Og enn flýtur undan henni ...

Í athygliverðri frétt Kjarnans frá í gær kemur í ljós að 56% þjóðarinnar, marktækur meirihluti, er andvígur ríkisfjármögnun Ríkiskirkjunnar á meðan um 27% vilja ríkisfjármögnun. Eins og við er að búast þá er yngra fólkið meira andvígt gjafafé frá ríki til kirkju og eldra fólk fyllir upp í minnihlutahópinn sem vill ríkjandi fyrirkomulag ölmusunnar. Það segir okkur enn og aftur að hin gránandi kirkja á litla peningalega inneign hjá þeim sem munu byggja Ísland og að fjárhagsleg hnignun hennar er jafn óumflýjanleg og gangur tímans fram á við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Óli.

Kemur það ekki nokkurn veginn af sjálfu sér að
eigi menn þess kost að borga ekki að þá kjósi þeir
það umfram annað.

Spurningin sjálf er gildishlaðin því hún gerir
ráð fyrir fjármagni frá ríki þegar ljóst liggur
fyrir að samningur ríkis og kirkju gerir ráð
fyrir að báðir aðilar njóti til jafns af
samkomulaginu og getur hver gengið úr skugga með það
með því einfaldlega að lesa samninginn.

Frá þessu hefur þegar verið gengið með þessum hætti
og því bíður það síns tíma þá samningurinn verður tekinn
til endurskoðunar, telji menn þá þörf á því, hvort
núverandi fyrirkomulag gildir næstu 1000 árin eða ekki.

Húsari. 10.3.2015 kl. 20:33

2 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Þú gengur líklega út frá því að þeir samningar sem eru í gildi vegna fjármögnunar ríkisins á rekstri Ríkiskirkjunnar séu eðlilegir. Fátt gæti verið fjær sanni. Þessi frétt í Mogganum segir t.d. allt sem þarf um þennan óskiljanlega, ótímabundna og endalausa útgjaldalið ríkisins sem er ölmusan til Ríkiskirkjunnar. Svo er líka hægt að nálgast málið út frá tölulegum forsendum í þessari frábæru grein sem Brynjólfur Þorvarðarson skrifaði fyrir nokkrum árum, en hún stenst fyllilega tímans tönn.

Það er Ríkiskirkjan ein sem nýtur ölmusunnar, ríkið var bara bundið á þennan klafa af misvitrum mönnum sem höfðu ekki hagsmuni þess að leiðarljósi þegar þeir settust við samningaborðið.

Óli Jón, 10.3.2015 kl. 21:16

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Samkvæmt þessari frétt sem þú vísar í Íli Jón, þá sannast það sem ég hef sagt ykkur andkristnu að ræikið hefur gert í þessum samningi einhvern besta samning fyrir hönd ríkisins sem nokkru sinni hefur verið gerður !

Reykjavík var að leigja 2.600 m² af ríkisútvarpinu og greiðir fyrir það byggingarverð stórs einbýlishúss á hverju ári ! 58.800.000,- eða á jafn l0öngum tíma og kirkjujarðasamningurinn hefur lifað, 6.350.400.000,- ! Það fyrir tvær skrifstofuhæðir ! Kirkjujarðasamningurinn er þó fyrir hátt í 700 jarðir á Íslandi -  sem þar að auki gefa ríkinu tekjur ! 

ÓJ  farðu nú að hætta þessari þráhyggju við hina kristnu.

Hvað hefur Íbúðalánasjóður borrgað í húsaleigu til ríkisleigufélagsins í Boorgartúni - nei sorry það er ekki ríkisleigufélag sem ÍLS leigir af - heldur einkaaðili ! Skritið að leigja ríkinu húsnæði og verða þar með ekki ríkisleigusali ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.3.2015 kl. 22:41

4 identicon

Sæll Óli.

Það er eðlilegt að menn geti skipst í fylkingar um
þá samninga sem gerðir eru en hitt jafn víst að
fullmektug yfirvöld ríkis og Þjóðkirkju gengu til samnings
og ber að efna hann.

Annars vill svo til að enginn hefur gert betur grein fyrir
efnisatriðum samningsins en einmitt Predikarinn sem hér skrifar
á síðu hjá þér og gerði svo fyrir skemmstu og er það að bera í
bakkafullan lækinn að bæta þar nokkru við.

Í því tilviki ef menn teldu samninginn ekki endurspegla
það jafnvægi til handa hvorum málsaðila fyrir sig sem nauðsyn
hefði borið til þá hafa þeir einungis við sjálfa sig að
sakast í því efni.

Mig grunar þó að menn hafi staðið upp frá samningum
allsáttir og minnist þess ekki að þeir sem um það mál
fjölluðu hafi nokkru sinni lýst yfir andstöðu eða
eftirsjá þessa gjörnings heldur miklu frekar að lög
og form hefðu verið skýrð með þeim hætti sem fullnægjandi
teldist og málum betur komið fyrir en áður.

Húsari. 11.3.2015 kl. 00:02

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Húsari skrifar:

Kemur það ekki nokkurn veginn af sjálfu sér að
eigi menn þess kost að borga ekki að þá kjósi þeir 
það umfram annað.

Þetta kemur nú ekki í veg fyrir að menn og konur borga með fúsum og frjálsum vilja félagsgjöld í karlakóra, kvenfélög, bridsfélög, Rótarý, Kiwanis, RKÍ, o.fl. o.fl. o.fl. félög. Þessi og fleiri félög þurfa ekki að fá félagsgjöld sín greidd úr ríkissjóði. Sjálfur greiði ég félagsgjöld í mörg félög og styrki önnur reglulega.

Húsari mætti svo líka muna að þeir sem "sömdu" fyrir hönd ríkisins um þessa eilífðarstyrki voru allir sem einn félagsmenn í félaginu Þjóðkirkjunni. Svo kirkjan sat beggja megin borðs í þeim samningum.

Skeggi Skaftason, 11.3.2015 kl. 08:59

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er nokkuð sama hvort farið er eftir þessum samningi ríkis og kirkju eða ekki .Það ber allt að sama brunni. Kirkja getur aldrei átt jarðeignir, heldur eru þær sameigm safnaðarmeðlima kirkjunnar. Eignir safnaðarmeðlima kaþólsku kirkjunnar færðust á sínum tíma til safnaðarmeðlima lúthersku kirkjunnar , sem nota bene voru þeir sömu - öll þjóðin-. þegar síðar spruttu upp aðrir söfnuðir- mormónar, fríkirkjur, hvítasunnumenn og aðrir, tóku meðlimir þessara kirkja með sér hlutfallslega sinn eignarhlut. Það sama gildir um þá sem kjósa að standa utan trúfélaga. Ef farið yrði eftir þeirri skilgreiningu að kirkjunar væru einstaklingar þegar kæmi að eignarrétti, þá væru þessar 1/6 hluti allra jarðeigna í landinu ennþá í eigu kaþólsku kirkjunnar þar sem enginn samningur er til um eignartilfærslu- hvorki kaupsamningur, afsal eða gjafabréf sem sannar að kaþólska kirkjan hafi fært Lúthersku kirkjunni þessar eignir á sínum tíma. Og verður þá ekki niðurstaðan alltaf sú að allir eigi bara að fá sinn hlut af kökunni og ekkert umfram það.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.3.2015 kl. 09:28

7 identicon

Sæll Óli.

Hafi menn val um að taka við opnum tékka
uppá 5 þúsund eða 50 miljónir munu þeir ugglaust
umhugsunarlaust velja 50 miljónirnar.

Í orðum mínum fólst ekki að menn greiddu grátanda tári
félagsgjöld sín en misjafnlega gengur þó sú innheimta!

Fuglavinafélag Reykjavíkur hefur aldrei gert mér reikning
fyrir félagsgjöldum og bíð ég þess nú að það geri mig gjaldþrota
vegna ógreiddra félagsgjalda.
Það er með gjöld af því tagi einsog barnsmeðlög að greiði menn
ekki er það næsti bær við að útskrifa sjálfan sig til þess
helvítis sem gengur framar hinu gamla góða; svíðingsháttur.

Minnir að menn hafi verið svo elskir að fullmektugum
stjórnvöldum á tímum samnings þessa að fám mönnum ef nokkrum
hafi komið til hugar að þau hafi ekki fullgreint þríeinan
guð jafnt á himni sem á jörðu í brjóstum sér og önnur
hliðarsjálf þá er þau stukku á milli borða svo léttilega
að engum hefur dottið í hug fram til þessa dags að gruna
þau um græsku.

Húsari. 11.3.2015 kl. 09:47

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári

Ég hef skýrt þetta fyrir þér sem og fleiri á árum og mánuðum áður. Af hverju er verið að tönnlast á því sama aftur og aftur þó skýring sé löngu komin.

Nánast hver einasta eign kaþólsku kirkjunnar tók kóngurinn eignarnámi í ríkisjóð sinn og skilaði sér aldrei til þeirrar lúthersku sem  kóngurinn tók. Ótrúlega lífseigur sleggjudómur fáfræðinnar - og það þó það sé sífellt verið að leiðrétta það.

Allt sem ríkið tók yfir 1907 af eigum þjóðkirkjunnar hafði komið til eftir siðaskiptin.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2015 kl. 12:47

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Við höfum rætt þetta áður.

Sýslumenn og Gjaldheimtan tók að sér að innheimta gegn þinnheimtuþóknun sóknargjöld fyrir marga söfnuði þjóðkirkjunnar. Ekki hvað síst var það innan stærstu sveitarfélaga. Þá óskaði ráðherra við skattkerfisbeytinguna að fella þetta inn í innheimtu sem ríkið hefur í sköttum. Framkvæmdamátinn var síðan ákveððinn endanlega af Alþingi. Það er billeggt af doktornum að segja að menn hafi seti'ð beggja vegna borðsins. Hvo um sig gætti hagsmuna hins að sjálfsögðu. Voru þeir samt ekki allir íslendingar ? ? Truflar það ekki menn að vera íslendingar beggja vegna borðsins.

Hættu þessum billegu útúrsnúningum - þeir hæfir ekki jafn langskólagengnum manni sem þér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2015 kl. 12:52

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Misritun áðan :

.....hvor um sig gætti hagsmuna sinna.....

átti að standa að sjálfsögðu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2015 kl. 12:53

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Predikarinn skrifar

Þá óskaði ráðherra við skattkerfisbeytinguna að fella þetta inn í innheimtu sem ríkið hefur í sköttum

Já hver var það nú aftur, Jón Helgason var það ekki, sá álfakollur?

Eins og ég hef margsagt þér og þú skilur mætavel þá er ekki lengur innheimt sértækt gjald, ef það er einfaldlega "fellt inn" í almenna skattheimtu.

Við gætum t.d. hætt að innheimta rafmagnsreikninga, og bara fellt allt heimilisrafmagn inn í almenna skattheimtu. En það væri ósanngjarnt gagnvart þeim sem nota lítið rafmagn. Það væri þó meira vit í þessu heldur en núvernaid ríkisrekstri á sóknargjöldum.

Með Jesústilbeiðslufélagið ætti auðvitað að gilda hið sama, þeir sem VILJA vera í félaginu og trúa, þeir skulu greiða félagsgjald en EKKI láta okkur öll - líka okkur sem ekki trúum á Krosslafa Guðsson - borga fyrir að halda uppi þessum Jesúklúbbi!

Skeggi Skaftason, 11.3.2015 kl. 13:39

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur

Jú það var Jón Helgason.

Framkvæmdin og fyrirkomulagið ákvað Alþingi eins og þú veist. Þar er ekki við trúfélögin að sakast en samið var um að gjaldið eins og það var líklega 1986 mmyndi halda sér og yrði látið fylgja verðlagsþróun og fjársýslu ríkisins falið að rikna þetta tvisvar á ári. Enginn feluleikur þar. Það er ekki sama að hafa eitt lágt gjald á mánuði sem fylgir verðlagsþróun og setja raforku- eða heitavatnsreikning inn úi slíkt þar sem sú upphæð flöktir eins og gefur að skilja og óhægt um vik að koma slíku við. Þetta var að undirlagi ríkisstjórnar og síðan samþykkt sem lög frá Alþingi. Ekki hengja bakara fyrir smið.

Upphaflega, eins og ég nefndi, þá var það í stærstu sveitarfélögunum að sýslumenn og gjaldheimtan innheimtu þetta gegn þóknun fyrir þjóðkirkjuna. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2015 kl. 13:52

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Eftir stendur að þetta fyrirkomulag sem hinum háheilaga meirihluta á Alþingi 1987 fannst svona gasalega sniðugt stenst ekki nútíma mannréttindasjónarmið. RÍKIÐ Á EKKI AÐ HALDA UPPI TRÚFÉLÖGUM. Ríkið gerir það með því að greiða sóknargjöld beint úr ríkissjóði. Þetta hefur verið margbent á í skýrslum SÞ með úttekt mannréttindamála á Íslandi.

Jón Helgason tók þátt í samstilltu átaki ríkisvalds og Þjóðkirkju sem unnið var að alla 20. öld, að ríkisvæða kirkjuna enn meira!

En kristnir Íslendingar láta það í léttu rúmi liggja, enda gefur kristnin sem humgmyndafræði almennt lítið fyrir mannréttindi.

Reyndu nú að láta messuvínið einu sinni renna af þér prestlarfurinn þinn og viðurkenndu staðreyndir.

Skeggi Skaftason, 11.3.2015 kl. 14:18

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Þetta er skírt sagt í lögum um sóknargjöld að þetta er ekki framlag ríkisins.

Hættu nú þessari ólánsmöntru þinni staðlausu dr. Össur og viðurkenndu staðreyndir.

Háskóli Íslands er ríkisstofnun ö þjóðkirkjan ekki.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2015 kl. 14:58

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Æi girtu nú upp um þig séra minn.

Það skiptir mig engu andskotans máli hvað þið Jón Helga Jesúbossar "skrifuðu" í lögin - það sem skiptir máli eru hvernig lögin virka í raun - sóknargjöld ERU FRAMLAG RÍKISINS!! Reyndar hefur fjármálaráðuneytið margstaðfest það. Og nú ætlar víst Ólöf Nordal innanríkisráðherra að fá ríkisendurskoðanda til að staðfesta það enn og aftur.

Skeggi Skaftason, 11.3.2015 kl. 15:10

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Innanríkisráðuneytið hefur sagt að þetta sé félagsgjald sem ber nafnið sóknargjald. Það hefur verið skýrt frá því í frétt á Morgunblaðinu því blaðið sendi um það fyrirspurn til innanríkisráðuneytisins síðla hausts 2014 og svar ráðuneytisins birt á vetvangi Morgunblaðsins.

Gyrtu þína eigin doktorsbrók.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2015 kl. 15:13

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég veit að þú manst ekki alltaf hvenær þú lýgur og hvenær þú segir satt, en þetta sagði ráðherrann um málið 6. janúar sl.

„Nú er það þannig að tillögur starfshópsins liggja fyrir. Það er ekki búið að klára samkomulag á grundvelli starfshópsins eða þeirra tillagna sem þar koma fram, á milli ríkis og kirkju. Og ég tel mjög mikilvægt að menn fari í gegnum það. Og þess vegna hef ég beðið Sigurð Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, að koma okkur til ráðgjafar í þessu máli, til að líta bæði á þessi fjárhagslegu samskipti ríkis og kirkju á grundvelli þessarar skýrslu. Og einnig að líta til sóknargjaldanna í heild sinni og hvernig með þau skuli fara. Og ég hef óskað eftir því við Sigurð Þórðarson að hann færi rækilega yfir þetta, en þó hratt og vel, og ég á von á því að hann muni skila okkur sinni niðurstöðu núna í janúar og þá mun ráðuneytið að sjálfsögðu halda áfram með þetta mál og leita lausna á því.“

Nú skulum við bara bíða og sjá hvað ríkisendurskoðandi segir. Og nenni ég nú ekki lengur að hlusta á bullið í þér í bili kakóprestur.

http://www.ruv.is/frett/vill-endurgreida-kirkjunni-660-milljonir

Skeggi Skaftason, 11.3.2015 kl. 16:10

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.
Illa kannt þú að gyrða brók þína. 

Morgunblaðið sendi innanríkisráðuneytinu fyrirspurn um þetta í lok október og á upphafsdögum nóvember 2014 kom svar frá ráðuneytinu sem birt var í Morgunblaðinu:

„Í skrif­legu svari inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins er vísað í ný­leg­ar skýrsl­ur á veg­um ráðuneyt­is­ins þar sem fjallað er um sókn­ar­gjöld sem fé­lags­gjöld og að „eng­in sér­stök and­mæli hafa verið við því“ “.

Það sem þú vísar er augljóst að sóttur er gamli ríkisendurskoðandinn til að leggjast yfir rökin til að kverúlantar eins og þú fáir svefnfrið og settur á réttan bás sannleikans sem þú ert all- kunnur fyrir að fara frjálslega með.

Sóknargjöld hafa verið félagsgjöld trúfélaga og það ráðuneyti sem fer með þau mál hefur staðfest það.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2015 kl. 18:12

19 identicon

Predikarinn... úff hvað það hlýtur að vera leiðinlegt að vera hann :)

DoctorE 11.3.2015 kl. 18:17

20 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Af hverju ertu að þessu aftur og aftur prédikari? Komdu nú bara með rökin fyrir þessum málflutningi þínum eða hættu þessu bulli. Ég tek aðeins mark á fólki sem notar rökin en stendur ekki í útúrsnúnngum.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.3.2015 kl. 18:21

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári

Ég hélt að það þyrfti ekki að endurtaka öll rökin fyrir þér og hinum enn eina ferðina ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2015 kl. 18:27

22 Smámynd: Skeggi Skaftason

Predikari, ég er gyrtur og með axlabönd. Annað en þú sem hleypur um í alltof síðum kufli hrasandi í öðru hverju skrefi.

Það sem þú vitnar til er einhver áróðurstugga úr ráðuneytinu meðan þar réð lögum og lofum fasistakellingin sem nú hefur góðu heilli verið gerð brottræk, enda fáir ef nokkrir ráðherrar orðið uppvísir að annarri eins fautalegri stjórnsýslu.

En bíðum bara eftir því hvað ríkisendurskoðandi segir. Ert þú kannski hræddur við að sjá þá niðurstöðu??  Nú ef þú loksins skilur að þú hefur haft rangt fyrir þér í þessu máli, þá er aldrei of seint að skipta um skoðun. En þú munt ekki gera það. Þú VEIST hvernig þetta virkar. Þú bara talar gegn betri vitund. Enda menntaður guðfræðingur.

Skeggi Skaftason, 11.3.2015 kl. 19:03

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur

Veistu hvað löin um sóknargjöld heita ?

Hvað eru sóknargjöld ?

Hvernig var sóknargjald innheimt megnið af síðustu öld ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2015 kl. 19:18

24 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Innsláttarvilla -

....lögin um sóknargjöld...   

átti að standa að ofan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2015 kl. 19:19

25 Smámynd: Skeggi Skaftason

Predikari, þau voru í öllu falli innheimt megnið af síðustu öld, innheimtu VAR HÆTT 1987. Það eru 28 ár síðan. Nú er árið tvöþúsund og fimmtán. Komdu þér á þessa öld!

PS Ég vil líka að ríkið hætti að greiða sóknargjalda til annarra trúarfélaga sem og til Siðmenntar, ríkið á einfaldlega að HÆTTA að greiða sóknargjöld. Á móti á ríkið að lækka tekjuskatt sem nemur heildarupphæð sóknargjalda. Svo má fólk ákveða sjálft hvort það vill greiða félagsgjöld í þessi félög. (Ef ríkið vill aðstoða félögun við að innheimta gjöldin, þá má ræða það, en þá á líka að innheimta í alvörunni!)

Núverandi fyrirkomulag er fyst og fremst hugsað til að viðhalda Þjóðkirkjunni, en verður LÍKA til þess að auðvelda ýmsum hæpnum sértrúarsöfnuðum að afla fjár, þau þurfa jú bara að veiða sálirnar (skrá félaga) svo kemur aurinn sjálfkrafa úr ríkissjóði! 

Skeggi Skaftason, 11.3.2015 kl. 19:36

26 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Össur útúrsnúningadoktor

Ríkið greiðir ekki sóknargjöld. Það innheimtir sóknargjöld og ber að skila því sem það innheimtir. Það segja lögin, það segir svo í greinargerð með frumvarpinu um sóknargjöæd sem og í samningnum sem gerður var um þetta fyrirkomulag í aðdraganda lagasetningarinnar.

Maður furðar sig sannarlega á að doktorsmenntaður maður skuli ekki skulja svo einfaldan hlut - jafnvel þó það sé ekki um kynlíf laxa, nema það sé að yfirlögðu ráði hjá þér eins og í svo m0rgu að afvegaleiða þá sem ekki vita betur með öfugmælavísum þínum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2015 kl. 19:46

27 Smámynd: Skeggi Skaftason

Prumpupredkari,

Hversu há sóknargjöld innheimtir ríkið af þér?

Skeggi Skaftason, 11.3.2015 kl. 20:21

28 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég hef verið að greiða 750 lr á mánuði minnir mig.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2015 kl. 20:32

29 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þú segir ekki! Ég þekki engan annan Íslending sem það gerir. Kemur þetta fram á álagningarseðli þínum?  Og fjármálaráðuneytið veit ekki af því??

Skeggi Skaftason, 11.3.2015 kl. 22:14

30 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hvaða rök ertu að tala um prédikari ? Ég hef ekki séð þau. Ertu með upplýsingar um afsalssamning milli kaþólsku kirkjunnar og þjóðkirkjunnar við siðaskipti ? þú hefur verið þráspurður um þetta. Niðurstaðan af þeim viðskiptum milli okkar á sínum tíma varð sú að hann væri ekki til staðar.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.3.2015 kl. 09:47

31 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Ríkið greiðir ekki sóknargjöld. Það innheimtir sóknargjöld og ber að skila því sem það innheimtir. " Ertu virkilega svona vitlaus prédikari eða heldurðu að allir aðrir séu það? hvort er það ? Samkvæmt þessu: Ríkið greiðir aldrei neitt. Það er einungis að skila skatttekjum. Jú ,jú , það má kannski orða þetta svona en er þetta bara ekki dæmi um þann útúrsnúning sem þú ert svo iðinn við að iðka?

Jósef Smári Ásmundsson, 12.3.2015 kl. 09:54

32 Smámynd: Theódór Norðkvist

Athyglivert að skoða heitar umræður, langflestir eru að blogga um áhyggjur af því að Vesturlönd eru að fóstra hryðjuverkamenn sem fara til Miðausturlanda til að höggva hausa af saklausu fólki, sem mér finnst mjög eðlilegar áhyggjur. Næstum hver einasta færsla síðuhafa hér fjallar hinsvegar um hve hörmulegt er að þurfa að borga nokkra hundraðkalla á mánuði til kristinnar kirkju, sem skilar ágætis starfi út í samfélagið og er þekkt fyrir flest annað en afhausanir.

Theódór Norðkvist, 12.3.2015 kl. 10:15

33 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári

Það hefur veri' skrifað um þetta af mér of fleirum í löngu máli. En eins og kemur fram hér ofar að allar eignir kaþólsku kirkjunnar tók kóngurinn eignarnámi við siðaskiptin. Eignir þær sem jarðasamningurinn 1907 við ríkið fjallaði um er um eignir sem þjóðkirkjan eignaðist á árhundruðunum eftir það á eðlilegan máta allt eins og þú með þínar eignir.

Lögin um sóknargjöld segja fyrir um á hvern hátt ríkið innheimtir sóknargjöld og á að skila til trúfélaga. Er það nógu skírt fyrir þíg eða er það úúrsnúingur eoða kannski að þeir sem tala eins og þú kunni annað hvort ekki að lesa eða villa umræðuna vísvitandi með Þessum hætti af einhverjum hvötum ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.3.2015 kl. 10:35

34 Smámynd: Skeggi Skaftason

ÉG var nýlega að lesa fróðega sögubók frá Írlandi, um átakasögu þess lands. Þar var kristilegi kærleikurinn aldeilis fyrirferðamikill og voru endalaus átök milli kaþólskra og mótmælenda um aldir. Meðal annars var lýst aftöku kaþólsks biskups í upphafi 18. aldar fyrir upplognar sakir. Fyrst var hann hengdur í gálga en ekki of snögglega svo hálsinn færi ekki í sundur, meðan hann hékk þarna á lífi var hann ristur á kvið og iðrin dregin út, því næst var hjartað skorið út og voru hjartað og iðrin brennd. Svo var hausinn höggvinn af og því næst búkurinn "kvarteraður", þ.e. skorinn í fjóra búta. Þetta var sem sagt kristileg aftaka fyrir rétt um 300 árum síðan. 

Sem betur fer hefur dregið úr þessum kristilega hugsunahætti og er breskt samfélag nú bæði veraldlegra og miklu friðsamlegra og mannúðlegra.

Skeggi Skaftason, 12.3.2015 kl. 11:19

35 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Meira að segja þúi hlýtur að vita að það sem þú lýsir er ekki kristilegt atferli og getur aldrei talist til aðgerða í samræmi við kristna trú.

Það eru ribbaldar og pólitíkusar sem kjýla sér á bak við trúna sem auðvitað er ekki til fyrirmyndar. Þessi átök segja allt um mennina sem eru að stríða en ekkert um kristni.

Gyrtu nú brókína í stað þess að stlá um þig með sleggjudómum göturæsisins.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.3.2015 kl. 14:41

36 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég er bara að segja það að það tryggir ekki göfugt siðferði og rétta breytni að menn sé strangkristnir og tilbiðji Guð almáttugan. Það sáum við best í Íslandssögunni í galdrabrennufárinu.

Skeggi Skaftason, 12.3.2015 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband