Sunnudagur, 5. apríl 2015
Nýfæddu börnin hunsa Ríkiskirkjuna
Ef rýnt er í tölur sem innanríkisráðherra sendi frá sér nýverið sem svar við spurningum Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur um skráningu barna í trú- og lífsskoðunarfélög kemur margt sniðugt í ljós. Af gögnunum má ráða að nýfædd börn kjósa í æ ríkari mæli að standa utan trúfélaga og þá sér í lagi Ríkiskirkjunnar og er það þróun sem vart hefur orðið undanfarin ár.
Grafíð sýnir fjölda lifandi fæddra barna hérlendis [gult], útreiknaðan fjölda nýfæddra barna sem ættu að hafa valið sér Ríkiskirkjuna sem trúarlegt athvarf m.v. hæsta hlutfall árið 2006 [rautt], raunverulegan fjölda nýfæddra barna sem kjósa skráningu í Ríkiskirkjuna [blágrænt] og loks fjölda barna sem Ríkiskirkjan hefur orðið af í gegnum tíðina vegna óþekktar í þjóðinni [appelsínugult].
Hvað veldur þessum hörmungum sem munu valda Ríkiskirkjunni fjárhagslegum erfiðleikum í framtíðinni þegar ríkið skal rukkað um trúarölmusuna og sálnaregistan hefur styst? M.v. upphæð ölmusunnar í ár mun þetta uppátæki kosta Ríkiskirkjuna tæpar 39 milljónir árlega þegar full áhrif hafa komið fram. Það munar nú um minna hjá stofnun sem keppist og streðast við að safna í kornhlöðurnar þótt á endanum ekkert safnist saman þar. Þetta eru ógnvænleg tíðindi fyrir þetta meinta fjöregg þjóðarinnar sem, að sögn, á svo mikla inneign í þjóðarsálinni, en virðist aldrei geta innleyst hana með nokkrum hætti.
Áhugavert verður að fylgjast með þróun appelsínugulu línunnar í framtíðinni, en mér segir svo hugur að vegur hennar fari vaxandi um leið og blágræna línan muni hníga í djúp trúleysis og andlegrar örvæntingar.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:29 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert brjóstumkennanlegur að þú skulir enn vera að tala um ríkiskirkju þegar langt er síðan eitthvað var sem slíkt gat talist. Þá benda þessi ítrrekuðu skrif til þess að þú sért einn þeirra sem féllst í PISA könnuninni því þú virðist ekki geta lesið þér til gagns - því margbúið er að vísa þér á lög og aðrar staðreyndir sem sýna ljóslega villu þina.
Svo ertu enn við heygarðshornið að japla á meintum óförum þjóðkirkjunnar í stað þess að boða þitt eigið fagnaðarerindi og fá menn í þðína trú í stað þess að vera í stríði við annað fólk.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.4.2015 kl. 21:10
Sæll Óli.
Í gjörvöllum lagatexta Alþingis er ætíð
talað um Þjóðkirkju.
Húsari. 6.4.2015 kl. 00:25
Börnin velja greininga Íslam og Vantrúarsamfélagið í meira mæli en fyrr Nú þarf Óli Jóns að berjast á fleiri frontum. Guð er greinilega alls staðar og vel vopnum búinn.
FORNLEIFUR, 6.4.2015 kl. 06:59
"Nýfædd börn hundsa ríkiskirkjuna"
Er ekk í lagi með þig , bróðir sæll?
Kveðja að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 6.4.2015 kl. 09:18
Það er fullkomlega eðlilegt að tala um Þjóðkirkjuna sem ríkiskirkju.
Rödd skynseminnar, 6.4.2015 kl. 09:56
Þetta er ósköp skyljanleg þróun. Eftir því sem fleiri segja skilið við þjóðkirkjuna fjölgar þeim börnum sem ekki fá sjálfkrafa skráningu í þjóðkirkjuna. Það er einfaldlega komin næsta kynslóð sem er utan þjóðkirkjunnar. Þetta er eins og snjóbolti sem fer af stað og fer sífellt hraðar niður brekkuna og hleður utan um sig í leiðinni. Þróunin verður væntanlega sú að úrsögnum á eftir að fjölga eftir því sem árin líða. En það er rétt að benda mönnum sem eru með orðhengilshátt í athugasemdum hér að Þjóð og Ríki eru nokkuð tengd hugtök. Til þjóðarinnar teljast allir þeir einstaklingar sem eru í Ríkinu. Þjóðkirkja er þessvegna einnig ríkiskirkja. En þar sem "þjóðkirkjan" er í dag aðeins með meðlimi 73% þjóðarinnar er spurning hvort að þessa nafngift þurfi ekki að endurskoða. Þjóðviljinn var jú alla tíð rangnefni á blaðinu. En ég hvet alla til að segja sig úr þessari þjóðkirkju. Það er til nóg af öðrum kristnum söfnuðum sem eru trúir sinni sannfæringu og eru ekki að bölast á þjóðinni.
Jósef Smári Ásmundsson, 6.4.2015 kl. 11:20
"Skyljanleg" átti að sjálfsögðu að vera "skiljanleg" Biðst forláts.
Jósef Smári Ásmundsson, 6.4.2015 kl. 11:22
´Jósef Smári
Þú hlýtur að hafa meiri greind en svo að vita að nafngiftin felur ekki sjálfkrafa í sér að þjóðkirkjan sé ríkiskirkja. Ril þess þarf meira en nafnið eitt. Hvað er þjóðarsál ? Ríkissál ?
Ríkið á ekki þjóðkirkjuna og stjórnar henni ekki, ekki frekar en Eimskipafélagi Íslands hf. þrátt fyrir nafnið ö en þið félagarnir viljið kannski miðað við skrif ykkar kalla félagið ríkiseimskipafélagið ? Eíkið á ekkert í Eimskipafélaginu frekar en þjóðkirkjunni - en nafnið virðist fera það félag hæft til að telfast ríkisstofnun - eður hvað ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.4.2015 kl. 12:40
Sæll Óli.
Meirihlutaatkvæði alþingis liggur fyrir því, - margsinnis, -
að orðanotkun skuli vera með þessum hætti semog er það
svo skv. Stjórnarskrá.
Kirkjan er eign þjóðarinnar, hún lagði ógrynni fjár til
borðs með sér er gengið var til samninga um fyrirkomulag;
stöðu hennar í breyttum heimi.
Hvort íslensk þjóð þarf á Underberg að halda til að rétta sig
af eftir æðisgengið fyllerí liðinna ára veit ég ekki en ekki
örvænti ég um Þjóðkirkju Íslands nú fremur en áður, -
og tæpast að börn hunzi hana fremur en móður og föður.
Nema þú lítir svo á og skrifir undir þá sögn er menn
horfðu á Stalín í andakt og þögnin rofin með svofelldum orðum:
Þetta er nú pabbi okkar allra!!
Húsari. 6.4.2015 kl. 14:42
Kæri Húsari.
Þjóðkirkjan er eign þeirra sem skipa þjóðkirkjusöfnuðina hverjum á sínum stað. Allir landsmenn, hvaða trú svo sem þeir aðhykkast, njóta ókeypis þjónustu þjóðkirkjunnar. Þannig á þjóðin ekki Eimskipafélag Íslands þrátt fyrir nafn þess félags, heldur hluthafarnir - þannig er þessu varið með þjóðkirkjuna.
Nafngiftin er sem fyrr segir kannski óheppileg þar sem ítekað gætir misskilnings á stöðu og eignarhaldi, en eins og þú bentir réttilega á er langt um liðið síðan aðskilnaður varð á milli ríkis og kirkju þó avo að stjórnskipunarákvæðið standi eftir.
Hitt er annað að fáir, ef nokkrir , hafa gert jafn hagstæð kaup og samningamenn ríkisins fyrir h0nd þjóðarinnar er hún gerði kaupsamning um hátt í 700 jarðir í eigu þjóðkirkjunnar til ríkisins. Þar mun ríkið gjalda hlægilega lága upphæð fyrir jafn miklil og gífurleg verðmæti fólust í þeim samningi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.4.2015 kl. 14:54
Predikari: Og þú ert svo leshamlaður og PISAlegur að þú áttar þig ekki á því að þetta er mitt fagnaðarerindi. Þessi pistill upplýsingar og gleði er raunverulegt fagnaðarerindi, boðberi fegurri og veraldlegri tíma og ekki síst leiðréttingar á meingölluðum opinberum staðtölum sem hafa gert þjóðinni mikið ógagn í gegnum tíðina. Hósíanna, hósíanna, hósíanna!
Og hvað varðar meinlokuna um að Ríkiskirkjan sé ekki ríkisstofnun, þá verður þú að gera þér að góða þann blekkingarheim sem þú býrð í. Ríkiskirkjan er ekki ríkisstofnun þegar ellefu ára barn sem þiggur vasapening af foreldrum sínum er skilgreint sem fullorðinn einstaklingur. Á meðan við skilgreinu ellefu ára barnið sem ólögráða einstakling sem fær stundum að ráða í hvers konar sokka hann fer á morgnana, þá þurfum við að skilgreina Ríkiskirkjuna sem ríkisstofnun því líkindin þarna á milli eru algjör.
Húsari: Það má vel vera. Við getum þó verið sammála um að þótt Mogginn staglist á því að hann sé 'blað allra landsmanna', þá er hann það í raun og veru ekki. Hið sama á við um Þjóðkirkjuorðaleppinn.
Fornleifur: Ég skil ekki hvernig þú færð þetta út úr mínum málflutningi. Þú hefur þurft að grafa djúpt til þess að komast á þessar villuslóðir.
Halldór: Oft er staglast á því að börnin séu ekki ósátt við vélskráningarþjónustu ríkisins og uni því bara vel að vera skráð í trúfélög. Þess vegna hlýtur maður að geta ætlað að þau séu sátt við þennan gjörning einnig. PS. Við vitum þó alveg, ég og þú, að þessi börn eru bara óvitar og að trúfélagaskráningin var ekki hönnuð með andlega hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Þar réðu aðrir og veraldlegri hagsmunir ferðinni.
Röddin: Sammála!
Jósef Smári: Amen, félagi!
Predikari: Það er þér tamt að vega að gáfnafari fólks á meðan þú virðist sjálfur glíma við sáran skort í þeirri deildinni. En hættu nú þessu fánýta fjasi þínu um Ríkiskirkjuna og leggðu frekar út af þeim tölum sem sjást í grafinu í efra. Hvað finnst þér um þennan flótta hvítvoðunganna úr faðmi Ríkiskirkjunnar?
Húsari: Réttast er að nota um hluti þau orð sem best lýsa þeim og Ríkiskirkja nær algjörlega utan um það fyrirbæri sem í opinberum pappírum kallast Þjóðkirkja. Og kirkjan lagði ekki með sér ógrynni fjár, hún kom eins og grindhoraður flækingsköttur að samningum við ríkið og baðst ásjár því hún stóð ekki undir sér fjárhagslega. Getum við ekki verið sammála um að ef kirkjan hefði átt nægilega digra sjóði á sínum tíma, hefði hún þá ekki bara haldið áfram að gera það sem hún gerði? Nei, hún var innansoltin og gatslitin og það var ekki fyrr en þessi ölmususamningur við ríkið komst á að vegur hennar fór að rísa eins og Ríkiskirkjuprestur lýsti því. Kirkjan var því aldrei í góðri samningsaðstöðu, en bjó að því að fyrir ríkið komu fram eymingjagóðir menn sem vildu hag hennar sem bestan og buðu henni því samning sem aldrei verður jafnaður hérlendis sem annars staðar.
Predikari: Útskýrðu með einföldum orðum svo við, PISA vitleysingarnir, skiljum hvers vegna hin vellauðuga kirkja kaus að semja frá sér þennan ótrúlega magnaða eignastofn sem þú lýsir og fá í staðinn ölmusu frá ríkinu sem það getur skorið við nögl að vild. Beittu nú því magnaða og leiftrandi hyggjuviti sem þú býrð yfir og sannfærðu okkur, ólæsu og vitgrönnu durtana, hvernig þessu vék við. Útskýrðu síðan hvers vegna Ríkiskirkjan rifti ekki samningunum þegar henni fannst á sér brotið þegar ölmusan var minnkuð og tók til baka öll þau auðæfi sem hún hafði í góðmennsku sinni lagt inn til ríkisins. Með þessum Guðlegu fjársjóðum ætti hún að geta rekið sig í vellystingum um alla ófyrirsjáanlega framtíð, svo miklar voru gjafir hennar á sínum tíma ef miðað er við andann í orðum þínum.
Við bíðum og reynum að stafa okkur fram úr Andrésblöðunum á meðan.
Óli Jón, 6.4.2015 kl. 16:26
Óli
Þú sýnir með útúrsnúningum þínum fyrirséðum að brjóstumkennankegur ertu sannlega og sannar mál mitt og annarra.
Það hefur verið um áarabil stafað ofan í þig í l0ngu máli sem stuttu af ótal m0nnum sem hafa um það sýnt þér með vísan í lög og aðraar staðreyndir sem liggja fyrir á hvern veg þetta er.Þú sýnir enn á ný að þrátt fyrir að menn hafi stafað þetta ofan í þig um árin þá meðtekur þú ekki né skilur það sem við þig er sagft og staðreyndir lagðar fyrir,
Ég veit að í Öskjuhliðinni halda menn afram í hið oendanlega að kenna, en hér virðist af áralöngum tilraunum vera ljóst að þú lærir ekki af framl0gðum staðreyndum - eða öllu heldur sem liklegra er að þú vilt ekki skuilja heldur færir fram ósannindi í þeirri von að einhver sem ekki veit betur trúi þér á endanum - í anda þess sem Goebbels lærifaðir þinn virðist hafa náð að kenna þér.
Þetta er upp á íslenska línu í anda Hildiríðasona hjá þér og þínum líkum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.4.2015 kl. 20:08
Sæll Óli.
Einn er sá hlutur sem ég hef jafnan virt við þig
og hann er sá að gestgjafi ertu ágætur.
Þrjóska þín ríður ekki við einteyming og kannski er
það nauðsynlegur undirbúningur fyrir það sem meira er!
Í mínum huga er það á tæru að lagaumhverfi Þjóðkirkjunnar
varð að breyta en ekki gerðist það af fjárhagslegum orsökum.
Ágæt regla er að lesa um helstu hugtök kenningar semog
móttrök gegn eigin skoðunum að 75% en láta sér eftir hin 25%!¿
Lærðar geinar hafa verið skrifaðar um Andrésblöðin góðu!
Legg þó til við þig Lukku Láka í þýðingu Þorsteins Thorarensen
semog Sígildar sögur. Þorsteinn var frábær þýðandi og þýðingarnar
tóku frumtexta fram svo um munaði. Þetta getur þú sannreynt með
einföldum samanburði.
Æ! Ég geri ekki mikið með úrslit úr Pisa eða á samræmdum
prófum! Opinbert leyndarmál að misjafnlega er að þessu staðið.
Sem tæki í kennslu er þó vart til öllu betra en einmitt
samræmd (alræmd!) próf.
Flýttu þín (svo ævinlega ritað í Austur-Landeyjum) jafnan
framhjá því voðalega húsi sem er við Efstaleiti í Reykjavík!!
Húsari. 7.4.2015 kl. 05:30
Predikari: Það hefur ekkert upp á sig að fara annan hring í þessu Ríkiskirkjumáli, þú ert með þína sýn á þessa hluti og við hin með okkar sýn. Látum það því kyrrt liggja því þetta þref okkar gerir ekkert gagn.
Hins vegar skil ég ekki af hverju þú færi Öskjuhlíð í mál hér og gaman væri að fá skýringu á því. Hvaða tilvísun er þetta og hvað merkir hún? Þér verður títtrætt um gáfnafar og læsi og áhugavert væri að vita hvort þú sért að drótta að einhverju þarna?
En merkilegast væri að fá frá þér skilmerkilegt svar við síðustu spurningu minni til þín sem er þannig: "Útskýrðu með einföldum orðum svo við, PISA vitleysingarnir, skiljum hvers vegna hin vellauðuga kirkja kaus að semja frá sér þennan ótrúlega magnaða eignastofn sem þú lýsir og fá í staðinn ölmusu frá ríkinu sem það getur skorið við nögl að vild."
Austu nú úr djúpum gáfnabrunnum þínum sem eru væntanlega yfirfullir af alls konar góðum þekkingarmolum sem þú hefur tekið upp í gegnum ótrúlega lestrarhæfileika. Reifaðu þetta dularfulla mál á þann hátt sem þér, með allar þínar Guðs gefnu gáfur, er einum lagið.
Húsari: Takk kærlega fyrir mig. Þrjóskan kemur sér afar vel í staglinu :) Hvað Andrésblöðin varðar, þá er ég á þeirri skoðun að þau séu í heimsklassa bókmenntalega séð og þess verð að um þau séu skrifaðar lærðar greinar!
Óli Jón, 7.4.2015 kl. 15:38
Óli
Það er marg búið að fara i gegn um þetta við þig með rökum og vísan í samninga og lög.
Þetta er ekki spuring um sýn þína eða mína á þetta - heldur hvernig þetta raunverulega er.
Þú hlýtur að geta séð hver munur er á ríkisstofnuninni Háskóla Íslands og hins vegar þjóðkirkjunni ?
100% eignarhald er hjá ríkinu á HÍ en 0,00% eignarhald ríkisins á þjóðkkirkjunni. Rekstur HÍ greiddur af ríkinu að frátöldum innritunargjöldum og þeim stöðugildum sem byskupsstofa greiðir. Það á ekki að þurfa frekari skýringa við nema menn vilji loka augunum fyrir þessari staðreynd af ásettu ráði og viljandi að villa um fyrir þeim sem ekki þekkja til. Hildiríðasona háttur.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.4.2015 kl. 18:37
Predikari: Já, já, greyið mitt. Þetta var nú aldeilis fínt hjá þér og gott að þú skulir trúa þessu.
En hvað um spurninguna góðu? Manstu, þessa hér: "Útskýrðu með einföldum orðum svo við, PISA vitleysingarnir, skiljum hvers vegna hin vellauðuga kirkja kaus að semja frá sér þennan ótrúlega magnaða eignastofn sem þú lýsir og fá í staðinn ölmusu frá ríkinu sem það getur skorið við nögl að vild."
Hvenær fáum við svar við henni í stað staglsins um ríkisstofnunina?
Óli Jón, 7.4.2015 kl. 18:41
Oli
Það ert þú sem staglar um að þjóðkirkjan sé ríkisstofnun en þú virðist ekki ætla að skilja það hve röng sdsú staðhæfing þín er og er hverjum manni ljóst sem kannar málið. Þess vegna hallast ég að því að þú sért viljandi að villa um fyrir fólki því ég vil ekki trúa því að þú skiljir ekki jafn einfaldan hlut.
Hvað varðar samninginn - er mönnum ekki leyfilegt að semja af sér - þó óviljandi sé ?
Þannig er það á milli jafnrétthárra aðila að stundum nær annar betri samningi á kostnað hins.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.4.2015 kl. 18:55
Óli minn það mætti segja mér að Prédikarinn eigi ekki svar við ofur einfaldri spurningu
thin 7.4.2015 kl. 23:40
Thim
Það virðist sem þú berir nafn með rentu - skilur ekki einfalt svar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.4.2015 kl. 00:05
Sæll Óli.
Þakka svarið.
Hrunið hefur skilið eftir sig vellauðuga yfirstétt
í landi hér og millistétt sem er svo löskuð að hún
gerir vart annað en að eiga til hnífs og skeiðar, -
og Guð hjálpi svo Pisavitleysungunum sem eru þar
fyrir neðan!!
Hvað eigum við nú að dúlla okkur við í dag?
Já, er ekki upplagt að fjalla um stjórnarskrána!
Í stofu- og glugga kommúnismanum fyrirfinnst ekki
jarðtenging við þjóðarsálina, hreint ekki.
Síðan er það svo yfirgengilegt að þó að flesir
vitibornir menn hafi séð í gegnum þann vef svika og
blekkinga sem þetta ferli um stjórnarskrána hefur verið,
að nefndir og ráð þar að lútandi voru sennilega ekki
annað en snjall pólitíkur leikur til að fá háværar
raddir til að þegja. Þeir meðtóku Helagan Anda og vænlegar
fúglur fjár fyrir eitthvert ótrúlegasta klúður og vitleysu
sem sést hefur á byggðu bóli. Er virkilega einhver til
sem trúir þessum fjanda?
Þjóðkirkjan er sem lúbarinn rakki út við vegkantinn
af henni stafar mönnum varla mikil hætta.
Hún reyndi þó að klóra í bakkann og bjó að því að
vísir menn hefðu komið málefnum hennar í höfn en
enginn sá það fyrir að hún yrði rúin helstu kennimönnum
sínum og stæði uppi með bráðabirgðalausnir út um allar
tær og trissur, - svo bragðdaufar að Unberg hefði ekki
dugað til að gleyma þeim ósköpum!
Við skulum vona að íslensk þjóð safni því besta úr
sjálfri sér og nái sameinuð að vinna sig út úr
þeirri kreppu sem hún er stödd í.
Draumur minn hefur ávallt verið sá að jafnt lífsskoðunarfélög
eins og t.d. Vantrú og Þjóðkirkjan eigi það eftir inní
framtíðinni að taka höndum saman um þjóðþrifaverkefni semog
samvinnu almennt.
Það er vitaskuld hafið yfir allan skynsamlegan vafa að margir
góðir liðsmenn og öflugir til góðra verka eru einmitt innan
Vantrúar og annarra lífskoðunarfélaga.
Þetta á að sjálfsögðu við um Þjóðkirkjuna líka þó svo
Heilagsandahopparar skjótist útundan sér og sæki nokkuð
langsóttar samlíkingar máli sínu til stuðning einsog
'hefndarklám' svo eitthvað sé nefnt og er auðvitað ekki annað
en ómerklilegt asnaspark.
Löggjafinn setur kirkjunni lög hvað varðar ytri búning
og einungis lagatæknilegt atriði að það komi saman
í einum punkti en tilgangurinn er sá því þannig
verður það að vera.
Öflugir samningamenn komu þar að og hefur enginn haft
nokkrar athugasemdir varðandi niðurstöðu heldur þvert
á móti að menn hafi unað nokkuð vel við sinn hlut,
hvorirtveggju.
Það er hverju orði sannara að Andrésblöðin góðu eru
klassík meðal heimsbókmenntanna sem og Lukku Láki
og síðan bækur um Gúllíver og fleiri og fleiri.
Ósjaldan snýr táknfræðin að kenningum kirkjunnar einog
sannaðist best er Hvíti hvalurinn e. Hermann Melville
fékk litið dagsins ljós eftir að hafa legið í
þagnargildi í heila öld.
Svo er symbolimi eða táknfræði Opinberunar Jóhannesar
óendanleg uppspretta og margir þekktustu listamenn sögunnar
ljáð mönnum sýn sína á viðfangsefnið; skyggt hönd fyrir sjónu.
(talið var að forspáir og ófrekir gætu léð öðrum sýn sína með
því að skyggja fyrir sjónu þeirra)
Húsari. 8.4.2015 kl. 12:40
Thin: Rétt er það. Hann er svo þjakaður af góðum lesskilningi að honum yfirsjást iðulega atriði sem eru í texta sem fyrir hann er borinn. Þó klóraði hann í bakkann með slöppu innleggi í gær, en þó mátti af því ráða að hann hefði ekki náð inntaki spurningarinnar fyllilega sem hlýtur að vera PISAlega pirrandi fyrir jafn snjallan og góðan lestrarhest.
Predikari: Þú ert s.s. að fullyrða að þegar Ríkiskirkjan lyppaðist að samningaborðinu hafi hún í raun haft yfirburðastöðu gagnvart ríkinu fjárhagslega sem hún svo, í einfeldni sinni, samdi frá sér? Ef þú leggur einhvern trúnað á þín eigin orð, ertu þá ekki hlynntur aðskilnaði ríkis og Ríkiskirkju sem m.a. gæti haft í för mér sér að hún fengi allt þetta ofurverðmæta jarðnæði til baka þótt ríkið sé reyndar búið að borga það margoft upp í topp?
Hvað segirðu um það (og geymdu allt stagl um stofnunina, þú færir ekkert nýtt fram með enn einu óyndisinnlegginu í þeirri deildinni)?
Húsari: Þú segir, réttilega, að kirkjan sé sem lúbarinn rakki við vegkantinn, þjóðinni til lítils ama. Þó er það þannig að árlega sogar hún til sín milljarða á milljarða ofan sem gætu farið til góðra og uppbyggilegra verka eins og t.d. heilbrigðis- og menntamál. Hún gerir því umtalsvert ógagn bara með ríkisstyrktri tilveru sinni.
Ég vona því að í rausi Predikarans finnist það sannleikskorn sem geti orðið til þess að kirkjan treysti sér til þess að segja ríkinu upp og standa á eigin fótum. Henni hefur reyndar aldrei lukkast það hingað til, en vert væri að prófa það einu sinni enn :)
Óli Jón, 8.4.2015 kl. 14:37
Óli
Enn bullar þú. Það er enginn aðskilnaður eftir. Það er langt síðan hann varð. Eina sem er eru kaupsamningsgreiðslur fyrir hátt í 700 jarðir.
Þú ert í herferð með hálfsannleik, orðaleppum og lygum til að blekkja vísvitandi þá sem ekki vita betur.
Ríkið hvorki gat né vildi skila jörðunum í aðdraganda samninganna sem leiddu til samningsins sem var lögfestur 1997. Þeim var boðið að skila jörðunum og slíta leigusamningnum um leið.
Ljóst er að það var þjóðkirkjan sem bar skarðan hlut frá borði bæði 1907 og 1997 í samningum við ríkið. Stórriddarakross með stjörnu og gullkeðju er það sem samningamenn ríkisins ættu að fá í bæði skiptin fyrir að sigra í hvort sinn í verulega hagfelldum samningum fyrir ríkið.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.4.2015 kl. 16:11
Predikari: Þannig að dagljóst er að Ríkiskirkjan ætti að segja upp þessum ónýta samningi og sjá sjálf um eigin mál í stað þess að þiggja þennan vasapening frá ríkinu, er það ekki?
Óli Jón, 9.4.2015 kl. 13:51
Óli.
Ég er búinn að segja þér nokkrum sinnum um árin að ríkinu var boðið í aðdraganda samningsins sem var lögfestur 1997 að segja upp samningnum og þjóðkirkjan fengi jarðirnar sínar til baka - en því hafnaði ríkið.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.4.2015 kl. 16:27
Predikari: Þannig að eymingja Ríkiskirkjan er bara saklaust fórnarlamb í kringumstæðum sem hún hefur enga stjórn yfir og getur sig á engan hátt hreyft jafnvel þótt hún eygi von um gósentíð með kornhlöðum fullum af peningum og öðru geistlegu góssi? Mikið er þetta sorglegt og leitt að henni skuli haldið í fjárhagslegum festarböndum á meðan veraldleg velsæld bíður hennar rétt utan seilingar. Vonda ríkið vill ekki láta auðæfi kirkjunnar af hendi á meðan hún lepur dauðann úr guðlausri skel. Æi, bara ef aðeins væri til snefill af velvilja í garð hennar í vonda ríkisapparatinu :( þá gætu monningarnir nú farið að rigna eins og manna af himinum, en þess í stað þarf hún að beygja sig eftir aurunum eins og betlari.
Ég myndi bara fara að skæla, væri ég biskup í þessari stöðu.
Óli Jón, 9.4.2015 kl. 17:02
Óli
Þetta er bara niðurstaða samninga - við því er ekkert að gera. Kirkjan er ekki fórnarlamb, en þarf að gæta þess að ríkisstjórnir standi við gerða samninga - það gerði ekki sú síðasta.
En gott að sjá að þú hefur lesið eitthvað í Biblíunni miðað við það sem þú skrifar. að er kannski von um sálujálp þína enn ;)
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.4.2015 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.