Flóttinn heldur áfram ...

... en hvernig væri þetta ef fólk hefði af því fjárhagslegan ávinning að segja sig úr Ríkiskirkjunni? Látum fyrri biskup svara þeirri spurningu:

"... munu menn hugsanlega sjá sér fjárhagslegan hag í því að skrá sig utan trúfélaga því samkvæmt frumvarpinu eiga menn að fá endurgreidda þá árlegu fjárhæð sem nemur sóknargjaldinu. Eðlilegt væri að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slíkt hefði í reynd ef samþykkt yrði. Þ.á.m. yrði að kanna hvernig sóknir myndu mæta skertum tekjum með því að draga úr þjónustu, fækka starfsfólki og auka tekjuöflun."

Jæja, fækkun um eitt prósentustig árlega er líklega bara það besta sem gefst :)


mbl.is Fækkar enn í þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Á einu kirkjuþingi var talað um að þetta yrði "stóri skellurinn" ef ég man rétt (er með upptöku af því).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.1.2015 kl. 18:45

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stóri skellurinn væri ef stjórnendur kirjunnar segðu upp samningi við ríkið,sem ég trúi að siðaðir menn gerðu aldrei.Þeir eiga löndin sem stór bæjarfélög eru byggð á eins og Garðabær,Borgarnes,síðan þingvelli ofl. sem eg man ekki en hægt að fletta upp.Kirkjustarfið eflist því meir sem þið skrifið um það,enda þótt kirkjan þarfnist fjár eins og aðrar stofnanir,byggist það að miklu leiti á hjálparstarfi í sjálfboða vinnu,eins og vöktun á neyðarsíma um nætur.Í guðs friði.

Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2015 kl. 23:35

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er nú ekki sammála þér um eignarhaldið Helga. Ég tel að safnaðarmeðlimir kirkunnar eigi sína kirkju og eignir hennar þar með talið( rökstyð þetta í bloggfærslu" fjármál kirkjunnar"). Samkvæmt því færist eignarhlutur hvers einstaklings yfir til nýs trúfélags ef hann gengur úr þjóðkirkjunni og í annað. Þarna er komið mikið misvægi þar sem aðeins 74% þjóðarinnar telst til Þjóðkirkjunnar en hún fær hinsvegar framlag 100% þjóðarinnar til að fjármagna laun prestanna. Ég ætla hins vegar ekkert að draga úr því góða starfi sem kirkjan er að gera. En fríkirkjusöfnuðurnir eru líka að gera sitt, mundu það. Og þeir þufa að sjálfsögðu líka á fjármagninu að halda.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.1.2015 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband