Þar skall hurð nærri hælum!

DátiÞað er eins gott að óvildarmenn íslenska lýðveldisins skuli ekki hafa áttað sig á því að um nokkurt skeið höfum við verið algjörlega varnarlaus því líklega hefðu þeir brugðist skjótt við og ráðist hér inn meðan lag var til. Hér er eftir mörgu að seilast og því er ég altént afar feginn því að óvinir okkar létu það vera að ráðast á okkur. Það hefði eiginlega verið frekar óhentugt og jafnvel bara leiðinlegt.

Nú er hins vegar fokið í öll skjól hjá þeim, enda þurfa þeir nú að glíma við harðvítuga léttsveit lýðveldisins (lesist: varalið) og frændur okkar, Norðmenn og Dani, sem hafa hingað ekki getað litið upp frá byssuskeftunum enda uppteknir til að hrinda árásum á eigin lönd.

Ætli Norðmenn og Danir finni fyrir sömu aukningu í öryggistilfinningu, nú þegar þeir hafa greiðan aðgang að léttsveit lýðveldisins? Ætli þeir hrósi ekki happi yfir því að nú skuli þeir geta kallað til þessa óvígu sveit? Hin þríeina fylking Íslendinga, Dana og Norðmanna mun skjóta illmennum heimsins skelk í bringu og mun þeir aldrei hætta sér hingað á mitt Norður-Atlantshaf því ekki vilja þeir fá vonda lexíu í hennar boði!


mbl.is Sameiginleg sýn á þróun öryggismála staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband