Miðvikudagur, 28. mars 2007
Hægri rétturinn
Það er vel að þessar öldur, koddar, eyru og hausar skuli vera líta dagsins ljós og ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar mætti bæta um betur og afnema "hægri réttinn" því hann hefur ekkert gott í för með sér.
Ég nefni tvær götur í Reykjavík þar sem þessi ófögnuður ræður ríkjum, en það eru Engjasel og Langirimi. Þegar keyrt er um þessar slóðir eru ökumenn í stöðugri hættu með að það skjótist í veg fyrir þá ökumaður sem telur sig eiga fullan rétt (sem hann og á, því miður). Þarna mætast voldugar aðalgötur og aumir hliðarvegir og aumi hliðarvegurinn á réttinn. Mig hefur lengi undrað það að þarna skuli til þess bærir menn hafa ákveðið að setja EKKI biðskyldumerki á hliðargöturnar. Það er óskiljanleg ráðstöfun sem þarfnast rökstuðnings.
Ég skora á valdhafandi aðila í umferðarmálum að eyða hægri réttinum með því að setja biðskyldumerki á hliðargöturnar. Það getur ekki talist snjallt eða heppilegt að vera með svona fáránlegar undantekningar frá meginreglunni. Það vita allir hvenær þeir eru að fara um aðalgötu eða koma af hliðargötu og svo lengi sem maður sér ekki bið- eða stöðvunarskyldumerki á maður að eiga réttinn. Með hægri réttinum er nagandi réttaróvissa í allri umferð af því að hann er fáránleg ráðstöfun í annars mjög rökvísu og góðu reglukerfi umferðarinnar.
Áhugavert væri að sjá staðtölur um slys á gatnamótum þar sem frumskógarlögmál hægri réttarins blívur. Mig grunar að það sé sorgleg lesning!
Öldur, koddar, eyru og hausar fyrir 52 milljónir króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Annað sem pirrar mig með umferðina, er (fyrir utan almennan skort á tillitsleysi og stefnuljósum), er þegar það er hægri beygja, kröpp. Þú getur ekki notað hliðarspegilinn, bíllinn nær ekki að snúa það mikið nema fara út á götuna sem þú vilt fara inn á. Þannig að þú þarft um það bil að snúa þig úr hálslið og baklið við að horfa til vinstri og sjá hvar plássið er.
Einar Indriðason, 28.3.2007 kl. 14:55
Ég held það væri nær að fjarlægja allar þessar hraðahindranir og sem flest biðskyldumerki í leiðinni. Þá neyðast menn til að hugsa um leið og þeir keyra. Hafa hægri réttinn á fleiri stöðum.
Kristján Hreinsson, 28.3.2007 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.