Ríkiskirkjan er ríkiskirkja

Leitt er að sjá spámann, stofnanda, formann, ritara, gjaldkera, meðstjórnanda og (næstum því) eina félagsmann Kristilega framboðsbræðingsins fara með rangt mál og það vísvitandi. Veit hann ekki af því að á himnum ku vera yfirnáttúrulega súpervera sem heldur utan um svona syndir og neitar fólki um inngöngu í óðalssetur sitt ef nægilega mikið fleipur safnast saman?

Þannig fer spámaðurinn með ægilega mikið rangt mál þegar hann geysist fram á ritvöllinn á einum af fjölmörgum bloggvefjum hans (lágmark sjö talsins) undir yfirskriftinni 'Þjóðkirkjan er ekki "ríkiskirkja"'. Það er í eftirfarandi tveimur meginatriðum sem spámanninum verður helst fótaskortur á sannleiksbrautinni:

Einhverjir kunna nú að spyrja hvers vegna þessi leiðrétting á ranghugmyndum spámannsins sé ekki hnýtt við upphaflega grein hans. Skýringin er einföld og er hún sú að spámaðurinn hefur hreinlega lokað á alla þá sem reynt hafa að leiðrétta rausið í honum í gegnum tíðina og iðulega rekið hann á pínlegt gat. Spámanninum finnst nefnilega best að lifa eins og Guðslastslögin verndi hann líka og býr sér því til þennan undarlega veruleika með því að útiloka alla þá sem veita honum minnstu viðspyrnu.

PS. Þeir sem vilja kynna sér betur ömurlegustu, og um leið stórkostlegustu, eymingjagjöf sem þekkist í sögu lands og þjóðar ættu að kynna sér frábæra greinaröð Brynjólfs Þorvarðarsonar. Hún segir allt sem segja þarf um hve vondur og óskiljanlegur gjörningur jarðakaupasamningur ríkis og Ríkiskirkju raunverulega er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Samur ertu við þig Óli Jón sem og aðrir andkristnir. Þú fellir málflutning þinn að því sem skáldið kvað : hálfsannleikur oftast er, óhrekjandi lygi.

En því miður fyrir þig og aðra slíkagerist málflutningur þinn og annarra þinna líka ekki sannari þrátt fyrir þetta, né gerast skrif Berynjólf sönn enda er hið skáldlega sem fyrr er nefnt aðal þeirra skrifa.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 11:22

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þú hefur ekkert hrakið í þessum greinum "Predikari" (fyndið þegar ríkiskirkjuprestar skrifa undir dulnefni).

Matthías Ásgeirsson, 4.1.2015 kl. 11:38

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Predikarinn, upplýstu okkur Óla nú um eitt lítið atriði. Samkvæmt Jóni Val þá væri Þjóðkirkjan ríkiskirkja ef hún væri ríkisstofnun. Samkvæmt innanríkisráðuneytinu og ríkisskattstjóra þá er Þjóðkirkjan ríkisstofnun. 

Er þá ekki frekar augljóst mál að Þjóðkirkjan er ríkiskirkja?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.1.2015 kl. 11:58

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Einfalt - hver er skilgreining á ríkisstofnun ? Er hún ekki ávallt eign ríkisins og starfar undir stjórn ráðherra sem situr í umboði Alþingis ?

Ekkert af þessu fellur undir þjóðkirkjuna. Hvar kemur þetta fram sem þú segir ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 12:10

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gjörðu svo vel Predikarin: http://www.vantru.is/2014/08/25/09.00/

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.1.2015 kl. 12:34

6 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Ríkiskirkjan er svo mikil ríkisstofnun að innanríkisráðuneytið semur jafnvel gjaldskrána fyrir 'aukaverkin'. Já, ríkið skammtar henni pening og dikterar hvernig ríkisstarfsmennirnir (lesist prestarnir) geti unnið sér inn aukapening.

En lestu nú greinarnar sem vísað er í áður en þú byrjar að rausa. Það sparar þér það að líta út eins og örvæntingarfullur kjáni.

Óli Jón, 4.1.2015 kl. 21:05

7 identicon

Sæll Óli.

Ég get ekki sagt að það snerti mig sérstaklega
til eða frá hvort þú nefnir Þjóðkirkjuna ríkiskirkju
eða ekki. Skýringin er einfaldlega sú að mér þykirnokkuð ljóst hvað liggur að baki þeirri skilgreiningu.

Ég hygg þó að þetta sé ekki rétt hjá þér.

Samningurinn sem þú vísar til er fyrst og fremst
lagatæknilegur gjörningur sem er tilkominn vegna
þess að breyta þurfti lögum til samræmis við þann
veruleika sem lífsskoðunarfélögin voru.
Í þessum samningi sem ekki þarf að koma á óvart þá
er gerður þessi lagatæknilega breyting er varðar
Þjóðkirjuna; hún heldur áfram að vera Þjóðkirkja og
í samkomulaginu felst að ríkið greiði laun presta sem og
lítilega tilfærð önnur atriði sem þú bara flettir uppá.
Því þarf þér ekki að koma á óvart að þessi hluti
samningsins komi fram hjá innanríkisráðuneytinu því
það uppfyllir efndir samnings fyrir hönd ríkisins.

Má þér nú vera fyllilega ljóst að Þjóðkirkjan er Þjóðkirkja.
Þ

Húsari. 4.1.2015 kl. 22:11

8 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Ríkið ákvarðar flest allt það sem mikilvægt má telja í tengslum við rekstur Ríkiskirkjunnar. Það skammtar henni pening, semur gjaldskrár, ákveður laun presta og þar fram eftir götunum. Þetta er í raun eins og samband barns og foreldris þar sem barnið kann ekki fótum sínum forráð og foreldrið þarf að leiða það í gegnum lífsins ólgusjó. Sú líking á reyndar ótrúlega vel við því oft hefur ríkið einmitt þurft að skera Ríkiskirkjuna úr fjárhagslegri snörunni þegar hún hefur verið búin að spila rassinn úr brókinni og einnig þegar þjóðin hefur snúið við henni bakinu, t.d. með því að veita henni aðgang að leik- og grunnskólabörnum með innrætingu sína.

Í raun skiptir litlu máli hvort við tölum um þjóðkirkju eða Ríkiskirkju dags daglega því það sem flýtur alltaf ofan á er hvernig starfsemi hennar er háttað í reynd og þar ber hún greinilega öll merki þess að vera ríkisstofnun.

Ef þú hefur fyrir því að lesa greinarnar sem vísað er á í pistlinum hér ofar, þá má þér nú vera fyllilega ljóst að Ríkiskirkjan er Ríkiskirkja.

Óli Jón, 4.1.2015 kl. 22:35

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli

Þú ert afskaplega fáfróður um þetta málefni, eins og pistill þinn allur opinberarglögglega, en þjösnast áfram í fávísi þinmni í þerri von að einhver trúi þér. Þú hefur ekki einu sinni fyrir því að afla þér upplýsinga áður en þú geysist með þvæluna þína fram á bloggið fyrir alþjóð.

Þessi gjaldskrá er ákveðin af kirkjuþingi sem kemur ríkinu eða öðrum stofnunum þess neitt við. Það er fr´s gamalli tíð birt í reglugerð eigi að síður, en allt sem í henni er er ákveðið af kirkjuþingi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 22:36

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Vilja menn ekki skoða líka lög um Þjóðkirkjuna

http://www.althingi.is/lagas/142/1997078.html

þarna kemur fram strax í annarri grein:

 2. gr. Þjóðkirkjan nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka.

Sem sagt, Þjóðkirkjan nýtur EKKI fulls sjálfstæðis, aðeins "innan lögmætra marka"

Í þessum lögum, settum af Alþingi, er alls konar tittlingaskítur talinn upp, sem kirkjan hefur ekki sjálfræði um, eins og t.d. hvernig haga skuli prestkosningum, biskupskjöri, að biskup skuli sitja í Reykjavík, um kirkjuþing, vígslubiskupa, og fleira og fleira og fleira.

Þetta eru m.ö.o. ALLS KONAR stór og smá atriði um innra starf kirkjunnar, sem kirkjan RÆÐUR EKKI SJÁLF HVERNIG SKULI HAGAÐ, heldur er þetta nákvæmlega dikterað í landslögum!

Hvaða annað "sjálfstæða félag" starfar svona?? 

Skeggi Skaftason, 4.1.2015 kl. 22:36

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli

Þú spilar rass þinn hressilega úr buxum sannleikans svo líking þín sé notuð.

Svo er það nú einungis í Reykjavík sem hömlur eru settar af þínum líkum varðandi grunnskólaheimsóknir. Í andstöðu við þorra almennings.

Er ríkið eigandi þjóðkirkjunnar eins og er tilfellið með Háskóla Íslands, Háskóli Íslands er sannarlega ríkisstofnun þó sjálfstæður sé ?

Er ríkið eigandi Háteigskirkju, Kópavogskirkju, Vídalínskirkju, Hafnarfjarðarkirkju og Selfosskirkju svo einhverjar séu nefndar  ?

 

Ríkið stjórnar sjálft engu um rekstur eða eitt né neitt um þjóðkirkjuna nema þegar það fer ránshendi um fjármuni hennar eins og fyrr er lýst með þjófnaði Jóhönnu og Steongríms J. á nærri helmingi sóknargjalda sem ríkið innheimtir fyrir trú- og lífsskoðunarfélög.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 22:42

12 Smámynd: Óli Jón

Predikarinn: Af hverju þarf innanríkisráðuneytið að gefa verðskrána út? Gefur iðnaðarráðuneytið út verðskrá fyrir pípara? Sjávarútvegsráðuneytið verðskrá fyrir fisksala? Ríkiskirkjan er eins og smábarn í umsjón þolinmóðs forsjáraðila.

Hvað heimsóknir Ríkiskirkjunnar varðar, þá eru þín orð sterkasta sönnun þess að þær eiga sér hömlulaust stað alls staðar nema í Reykjavík, takk fyrir það!

Ef ríkið hefði sett almennilega samningamenn við borðið þegar Ríkiskirkjan fékk samning aldarinnar sem tryggir henni milljarða árlega fyrir lítið sem ekkert, þá hefðu þeir krafist þess að fá yfirráð yfir öllum þessum byggingum sem þú nefnir. Þær eru nefnilega á góðum stöðum með fullt af bílastæðum og geta því auðveldlega orðið góðar verslana- eða félagsmiðstöðvar þegar örlög kristinnar trúar hér heima verða endanlega ráðin. En, því miður, stóðu agentar ríkisins sig ekki í stykkinu, enda illa skipaður hópur og því fór sem fór.

En svaraðu nú spurningu minni um hvort þjóðin myndi sjálfviljug borga sóknargjaldið án milligöngu ríkisins. Þú hefur, ófimlega reyndar, vikið þér undan henni á öðrum vettvangi. Þetta er nefnilega lykilatriði sem skýrir ásælni Ríkiskirkjunnar í opinbert fé því hún veit að án þess er engan pening að fá.

Óli Jón, 4.1.2015 kl. 22:56

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli

„Samningur aldarinnar“ sem þú kallar svo, var læiklega afleikur þjóðkirkjunnar og stórgróði ríkisins. Þá lýsir þú enn vanþekkingu þinni á þessum samningi þegar þú ferð að blanda honum við allt aðra hluti eins og þú gerir og kemur samningum nákvæmlega ekkert við.

Svar var komið. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 23:01

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Skeggi, taktu líka eftir því að Alþingi getur breytt þessum lögum eins og það vill. Það gæti t.d. ákveðið að leggja niður kirkjuþing og látið innanríkisráðherra um að fara með það vald.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.1.2015 kl. 23:42

15 identicon

Sæll Óli.

Þakka þér fyrir svarið.

Það er þjóðkirkjan sem gerir þennan samning
með þeim hætti sem kveðið er á um í
þeim hinum sama samningi.

Því er ekkert sérstakt við útfærslu á einstökum
gjöldum og þá ekki byggingar frekar.

Í allri vinsemd, Óli, lestu þennan samning við tækifæri
og þá sérðu það sem öllu máli skiptir sem er í raun,
að um lagatæknilega útfærslu fremur en nokkuð annað
er að ræða. Þetta er allt samofið og lagaumhverfið sjáft
tekur mið af því.

En í Leikskólanum er gaman að vera sbr. Stundarskaupið
og því fer ég að sjálfsögðu ekki að endurtaka það sem
þegar hefur verið sagt: Þjóðkirkjan er þjóðkirkja!

Húsari. 5.1.2015 kl. 00:04

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Allt sem talið er upp er samt ákveðið af kirkjuþingi og stofnunum þjóðkirkjunnar en ekki ríkisins þó þetta sé formlega talið upp á þassum vettvangi.

Þannig eru nú lög um fyrirtæki og sjálfstæða einstaklinga með hömlum „innan lögmæltra marka“. Þetta á nú þingmapurinn að vita og þarf ekki að gera sig fávísari h´wer en ítrustu þörf krefur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 00:13

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Dr. Kakó:

af hverju í ósköpunum eru þessi atriði í lögum? Ekki eru til sérstök landslög um það hvernig Skátar halda aðalfund og kjósa skátahöfðingja?

Og svo eru nú fjölmörg atriði sem Kirkjuþing fær ekki að ákveða. Eins og t.d. laun presta. Það þekkir þú best sjálfur, séra.

Skeggi Skaftason, 5.1.2015 kl. 13:40

18 identicon

Sæll Óli.

Skeggi hefði allteins mátt nefna 1.gr l. nr.78/1997:
"Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á
evangelísk-lúterskum grunni."

Skeggi tilfærir einnig orðalagið:"...innan lögmæltra marka."
Hér er vitanlega sá eðlilegi varnagli sleginn sem er
sömu ættar og hvað varðar samninginn sjálfan þar sem gert
er ráð fyrir að hann sé tekinn til endurskoðunar ef þurfa
þyki; - skyldi engan undra annars gilti hann um alla eilífð!!
Vitanlega eru slík ákvæði í öllum samningum af þessu tagi.

Húsari. 5.1.2015 kl. 13:43

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Þú veist sjálfur að þetta eru leifar frá gamalli tíð að birta þetta svona. Það er eins og með margt annað í lögum og reglugerðum þessa lands sem á eftir að hreinsa til í og tekur tímann sinn eins og dlmin sanna - ekki einungis um málefni þjóðkirkjunnar. Auðvitað ætti hver prestur að ákveða sína eigin gjaldskrá og birta á heimasíðu safnaðar síns.

Kirkjuþing ákveður sem von er ekki laun presta. Þau eru að sjálfsögðu ákveðin í kjarasamningum á þar til bærum vettvangi. Um þetta fer auðvita í samræmi við kaupsamning ríkisins á nærri 17 %  alls jarðnæðis á Íslandi af þjóðkirkjunni samkvæmt samningi þar um 1997.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 14:09

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Allt sem talið er upp er samt ákveðið af kirkjuþingi og stofnunum þjóðkirkjunnar en ekki ríkisins þó þetta sé formlega talið upp á þassum vettvangi.

Þetta er einfaldlega rangt. Alþingi tekur endanlega ákvörðun um hvernig breyta eigi viðkomandi lögum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.1.2015 kl. 14:55

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Þessi gjaldskrá er birt í rreglugerðarformi, en ekki samt fyrr en kirkjuþing hefur ákveðið gjaldskrána. Þessi gjaldskrá er ekki á forræði eða á valdi ríkisins heldur sjálfstæðrar þjóðkirkju sem á sig sjálf og lýtur ekki forræði ríkisins umfram önnur einkafyrirtæki þessa lands.

Meira að segja andkristnir eins og þið í vantrú í trúarboðun ykkar hljótið að skilja þetta. Það munu meðalgreindir framsóknarmenn gera - þá er ykkur andkristnunm engin vorkunn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 15:00

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Dr Kakó, ég var þarna að vísa til ríkiskirkjulaganna, enda var félagi Össur að ræða um þau. Þú veist, lögin sem segja til um starf ríkiskikjunnar alveg út í smáatriði. 

En ég veit ekki hvaðan þú færð þá hugmynd að kirkjuþing hafi ákveðið gjaldskrána. Getur þú bent mér á þetta í gerðum kirkjuþings? (vísbending: þú getur það ekki)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.1.2015 kl. 15:07

23 Smámynd: Óli Jón

Predikarinn: Gefum okkur að Ríkiskirkjan semji gjaldskrána sjálf og að ráðuneytið þurfi að birta hana til þess að hún fái gildi, þá er líkingin við barnið og forsjáraðilann fullkomin. Barnið býr til fallega teikningu á blaði, en foreldrið þarf að setja hana á kæliskápshurðina til þess að aðrir geti notið hennar.

En það stoðar lítið að gefa sér nokkuð í þessu samhengi því hér er vísun í grein á vef Innanríkisráðuneytisins þar sem greint er frá ávarpi sem þáverandi innanríkisráðherra flutti við setningu Kirkjuþings, en þar segir:

Þá vék ráðherra að viðræðum við Prestafélag Íslands um nýja gjaldskrá fyrir aukaverk presta. Kvaðst hún ekki hafa verið tilbúin til að fallast á tillögu presta um mikla hækkun á gjaldskránni þó svo að hún skildi sjónarmið og rökstuðning félagsins.

Já, barnið suðaði og tuðaði, en forsjáraðilinn leiddi suðið og tuðið hjá sér og vandaði um fyrir barninu :) Svo innsiglaði forsjáraðilinn þessa ákvörðun sína með því að birta í Stjórnartíðindum þá gjaldskrá sem honum þótti við hæfi. Hún var s.s. ekki birt í Víðförla heldur Stjórnartíðindum.

Já, Predikari, mikið er sjálfstæði Ríkiskirkjunnar :)

Óli Jón, 5.1.2015 kl. 15:57

24 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Lestu lögin og reglugerðina. Það er kveðið á um þetta þar. LESA - skrifa svo. Þið andkristnu - farið nú að temja ykkur þessi einföldu atriði til að falla ekki ávallt í sömu slagorðagryfjuna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 16:45

25 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli.

Þessi ræða ráðherra er á misskilningi byggð á reglugerðinni og lögunum. Hér á ráðherra frekar við að hann vilji hófsemi í gjaldhækkun - sem er þó ekki á forræði ráðherrans samkvæmt reglugerðinni og lögunum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 16:47

26 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það sem er sérstaklega þreytandi í rökræðum við séra Kakó er að hann neitar að ræða UM hlutina eins og þeir eru, því hann neitar því endalaust að hlutirnir séu EINS OG þeir eru.

Þetta er svona svipað og að reyna að ræða virðisaukaskattskerfi við einhvern, sem neitar að viðurkenna að hér séu tvö virðisaukaskattsþrepp og talar eins og þrepið séu bara eitt.  Svoleiðis umræða verður dálítið eins og í Lísu í Undralandi.

ÉG held að réttast sé bara að sniðganga þessa endalausu þvælu sérans. Hann má halda þessum leik áfram einn og óstuddur. En ég skil vel að hann skuli ekki vilja leggja sitt rétta nafn við þessa ritræpu sína.

Skeggi Skaftason, 5.1.2015 kl. 20:08

27 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur

Hvað er það sem er rangt við það sem ég hef hér fært fram ? Hefur þú lesið reglugerðina og lögin þar sem mælt er fyrir um gjaldskrána ?


Ég skil vel að fyrrum ráðherra sem þú, lítur mátulega stórt á þig til að ætla að ráðherra ráði því sem hann vill um reglugerðir yfirleitt. Þannig er það bara ekki ávallt - og síður en svo í tlfelli þessarar gjaldskrár.

Þið ráðherrarnir eruð ekki eins almáttugir og þið mergir hverjir lítið á ykkur í embætti.

Þú tókst þó öðrum ráðherrum fram því þú taldir þig stjórna reglum Evrópusambandsins að geðþótta þínum eins og fram kom á fréttamannafundi þínum með Füle stækkunarstjóra og oftast þegar þú rlddir málefni umsóknarríkisins Íslands gagnvart ESB - ekki hvað síst þegar þú sagðir svart hvítt þegar um aðlögunarferli umsóknarríkja átti í hlut. Það tekur augljóslega fram ræðu innanríkisráðherrans fyrrverandi sem Óli vísaði til.

Hér má sjá þig á stóra blaðamannafundinum með Füle og öðru stórmenni ESB að ákveða lögskýringu á reglum ESB en Füle neyddist til að setja ofan í við þig :

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 20:37

28 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég veit að þér finnst það mikil upphefð að fyrrum ráðherra og flokksformaður sé að eyða púðri í að tala við þig, en veistu ég held hann myndi ekki nenna því. 

Skeggi Skaftason, 5.1.2015 kl. 20:57

29 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur


Það hafa tugir ráðherra talað við mig og átt við mig tal í meira og minna mæli um árin - þótti mér það ekki nein sérstök upphefð - ekki meiri en fyrir þá að ræða við mig. 

En nennir þú sem sagt ekki að ræða við mig segirðu ?

Það er vanalega svarþess sem rökin þrýtur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 21:03

30 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

P.S. Já þar á meðal voru margir flokksformenn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 21:03

31 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

P.P.S.

þarna var kunnuglegt orðfæri hjá þér sem fáir nota ........

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 21:04

32 Smámynd: Skeggi Skaftason

Séra Kakóbaun,

það er nú til lítils að gorta sig af því að vera virtur viðlits af mektarmönnum í raunheimum, en skrifa svo hér undir dulnefni!

Skeggi Skaftason, 5.1.2015 kl. 23:07

33 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

dr. Össur - eeeeehh segir....... „Skeggi“ ? ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 23:12

34 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Lestu lögin og reglugerðina. Það er kveðið á um þetta þar. LESA - skrifa svo. Þið andkristnu - farið nú að temja ykkur þessi einföldu atriði til að falla ekki ávallt í sömu slagorðagryfjuna.

Lesum lögin saman dr Kakó:

3. gr. Fyrir aukaverk ber prestum þóknun eftir gjaldskrá, er ráðuneytið setur til 10 ára í senn. (http://www.althingi.is/lagas/143b/1931036.html)

Þarna er það svart á hvítu "er kirkjuþing setur"...nei, bíddu. Úps, það er víst "er ráðuneytið setur". Dr. Kakó, viltu ekki senda Alþingi tölvupóst og benda þeim á að það sé villa í lagasafninu þeirra? 

Reyndar er sama villa líka í prentuðu útgáfunni. Mjög dularfullt.

Ætli dr Kakó muni í þetta eina skiptið viðurkenna að hann hafi rangt fyrir sér?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.1.2015 kl. 00:57

35 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 HRÓ

Er þetta úr reglugerðinni ? ? ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.1.2015 kl. 01:20

36 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Dr. Kókó. Þetta er lagagreinin sem gjaldskráin er sett á grundelli á. 

Í gjaldskránni sjálfri er ekkert minnst á kirkjuþing og viti menn, hún er sett af innanríkisráðuneytinu. 

Gerðir kirkjuþings eru aðgengilegar á netinu. Hvar er hægt að finna þau ákveða þessa gjaldskrá þar?

Ráðherra ákveður þessa gjaldskrá, ekki kirkjuþing.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.1.2015 kl. 13:12

37 identicon

Vanvirðing, háð, óhóflega afmennskandi tónn, almenn "dehumanization" og and-bræðralag almennt þeirra manna sem ekki geta virt fjölbreytni í skoðunum, viðhorfum og tilfinningum (hvort sem þær snúa að trúarafstöðu eða kynhneigð eða öðru), er helsta vandamál mannkynsins. 

Stigsmunur er á því hvernig það birtist. Háðskar og afmennskandi greinar á bloggum eru eitt af vægari stigunum. Eðlismunur er þó ekki á slíkum færslum og orðaflaums-ælu í því skyni að fá tilfinningalega útrás eða því þegar ISIS myrðir menn fyrir trúleysi eða Kristindóm, þegar sjónvarpspredikari úthúðar samkynhneigðum eða múslimm, eða þegar fasistar fara um og myrða vinstrimenn eins og Norðmaðurinn veiki um árið. 

Samfélaginu mun áfram fara hnignandi og stríð færast í aukanna meðan við gerum ekki meiri kröfur á okkur sjálfa en þetta. 

Jón 7.1.2015 kl. 19:50

38 identicon

Jesús sagði að sá sem reiðist bróður sínum (uppruna merkingin er alvarlegri og nær hatar eða fyrirlítur, reiði er svo gengisfellt orð) hefur þegar myrt hann í hjarta sínu. Þarna er hann að tala um þennan sama stigsmun. Samfélögum fer fram þegar einstaklingar gera kröfur á sjálfa sig um VIÐHORF til náungans. Í samfélögum þar sem ekki er lögð áhersla á slíkt aukast morð, glæpatíðni og almennt ofbeldi, því háttsemi þeirra betur settu hefur afsiðandi áhrif á háttsemi veikari einstaklinga með alvarlega persónuleikabresti. Þannig berum við öll áhrif á hvert öðru. Þið á Vantrú sleppið fyrir horn með því að skrifa alltaf "Mo", sem er guðfræðilega öruggt svæði (Það má ekki drepa mann fyrir að gera grín að manni sem heitir "Mo"). Þið sjáið samt hverjar afleiðingarnar eru af innihaldslitlu háði gegn trúarbrögðum af morðum skopmyndateiknaranna í París sem komust í fréttirnar núna í dag. Þeir héldu sig ekki innan stífsramma og þolinmæðisstuðls Islamskra bókstafstrúar-öfgamanna og sýndu meira hugrekki í sínu hatri en þið, og því fór sem fór. Kristnir menn eru kannski ólíklegir til að svara fyrir sig á sama hátt, en innantómt háð hefur aldrei góðar afleiðingar. Aðeins alvöru samræða, byggð á gagnkvæmri virðingu, umburðarlyndi og virðingu fyrir fjölbreytileika mannanna getur leitt til framfara. Háð og hatur leiðir bara til glundroða, sundrungar, og hjá þeim sem heyja hugrakkari baráttu en þið, stundum til dauða einhvers, hvort sem það er þeirra sjálfra eða það sem algengara er, þeirra sem ákveða að ganga lengra en fyrirmyndir sínar í tjáningu sinni á hatri og grípa jafnvel til ofbeldis. Öll afmennskun og vanvirðing kyndir undir slíkt háttalag meðal veiks fólks og því fylgir slíkri tjáningu mikil ábyrgð.

Jón 7.1.2015 kl. 19:57

39 identicon

Vil alls ekki að orð mín séu tekin úr samhengi eða ýkt. Ég trúi því að því miður sé tíðarandinn þannig að ekkert okkar sé saklaust af því að hæða meðborgara okkar og tala niður til þeirra. Og yfirleitt erum við þá að tala um þá sem eru ólíkir okkur í skoðunum, uppruna eða tilfinningalegri afstöðu gagnvart alls konar hlutum, en ekki um þá sem eru líkir okkur sjálfum. Að þessu leyti er næstum hver einasti maður frekar líkur nazistum, það er bara stigsmunur á því að líða engan sem er ólíkur manni sjálfum eða umbera hann bara í nýmóðins merkingunni, í stað þess að leitast við að sýna alltaf virðingu. Ég ætla sjálfur að taka til hjá mér og hætta allri óvirðingu og hvet aðra til að gera það sama. Óvirðing er ekki það sama og óvirðing. Ég vil líka hafa það alveg skírt að ég er alveg sammála því að hætta eigi dekri við ríkiskirkjuna, leggja eigi hana niður og hún sé ríkiskirkja. En ég skil ekki afhverju þarf að níðast á einstaklingi til að ná því markmiði, uppnefna hann spámann og tala um hann af fullkomnu virðingarleysi. Mér líkar illa við margar skoðanir Jóns Vals, til dæmis skoðarnir hans á dauðarefsingu. Ég leyfi mér ekki að leggja fæð á manninn eða leggja hann í einelti út af skoðanaágreiningi, enda væri mér þá illa við stóran hluta mannsins og tugi þjóða upp til hópa, þar sem nær allir eru einhuga um að dauðarefsing sé besta mál, eins og okkur fannst líka hérna einu sinni. Ég get ekki mælt Jón Val eftir annarri mælistiku en segjum mann frá Íran eða Saudi Arabíu eða Afghanistan sem líka aðhyllist þessa skoðun, bara afþví hér sé hann í minnihluta. Það væri kúgun meirihlutans að leyfa honum ekki að hafa sína skoðun og ef mér finnst hann hafa minni rétt á því væri það vegna rasisma eins og þeir sem tala um "þróaðar" og "vanþróðaar" þjóðir ennþá, löngu eftir að mannfræðin og félagsfræðin hafa fordæmt allt slíkt tal eiga til. Jón Valur frá Íslandi á ekki minni rétt á þessari skoðun og virðingu þrátt fyrir hana heldur en Ali Muhammad frá Írak, afþví það er enginn alvöru munur á þessum mönnum nema í augum rasista.

Jón 7.1.2015 kl. 20:14

40 Smámynd: Óli Jón

Jón: Geturðu ímyndað þér hvað eftirfarandi nafngiftir eiga sameiginlegt?

jarmari, vesalingar í bandi, ignorantar, hvolpur, dindlar, veruleikafirrtur, valdfíkinn, lúserar, tuskubrúður, aðalskálkur, púta

Þær eiga það allar sameiginlegt að þinn elskulegi Jón Valur hefur notað þær um annað fólk í skrifum sínum og er þetta síður en svo tæmandi úttekt á afrekum hans á þessu sviði heldur aðeins brotabrot af því sem kallálkan hefur látið frá sér fara. Það er því frekar öfugsnúið og kaldhæðnislegt þegar þú biður um að honum sé hlíft við hæðnisfullum auknefnum því Jón Valur er versti brotamaðurinn á því sviðinu.

Hvað finnst þér um það?

Óli Jón, 8.1.2015 kl. 00:55

41 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli 

Þar lítur þú enn í spegil. Þú og aðrir andkristnir hafið verið duglegir í uppnefnum, svigurmælum og háðsæósum ætluðum til minnkunar viðmælendum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.1.2015 kl. 02:10

42 identicon

Jón Valur er ekki "minn elskulegi", reyndar er ég ósammála honum í nánast öllu, hvort sem það eru stjórnmál, trúmál eða samfélagsmál. Ég trúi á það að temja sér almennar grundvallarsiðferðisreglur og reyna að sýna öllum sömu hegðun og mæla eftir sömu mælistiku, sama hverjir þeir eru, hvaða skoðanir þeir aðhyllast eða hver fortíð þeirra er. Ólíkt ýmsum öðrum, kannski þér?, alla vega örugglega Jóni Vali, sem finnst það að maður hafi myrt gefa öðrum rétt á að myrða hann, sem er svona eiginlega sama lógík og þú ert með hérna, eða "auga fyrir auga", að Jón eigi skilið svona tal, því hann viðhafi það sjálfur. Ég aðhyllist ekki svoleiðis hugsunarhátt. Ég veit að mannlegt eðli er hefnigjarnt og ástríðufullt og er ófullkominn í að fylgja mínum hugsunarhætti eftir, en lít svo á að það sé samfélagsmein að við skulum ekki reyna að sýna hvert öðru meiri virðingu og það sama hver á í hlut. Samfélagið er hérna til að leiðbeina manneðlinu í rétta átt og til að við getum veitt hvert öðru aðhald til að verða betri með æskilegri hugmyndafræði. Við erum alltaf að reyna að kenna börnunum okkar að leggja ekki í einelti og erum hissa þegar illa gengur, þegar það er nokkuð augljóst að einelti er meðtekið af samfélaginu í heild sinni, sé því beint að "réttum" einstaklingum og Jón Valur tilheyrir einum hópnum sem gefið er sérstakt veiðileyfi á. Eins og ég sagði er þetta ekki fordæming á einstaklinga, enda hefði ég ekki efni á slíku, og því síður skrifað til að koma Jóni Val sérstaklega til varnar, enda á ég engum skyldum að gegna við hann. Já, hann hefur sagt margt ljótt og líka við mig á okkar litlu og stuttu kynnum og eflaust ljótari orð en þau sem hann sagði við þig. Jón Valur ætti kannski að lesa Biblíuna sína og hugleiða aðeins hvað það er að hafa drepið einhvern í hjarta sínu, sem Kristur telur engan eðlismun á og raunverulegu morði og síðan vellta fyrir sér niðurstöðunum í ljósi eigin skoðana á dauðarefsingum. Samkvæmt eigin heimspeki á hann rétt á háðsglósum til baka, bíst ég við. Samkvæmt minni, nei. En það er erfiðara að lifa eftir svoleiðis lífsskoðun en mannlega eðlinu um "auga fyrir auga" og "hann drap, svo það má alveg drepa hann". Skribentinn þarna Predikarinn virðist hugsa á sömu nótum "Þið" eruð duglegir í hinu og þessu svo nú megum "við" kasta skít til baka í "ykkur". Gott samfélag verður aldrei til fyrr en kategóríurnar "þið" og "við" hverfa alveg úr daglegri umræðu og þykja ekki lengur boðlegar, vegna þeirrar vanvirðingar gegn einstaklingum og fjölbreytileika sem noktun þeirra ber vitni um.

Jón 8.1.2015 kl. 02:22

43 identicon

Sæll Óli.

Svona rétt til að halda því til haga þá
eru fóstureyðingar, líknardráp og dauðarefsingar
óheimilar skv. hinum upphaflega Hippókratesareiði.

Í félagsfræðinni var það jafnan kennt svo að
hvort sem einstaklingur, hópur eða stjórnvald
tæki sér það fyrir hendur að taka líf þá
væri þar tæpast nokkur stigs- eða eðlismunur
og á morði.

Húsari. 8.1.2015 kl. 13:42

44 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Ég gengst fyllilega við því að nota viðurnefni. Hins vegar finnst mér hálf kjánalegt þegar einhver biður Jóni Vali vægðar undan slíku því sjálfur er hann lúsiðinn þegar kemur að því að uppnefna fólk.

Húsari: Og þetta kemur þessari umræðu við hvernig?

Óli Jón, 8.1.2015 kl. 13:51

45 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli

Þökk fyrir þetta.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.1.2015 kl. 14:07

46 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Ekki veit ég hvað var þakkarvert, en njóttu vel!

Óli Jón, 8.1.2015 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband