Brandari gærdagsins

"Ef farið væri í mál við þjóðkirkjuna þá kæmi það í ljós að hún hefur barist fyrir réttindum samkynhneigðra og er þar í fararbroddi."
# Gísli Gunnarsson, fulltrúi vígðra í kirkjuráði, árið 2015.

"Hjónabandið á það inni hjá þjóðinni að því sé ekki kastað á sorphaugana."
# Karl Sigurbjörnsson, þáverandi biskup Ríkiskirkjunnar, árið 2006.

Ekki myndi ég fá Ríkiskirkjuna til þess að berjast fyrir mig ef þetta er það sem hún gerir þegar hún er í fararbroddi.

Er ekki kominn tími á leiðréttingu á trúfélagaskráningu einhvers staðar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um hvaða "brandara gærdagsins" ertu að tala?

Þú veizt, að nú geta samkynhneigðir gifzt í Þjóðkirkjunni.

En er það í samræmi við Nýja testamentið? NEI, alls ekki.

"Framar ber að hlýða Guði en mönnum." (Post.5.29, sbr.4.19.)

En leiðandi menn Þjóðkirkjunnar, án samráðs við leikmenn hennar og án stuðnings leikmenn hennar, ákváðu að hlýða hér mönnum (þrýstihópi, aðgangshörðum fjölmiðlamönnum, pólitíkusum og eigin róttæklingahópi lítt eða illa lesinna presta) fremur en Guði.

Jón Valur Jensson, 25.9.2015 kl. 16:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... án stuðnings leikmanna hennar ...

átti augljóslega að standa hér.

Jón Valur Jensson, 25.9.2015 kl. 16:29

3 identicon

Sá er hlýðir guði er að hlýða mönnum því menn sköpuðu guð og glópabullið í kringum hann.

DoctorE 25.9.2015 kl. 17:46

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki kenndi Jesús Kristur það. Þessi orð nafnlauss gervidoktors hafa  ekkert vægi í hugum kristinna manna.

Jón Valur Jensson, 25.9.2015 kl. 17:57

5 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Hvað kenndi Jesús Kristur Jósepsson um homma og lesbíur? Hvaða meinloku hafði hann gagnvart þessu fólki?

Óli Jón, 25.9.2015 kl. 18:00

6 identicon

Skrif biblíunnar eru nafnlaus, enginn veit hver skrifaði hvað; púra slúður aftan úr forneskju, sem gráðugir og heilaþveignir falla fyrir.
Einnig þú Jón, þú ert fórnarlamb heilaþvottar í barnæsku; þú værir forfallinn múslimi ef þú hefðir fæðst þar sem sú trú grasserar.

DoctorE 25.9.2015 kl. 18:02

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Staðreyndavilla maklaus hjá þér, því að höfundar fjölmargra hinna 72 rita Biblíunnar eru þekktir með nafni. 

Jón Valur Jensson, 25.9.2015 kl. 18:17

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óli Jón, skoðaðu ummæli Jesú um Sódómu. Skoðaðu líka umboðið sem hann gaf postulum sínum og fyrirheitið um sérstakan tilstyrk Heilags Anda -- og síðan orð Páls postula! Einnig Péturs um hjónabandið! Skoðaðu orð Jesú um hjónabandið sem aðeins fyrir karl og konu!

Jón Valur Jensson, 25.9.2015 kl. 18:20

9 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Ég sé að hann hefur sannarlega haft horn í síðu þessa fólks af einhverjum orsökum, en hver er ástæðan? Hvað varð til þess að Jesúsi verður svo uppsigað við samkynhneigt fólk sem raun ber vitni? Þegar börnum eru lagðar lífsreglurnar fylgja iðulega með útskýringar og ástæður. Hvernig rökstyður Jesús þetta einelti gagnvart minnihlutahópi? Hvaða rökfærslu tókst þú gilda? Hlítirðu máské þessu valdboði í einfaldri og óupplýstri blindni?

Óli Jón, 25.9.2015 kl. 18:38

10 identicon

Sæll Óli.

Nokkurs misskilnings virðist gæta
í skrifum þínum og reyndar hjá Jóni líka
því skýrt kemur fram í Matteusarguðspjalli
það sem er margundirstrikað að Kristur var og
er hjálpræði öllum mönnum hvað sem líður
hneigðum þeirra; fagnaðarerindið er allra
sbr. Matteusarguðspjall, 19. kapítula, 12. vers:

"Sumir eru vanhæfir til hjúskapar frá móðurlífi,
suma hafa menn gert vanhæfa, sumir hafa sjálfir
gert sig vanhæfa vegna himnaríkis.
Sá höndli sem höndlað fær."


Húsari. 25.9.2015 kl. 19:42

11 identicon

Ég veit það vel JVJ að þú hatar mig.. en ég, ég vorkenni þér; það hlýtur að vera erfitt að vera svona þjakaður, að halda niðri efanum sem fylgir því að vera "menntaður" í kristni"fræði".. að þurfa endalaust að trolololoa yfir yfir efann og sannleikann sem óhjákvæmilega kemur hjá öllum sem "mennta" sig í trúarstönglinu. Sumir berjast við þetta áratugum saman, verða rætnir, þvermóðskir, hatursfullir.. með allt á hornum sér, þar til þeir gefast upp og finna frelsið og hamingjuna sem kemur með því að taka sannleikanum opnum höndum.
Ég vona að þú eigir eftir að ná þeim áfanga í þínu lífi!

DoctorE 25.9.2015 kl. 20:34

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Húsari - það er villa í skrifum þínum til leiðréttingar á skrifum Jóns Vsls hvað hjónabandið varðar. Hjónaband er alveg skírt með að þsð er milli karls og konu og kemur í sjálfu sér ekki hjálpræðinu við eins og þú ert að skrifa. 

Það er sjálfsagður hlutur að prestar hafi leyfi til þess að hafna því að gefa saman samkynja pör í hjónaband því það stróðir gegm Orði Guðs. Jón Valur bendir réttilega á að stór hluti þjóðkirkjupresta framkvæmir þó slíkar vígslur þrátt fyrir að það stríði gegn trú þeirri sem kirkjan játar. Að ætla að þvinga þá presta til athafnarinnar sem trúarsannfæringar sinnar vegna gera slíkt ekki - það er argasta frekja þeirra sem samkynhneigðir eru þegar nægir eru vígslumenn aðrir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.9.2015 kl. 00:49

13 identicon

Sæll Óli.

Mér er velkunnugt um að í Matteus 19,4.og 5.versi stendur:
Jesús svaraði: „Hafið þið eigi lesið að skaparinn gerði þau
frá upphafi karl og konu 5og sagði: Fyrir því skal maður
yfirgefa föður og móður og búa með konu sinni og þau tvö
skulu verða einn maður.

En athuga þú Predikari að 12. versið gengur út á
það að menn geri sér grein fyrir að litbrigði jarðarinnar
eru breytilegri en svo að það snúi að þessu einu.

Og athugaðu einnig hvernig Jesú hagar orðum sínum
í 11. versinu í 19. kafla Matteusar þegar hann segir:
„Það er ekki á allra færi að skilja þennan boðskap
heldur þeirra einna sem það er gefið.
Með þessum orðum undirbýr hann það sem á eftir fer.

Það fer ekkert á milli mála hvað við er átt í fyrstu
setningu í 12. versi, - en það krefst að vísu þess
af hverjum og einum að beygja sig í auðmýkt í duftið
fyrir skilningi á því sem þar kemur fram sbr. 11. versið
og þó kann svo að fara að menn skilji það eftir sem áður
ekki einsog þar kemur fram

Að neita því sem er svo kýrskýrt og augljóst hefur
engan tilgang, - í 12 versi kemur þessi margbreytileiki
fram og ekki annað að gera en að fylgja 11. versi og reyna
að skilja hann öllu öðru fremur og ætla ekki að hann sé
í nokkrum hlut ómerkilegri en það sem kynnt var
í 4. og 5. versi í þessum kafla.
Þannig er hringnum lokað og því er að þessum málum
lýtur í þessu 12. versi.

Það er svo kafli út af fyrir sig að gera ráð fyrir því
að Guð skapi eitthvað það sem hann vill ekkert hafa með
að gera í sköpun sinni, er honum andstyggð og hann varpar
frá augliti sínu.

Það er auðvitað hin fullkomna rökleysa, Predikari góður!

Það er nóg komið af allri þeirri vitleysu sem um þetta
hefur verið skrifað í gegnum tíðina sem og öllu því
böli sem það hefur leitt af sér. Mál er að linni og
menn viðurkenni það sem blátt áfram stendur berum orðum
í hinni helgu bók og áður er rakið:

"Sumir eru vanhæfir til hjúskapar frá móðurlífi,
suma hafa menn gert vanhæfa, sumir hafa sjálfir
gert sig vanhæfa vegna himnaríkis.
Sá höndli sem höndlað fær."

Húsari. 26.9.2015 kl. 02:57

14 Smámynd: Aztec

Mig langar til að leggja orð í belg þótt ýmsir hafi illan bifur á sannleiksást minni. Ég vil gera tvær viðbætur við athugasemdir Húsara.

1.  "Sumir eru vanhæfir til hjúskapar frá móðurlífi, suma hafa menn gert vanhæfa, sumir hafa sjálfir gert sig vanhæfa vegna himnaríkis. Sá höndli sem höndlað fær."

Það sem er átt við með því sem er feitletrað/undirstrikað er að íhaldssömustu Essenarnir (sá trúarhópur gyðinga sem Jesús og fólkið kringum hann tilheyrði), t.d. Jóhannes skírari, litu á kynlíf sem sauruga athöfn og margir kvæntust ekki af þeim sökum til að þóknast Jahwe að þeirra mati. Þeir gerðu sig vanhæfa til hjúskapar vegna himnaríkis. Hins vegar gerðu aðrir sér það ljóst að án kynlífs myndu þeir deyja út og þess vegna var það ill nauðsyn. En því fylgdu svo strangar reglur, að ekki einu sinni kaþólska kirkjan, sem tók Nýja testamentið bóksatlega myndi fylgja því eftir, nema hvað kynlíf fyrir hjónaband var litið hornauga. Hjá Essenum var barn sem kom undir (og fæddist níu mánuðum síðar) áður en trúlofunartímabilið var yfirstaðið og formleg gifting tók við, var áitið óskilgetið, jafnvel þótt það fæddist eftir giftinguna. Síðan var líka ákvæði um að hjónaskilnaðir væru ekki ásættanlegir (nema í einstaka tilfellum), svo að ef fólk skildi, þá mátti það ekki gifta sig aftur og hafði þar með gert sig vanhæft til hjúskapar í annað sinn, því að skv. reglum var það enn gift hvort öðru.

2. ""Það er ekki á allra færi að skilja þennan boðskap heldur þeirra einna sem það er gefið." Með þessum orðum undirbýr hann það sem á eftir fer."

Hvort Jesús hafi sagt þessi orð eða bara Matteus, þá hafa þau þá merkingu, að á bak við allar frásagnir í guðspjöllunum um yfirnáttúruleg atvik lágu aðrir raunverulegir atburðir, og enginn sem þekkti til raunveruleikans (þ.e. samtímamenn Jesú) myndu taka þær bókstaflega. Hins vegar var þeim söfnuðum sem síðar kæmu, þ.e. þeir sem síðar urðu kristnir í löndunum við Miðjarðarhaf, ekki kunnugt um hvernig í pottinn var búið og þeir myndu trúa guðspjöllunum bókstaflega, líkt og kaþólska kirkjan hefur gert frá byrjun, enda var það það sem guðspjallamennirnir ætluðu sér: Þeir voru að búa til ný trúabrögð sem skildu sig frá gyðingatrú að ýmsu leyti, m.a. með því að leyfa óumskornum körlum og svo konum að hljóta vígslu. Þeir álitu að með þessu móti og með því að gera Jesú guðdómlegan út frá kraftaverkasögunum sem voru í pesherim frásagnartækni, myndu þessi nýju trúarbrögð hafa meira aðdráttarafl. Hins vegar trúðu bæði Jesú og margir af postulunum raunverulega því að guðsríki myndi koma á einhverjum tilsettum tíma og þá yrði Jesús formlega konungur og myndi dæma á hinzta degi. En þessir spádómar rættust aldrei sem kunnugt er.

Annars hef ég skrifað á bloggsíðunni minni mjög nákvæmar útskýringar á þessari frásagnartækni.

Kveðjur, Pétur D.

Aztec, 26.9.2015 kl. 17:29

15 identicon

Sæll Óli.

Undirstrikaða línan í 12.versi 19.kafla Matteusar
vísar til orðalags sem notað var um samkynhneigt
fólk til forna en með því að Jesús tekur það
sérstaklega upp með þessum hætti þá er og verður
samkynhneigð gjöf frá Guði svo sem hvaðeina annað er.
Sá er grundvallarmismunurinn.

Hvað varðar 11. versið þá stendur skýrum stöfum að
Jesús hafi mælt þau orð sem ég nefndi sbr.:
Jesús svaraði þeim: „Það er ekki á allra færi að skilja
þennan boðskap heldur þeirra einna sem það er gefið."

Þú skrifar Pétur: "En þessir spádómar rættust aldrei sem kunnugt er."

Opinberunarbókin 1:7 segir svo: "Sjá, hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann, jafnvel þeirra sem stungu hann, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yfir honum. Vissulega, amen."

Hljótt hefur orðið nokkuð um kenninguna um endurkomu Krists á síðari tímum en kenningin er í fullu gildi og hófst það ferli með
fyrsta spádómi Biblíunnar um endurkomu Krists
en í 1. Mósebók, 5:24 segir svo: Enok gekk með Guði, þá hvarf hann því að Guð tók hann.

Um þennan viðburð er svo ritað miklu nákvæmar í
Júdasarbréfi.

Þetta er því ekki fullreynt, ágæti Pétur!

Húsari. 26.9.2015 kl. 22:58

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílíkt rugl í þér um samkynhneigða, nafnlausi "húsari"!

Mök þeirra eru sögð útiloka þá frá himnaríki (I.Kor.6.9-10) og miklu víðar fordæmd sem alvarlegar syndir. En skrifar sjálfum þér til geðs, ekki Kristi.

Predikari, ég þakka þér; var í önnum.

Jón Valur Jensson, 28.9.2015 kl. 17:56

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

En þú skrifar ...

Jón Valur Jensson, 28.9.2015 kl. 17:57

18 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Af hverju þurfa mök samkynhneigðra að útiloka þá frá himnaríki? Komdu nú með góða ástæðu, "af því bara" gengur ekki.

Óli Jón, 28.9.2015 kl. 18:03

19 identicon

Sæll Óli!

Einkennilegt að sá sem hefur útilokað
a.m.k. 3 af þeim sem hér skrifa frá síðum sínum skuli
ekki geta þó haldið umræðunni á málefnalegu plani!

Ég geri spurningar síðuhafa að mínum.

Húsari. 28.9.2015 kl. 18:24

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alvarlegar syndir (margar aðrar) útiloka menn frá himnaríki.

Himnaríki er enginn fæðingarréttur manna, heldur Guðs gjöf. Ekkert óhreint á heima í himnaríki. En allir geta þó hreinsazt af syndum sínum* -- en þeir verða þá líka að gera það, með iðrun og þeirri fyrirgefningu sem fæst hjá Guði.

* Líka þeir, sem hafa framið synd samkynja maka, sjá I.Kor.6.11.

Jón Valur Jensson, 28.9.2015 kl. 18:27

21 identicon

Sæll Óli.

Ég sé ekki að svar Jóns komi með nokkrum hætti inná
það sem ég skrifaði hér að framan.

Ég hélt hins vegar að hann ætlaði að
biðja DoctorE afsökunar á að hafa ekki svarað
athugasemd hans þar sem hann segir:
"Ég veit það vel JVJ að þú hatar mig..."

Er hjarta þitt, Jón, svo steinrunnið, kalt og hart
að þú sjáir ekki ástæðu til þess að svara þessu einu orði;
að þú virðir ekki DoctorE einusinni svarsins;
snerta orð hans þig ekki hætishót?

Enn áttu eftir að svara síðuhafa þessum spurningum hans:
"Hvernig rökstyður Jesús þetta einelti gagnvart minnihlutahópi?
Hvaða rökfærslu tókst þú gilda? Hlítirðu máské þessu valdboði í einfaldri og óupplýstri blindni?"

Húsari. 28.9.2015 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband