Bannað innan 18?

Jáhá!Ég skora á þá ágætu menn sem taldir eru upp í þessari frétt að leggja nú metnað sinn í að gera góða og vandaða grínþætti sem hægt verður að sýna á besta tíma í íslensku sjónvarpi. Hingað til hefur grínframleiðsla á Stöð 2 iðulega verið mörkuð af afar klúru hugarfari aðstandenda og hafa afurðirnar verið þannig að fjölskyldan hefur ekki getað sameinast við tækin. Nekt, fúkyrðaflaumur og grátt grín hafa verið einkennandi hingað til, en vonandi verður breyting á. Það má reyndar snúa dæminu við og leyfa þessum mönnum að fara sínu fram, en þá verður líka að sýna þættina seint að kvöldi þegar yngri kynslóðin hefur tekið á sig náðir.

En því miður grunar mig að það sama verði upp á tengingnum nú sem endranær. Botninn í ósómatunnunni verði skafinn þannig að upp komi óþverri sem Stöð 2 mun enn og aftur sýna, sér til minnkunar. Það sýnir reynslan altént!


mbl.is Nýir gamanþættir í bígerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband