Þar að auki voru það einkum höfðingjar sem gáfu kirkjunni ýmsar af jörðum sínum; fátækir höfðu ekkert að gefa.

Jón Valur Jensson, 31.10.2015 kl. 03:20

58 identicon

Enn á ný ryðjist þið fram með hroka og kjaftæði þegar maður kemur með einhverja spurningu til ykkar.
Ég kom ekki með einhverja helvítis mýtu um dánarbeð heldur spurði hvort það gæti verið rétt sem að manni var sagt á yngri árum.
En nei, í staðinn fyrir að svara eins og menn þá rýkur þú upp predikari og spyrð mig hvort að ég hafi stolið húsnæði mínu og hinn vitleysingurinn lepur það upp eins og það sé mikið afrek.
Þið eruð aumir ræflar að geta ekki svarað án útúrsnúninga og skætings (er það nema furða að fólk yfirgefi þessi samtök ykkar með þessa hræsni og skítkast sem kemur frá ykkur.
Predikari, ef að allt þetta er svona vel skjalfest með þennan eignarétt eins og þú segir (og meðal annars var getið í minni spurningu) af hverju í andskotanum sýnir þú þá ekki link á þau skjöl í staðinn fyrir að fara undan í flæmingi og rakka alla aðra niður.
Þegar ég minntist á meirihluti jarða (þar sástu að sjálfsögðu enn eina ástæðu til að reyna að gera lítið úr mér) þá var ég að meina að miðað við leigugjald/kaupgjald, þá virðist fjöldi jarða nokkuð mikill.
Það virðist vera af mörgum pistlum ykkar kumpána að það sé yfirleitt erfitt að ræða við ykkur vegna helvítis hroka og trú ykkar á eigið ofmetna ágæti.
Predikarinn telur að hann sé betur hölpinn í svörum sínum og kjaftæðimeð því að vilja ekki opinbera hver hann sé.
Jón Valur í þínu auma innskoti varðandi þetta mál getur þú lítið gert annað en að saka mig um heimsku og á sama tíma sleikja upp kjaftæðið í hinu fíflinu.
Ég bið Óla Jón og aðra en þessa 2 kumpána afsökunar á orðbragði mínu, en ég bjóst við að það kæmi eitthvað af viti frá þessum tveimur og þegar það kom ekki þá missti ég aðeins stjórn á þessu.
Til þessara tveggja bólfélaga þá vil ég aðeins segja að ég bjóst kannski ekki við öðru en skætingi frá ykkur en vonaði þó og hefur þetta helvítis kjaftæði ykkar sannfært mig um að allt sem kemur frá ykkur sé ekki svaravert og mun ég nú gera nokkuð sem að ég hef ekki gert áður og það er að fá fólk ofan af þeirri helvítis ofskynjun að vera partu af ykkar skítasamkundu.
Hafið þið það svo sem best í blindni ykkar og heimsku!

Þórður Sigfriðsson 31.10.2015 kl. 09:46

59 Smámynd: Skeggi Skaftason

Pressing hefur ekki tíma til að svara mér en nægan tíma í röfl og raus! Fyndið :-D en aðallega brjóstumkennanlegt. 

Skeggi Skaftason, 31.10.2015 kl. 10:51

60 Smámynd: Skeggi Skaftason

Predikari átti þarna að standa. 

Skeggi Skaftason, 31.10.2015 kl. 10:52

61 identicon

Sæll Óli.

Skaði að athugasemdir skulu ekki númeraðar
því það gerir allt örðugra um að vitna til
einstakra hluta umræðunnar.

Held, ágæti Þórður, að einu gildi hvorum megin borðs
menn eru í þessari umræðu að enginn mæli því í mót
að menn hafi verið narraðir til á dánarbeði ellegar
sagðir hafa gefið heilu jarðirnar.

Þetta stunda menn enn óhikað þó í breyttu formi sé og
full ástæða að menn gjaldi varhug við slíku og að
notari publicum fái alla slíka gerninga til staðfestingar,
- og heldur þó ekki alltaf, - en kemur þó í flestum tilfellum
í veg fyrir illvígar deilur.

Minni svo á Tony Thompson gegn Malik Scott í kvöld!

Húsari. 31.10.2015 kl. 12:21

62 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þór'ur hinn kurteisi

Það er rétt sem Jón Valur segir að hér hefur verið réttarríki síðustu þúsund arin og menn duglegir að sækja rétt sinn. Ég spurði þig hvort þú hefðir eignasrt þína eign á réttan hátt því þú gerðir því skóna að þjóðkirkjan hefði ekki gert það heldur verið óheiðarleg í því merð glidishlöðnu innleggi þínu. Virðist ljóst að þú vissir svarið en notaðir tækifærið til að ausa svívirðingum yfir þá sem til svara verða. Þú veist að þaðer saknæmt að bera upp á menn rangar sakargiftir. Það hefur aldrei verið  véengt rétt eignarhald þjóðkirkjunnar á eigum sínum, enda enginn málarekstur orðið nokkru sinni vegna þess um aldirnar því sem fyrr segir þá hafa 

íslendingar verið duglegir verið að leita réttar síns hvort sem þeir hafa átt hann eða ekki og slíkt er allt skjalfest.

Hafir þú vitneskju en ekki sleggjudóma göturæsisins um eignir sem hafa verið teknar með óheiðarlegum hætti þá hvet ég þig til að kæra það fyrir yfirvöldum í stað svona fáránlegrea ásakana,. Allir löggerningar eru færðir til bókar og vottaðirt hjá sýslumönnum og þú getur skoðað þau tilvik sem þú telur að séu óheiðarleg.Þjóðkirkjan hefur ekkert að óttast í þeim efnum nema síður sé.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.10.2015 kl. 13:08

63 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

P.S.

Eitthvað er að tölvukerfinu en nafn Þórðar hefur misritast af einhverjum ástæðum á leið sinni áblog.is í næsta innleggi að ofan, ekki af því að ég misritaði það svo það sé enginn vafi á.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.10.2015 kl. 13:10

64 identicon

Predikari

Ef að þú hefur lesið það þannig að spurning mín væri einhver tilraun til að vísa skömm á þetta kirkjuræskni þitt, þá er lesskilningi þínum jafn ábótavant og kurteisi þinni.
Það er engin þörf að hjálpa ykkur að koma skömminni að, það sér kirkjan sjálf með ykkar líka í fararbroddi.
Það er nefnilega svo að munur á ykkar líkum (hræsnis og öfgafullum trúarnöttum) og þeim öfga og hræsnisfullu trúarnöttum sem aðhyllast Islam er enginn enda er trúað á nákvæmlega sama ímyndaða fyrirbæri.
Hvort sem ykkur líkar betur eða verr þá er svokallaði allah og hinn ímyndaði guð sama skáldað fyrirbærið.
Þetta með það að ég eigi að færa sönnur á eitthvað er eins og annað sem kemur frá ykkur, helvítis kjaftæði.
Miðað við það sem vellur upp úr ykkur í baráttu ykkar fyrir þennan tappa þarna í topplokinu á ykkur, þá þarf ekki mikið hugarflug til að sjá að prestar sem væru líkir ykkur fyrir nokkrum tugum ára hefðu ekki hikað við að hjálpa eigendum jarða til að skrifa undir einhverja pappíra (að sjálfsögðu með loforði um vist í himnaríki sem greiðslu) og svo hjálpa þeim yfir móðuna miklu með léttum þrýstingi koddans.
Mun ég láta orðaskipti mín til ykkar "heiðursmanna" lokið því öfugt við ykkur þá stjórna ekki einhverjar raddir í hausnum á mér tíma mínum.
Það röfl og kjaftæði sem kemur hér eftir frá ykkur greyjunum mun ég ekki leggjast svo lágt við að svara!
P.S. Enn og aftur bið ég aðra lesendur þessa bloggs afsökunar á orðbragði mínu en stundum verður að grípa til slæms orðalags til að tala við suma vanvita!

Þórður Sigfriðsson 31.10.2015 kl. 13:44

65 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þórður

Ég hélt okkur vera að ræða veraldlega hluti, en þu heldur þig þá bara við raddirnar í höfði þínu.

Samkvæmt lögum allra siðaðra ríkja þá sýnmir sá sem þjófkennir dæmið fyrir yfirvöldum sem síðan rannsakar og setur fyrir dóm sé mál þannig vaxið.

Þú kýst að nota svívirðingar og rangar sakargiftir þar sem þú berð mönnum á brýn þjófnað. Það er lítilmannlegt hafir þú ekki einhverja stoð fyrir slíkum ávirðingum á menn að hafa brotið lög og stolið eignum.

Sýndu manndóm í þér og komdu með dæmi um þetta eða biddu viðkomandi afsökunar á öfgafullum fullyrðingum þínum um saknæma háttsemi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.10.2015 kl. 13:52

66 identicon

Predikari

Ég ætlaði nú ekki að svara meiri röfli frá þér en verð samt aðeins að benda þér á skynvillur þínar.

Ég þjófkenndi engan heldur bara spurði hvort að það væri rétt sem að maður hefði heyrt í æsku og oft síðan.
Í stað þess að svara bara einfaldri spurningu þá ærist þú og spyrð hvort að ég hafi stolið húsnæði mínu. (ert þú þá að þjófkenna mig? )

Ég tek ekki til persónulegra "svívirðinga" fyrr en þið trúarnöttararnir farið að tala um að ég sé að ljúga og fleira í þeim dúr.
Þegar svo hitt trúarfíflið talar um að ég sé illa upplýstur þá er það nú til að kóróna kjaftæðið. Þegar menn sem trúa á einhvern ímyndaðan gaur og lausaleikskróan hans og lifa eftir einhverri skáldsögu sem jú þrátt fyrir að vera mikið bókmenntaverk er jú ekki annað en skáldskapur (og eflaust trompist þið báðir tveir).
Að lifa eftir einhverri skáldsögu gerir ykkur ekkert að betri og vitrari manni heldur en þeim sem að lifir í skápnum í Narníu.
Ef að þessi tappi sem að þið trúið svo á í ykkar veruleikafyrrta lífi væri til og allar þessar sögur ykkar væru sannar (allar sannar, ekki bara þær sem að þið veljið úr) þá væri heimurinn öðruvísi en hann er. Hvort hann væri eitthvað betri er ég alls ekki viss um!
Svo að lokum, mannræfill sem ekki vill koma fram undir nafni og felur sig á bak við eitthvað dulnefni, ætti manna síst að vera krefja aðra um að sína manndóm, hvað þá fyrir eitthvað sem að þú ert að búa til í þínum illa bilaða hugarheimi.
Læt ég þetta vera lokin því að það er löngu vitað að það að reyna að fá eitthvað af viti úr umræðum við svona ofsatrúarfólk er vita vonlaust og bið ég þig vel að lifa og reyndu að fá eitthvað við þessum ofskynjunum þínum!

Þórður Sigfriðsson 31.10.2015 kl. 19:07

67 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þórður

þú spurðir og fékkst svör, en breyttist í dónatröll.

Við vorum að ræða veraldlega hluti en þú snérir því í hugarheim þinn.

Svo ræðstu á manninn en ekki málefnin. Nafn þitt er mér jafn framandi og mitt er þér - ekki hef ég nokkurn áhuga á þér, en svara því sem þú spurðir um. Málefnið skiptir máli og rökin en ekki hver flytur það.

En það er háttur þeirra sem komast í þrot með rök, eins og þú.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.10.2015 kl. 21:11

68 identicon

Það er merkilegt að Jóm Valur hnýtir í Skeggja Skaptason fyrir að skrifa undir dulnefni en mærir Predikarann fyrir það sama. Það skyldi þó aldrei vera að Jón og Predikarinn séu einn og sami maðurinn. 

Dalalæða 1.11.2015 kl. 13:48

69 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dalalæða

Ég hef boðið öðrum það fyrr að með mínu leyfi má hver sem er spyrja ritstjóra blog.is um það hvort „Predikarinn“ sé með sömu kennitölu og Jón Valur, eða þá hvort einhvert annað nafn fylgi kennitölu minni hjá blog.is. Sömu yfirlýsingu hefur Jón Valur gefið af sinni hálfu. Ég hélt sannast sagna að þessi mantra væri komin i gröf sína síðan

Hitt er annað að það er ekki nema heiður af því að vera jafnað saman við hinn góða og mæta fræðimann Jón Val.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.11.2015 kl. 14:05

70 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er að sjálfsögðu ekki sami maður og predikarinn, en mikið er ég feginn, að hann er á netinu, minnandi á margan sannleikann, sá vaski baráttumaður.

Þórður Sigfreðsson svarar mér og predikaranum í innleggi hér 31.10. kl. 9:46 og virðist þar í ójafnvægi, bölsótast meira en ég bara man eftir frá öðrum á netinu, því að ég tel þar ein fimm blótsyrði (helvítis, helvítis, helvítis, helvítis, "af hverju í andskotanum ...") og mörg önnur stóryrði ("hroka og kjaftæði" -- "hinn vitleysingurinn" -- "aumir ræflar" -- "hræsni og skítkast sem kemur frá ykkur", "hroka", "kjaftæði", "þessara tveggja bólfélaga", þetta helvítis kjaftæði ykkar", "ykkar skítasamkundu", "í blindni ykkar og heimsku!"). En sleppum því, það er hans eigin vandamál, sem hann er sér jafnvel meðvitaður um í sama innleggi, þar sem hann biður Óla Jón "og aðra en þessa 2 kumpána afsökunar á orðbragði [s]ínu."

En svo að ég svari fyrir mig, þá kannast ég ekki við að hafa sakað Þórð þenna um heimsku, þótt hann haldi því fram. Það eina, sem ég sagði um hann sjálfan, var: "Þórður Sigfriðsson er greinilega illa að sér um málin." Hann ætti kannski að sækja kúrs í málgreiningarheimspeki vestur í Háskóla, því að vanþekking á málum jafngildir ekki "heimsku"! Hann getur mín vegna verið með greindarvísitölu 100 eða meira, en þekkir ekki kirkjusögu til jafns við mig og (að ég hygg) predikarann, eða hefur Þórður nokkurn tímann stundað nám í kirkjusögu?

Þetta er það eina, sem ég hef við hann að segja, hann fær ekkert hnútukast i ligemåde frá mér!

Jón Valur Jensson, 1.11.2015 kl. 22:52

71 identicon

Predíkarinn/JVJ eru með betri kristnihræðum ísland, okkur ber að þakka þeim þeirra liðveislu í að koma kristni út í kuldann.
Hvetjum þá áfram á sömu braut.

DoctorE 2.11.2015 kl. 12:08

72 Smámynd: Skeggi Skaftason

Er ekki allt í fína að kalla Predikarann einhverju öðru nafni, t.d. Jón Val Jensson, Karl Sigurbjörnsson eða séra Kristin Jens eða Flóki eða bara eitthvað. 

Hann stundar það að nota nöfn annarra manna á viðmælendur sína.

Skeggi Skaftason, 3.11.2015 kl. 10:05

73 Smámynd: Jón Valur Jensson

Láttu ekki svona, Össur, þú ert auðþekktur, þótt þú hafir ástæður margar til að dyljast. En enn meiri ómerkingum anzar maður ekki.

Jón Valur Jensson, 4.11.2015 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband